Alþýðublaðið - 07.10.1969, Blaðsíða 14
14 AlþýðubTaðið 7. október 1969
5.
STOLKANí
GULU
KÁPUNNI
EFTIR FRANCES
RICHARD LOCKRIDGE
Hann hlýtur að vera heima, hugsaði hún. Ætti ég
að segja honum, hvað kom fyrir mig? Því að það er
ekki ómögulegt, að ég hafi komið við á skrifstofunni
hans og....
— Halló, sagði kunnugleg rödd kjallarameistarans
Charlesar.
— Góðan daginn, Charles, er Alex frændi kominn
heim?
— Nei, því miður, ungfrú Loren. Hr. Hartley er
enn í klúbbnum sínum. Ég býst við, að hann komi
seint heim.
Að sumu leyti létti Loren, • að öðru leyti þótti
henni miður. Alex Hartley var henni nefnilega meira
en frændi: hann var bezti vinur hennar, a.m.k. sá
bezti yfir sextugt.
Ösjálfrátt varð Loren litið yfir á litlu hilluna, þar
stóð Ijósmynd af ungum manni.
Peter Sayers... .28 ára, kolsvart hár, brún augu,
ótrúlega einbeittnislegur hökusvipur — og töfrandi
drengjabros....
— Viljið þér segja frænda, að ég hafi hringt?
sagði Loren.
— Já, ungfrú Loren. Ætlið þér að koma hingað
um helgina?
Loren virti enn fyrir sér myndina af Peter Sayes.
Bros hans var blátt áfram smitandi.
— Ég veit það ekki almennilega ennþá; sagði
hún hikandi.
Hún hafði veika von um, að Peter kæmi til New
York um helgina.Og yrði kannski fram á mánudag.
— Ég hringi aftur í fyrramálið, Charles, sagði
hún og lagði á.
Og þá varð henni aftur hugsað til miðans með
símanúmerinu.
Hún dró hann upp úr töskunni. Hún las númerið
og báða upphafssafina A. J.
Sennilega hafði Alice Jackson sagt: — Við skul-
um hafa samband seinna — hringdu einhvern tíma
í mig! Og svo hafði hún fengið henni miðann.
Loren valdi númerið, sem stóð á miðanum.
Meðan hún beið, velti hún fyrir sér, hvernig hún
ætti að afsaka sig við Alice Jackson — og um leið
komast að því, hvað hefði í raun og veru komið
fyrir....
Að lokum var tólinu við hinn endann lyft upp.
. Og síðan heyrði Loren ópersónulega rÖdd:
— Þetta er á símstöðinni. Númerið, sem þér eruð
að hringja í, er ekki í notkmv ■ •, *.
Loren lagði á og leit einu sinni enn á miðann.
Kannski var þetta skakkt númer?
Hún hringdi aftur, í þetta sinn hægt og varlega.
Og enn heyrði hún ópersónulegu röddina:
— Númerið sem þér eruð að hringja í, er ekki .
í notkun....
Rétt fyrir kl. 7 um kvöldið var dyrabjöilunni hringt
hjá Loren. Loren dauðbrá. Hún hafði sofnað aftur.
— Peter?
Með örfáum æfðum handtökum; lagaði Loren á
sér hárið á leiðinni að hurðinni. Svo opnaöi hún
— Það var ekki Peter .... i
■— Sæl Loren.
Robei^Campbell stóð frammi fyrir henni.
Hann var hér um bil 1.90 á hæð, herðabreiður
og sólbrúnn. Mest áberandi var þó stuttklipt rauð-
gult hárið. ^
— Ó, sagði Loren, þú . . . ? — Það væri
synd að segja að þú værir mjög fegin að sjá mig.
sagði Robert Campbeli og hló. En aftur á móti ertu
skelfing syfjuleg.
— Hann gekk inn og lokaði á eftir sér.
— Segðu mér varstu búinn að gleyma, að ég j
hafði boðið þér út í kvöld?
— Fyrirgefðu, svaraði Loren vandræðalega.
— Hún hafði steingleymt stefnumótinu við Ró-
bert, frænda sirrn. Núna fyrst þegar hann stóð
fyrir framan hana og brosti vingjarnlega til henn- j
ar, minntist hún þess. — Robert Campbell, geðfelld-
ur en sjaldséður ættingi, þremenningur eða fjór-,
menningur — föstudagskvöld kl. 7.
— Fáðu þér sæti, sagði Loren, ég skipti um föt
í snatri. Og vertu ekki reiður við mig . . .“ i
Meðan hún hljóp fram í baðherbergið, heyrði hún i
góðlátlegan hlátur hans. — Loren fór í hvítan erma-!
lausan kjól, síðan lagaði hún sig til í mestu róleg-1
heitum fyrir framan spegilinn,
— Eg veit um lítinn franskan matstað í 50.1
stræti, heyrði húrr Róbert segja hinum megin við I
hurðiná. — Eigum við að fara þangað?
— Hvað veizt þú eiginlega um marga litla, I
franska matstaði? spurði Loren. Hún heyrði ekki
svar hans, aðeins sama elskulega hláturinn aftur.
— Robert Campbell . . .
— Hún hafði ekki kynnzt þessum frænda sínum
fyrr én r.ýlega fyrir fáeinum vikum. Þau höfðu hitzt
tvisvar eða þrisvar. En Robert hafði ekki tekizt að
fá hana til að gleyma Peter Sayers. Tutugu mín. I
■ útum síðar sátu þau í litla franska matstaðnum. í
veitingasalnum voru ekki mörg borð, og báu voru
öll upptekin, en við barinn voru nokkur .sæti laus. I
Smáauglýsingar
TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA
Latið fagmanxi annast vlðgerðir og viðhald á tréyerki
húseigna yðax, ásamt breytingum á nýju og eldra
húsnæði. — Sími 41055.
VOLKSWAGENEIGENDUR!
Höfum fyrirliggjasidi: Bretti — Hurðir — VélaXlok
— Geymslulok á Volkswagen í allflestum litum.
Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á-
kveðið verð. — Reynlð viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25,
Símar 19099 og 20988.
NÝÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM
Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á
bólstruðum húsgögnum í heimhúsum. — Upp
lýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á
kvöldin.
AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari.
PÍPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein
lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum.
Guðmundur Sigurðsson
Sími 18717
PÍPULAGNIR. — Skipti hitalkerfum. Ný-
'Iagnir, viðgerðir, breýtingar á vatnsleiðslum
iog hitákerífum. 'Hjitaveiitutengingar. Þétti
heita og kalda krana. Geri við wc4kass;a. —
Sími 71041. — Hiknar J. H. Lúthersson,
pípulagningameistari.
Jarðýtur - Traktorsgröfur
Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgrðf-
ur og bílkrana, tll allra framkvæmda, lnnan og utan
borgarinnar.
JarðWnnslan sf.
Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080.
Heimasímar 83882 — 33982.
MATUR OG BENSfN
allan sólarhnnginn.
VEITINGASKÁLINN, Geithálsl