Alþýðublaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 5
Alþýðublaðið 6. o'któber 1969 5 Framkræmdastjórií I’órir Srcmundsson Bitstjóri: Krútján Beni ÓUfsson (ábj FrétUstjóri: Sifurjóo Jóhannsson Auglýsinfmstjóri: ' Sifurjón Ari Sifurjónsson Útfefondi: Nýja ■útg&fufclagid Prcnsmiðja AlþýSublaðsiiUI RITHÖFUNDAÞING í lok þe'ssa mánaðar verður að frumkvæði Rit’höf- undasambands íslands háð almerint þing ísl'enzkra rit höfunda, þar sem rædd verða kjaraimál stéttarinnar og starífsaðstaða rithöfunda á íslándi. í tilefni af þinlgi þessu hefur stjórn rithöfundasambandsins sent frá sér tillögur að ályktun urn hagsmunamál rithöfunda, en þær tillögur verða lagðar fyrir þingið. íslendingar hafa löngum fengið orð fyrir að vera mikil bókaþjóð. Frá fornu fari hafa landsm'enn jafnan haft þann skilning til að bera, — meðvitaðan og ó- meðvitaðan, að tilvera smáþjóðar byggist fyrst og fremst á því, 'að hún beri gæfu til þess að varðveita tungu sína og þjóðerni og taikfisít að skapa andleg verð- mæti, sem hafa varanlegt gildi. Þessi verðmæti hafa jafnan verið eign alls alimenn- ings í landinu, sköpuð fyrir þjóðina all'a og átt rætur sínar í gleði hennar og sorg, vonum og þrengingum, enda þótt einstaklingar hafi orðið til þess að ljá þeirn tilfinningum mál, — leggja þjóðinni orðin í rnunn. Ef til vill hafa þessar staðreynídlir gert það að verk- um, að íslenzkur almenningur hefur sjaldan eða aldrei litið á skáld og rithöfunda sem sérstaka stétt í þjóðfélaginu. Hafa íslendingar því átt erfiðara en ella með að gera sér ljóst, að allur aðbúnaður þeirrar stéttar verður að haldast í ihendur við vaxandi efna- lega velferð og batnandi afkomu þjóðairlheildarinniar, eigi samtíðarbókmenntirnar eftir sem áður að geta skipað nauðsynlegan sess í menningurlífi þjóðarinnar. Á síðari árum hafa samtök rithöfunda látið kjara- málin sífellt meira til sín taka. Hefur þeim orðið r ckfcuð ágengt í þeim efnum, en þó hvað mest varð- andi afstöðu alls almennings til hagsmuna og rétt- in damála rithöfunda á íslandi. Sakir upp'lýsingastarf- semi samtakanna hafa Islendingar gert sér Ijóst, hver staða rithöfundarins sem launtaka er í íslenzku þjóð- félagi og jafnframt þýðingu þess, að þjóðin skapi skáldum sínum og öðrum listamönnum sem áþakk- ust starfsskilyrði og þeim eru boðin í ríkjum, sem svipað eru á veg komin og Ísland. í áðurnefndum tillögum ritihöfunldasambandsins er varpað fram ýmsuim mjög atihyglisverðum hugmynd- um um nýskipan í kjáramálum stéttarinnar. Er eðli- legt og réttmætt, að þær hugmyndir komi fyrst fram af hálfu samtaka rithöfunda sjálfra á svipaðan hátt og gerist og gengur um önnur stéttasamtök. Er jafn eðlilegt, að Alþingi og sveitarstjórnir hafi hliðsjón af tillögum rithöfundanna í þessum efnum eftir því, sem framast er urnnt jafnfraimt því, sem þess verði aetíð gætt, að gagnkvæm fengsl samtímari'thöfunda við alþýðu landsins séu sem traustust. Öfluig téngsl þjóðarinnar við sköpunarstarf listamanns'ius eru henni jafn nauðsynleg og þekkingin á málefnum þjóðarinar er listamanninum sjálfum. m KEYKT OG SÉÐ ... □ Meðan Charles de Gaul- le var við völd í Frakklandi var mjög strangt eftirlit haft með kvikmyndum og bókum, og allt, sem ekki þótti sæm- andi var undir eftirliti. Nú eru farnar að sjást auglýs- ingar, þar sem nakið fólk er sýnt, því salan eykst til muna við slíkar erótískar auglýsing- ir. Þetta bvrjaði allt saman á bví, að auglýsingafyrirtæki í °arís sýndi nakta konu með ?ina rós í hendinni á auglýs- 'ngu fyrir Rosy nærklæði, og á ínnarri auglýsingu fyrir karl- mannaföt var fáklæddur mað- ur. Afleiðingarnar af þessum auglýsingum voru þær, að saia fyrirtækisins þrefaldaðist. Önn- ur fyrirtæki lærðu fljótlega galaur nektarinnar og nú má sjá nakið fólk á auglýsingum® um ýmsan fatnað og þess hátt-,® ar. Meðal annars er ungt par ástarleik á auglýsingu fyrirj^ svissnesku úrin Universal, og's^ auðvitað með úr um úlnliðinn."^ Mikill fjörkippur hefur líka w komið í útgáfu alls kyns kyn-i® æsandi bókmennta og á síðustu^ mánuðum hafa meira en 100gk slíkra bóka komið út, meðsl^ annars með verkum de Sade™ markgreifa, sem bönnuð hafá® verið um árabil. Ýmsar kviki^ myndir, sem áður hefðu verið Æfc bannaðar, sjást nú í París og mynd Sjömanns, Ég er for-“ vitin, gul, — en hún hefur® reyndar ekki alveg sloppið við ^ niðurskurð og margar senur V verið klipptar burtu. A □ Það hefur vakið cíhygli vegfarenda, að í sýn- ingcrglugga Málarans situr u ig vélritunarstúlka og lítur eklÁ upp úr verki sínu. Hún skriíar á svonefnda kúluritvél, sem á sínum tíma þótti mikil bylting í gerð ritvéla. Umsjón með þess- ari óvenjulegu útstillingu hcfði teiknistofan Argus. © Flugfélag íslanas hefur látið gera stórt og Iífleg \ veggspjald í auglýsinga- \ skyni fyrir félagið og land- ið. Kortið er teiknað af Hauki Halldórssyni og prentað hjá Kassagerðinni. Þessu veggspjaldi er dreift víða um heim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.