Alþýðublaðið - 23.08.1969, Page 1
w
Laugardaginn 23. ágúst 1969 — 50. árg. 185. tbl.
\
Stal hrosshúð í
allra augsýn
Reykjavík. — VGK.
Náungi einn kom auga á
hrosshúð, hangandi fyrir utan
dyr Rammagerðarinnar í
Hafnarstræti í gærdag, en húð-
ina átti að selja fyrir 3.720,00
kr. Hann greip húðina og
hljóp með hana á brott — og
hvarf. Starfsfólk verzlunarinn-
ar hringdi strax á lögreglu og
svo heppilega vildi til, að í
verzluninni var staddur mað-
ur, sem bar kennsl á þjófinn.
Lögreglan hélt af stað í leit
að manninum og fann hann
vel slompaðan méð ákavítis-
flösku í vasanum. Hann hafði
komið húðinni í verð — feng-
ið fyrir hana 400 kronur, —.
hlaupið með peningana beint í
Ríkið og keypt sér eina. Hann
fékk gistingu hjá iögreglunni,
en húðin var sótt og hékk á
sínum stað fyrir utan dyr
Rammagerðarinnar síðdegis í
gær.
Bgggggj
Jón Ágústsson. Baldur Eyþórsson.
i
i
i
verkfai
Reykjavík. — VGK.
,i. Litlar líknr eru taldar á að
prentaraverkfallið leysist á
næstunni, þar sem mikið ber á
milli hjá deiluaðilum. Fólk má
því búast við að verða án dag-
iblaða í nokkum tíma. Alþýðu-
blaðið hafði í gærdag samband
við þá Jón Ágústsson, formann
prentarafélagsins og Baldur
• Eyþórsson prentsmiðjustjóra
og leitaðl álits þeirra á deil-
unni.
Jón Ágústssón: „Eins og nú
horfir ei’u líkur sama og eng-
ar á því að deilan leysist fyrir
mánudag. Það er fundur á
sunnudagskvöld kl. 9 og ef svo ffl.
ólíklega vildi til, að samkomu- B
lag tækist aðfaranótt sunnu- ■
dags, ætti eftir að bei’a það
undir félagsfund, ■ svo verk-falí aþ
er óhjákvæmilegt.“
Baldur Eyþórsson: „Það eru *
litlar líkur fyrir samkomulagi
á næstunni, því geysimikið ber M
í milli. Verkfallið getur hæg- gj
lega orðið langt.“
Reykjavík. — Þ.G.
Geimfarinn William And-
ers kom um hálfsjö í gær með
þotu Flugfélagsins á Kefla-
víkúrflugvöll, ásamt konu
sinni og tveimur börnum, og
koma þau frá Norðurlöndum.
Á flugvellinum tóku á móti
honum Pétur Guðmundsson,
flugvallarstjóri, blaðafulltrúi
varnarliðsins, varnarmálafull-
trúi o. fl.
Fréttamenn blaða og sjón-
varps voru viðstaddir, og sagði
hann þeim m. a., að horium
þætti gaman að koma aftur til
Islands, en hann var í herþjón-
ustu á Keflavíkurflugvelli í tvö
ár á sínum tíma. Anders er
gestur Péturs Guðmundssonár,
flugvallarstjóra, á meðan hann
dvelur hérna, en það verða um
þrír dagar'. — Á þessum tíma
mun hann halda erindi fyrir
almenning um geimferðir og
geimrannsóknir. — Anders
staðfesti bað, sem komið hefur
fram í blöðum. að hann hygg-
ist hætta að taka þátt í geim-
ferðum, en hann fór með Ap-
pollo 8. í hringferð um tunglið
um síðastliðin jól. Hann mun
þó starfa áfram við geimferða
stofnunina í Washington.
Anders stígur út úr flugvél-
inni. Á undan honum fer dótt-
ir hans, en gestgjafi hans hér,
Pétur flugvallarstjóri Guð-
mundsson, er kominn upp á
tröppumar til að taka á móti
honum.
•JiPíssagg'
Nú heitir þetta ,hús...
Menntðskólinn
□ Menntaskólinn við Tjörn-
ina er lieiti nýs menntaskóla í
Reykjavík, sem formlega var
stofnaður í gær. — Þá gaf
menntamálaráðuneytið út aug
lýsingu um stofnun skólans, og
segir þar, að stofnun hans sé
ákveðin samkvæmt heimild í
1. grein laga um menntaskóla.
í frétt frá ^ráðuneytstiu um
þessa skólastoínun segir enn-
fremur að Einari Magnússyni,
rektor Mcnntaskólans í
Reykjavík, hafi verið faliu
stjórn skólans fyrsta skólaárið,
en stöður rektors og kennara
verði auglýstar lausar til iun-
sóknar næstá vor.