Alþýðublaðið - 21.10.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.10.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðublaðið 21. október 1969 Kaflar úr ræðu Sfgurðar Ingimundarsonar á Alþingi í gær □ I ræðu Sigurðar Ingimundarsonar við útvarpsum- ræðurnar um fjárlög ársins 1970, sem fram fóru í gær, tók hann aðallega til meðferðar þær nýju að- gerðir í atvinnumálum, sem gerðar hafa verið og gerðar verða fyrir tilstilli stjórnarflokkanna. MEGINATRIÐI ■ FJÁRLAGA I inngangi ræðu sinnar fór Sigurður nokkrum orðum um meginatriði fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar og þann að- draganda, sem mótað hefur stefnu stjórnvalda í efnahags- málum. í þeim efnum tók Sig- urður sérstaklega fram, að leit azt hafi verið við að tak- marka svo útgjöld ríkissjóðs, að hægt væri að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög án þess að leggja á nýja skatta. Sú útgjaldaaukning, sem gert er þó ráð fyrir í frum- varpinu og óhjákvæmileg var rennur aðallega til aukinna um svifa í menntamálum, heilbrigð ismálum og tryggingamálum, til launahækkunar opinberra starfsmanna og um 90 milljón króna hækkun til aukinna op- inberra framkvæmda. — Er ánægjulegt til þess að vita, að unnt hefur verið að auka fjárveitingar til félags- og menntamála, þrátt fyrir erf itt árferði, — sagði Sigurður Ingimundarson. MEGIN VIÐFAN GS- EFNIN — Það hefur verið meginvið fangsefni ríkisstjórnarinnar undanfarin misseri að ráða bót á því atvinnuleysi, sem áf á- föllunum stafar, sagði Sigurð ur Ingimundarson. — Stjórn- arandstaðan hefur ýmist ekki viðurkennt, að um nein veru- leg áföll hafi verið að ræða, — eða þótt hún hafi stund- um viðurkennt þau í orði, þá hefur hún ekki tekið neitt til- lit til þess í málflutningi sín um, og reynt að notfæra sér ástandið einvörðungu í áróð- ursskyni. —Hinar róttæku efnahags- aðgerðir s.l. vetur, sem öngum var að sjálfsögðu ljúft að fram kvæma, voru eingöngu gerðar til þess að ráðast gegn atvinnu leysinu — til eflingar útflutn- ingsframleiðslunni, sem allt annað atvinnulíf í landinu byggist á, — og til þess að bæta gjaldeyrisstöðuna út á við. Stjórnarandstaðan reyndi á allan hátt að þýælast fyrir þessum nauðsynlegu aðgerðum og gera þær tortryggilegar, án þess að hafa þó upp á neitt annað að bjóða en almenn slag orð um „aðrar leiðir,“ „alls- herjarendurskoðun á grund- velli atvinnulífsins“, „eflingu hinna þjóðlegu atvinnuvega“ o. s. frv. — Nú er liðinn hæfilega langur tími til þess að fengizt hefur nokkur reynsla af áhrif- um gengisbreytingarinnar og annarra ráðstafana, er henni fylgdu, á stöðu þjóðarbúsins. Um þetta atriði segir í nýút- komnu riti Seðlabankans — Fj ármálatíðindum — að ekki fari á milli mála, að fyrstu á- hrif gengisbreytingarinnar á greiðslujöfnuð og gjaldeyris,- stöðu hafi verið mjög hagstæð. Sé komizt að þeirri niðurstöðu að greiðslujöfnuður fyrra helm ings þessa árs hafi verið hag- stæður um 300 millj. kr. en var óhagstæður á sama tíma í fyrra um 1000 millj. kr. Bat- inn milli þessarra fyrri árs- helminga 1968 og 1969 nemi hvorki meiru né minnu en 1300 millj. kr. og er þá reikn- að með núverandi gengi bæði árin og innflutningur til Búr- fellsverksmiðju og Álvers dreg inn út úr í báðum tilvikum, til þess að rugla ekki þennan sam anburð. MARKMIÐ 7 r' AÐGERÐANNA 1 Markmið efnahagsaðgerðanna s;l. vetór tar fyrst 'o£ fiie!mst'; að ráðast gegn atvinnuleysinu, efling útflutningsframleiðsl- unnar með fyllstu nýtingu fisk veiðiflotans og fiskvinnslu- stöðvanna ásamt bættri sam- keppnisaðstöðu . iðnaðarins, sagði Sigurður enn fremur. Þessar aðgerðir hafi þegar borið verulegan árangur í öll um byggðarlögum landsins enda þótt atvinnuleysi hafi ekki Tiorfið til fulls á mestu . þéttbýlissvæðunum þar sem ýmis, þjónustustörf myndi veru legan þátt atvinnulífsins. Jafn .framt hafi til komið, svo sem á Akureyri og Siglufirði, tíma bundnir erfiðleikar einstakra stórra fyrirtækja, sv^ sem vönt un á hráefni til niðunagningar, en slíkir erfiðleikar þurfi sér stakrar athugunar og úrlausn- ar við. Hafi því atvinnuleysisvand- inn hvergi nærri orðið eins al- varlegur, og ýmsir höfðu óttazt að verða kynni í sumar og þá ekki sízt fyrir það, að vitað var um stóran hóp skólafólks, — um 8000 manns, sem bætast myndu við á vinnumarkað á til tölulega skömmum tíma. NÝJUNGAR " 7 Um nýjar aðgerðir í atvinnu málum sagði Sigurður Ingi- mundarson m. a.; En þó mikið hafi áunnizt til úrbóta á því atvinnuleysi, sem að steðjaði s.l. vetur, er vissu- lega enn við nokkurt atvinnu- leysi að stríða í þeim byggð- lögum, sem ég nefndi sérstak- lega og minna um yfirvinnu og aukatekjur en á velgengis- árunum og mega margir illa við því. Það hlýtur því að vera höf- uðviðfangsefni ábyrgra stjórn- arvalda og raunar allra á- byrgra og velviljaðra stjórn- málamanna að vinna að lausn þessara mála án þess að láta flokkspólitískan áróður tefja fyrir og torvelda úrbætur. Það er raunar ánægjulegt til þess að vita að ríkisstjórnin hefur átt mjög gott samstarf við verkalýðshreyfinguna og atvinnumálanefndir hinna ýmsu byggðala^a og hefur niargt veiið vel gert' ög er ver ið að gera í samráði við þessa aðila. — Má í því sambandi nefna 340 millj. kr., sem ráð- stafað hefur verið í samráði við fulltrúa hinna ýmsu byggðalaga til stuðnings við gamlan og nýjan atvinnurekst- ur, sem vænlegur þótti til nokk urra varanlegra úrbóta að kunnugra manna yfirsýn. — í þessu sambandi má einnig nefna það að hraðað verður 440 millj. kr. fjárveitingu til húsnæðismála, sem mun auka atvinnu við byggingar mjög verulega, og nýjasta ákvörðun ríkisstjórnarinnar, — að á- kveðið hefur verið að hefja lán veitingar til skipasmíðastöðv- anna til smíði á fiskiskipum þó ekki sé búið að selja þau fyr- irfram. Föst og ákveðin verk- efni fram í tímann eru þess- ari atvinnugrein eins og öðr- um mikilvæg, til betra og hag kvæmara skipulags og skapar möguleika til nýrrar hagræð- ingar og aukinnar framleiðni. — Allt á þetta eftir að auka atvinnu og skapa nýja kaup- getu, sem aftur örvar aðrar at- vinnugreinar. ! AUKA ÞARF RAUNTEKJUR En þrátt fyrir allt þetta og jafnvel þótt það dugi í bili til þess að bægja frá bráðasta voðanum, þá þarf þjóðin vissu lega að hyggja vel að atvinnu málum sínum í náinni framtíð og liggja til þess ástæður, sem ég skal gera nánari grein fyr- ir. Þjóðhagslega séð hefur sjáv- arétvegurinn verið okkar lang sterkasti atvinnuvegur, það sem af er þessari öld — og verður það vafalaust um langa framtíð. — í skjóli sjávarút- vegs hafa landbúnaður og iðn aður tekið mjög örum þroska á tiltölulega skömmum tíma mið að við aðstæður og er ekki nema gott eitt um það að segja, svo lengi sem hann er þess um kominn. En það er nú einu sinni svo að hinir samkeppnis hæfustu atvinnuvegir leggja drýgstan skerf til lífskjara hverrar þjóðar, en styrktir og verndaðir draga lífskjörin nið ur.--Þar með er þó ekki sagt að stýrkir og vernd að vissu marki geti ekki átt nokkurn rétt á sér. Eg er t. d. þeirrar skoðunar að það sé þjóðhags- lega rétt að veita landbúnað- inum vernd svo langt fram í tímann', sem ég sé. — En svo ég taki ekki of djúpt í árinni, — ég tel það mikið vafamál hvort iðnaður, sem þarfnast við skulum segja 40% toll- verndar skili nokkrum einasta eyri í vinnulaun í þjóðarbúið, því að engan veginn er víst að verðmæti vinnunnar, sé meira 'en einmitt tollverndin, og ég tel það mikið vafamál að út- fluttar mjólkurafurðir hafi staðið undir ei’lendum kostn- aði við framleiðslu þeirra. — Hvortveggja skapar atvinnu, en engin vinnulaun. Þeir sem krefjast styrkja og verndar fyrir sívaxandi hluta •af þjóðarframleið.slunni og jafnframt batnandi lífskj.ara eru ekki sjálfum sér samkvæm ir. — Enginn mannlegur mátt- ur getur veitt þeim hvort- tveggja. Og því miður eru það nú einmitt sömu stjórnmála- mennirnir sem heimta hvort tveggja. — Þetta stafar ekki af greindarleysi hjá þessm mönn- um — þetta er blekking. i ATVINNUMÁL FRAMTÍÐARINNAR Fyrir nokkrum árum gerði Efnahagsstofnunin áætlun um fjölgun fólks á vinnumarkaðin- um á árabilinu frá 1965—1985. Er niðurstaðan sú að atvinnu- fólki mun fjölga um 45% eða um 34000 manns á þessu 20 ára tímabili — er það meira en tvöfaldur sá mannfjöldi sem nú vinnur samtals í landbúnaði og fiskveiðum. Vafalaust er hægt að nýta bet ur afla okkar en nú er gert og miðar alltaf nokkuð í þá átt, — en þess er þó að gæta að sam- keppnisaðstaðan verður þeim mun verri, sem fiskurinn er meira unnin vegna þess að inn- flutningstollar markaðsbanda- laganna vaxa að jafnaði með auknu vinnslustigi. Af hinni miklu fólksfjölgun á vinnumarkaðinum 34 þúsund manns fram til ársins 1985 má gera ráð fyrir ef byggt er á reynslu annarra þjóða, að um helmingur gangi til þjónustu- starfa, en þó að sjálfsögðu að því tilskildu að það takist að staðsetja hinn helminginn um 17000 manns við arðbær sam- keppnishæf framleiðslustörf. — Það er hér sem vandinn liggur — og er vandséð að um aðrar leiðir sé að ræða en að byggja upp samkeppnishæfa iðnaðar- framleiðslu fyrir verulegan hluta. þessa fólks. SÓKN TIL STÓRIÐJU Það vár því ekki þarflaus fyrirhyggja þegar ríkisstjórnin, þegar á góðæristímabilinu hóf að huga að stórvirkjun og orku frekum iðnaði. — Það var liðin hálf öld síðan að gáfaður stór- hugi var komin á frenista hluna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.