Alþýðublaðið - 23.08.1969, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 23.08.1969, Qupperneq 11
Alþýðublaðið 23. ágúst 1969 11 GRÚSK Framhald úr opnu. eftir tuttugu ára farsælt starf og setjizt í „helgan stein“ Þjóð- skjalasafnsins, þar sem yður mun ætlað sæti sem ættfræði- prófessor og æviskrárritara? — Eins og ég sagði í upp- hafi, er ég ákaflega ánægður með að fá nú tækifæri til að gefa mig- óskiptan að þessum mestu hugðarefnum mínum, en jafnframt vil ég nota tækifærið og þakka þeim hinum mörgu, sem ég hefi átt samstarf við þá tvo áratugi, sem liðnir eru, frá því að ég hóf störf sem aðalendurskoðandi ríkisins og síðar ríkisendurskoðandi. Þetta hefur undantekningalaust verið ágætisfólk og í senn ánægju- legt og lærdómsríkt að fá að starfa með því. — Þökk fyrir, Einar, og til hamingju með nýja embættið! — GA. KÚBA Framhald úr opnu. Þessi milkli flota'Styrkur þjónar því fremu.r pólkislkum tilgangi en hern aðariegum. Nærv'era flota'ns er vott ur pólitíslks valds, sem — lwað sem öðru líður — hlýtur að orka til takanörfcun'ar á ath'aifn'asemi og oln bogarými annnrra rí'kja. Hina nýju sovézku „lilerfræði á hafinu“ ber því eidki aðeins að skoða sam ógnun við Rand'aríkin og Atlanitsh'a'fsbandailagið Sem áák. I Asíu er hún till að mynda einnig orðin þyrnir í augurn Kínverja, sem nú vierða að horfa upp á það, að Sovétríkin Ceygi þair arma sína um öil hcif, fyrst og frðmist bó Indland'lKif. Sú fra'msókn á þaf- iniu er þó auðvkað dklkert artnað en önnur Miðin á þeirri viðiltekni Savétmianna að „'króa Kínivieirja inni“. Frá Norður-Kóreu a'lveg ril Indlands og Pakistams reyna Rúss- ar nú að reisa noikikurs konar „við náimismúr" gegn Kína og hinar akknu siglingar þeirra um aslí'dk höf eru aðeins eimn þáttur þeirrar við- leiitni. Já, rússneiski þjörnion er svo sann arlega farinn á flot! (Arbeidierbladet- í Jahn Otto Johansen) S K i PAUTtiC RÖRIKÍSINS MS. HERJÓLFUR fer til Vestmannaeyja og Hornafjarðar 27. þ. m. Vöru- móttaka daglega. I M.S. HERÐUBREIÐ fer vestur um land í hringferð 29. þ. m. Vörumóttaka daglega til Vestfjarðahafna, Norður- fjarðar, Siglufjarðar, Akureyr- ar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar, Seyðisfjarðar, Norðfjarðar, Eskifjarðar, Reyð- arfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Tekkó. Fram'hald af bls. 7. dentaóeirðir í Tékkóslóvakíu. Stúdentar fóru í kröfugöngur, þeir kröfðust meira frjálsræð- is. Þetta vakti auðvitað ugg hjá - ráðamönnum landsins. Þegar þetta var, var maður að nafni Cisar menntamálaráðherra. — Þennan mann sendi Novotnv á árlegan stúdentafagnað, þar sem honum var gert skylt að tala yfir hausamótunum á stú- dentunum. Cisar fór til fagnað- arins, en hann minntist ekki einu orði á undangengna hegð- un stúdentana, heldur ræddi hann um hið frjálsa og glað- væra stúdentalíf og hverfula birtu mannlífsins. O alte Burchen Herlichkeit. Þessi maður fékk skjótlega annan starfa. Ekki ætla ég mér þá dul að fara að rekja atburðarás inn- rásarinnar í Tékkóslóvakíu á síðasta ári eða leiðan eftirleik hennar. Öllum er þetta kunn- ugt. Á hitt má kannske minna, það er á hve óhugnanlegan hátt Dúbsjek, sem á skömmum tíma í fyrra varð hetja frjálslyndra manna um allan heim, hefur smám saman verið ýtt af sjón- arsviðinu og gerður áhrifalaus, en í stað hans og annarra hafa kvislingar verið stoppaðir upp og settir á oddinn. Aðfarirnar eru svo viðurstyggilegarj að engu tali tekur. En hvar er að leit skýringar á því, að svona nokkuð gerist í heimi siðmenningar og friðar- vilja. Og ekki aðeins þetta, heldur önnur stríð og aðrar ógnarstjórnir. — Stórveldi hafa aldrei reynzt þess megnug að varðveita frið og skOja frels isþrá. Að flatarmáli vaxa þau kannske sem púkar, en hjarta þeirra þolir ekki ofvöxtinn, kafnar og týnist og deyr. Stór- veldi hafa völd, og oft og einatt eru þeirra eigin hagsmunir látnir ráða, þótt það brjóti í bága við frelsisvilja og frelsis- þrá annarra þjóða og smærri. Og það var þetta, sem gerðist í Tékkóslóvakíu. Sovétríkin fundu, að þau voru að missa þar ítök, fundu að fólkið í landinu stóð með nýjum for- ustumönnum og gegn stórveld- inu. Öll önnur rök eru merking arlaust tíjal. Vegna þess var innrásin gerð. Þetta var ógeðs- legt ofbeldi. Ari skáld Jósefsson orti kvæðið Stríð : Undarlegir eru menn, sem ráða yfir þjóðum. Þeir berjast fyrir föðurland, eða fyrir hugsjón og drepa okkur sem eigum ekkert föðurland nema jörðina einga hugsjón nema lífið. Samúð mín með tékkneskri óg slóvakískri þjóð er djúp. Og ég veit að þess getur orðið langt að bíða, að það birti til í sögu hennar á ný. Ég veit ennfremur, að vonir mínar eru fólkinu í Tékkóslóvakíu harla lítils virði. En þær standa engu að síður og haldast í hendur við trúna á frelsi og fyrirlitn- inguna á ófrelsi. Stúdentar Framh. bls. 2 og at'hafnir fulltrúa stúdtenita. Með þessum orðum og athöfnum lrefur mátt fýlgjast í dagblöðum. Því hlýt ur l'esendum dagblaðanna, almenn- ingi í ianidiniU, að vera spurn: Hver er hugsunarlháttrur og hvert er sið- ferðisþrdk þeirra foringja stúdenta, sem að framan ræðir um? Eru Ieið tögarnir ekiki oftast kjörnir full- crúar stúdenta? Eru þeir elkki úr- va'lið? Hvernig í ósköpunu'm er þá hinn almenni stúdent, úr því að þessir fulltrúar hans eru eins og dæmin san'pa? 'Þessar spurninigar eru ærið ó- iþyrmi'legar. Því miður. Sú síðasta er þó dáiítið varasöm. — Um last- arann, sem lfkar ei neitt og lætur ganga róginn, orti St^ingrímur Thorsteinsson: „Finrni ’hann laufblað fölnað eitt, Iþá fordæmir hann skóginn". Það hilýtur að \"era von allra góðra mannia, að þessir nafndu stúdenitlaful'ltrúar séu aðeins fölnuð ilaiuifblöð, en stúden'ta'ákógurkm sé . samt seim áður grænn og- fríður. En dkki nægir þó það eitt að vona, að svö sé. Stúdtenitaihieildi'n vterður að sýna, að svo sé. Hinn almenmi stúd ent vterður að rísa upp og vanda rælk'iilega um við ábyrgðarlausa orð- háika og friðarspilla í trúnaðarstöð- um stúdenta eða þá að hrista slíka gikiki af sér. Ahnenningur í landinu mun ekki líða iþað, að stúden'tafu'liltrúar hteimti, að farið sé að óskum þeirra, um l'eið og þeir hegða sér eins og dæmin sanna. Því að atlrafnir og orð hafa ábyrgð. — EIRRÖR EINANGRUN FITTINGS, KRflNAR, •JL til hita- Dg vatnslagna ByggingavSruverzlun, Sími 38840. SMURT BRAUÐ Snittur — Öl — Gos Opið frá kl. &. LokaS kl. 23.15 Pantið tímanlega I veizlur. Brauðstofan — Mjóikurbarinn Laugavegi 162. Sími 16012 iergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. TILBOÐ ÓSKAST í nokíkrar fólksbifreiðar, er verða sýndar að Grensásvgi 9, miðvikudaginn 27. ágúst kl'. 12—3. Tiiboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5,00. Sölunefnd varnarliðseigna. LÖGTAKSÚRSKURÐUR Samkvmt kröfu bæjargjialdkerans í Hafnar- firði úrskurðast hér með lögtak fyrir ógreidd um útsvörum og aðstöðugjöldum til Hafnar- fjarðarkaupstaðar álögðum 1969. Lögtök verða framkvæmd fyrir gjldum þess- um iað liðnum 8 dögum frá dagsetningu úr- skurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 21. ágúst 1969, Guðmundur Karl Jónsson, fulltrúi. FÍM — Félag íslenzkra myndlistarmanna. HAUSTSÝNING félagsins verður 'haldin í nýbyggingu Iðn- skólans í s'eptember. Tekið verður á móti myndum í Iðnskólanum. laugardaginin 6. sept. kl. 10 — 17. Utanfélagsmönnum er heimilít að senda inn verk sín. Móðir okkar, tengdamóðir og amma ÓLÖF GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTJR Gunnars'sundi 4, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunini í Hafn- larfirði 'þriðjudagi'nn 26. ágúst kl. 2 e.b. Erla Bára Andrésdóttir, Jónína Andrésdóttir, Garðar Andrésson, Málfríður Linnet, tengdabörn og barnabörn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.