Alþýðublaðið - 07.10.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.10.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðubl'aðið 7. október 1969 Spjallað við fern ung hjón Seinni hluti Nú byrjum við aftur þar sem frá var horfið í gær og förum í heimsókn til Evu og Gísla. Upp, upp, upp — tröppurnar eru gríðarlega margar og engin lyfta. Þau búa í tveggja her- bergja risíbúð við Birkimelinn, og útsýnið er svo dýrlegt hvert sem augunum er rennt, að allar stigagöngur gleymast. Hún heitir Eva María Gunnarsdóttir, tvítug að aldri og vinnur í Landsbankanum, hann heitir Gísli Benediktsson og er 22 ára viðskiptafræði- nemi, vinnur í hagfræðideild Seðlabankans og tekur virkan þátt í félagslífi Háskólans. „Þetta er hvort tveggja hluti af náminu,“ segir hann, „og veitir manni dýrmæta reynslu.“ Hann er búinn með fyrrihlut- ann og ætlar að vinna hálfan daginn með náminu í vetur. Ofan á það bætast félagsstörf- in; hann er bæði í stúdenta- ráði og varamaður í háskóla- ráði, og þess utan er hann í nefnd í viðskiptadeild AISEC eða alþjóðasambands viðskipta og hagfræðistúdenta. „Gísli er svo duglegur", segir Eva með aðdáun. Já, hann er líka duglegur að hjálpa til við húsverkin. ★ HÚSGÖGN SKREYTT HJÖRTUM. > Ibúðin er heimilisleg og smekklega útbúin, gömul og ný húsgögn í fullkomnu sam- ræmi. Stofuhúsgögnin eru skreytt hjörtum, mjög róman- tísk, fengin að láni frá ömmu Evu. Brúðarvöndurinn hangir á einum veggnum og blasir við þegar inn er gengið, rifjar sí- fellt upp fagrar minningar. „Við giftum okkur 6. júlí í Dómkirkjunni“, segir Gísli, „eina sólardaginn í þeim mikla rigningamánuði.“ „Dagurinn var einn draum- ur frá upphafi til enda,“ segir Eva, „kirkjubrúðkaupið var stór atburður sem ég hefði ekki viljað missa af fyrir n e i 11. Þetta var svo hátíð- legt, að um leið og kirkju- dyrnar opnuðust, fór ég að gráta og grét inn allt gólfið .. ég sem var búin að ákveða að brosa svo ógurlega sætt!“ Þau ætla sér að eignast þrjú eða fjögur börn, og það fyrsta er á leiðinni. „Heimilislífið byrjar ekki fyrr en barnið kemur“, staðhæfir Gísli sem sjálfur er einbirni — „en ekki dekurbarn", flýtir hann sér að bæta við, „það læt ég alltaf fylgja“. „Það getur nú verið heim- ilislíf án barna“, segir Eva, „en það hlýtur að vanta óskaplega mikið þangað til þau koma. Tvö börn finnst mér lágmark- ið, en fleiri en fjögur vil ég helzt ekki eiga“. ★ HJÓNARÚM UPP Á * AFBORGUN. I Þeim reyndist eins og hin- um ungu hjónunum, að fram- boð á leiguíbúðum væri tölu- vert og algengt verð fyrir tveggja herbergja íbúð um 5 þúsund krónur á mánuði, þótt stundum fari það upp í 6—7 þúsund jafnvel. „Það var geysimikið framboð síðastliðið haust“, segir Eva, „en við vild- um gifta okkur að sumarlagi, og þá var það orðið erfiðara. Þegar þessi íbúð var auglýst, hringdu áttatíu og þrír eða fjórir fyrsta daginn, svo að við vorum heppin að fá hana“. „Við ætlum að halda áfram með skyldusparnaðinn og ekki taka hann út fyrr en allan í einu“, segir Gísli. „Kannski getum við þá farið að hugsa um íbúðarkaup.“ „Við vorum búin að spara til að geta keypt gardínur pg ýmsa smærri hluti,“ segir Eva, „en húsgögnin áttum við sum, fengum önnur gefins og enn önnur að láni. Hjónarúm- ið keyptum við með afborg- unum — byrjuðum að borga inn á það löngu áður en við giftum okkur. Svo fengum við dásamlegar brúðargjafir; sjón- varp, ísskáp, hrærivél, hrað- suðuketil, eldhúsvigt, mátu- lega marga potta, straujárn o. fl. Við hefðum ekki getað beð- ið um það betra; það var ekkí tvennt af neinu, allt voru þetta góðir og gagnlegir hlutir, og meira að segja litirnir pöss- uðu saman“. ★ SKIPTI UM SKOÐUN. J * Þau kynntust í Glaumbæ verzlunarmannahelgina fyrir tveimur árum — „og höfum aldrei farið þangað síðan“, seg- ir Gísli, „enda fundum við það sem við vorum að leita að“. Eftir eins ár kunningsskap trúlofuðu þau sig, og ári eftir trúlofunina f ór brúðkaupið fram. Eva hafði verið í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar,-; og síðan í útlöndum, nokkra mánuði í Ameríku og heilt ár í Noregi þar sem hún vann við íslenzka sendiráðið í Osló. Þau eru bæði jafnákveðin í að vilja búa á Islandi — „þó að það rigni kannski á hverjum ein- asta degi“, segir Eva. „Ég hef komið út, en mig langar ekk- ert að flytjast af landi burt“, segir Gísli. „Ég kann langbezt við mig hérna heima, og þann- ig held ég, að flestir íslending- ar hugsi undir niðri“. Ekki telja þau hjónabandið hafa breytt miklu hjá þeim. „Við höfðum góðsm tíma til undirbúnings”, segir Eva. „Ja, ég hef meira að gera en áður, bý til matinn og svoleiðis. En við vorum vön að vera sam- an og taka tillit hvort til ann- ars í öllum okkar áformum.“ „Það er sagt, að fyrsta árið sé auðveldast, en eftir það byrji árekstrarnir“, segir Gísli og lítur kankvíslega til konu sinnar. „Þegar ég var í Menntaskólanum, stofnuðum við félagsskap með okkur, bekkjarbræðurnir, og fram- tíðardraumurinn vgr að fá sér stóra og glæsilega lúxusvillu og búa þar saman ógiftir. Þá virtist það vera prýðishug- mynd, og við ætluðum ekki að láta tælast af neinum hjúskap- arhugleiðingum. En þegar ég kynntist Evu og fór að þekkja hana .... ja, einhvern veginn atvikaðist það svo, að glansinn hvarf gersamlega af fyrri hug- myndum okkar félaganna og ég skipti um skoðun". GAMALDAGS OG RÓMANTÍSK □ Ofan af lofti og niður í kjallara. Að lokum hittum við Sigrúnu og Ólaf á nýja heim- ilinu þeirra sem virðist taka eins hjartanlega á móti manni og þau sjálf. Hún heitir Sigrún Richter og vinnur við að selja farseðla hjá Loftleiðum, og hann heitir Ólaf ur Ö. Haraldsson og stundar nám: í landafræði og jarðfræði við Háskólann, en var blaða- maður á Vísi í sumar. Þau eru bæði 21 árs, kynntust á Laug- arvatni þegar þau voru 16 ára, og það endaði á brúðkaupi í Skálholtskirkju. „Við vorum aldrei beinlínis trúlofuð, a.m.k. ekki opinberlega“, segir Ólaf- ur, „en Sigrún kom til að vinna á hótelinu á Laugarvatni eitt sumar, og eftir það skrifuðumst við á, héldum póstþjónustu staðarins uppi, hittumst aftur á móti ekki nema á eins til tveggja mánaða fresti“. Ólafur er sonur dr. Harald- ar Matthíassonar menntaskóla- kennara á Laugarvatni og tók sitt stúdentspróf náttúrlega þar. „Ég er úr sveit, og Sigrún er fædd og uppalin í Reykjavík“, segir hann. „Við erum að mörgu leyti andstæður og höfum alizt upp í ólíku umhverfi. Hún tal- ar lítið, og ég tala mikið, og ég held, að við eigum vel sam- an, bæði með það sem er líkt og ólíkt með okkur“. „Við erum bæði rólynd, þó að það sé meira skap í Ólafi en mér“, segir Sigrún. „Og við erum bæði fremur gamaldags í okkur .... og rómantísk“. „Allir þurfa á vissri róman- tík að halda“, staðhæfir Ólaf- ur. „Flestir ungir piltar eru rómantískir undir niðri, þótt þeir þori ekki að láta á því bera. Það er ekkert að marka hörðu skelina utan á“. ÞAKKLÁT FYRIR SKYLDUSPARNAÐINN Þau búa í vistlegri þriggja herbergja kjallaraíbúð við Fornhagann. Raunar ætla þau sjálfum sér aðeins tvö herbergi, því að bróðir Ólafs verður við nám í Háskólanum í vetur og fær það þriðja. „Þetta er allt svolítið ,nýtt‘ ennþá“, segir Ólafur, „en það breytist með tímanum þegar við erum búin að skapa okkar eigin heimilis- anda. Húsmunirnir eru flestir framlag Sigrúnar, því að ég hef verið í skóla og ekki hugsað sérstaklega um að nurla saman. Ég sagði þér, að ég giftist henni til fjár“. Sigrún brosir á móti. „Ég er . sannarlega þakklát fyrir skyldu sparnaðinn“, segir hún, „því að það var eingöngu honum að Eva og Gísli vilja stækka fjölskylduna eins fljótt og hægt er, cg fyrsta barnið er líka á leiSinni. )

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.