Alþýðublaðið - 23.08.1969, Qupperneq 15
Aiþýðublaðið 23. ágúst 1969 15
□ Reykjavík — ÞG. ; ....
Eins og raenn hafa eflaust tekið eftir, hefur stöðu-
mælagjaldið í Austurstræti hækkað upp í fimm kr.
fyrir fimmtán mínútumar. Þykir mörgum eflaust
orðið dýrt að leggja bílnum sínum í Austurstræti nú
orðið, en stöðumælagjaldið hefur hækkað um 150%.
Alþýðublaðið hafði sam-
band við borgarverkfræðing,
Gústaf A. Pálsson, og spurði
hverju þessi hækkun sætti. —
Sagði hann, að á næstunni
verði hætt að slá tveggjakróna
peninga, og því hefði orðið að
hækka gjaldið í fimm kró.nur.
Reyndar hefðu þeir kosið að
lengja tímann sem fæst fyrir
fimm krónurnar upp í 20 mín.,
en þá hefði orðið að skipta um
alla stöðumæla. Einnig sagði
borgarverkfræðingur, að ein og
tvær krónur sé of lágt gjald,
menn láti sig ekki muna um
að hlaupa út á hálftíma fresti
til að bæta endalaust í stöðu-
mælinn. Ætlunin með uppsetn-
ingu stöðumælanna hefði hins
vegar verið sú, að við þá gætu
menn lagt bílum sínum stutta
stund, á meðan þeir sinna erind
um í bænum.
Smám saman verður öílum
stöðumælum í bænum bfeytt
þannig að þeir taka fimm kpóna
peninga, en után miðbæjarins
verður gjaldið fimm kr. á hálf-
tímann. — Einnig verður stæða
vörðum fjölgað, þannig að
menn geta lagt lengri tíma í
einu á fleiri stöðum í bænum
en verið hefur.
Þar sem þessi hækkun á
stöðumælagjaldinu þýðir tals-
verða tekjuhækkun af mælun-
um, lagði blaðið þá spurningu
fyrir borgarverkfræðing, hvert
stöðumælapeningarnir rynnu.
— Sagði hann að þeir rynnu
í sérstakan stöðumælasjóð, sem
varið sé til leigu á bifreiðastæð-
um og endurbóta á þeim, og
einnig til að greiða stæðavörð-
um kaup. Bætti hann þvi við,
að tilgangurinn með stöðumæl-
unum sé ekki sá að græða pen-
inga, heldur að greiða fyrir
ökumönnum, sem þurfa að
leggja ökutækjum sínum við
fjölfarnar götur. En menn
hljóta að sjá, að talsvert má
gera af bílastæðum fyrir stöðu
mælagjaldið, þar sem lágmarks
tekjur á stöðumæli er 20 kr. á
klukkutímann (í miðbænum),
eða 180 kr. á dag .Þar að auki
er tæknilegur möguleiki að fá
tvöfaldar eða jafnvel þrefaídar
tekjur af mælunum komi bílarn
ir og fari nógu ört. Stöðumæl-
arnir eru nefnilega þannig út-
búnir, að þó ekki sé liðin nema
mínúta af borguðu korteri,
fæst ekki riéma þessi eina mín-
úta, sé borgað aftur í mæiinn
þá. —
HÚSGÖGN
Sófasett, stakir stólar. — Klæði gömul húsgögn. — Úrval af
góðu áklæði, meðal annars pluss I mörgum litum. — Kögur
og leggingar.
BÓLSTRUN ÁSGRÍMS,
BERGSTAÐASTRÆTI 2 — SlMI 16807.
Ingólfs-Cafe
Gömlu dansarnir
í kvöld kl. 9.
Hljómsveit Garðars Jóhannessonar.
Söngvari Bjöm Þorgeirsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 5 — Sími 12826.
Ingólfs-Café
BIN GÓ
á morgun sunnudag kl. 3.
Aðalvinningur eftir vali.
Borðapantanir í síma 12826.
11 umferðir spilaðar.
I
Þessi mynd, hér til hliðar,
var tekin af náttúruhamförun-
um, sem urðu í suðurríkjum
Bandaríkjanna af völdum felli-
bylsins Camillu, sem þar geis-
aði á dögunum. Hundruð
manna létu lífið af völdum
bylsins og þúsundir misstu
heimili sín, auk þess sem gíf-
urlegt tjón varð á eignum. Á
myndinni sést einn hinna heim-
ilislausu í leit að skjóli fyrir
sig og fjölskyldu sína eftir að
hafa hrakizt burt frá fyrra
heimkynui af völdum þeirra
vatnavaxta, sem fylgdu flóðimu