Alþýðublaðið - 20.07.1969, Page 2

Alþýðublaðið - 20.07.1969, Page 2
Jón söSli. Gæti hafa verið Gunnar á Hlíðarenda Samtíningur um Jón söðla „Ó, heill sjertu, vinur, jeg hugsa til þín, þótt hverflyndur sé ég og gleyminn, því þú hefur best opnað barnsaugun mín og bentir mér fyrstur á heiminn. Þú sagðir mjer öldúnum fornhelgu frá er fagnandi hugurinn skoðar, um fjarlægar sveitir þú fræddir mig þá og f jöllin er kvöldsólin roðar. Því þú hafðir víðast hvar litið vort land með löðrandi brimgirtum ströndum og valið bjer leið yfir válegan Sand með vinum úr fjarlægum löndum Jeg man, hve þig gladdi hin svipmikla sjón og söguljós horfinna tíða. Það kætti þig mjög, og þú manst bað víst, Jón, með Morris um fjöllin að ríða. Og þegar að vo.rsól á Valahnúk skín og verpur á skógana roða, og ferðamenn gánga í fótsporin bín og friðsælu runnana skoða og dreymandi hvíla við hjarta vors lands og horfa á fljótsstrauminn svala, þá hljóta þeir líka að minnast hess manns, sem Mörkina vakti af dvala. Með blaðinu kveðju nú færðu mjer frá, það finnur þig, ef að bú lifir, ó, heilsaðu eldgömlu Hlíðinni há og himninum bláa þar yfir. Þótt tíminn sje breyttur og bindi nú þig og bannaðir skemmtandi fundir, þá eigðu bó blaðið til minnis um mig sem minning um brautliðnar stundir.“ Þannig orti Þorsteinn skáld Erlingsson til vinar síns og „tóstra," Jóns söðlasmiðs Jórrssonar, eða Jóns söðla, eins og hann var að jafrraði nefndur, úti í Kaupmannahöfn árið 1884. Sem kunnugt er fæddist Þorsteinn Erlings- son í Stórumörk undir Eyjafjöllum 27. dag septembermánaðar árið 1858, en alinn var hann upp í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. Jón söðli kom að Hlíðarenda koti árið 1866 og var þar viðloðandi æ síðan; tókst snemma gott vinfengi með þeim Þorsteini og þóttist Jón sem var einn hinna mörgu „sérkennilegu gáfu- 2 Alþýðublaðið — Helgarblað

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.