Alþýðublaðið - 03.09.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.09.1969, Blaðsíða 2
2 Alþýðublaðið 3. september 1969 VIÐ ELSKUM BÖRNIN... E ELSKA ÞAU 0KKUR1 □ Er það af ást, sem lítill snáði, f jögurra eða fimm ára gamall kemur kemur til móður sinnar og gefur henni handfylli af krömdum blómum? Eða er það útreiknað bragð: ^iömmur verða svo hrifncr, þegar þeim eru gefin blóm, og þá fær maður kossa og faðml ög og kökusneið. Það er EKKI ást. Böm kunna ekki að elska í þeirri merkingu, sem við leggj- um í orðið, þ.e.a.s. að vilja veita öðrum gleði og hamingju án þess að búast við endurgjaldi. Bamið vonast alltaf til að fá eitthvað í staðinn, og helzt meira en það gaf. meðal jafnaldra sinna, en for- eldrarnir eiga að vera þeim til stuðnings og hjálpar, vegleið- endur þeirra og uppalendur. Það er gott, að sambandið milli foreldra og barna verði smám saman að félagsskap þegar börnin staekka og fara að geta staðið meira á eigin fótum, en ung börn þarfnast festu og styrks frá foreldrum sínurn". Er ást foreldra til bama sinna náttúrulögmál? Elska for eldrar böm sín af eðlishvöt? „Ást foreldra til barna sinna er sérstakt fyrirbrigði. Já, ég held, að hún megi teljast náttúrulögmál. En á hvern hátt hún er sýnd í verki, er misjafnt. Sumir elska skilyrðislaust án þess að ætlast til neins, aðrir setja viss takmörk sem ekki má fara yfir. Meðan börnin eru lítil og ósjálfbjarga, elskum við þau án þess að gera nokkrar kröfur til þeirra, en þegar þau vaxa upp, verðum við smátt og smátt kröfuharðari þeirra sjálfra vegna“. Er ekki hægt. að gera of mikl ar kröfur til bama? „Oftast held ég, að við ger- um of litlar kröfur til þeirra. Börnin þroskast fyrr þegar mikils er krafizt af þeim. f velferðarríkjunum halda börn- in áfram að vera böi'n miklu lengur en í svokölluðum van- þróuðum löndum, þau ganga lengur í skóla og eru lengur vernduð gegn umheiminum. En allir verða að taka á sig byrðar og skyldur fullorðins- áranna fyrr eða síðar, og það er ekki ákjósanlegt, að við drög um það of lengi. Margir fóreldr ar reyna ósjálfrátt að láta börn in sín vera börn sem allra lengst, vegna þess að þeim finnst sárt að missa þau“. i ÖNNIJR ÁHUGAMÁL Hvemig á að forðast slíkt? „Börnin eru auðvitað stór þáttur í lífi foreldra sinna, einkum þó móðurinnar, en það er æskilegt, að foreldrarnir eigi önnur áhugamál en börnin ein, bæði vegna barnanna og þeirra sjálfra. Börnin þurfa að læra, að foreldrarnir eru ekki bara til þeirra vegna, heldur eigi lika sitt einkalíf á öðrum svið- um“. Framhald á bls. 11. En það er heldur ekki út- reiknað bragð eingöngu að gefa blóm. Börn vilja alltaf helzt gera rétt eða öllu fremur bað sem vekur velþóknun fullorðna fólksins. Og þegar þau upp- götva hver áhrif blómagjafir hafa á mæður, þá endurtaka þau oft verknaðinn í fullri \?it- und þess, að hann muni hafa ánægjulegar afleiðingar. Þannig læra börnin umgengn isreglur. Þau prófa sig áfrarn, og þau spyrja með verkum sín- um í stað orða, og stundum gera þau vitleysur til að ganga úr skugga um hvort rétt sé að haga sér þannig. Erfiðleikarn- ir við barnauppeldi felast ein- mitt í því, að börnin tala ann- að tungumál en fullorðna fólk- ið — og engin orðabók er til yfir tungu þeirra. , l . ... _.................... I BARNIÐ ELSKAR SJÁLFT SIG 1 Lise Hvidtfeldt" er danskur harnasálfræðingur og sjálf fjögurra barna móðir, og hiin •ér ein þeirra sem reynt hafa að iæra þetta örðuga tungumál. Hún elskar börn ínnilega, en lítur raunsæjum augum á þau. „Barnið elskar fyrst og fremst sjálft sig“, segir hún. „Það er ekki nema eðlilegt; við hijfum kennt því að gera það, og auðvitað heldur barnið, að heimurinn sé eins og það hefur kynnzt honum. Það er vant að taka í sífellu á móti — ást, féeðu, umönnun — og það líður langur tími þangað til það get- ur farið að gefa eitthvað í stað- inn og elska aðra. Okkur er gjarnt að ætla, að sum verk barnanna sýni, að þau elski okkur, en flest eiga þau rætur sínar að rekja til dýpstu hvat- ar barnsins — ,En ég? Hvað um mig?‘ „Barnið verður að vera eig- ingjarnt, því að annars kemst það ekkert áleiðis. Það ávinn- ur sér reynslu og þekkingu og fyllir í eyðurnar með stöðugri sjálfhyggju. En það er hægt að kenna börnum að gera eitt- hvað fyrir aðra, sýna nærgætni og tillitssemi, þó að slíkt sé þeim ekki eðlilegt og þróist ekki af sjálfu sér“. VONBRIGÐI NAUÐ- SYNLEG REYNSLA Hvenær getur bamiff sýnt raunverulega ást? „Að mínum dómi ekki fyrr en eftir gelgjuskeiðið. Sumir læra seinna en það að elska, og til eru þeir sem aldrei læra það. Uppeldi og persónuleika- þrþslki einstaklingsins í'æður úrslitum í því máli. Ef tilfinn- ingalíf barns hefur aldrei náð nægum þroska, getur það ekki elskað“. Og heldur ekki orffiff ást- fangiff? „Jú — en að elska og að verða ástfanginn er sitt hvað. Ásthrifni getur orðið að ást, en sá sem er ástfanginn hugsar mest um sjálfan sig og að fá tilfinningar sínar endurgoldn- ar“. Hvernig er hægt aff þroska tilfinningalif barna? „Með því að elska þau á þann hátt, að þau læri að beina at- hygli sinni út á við og andsvara blíðu annarra. Þau þurfa á mikilli blíðu að halda, ást, um- hyggju og nærfærni, en þau þurfa líka að sjá þegar okkur líkar ekki við þau. Það er óum- flýjanlegt fyrir þau að læra, að þau geta ekki alltaf fengið allt sem þau óska sér, og von- brigði eru þeim nauðsynleg reynsla. Við hjálpum börnun- um okkar ekki með því að verja þau gegn vonbrigðum og mót- læt"i“. Eiga foreldrar aff vera félag- ar barna sinna? „Lítil börn eignast félaga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.