Alþýðublaðið - 20.07.1969, Side 7
27. Evrópumeistaramótinu í bridge,
sem fram fór í Osló 23. júní til 5. júlí,
lauk með yfirburðasigri ítölsku heims-
meistaranna, eins og við var búizt, en
Norðmenn urðu óvænt í öðru sæti, og
taka þessi tvö lönd því þátt í næstu heirns
meistarakeppni, sem verður í Svíþjóð að
ári. 22 þjóðir voru skráðar í mótið, en
ein, Líbanon, mætti ekki. íslenzka sveitin
varð í 13. sæti á mótinu — vann niu
leiki ,tapaði tíu og gerði tvö jafntefli með
tæplega 50% vinningshlutfall. Þegar mað-
ur lítur á þessar tölur virðist þetta ekki
svo afleit frammistaða — og betri en í
flestri annarri keppni ,sem Islendingar
taka þátt í erlendis.
En satt bezt að segja, þá varð maður
fyrir miklum vonbrigðum með þennan ár-
angur. Sem þátttakandi í íslenzku sveit-
inni hafði ég persónulega búizt við ailt
öðru og að sveitirr yrði í baráttusætum —
og ekki neðar en þetta í sjötta sæti. Ég
ætla ekki að koma með neinar afsakanir
— en tvær meginástæður eru að mínu
áliti fyrir því, að árangur okkar varð ekki
betri. Gífurleg hitabylgja gekk yfir í Osló
og fyrstu sjö daga mótsins var hitinn
þetta milli 30—40 stig. Þessi júní-mán-
uður er sá heitasti, sem komið hefur í
Osló frá því að mælingar hófust. Spila-
staðurinn var í gömlu húsi við Karl Jó-
hannsgötu og þar var engin loftkæling.
Þetta var eins og suðupottur og spilarar
eins léttklæddir og frekast var hægt. Það
þótti því engum merkilegt, að spilarar frá
ÍS-landi ættu í erfiðleikum, þegar Tyrkir
Grikkir, Italir og Spánverjar kvörtuðu.
I öðru lagi bjuggu íslenzku spilararnir
í Stúdentabænum, sem var gert til að
spara fé — en ég held, að sá sparnaður
hafi verið í hæsta máta lítill. Stúderrta-
bærinn er langt frá keppnisstaðnum, og
Norðmenn voru svo „óguðlegir" að hefja
keppni fyrir hádegi, en slíkt hefur ekki
þekkzt á EM áður, nema óverulega í Stokk
hólmi 1956. Það þýddi, að spilarar þeir,
sem bjuggu í Stúdentabænum (auk okkar
voru þar Belgar, Finnar og Ungverjar —
þjóðir, sem náðu lélegum árangri) þurftu
að vera komnir á fætur upp úr níu á hverj-
um morgni — og þegar spilaö er fram
yfir miðnætti, sést, að slíkt er ekki væn-
legt til árangurs. 2—3 tíma minni svefn
á sólarhring, en þeirra, sem bjuggu við
keppnisstaðinn. En nóg um það.
Italir voru kóngar þessa móts — og
það vakti því ekki litla furðu í hálfleik í
sjöttu umferð, þegar úrslit voru tilkynnt,
ísland 45 — Ítalía 13. Þetta breiddist
út eins og eldur í sinu um keppnisstaðinn.
ítalía í taphættu í fyrsta skipti á mótinu
og áhorfendur fóru þegar að hópast að
borði því í opna salnum þar sem viður-
eign þessara þjóða átti að halda áfram.
Þar var ekki þverfótað, og það var rétí
með naumindum, að maður komst í sæti
sitt við spilaborðið. Við Þórir Sigurðsson
spiluðum gegn frægustu spilurum heims,
Belladonna og Garazzo, en Hjalti Elíasson
og Ásmundur Pálsson í lokaða herberginu.
Sama uppstilling haföi verið hjá okkur í
fyrri hálfleik.
Nú, það var byrjað að spila og Garozzo
og Belladonna voru ekki sömu spilarar og
við höfðum séð fyrr í mótinu, síhlæjandi
og leikandi á áhorfendur sem mótheria
— heldur menn með samanbitnar varir
og oft áberandi taugaóstyrkir. Á fyrsta
spili unnum við sex stig — munurinn 38
stig — næsta spil féll — og í spili 19
unnu ítalir 5 stig. Og þá var komið að
mesta sveifluspili hálfleiksins — spili nr.
20 og Spil A/V voru þannig:
Vestur: Austur:
S DG76 S K10983
H D3 H K6
T Á63 T KD
L Á1094 L D865
Innan skamms vorum við Þórir komnir
í fjóra spaða og átti ég að spila spilið !
Austur. Þetta virtist einfalt og gott spil.
Garozzo spilaði út litlum tígli — þristur,
tían frá Belladonna og ég vann á fígul
kóng og spilaði spaða. Belladonna í Norð
ur tók á ásinn og spilaði hjarta sjöi, sexiö
og Garozzo hugsaði sig mjög lengi um. Ég
var að vona, að hann gæfi, því að þá eru
tíu slagir einfaldir — hjarta K hverfur í
tígul ásinn. Nú virtits ekki skipta máli
þó að Garrozzo tæki á ásinn — ef
hann spilar ekki laufi, þá tekur maður
spaðann, hreinsar upp rauðu litina —
spilar síðan laufa drottningu og það skipt-
ir engu máli, þótt N eigi bæði gosa og
kóng. Og Garozzo hugsaði enn. Hann tók
síðan á hjarta ás og spilaði litlu laufi —
og ekki virtist það lakara til að byrja
með. Lítið úr blindum og úff — Bella-
donna trompaði. Þar með var ekki hægt
að vinna spilið, því að tapslagur í laufi er
óumflýjanlegur. Spil N/S voru þannig:
Suður: Norður:
S 2 S Á54
H ÁG102 H 98754
T 954 T G10872
L KG732 L ekkert
Á hinu borðinu spilaði Messina í Austur
einnig fjóra spaða. Hann fékk sama tígul
spil út spilaði spaða sem tekinn var á
ás og hjarta sjöi spilað. Eftir langa um-
hugsun gaf Suður — og þar með er
þeirri sögu lokið. Italía vann 12 EBL stig
á spilinu —en munurinn í leiknum var
13 EBL stig fyrir ítalíu eða 6:2. Gremju-
legt því að 12 stig gera þó ekki nema 5:3.
Hallur Símonarson.
Alþýðublaðið — Helgarblað 7