Alþýðublaðið - 05.11.1969, Síða 3

Alþýðublaðið - 05.11.1969, Síða 3
Alþýðublaðið 5. nóvember 1969 3 Fréltabréí frá Homafirði: I Slátrað um 20 þús. fjár I og aflabrögð sæmileg j I I I I )□ KI — Höfn, 18. dag vetrar. Vetur er nú að ganga í garð ög byrjaði að snjóa lítið eitt í gær, liggur snjóföl yfir öllu nú, en þar sem hér er ávallt mjög snjólétt, er búizt við að hann taki upp innan tíðar. Slátrun sauðfjár er fyrir nokkru lokið og var slátrað hér um 20 þúsund fjár, sem er lítið eitt minna en haustið áður. Nautgripaslátrun hefir verið með líkri tölu og áður svo allt bendir til að heyfengur sé lík ur og áður hefir verið, þrátt fyrir mikla óþurrkatíð. í Öræfum mun hafa verið slátrað svipuðu magni og árið áður, en heyrt hefi ég að af um 200 lömbum, sem Jakob Guð- laugsson í Skaftafelli slátraði, hafi meðalþungi reynzt 17 kg. Aflabrögð eru hér sæmileg, hafa bátar fengið allt að 10 lestum í róðri. M. b. Ólafur Tryggvason sigldi með afla og seldi í Cuxhafen 30. október um 39 lestir fyrir DM 35.551,00, m.b. Jón Eiríksson er einnig sigldur og mun selja afla sinn í Elnglandi á morgun, 4. nóv. M.b. Glófaxi er nú í veiðiferð og veiðir hann einnig fyrir Eng landsmarkað. Byggingarframkvæmdir eru hér miklar, þrátt fyrir skort á lánsfé til þeirra hluta til ein- staklinga, en ríkið er að láta reisa hér íbúðarhús fyrir hér- aðsdýralæknirinn og Lands- síminn er að reisa hér nýtt stöðvarhús og vonumst við eft- ir að fá sjálfvirkan síma, þeg- ar það hús verður tekið í notk- un og að sjónvarpið fái þá bætta aðstöðu, því sannast sagt er hörmungarástand hjá því vanþróaða fyrirtæki hér. — Vöruflulningar □ Loftleiðir hafa nú ákveðið að hefja vöruflutninga með einni af hinum fimm Rolls Royce flugvélum félagsins og er í ráði að nota hana eingöngu til þess á vetri komanda. Unnt er að opna afturhluta flugvélarinnar og eftir að stél- ið hefir verið sveigt í hálfhring myndast hleðsluop, sem er 3 metrar í þvermál, en vegna þessa verður ferming og af- ferming varnings mjög auðveld. Flugvélin getur borið allt að 30 tonnum af vörum. Fyrsta ieiguferðin verður far in miðvikudaginn 5. þ. m. frá Framhald á bls. 11. I □ Fiskasafnið í Hafnarfirði er hið ágætasta kennslutæki, cf rétt er á haldið, enda hafa skóla nemendur margir farið þangað til að auðvelda sér nám í viss- um þáttum náttúrufræða. í gær fóru nemendur Flensborgar- skóla þangað til að mynda í námsferð, og komu nemendur þangað í hópum hver á eftir öðrum, en forstöðumaður safns ins og einn af kennurum skól- ans, skýrðu þeim frá því, sem þar er helzt að sjá. Myndirnar voru teknar í safninu í gær, meðan þessi kennsla fór þar fram. (Mynd: G. Heiðdal). Aðaifufldur KKRR j □ Aðalfundur Körfuknattleik3 ráðs Reykjavíkur verður hald- inn í íþróttamiðstöðinni í Laug ardal miðvikudaginn 12. nóv. Dagskrá fundarins verður venjuleg aðalfundarstörf. og hefst hann kl. 20.00. K.K.R.R. Mi' VERSTÖDIN Reykjavík □ Ótíð hefur hamlað veiðum eins og mönnum er kunnugt. Einu fréttirnar af Grandanum ' í morgun 4. 11 eru þær að Drífa er að lesta 40 tonn af beitu til Vestfjarða. Síldarafli ’ var tregur í nótt en bátarnir lóðuðu á góðar torfur en náðu litlu. Harpa fékk 40 tonn og var það skást. Búið er að salta í um 57.000 tunnur af síld veiddri á svæð- inu frá Breiðamerkurdýpi vest- ur að Jökli. Hæsta söltunarstöð in er Arnavík í Grindavík með ’ um 4000 tunnur uppsaltaðar. Síldarhungur er mikið eins og sjá mátti um daginn er bátarn- ' ir seldu í Danmörku. Þeir bát- ar, sem verið hafa að veiðum ' í.iNorðursjó, hafa ekkert getað ‘ athafnað sig vegna veðurs. Á miðvikudaginn seldi Húni 11.572 kitt fyrri 4863 pund, á fimnifudaginn Lómur 695 kitt fyrir 7498 pund, á föstudag Sæ fari 438 kitt fyrir 4978. í fyrra dag seldi Kofri 868 kitt fyrir 8306 sterlingspund og Mímir 822 kitt fyrir 8809 pund. — í Þýzkalandi seldu 30.10 þeir Gullver 48 tonn fyrir 44.200 mörk og Brettingur 40.4 tonn fyrir 29.529 mörk. Var hann með smáfisk og seldi illa. í dag eiga Jón Eiríksson, Ólafur Tryggvason og Stokkur að selja. Togararnir Tveir togarar seldu i gær, Víkingur, sem var með 250 tonn og fékk 214.600 mörk, og Marz, sem var með 116 tonn og fékk 118.700 mörk. Spenn ■andi verður að fylgjast með næsta fundi LÍÚ um það hvern ig útgerðarmenn láta af af- komu bátanna sem nú í aukn- um mæli fiska í sig og selja erlendis. Sjómenn eru í verk- fallshugleiðingum og hljóta út gerðarmenn að segja álit sitt á kröfum þeirra. Varla er hægt að tala um slæma útkomu á þorra þeirra báta sem áður stunduðu síldveiðar en eru nú aðallega á bolfiskveiðum. — Maí seldi bærilega í Þýzka- landi í síðustu viku eða tæp tvö hundruð tonn fyrir um DM 200.000. Þorkell Máni er að gera góðan túr, en hann fékk á annað hundrað tonn á þrem dögum. Hann er fyrir austan land og skipstjóri á honum er Guðbjörn Jensson, sem er kunnur af góðum túrum á Þýzkaland. Ingólfur Arnarson er á heimleið og mun stanza hér vegna viðgerðar á ketilröri. Hann kemur fullur af salti, en Bæjarútgerð Reykjavíkur er víst eini saltseljandinn í Reykja vík síðan Kol og Salt leið und- ir lok. Má segja að vel fari á því að láta hið opinbera sjá um saltsöluna, því varla getur gengið ver en oft undanfarin ár, þegar saltlaust er þegár líða tekur á vertíðina. Þormóð ur Goði fór nú á veiðar 2. 11. eftir langa vélahreinsun. Jón Þorkelsson er búinn að vera úti í um það bil viku og er með um 40 til 50 tonn. Eitt er það sem við getum lært á togaraútgerð þeirra Ak- ureyringa, en það er sú ágæta regla að láta skipin undantekn ingalítið landa heima. Þeir eru ekki með sama smáboruháttinn við sína bæjarútgerð og meiri- hlutinn hér í Reykjavík. Bæj- arfélagið á Akureyri leggur nokkrar milljónir til reksturs Útgerðarfélags Akureyrar ár- lega og er ekki að telja það eftir, því það kemur margfalt inn aftur í sköttum, útsvörum hjá verkafólkinu, iðnaðarmönn unum og fleirum sem veita þjónustu í sambandi við útger.ð ina. Hér er ekki gert annað en hamra á tapi og aftur tapi, og það þótt vitað sé að Bæjarút- gerðin fékk ekki að vera mað þegar frystihúsin græddu sem mest á karfanum, því þá þuríti hún að setja lappirnar undir einkaframtakið. Það er anzi hart að þurfa að hlusta á þetta væl ár eftir ár, og ef B.Ú.R. tap ar þarf Júpíter og Marz ekki annað en rjúka til og eiga áf- mæli, birta mynd af Síríusi og æpa: B.Ú.R. tapar. Pétur Axel Jónsson. Skrifstofutsúlka Opinber skrifstöfa óskar að ráða duglega 'skrifstofustúlku, með góða kunnáttu í vél- ritun. Umsóknir, merktar „FramtícSarstarf 103“, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 11. þ. m.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.