Alþýðublaðið - 07.10.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.10.1969, Blaðsíða 3
Alþýðubl'aðið 7. október 1969 3 íslendingar eiga samleið með okkur ssfllr Bfarlmar Gjerde, ritari fræðslusambands norsku verka- iýðsbreyfingarinnarf einkaviðiali við AiþýðubJaðið D Hér á landi er nú staddnr Norðmaðurinn Bjart- mar Gjerde, aðalritari fræðsíustofnunar verkalýðs- hreyfingarinnr-r í Noregi, en hann kymir starfsemi stofnunarinnar í ncklcrum fyrirlestrum. sem hann heldur í Norræna húsinu næsfu daga fyrir félaga í íslenzku verkalýðshreyfingunni. Bjartmar Gjerde er í forystusveit jsfnaðarmanna í Noregi, formrður Al- þýðufiokksfélagsi is í Osló. Hann á m. a. sæti í mið- stjórn flokksins. Bjartmar Gjerde gegnir ýmsum trún aðarstörfum í heimalandi sínu bæði fyrir verklalýðs- hreyfinguna og Alþýðuflokkinn. Er hann m. a. full- trúi í útvarpsráði, mennt?málaráði og UNESCO nefndHni norsku. Alþýðublaðið átti við hann einka- viðtal í gær í tilefni af heimsókn hans hingað til lands. Hvernig er starfsemi AOF liáttað í megindrattum? „Þessi starisemi er nú orðin mjög víðtæk og talar tala þátt- takenda á síðastliðnu ári sínu máli í því efni, en þá tóku yfir hundrað þúsund manns þátt í starfsemi Fræðslusambands norsku verkalýðsféláganna. — Þátttakan hefur aukizt um helming á fimm árum. Aukinn áhugi á starfi AOF er fyrst og fremst því að þakka, að norsk- ir launþegar gera sér sífellt bet- ur grein fyrir mikilvægi þess, að fullorðið fólk, sem starfar víðsvegar í atvinnulífinu, eigi þess kost að mennta sig og auka þekkingu sína, en einnig hefur áhuginn aukizt vegna þess að tekizt hefur ,að finna hagkvæm ar leiðir til að framkvæma þessa mikilvægú starfsemi. Dýrasti þátturinn í starfsem- inni er vafalaust hin svoköll- uðu „heimavistarnámskeið", en á meðan slík námskeið standa yfir. búa þátttakendurnir ýmist á hótelum eða í skólabygging- um og sækja reglulega kennslu stundir daglega. AOF greiðir ferðakostnað þátttakenda, uppi- hald þeirra og kennsluna. Kostnaðurinn vegna hvers þátt- takanda er um 1.000 norskar krónur. Það eru einkum trún- aðarmenn verkalýðsfélaga og forystumenn í einstökum deild- um og klúbbum innan verka- lýðshreyfingarinnar, sem taka þátt í þessum námskeiðum. Á síðastliðnu ári tóku um 5.000 trúnaðarmenn verkalýðsfélaga þátt í þessum heimavistarnám- skeiðum, og kostnaðurinn vegna þeirra var um fimm milljónii króna. Þessi hluti starfseminnar er afar dýr eins og þessar tölur sýna glöggt, en norska verka- lýðshreyfingin beið mikinn kostnað að mestu. Þó er þess að geta. að AOF nýtur nokk- urs fjárstuðnings frá norska ríkinu. Á síðasta ári greiddi ríkið til starfseminnar um 1 % millión króna. Við eigum og rekum eigin 'skóla, íSörmarkaskólann, sem er í grennd við Osló. Þar sitja nokkur hundruð manns á skóla bekk hvern virkan dag allan ársins hring. En auk þess efn- um við til stvttri námskeiða á öðrum stöðum eftir því sem henta bykir. Nú eru starfandi hjá samtökunum 30 leiðbein- endur. sem ferðast um landið og kynna starfsemina, en á aðalskrifstofu samtakanna starfa nú um 80 manns. Þá höfum við komið á laggirnar eigin bréfaskóla og er þar völ á kennslu í yfir eitt hundrað ólíkum námsgreinum“. Fr nú að verða til eitthvert samriarf milli AOF og verka- lýðshreyfingarinnar á íslandi? ..Það er ég að vona. Ég er miög þakklátur því. að ég skuli hafa átt bess kost að koma hingað til lands og hitta fólkið Bjartmar Gjerde. í verkalýðshreyfingunni hér og ræða við það um möguleikann á, að á íslandi verði stofnað til hliðstæðrar starfsemi og AOF í Noregi, en ísland er eina landið í Norðurlandafjöl- skyldunni að Færeyjum und- anteknum, þar sem slík starf- semi er ekki fyrir hendi. Fræðslustofnun verkalýðs- félaganna i Svíþjóð er elzt þessara stofnana, stofnuð 191'2, og er hún langöflugust. Hálf milljón manna tóku þátt í námskeiðum á vegum ABF í Svíþjóð í fyrra. Við í AOF í Noregi höfum byggt gífurlega mikið á reynslu Svíanna. Það er mjög náin samvinna milli AOF í Noregi og ABF í Sví- þjóð og allmikið efni, sem við notum í fræðslustarfsemi okk- ar, höfum við beinlínis fengið Frh. 12. síðu. Ekið undir brýrnar □ Um helgina var tekin í notkun ný umferðargata í Kópa vogi og tengir hún saman Ný- býlaveg og Kársnesbraut. Þessi nýja leið er að því leyti merki- leg að hún liggur undir brýrn- ar, sem byggðar hafa verið á Hafnarfjarðarleiðinni á þess- um stað, og er þetta fyrirkomu- lag viðhaft til þess að koma í veg fyrir umferðartáfir vegna gatnamóta, en vegfarendur hafa frá fyrri tíð slæma reynslu af einmitt þessum gatnamót- um. Með opnun þessarar tengi- brautar ef hins vegar tekið að færast stórborgarsnið á gatna- kerfið, en algengt er erlendis að gatnamót séu á tveimur eða jafnvel enn fleiri hæðum til þess að greiða fyrir umferð- inni. En þessi braut í Kópavogi mun vera sú fyrsta hérlendis sem með þessu móti liggur uhd- ír brýr, sem hornrétta urriferð- in fer eftir. (Mynd: G. H.) i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.