Alþýðublaðið - 11.11.1969, Page 12
►
I
Alþýöu
blaðið
11. nóvem'ber 1969
HVAD ER
AÐFRÉTTA
UTAN AF
LANDH
Helgi E. Helgason
ræðir við
fréttaritara blaðsins
STEFÁN helgason —
GRUNDARFIRÐI;
Grundfirðingar
bíða efir rækjunni
Það er nú lítið að frétta núna.
Tíðarfarið hefur verið svo
slæmt síðustu daga, að bátar
hafa ekki getað verið á sjó og
afli því lítill, þegar gefið hef-
ur. f dag — (föstudag) — er
veðrið leiðinlegt, snjóhragl-
andi og stormur. Annars er hér
lítill snjór; það var dálítið föl
í gær, en það tók að mestu
leyti upp í gærkvöldi.
Fjorir bátar hafa nú hafið
'rækjuveiðar, en þeir hafa -bara
ekkert getað sinnt þessum veið
um frekar en aðrir vegna veðr-
. áttunnar.
f
VEÐUR HAMLAR
RÆKJUVEIÐUM
Það markverðasta, sem ég
held, að ég geti sagt þér núna,
er það, að hraðfrystihúsið er nú
í óða önn að undirbúa rækju-
vinnsluna. Til þeirrar starfsemi
á að reyna að fullklára stóran
vinnusal, sem byggður var fyr
;ir nokkrum árum, en ekki hef
ur verið notaður, enda aðeins
fokheldur.
Nú er verið að smíða 105
tonna fiskiskip fyrir útgerðar-
■ mann hér í Grundarfirði og
verður hann sennilega afhent-
ur seinnipartinn í vetur.
Alls eru 10 bátar, stórir og
smáir, gerðir út héðan í vetur.
Þeir leggja allir upp hér nema
einn, sem siglir með aflann á
erlendan markað. Hann hefur
þegar farið einn túr til Bret-
lands og er nú að fiska upp í
annan túr þangað.
TVÆR LAXAÞRÆR
BYGGÐAR .
Framkvæmdir stóðu í sum-
ar við fiskeldisstöðina Látra-
vík hf. Laxageymsla og tvær
laxaþrær voru byggðar. Nú er
verið að setja upp k-lak, en það
hafa þeir ekki haft áður. Fram
kt-æmdum við fiskeldisstöðina
er ekki lokið enn og er stöðin
því aðeins að litlu leyti komin
í gang. Eigendur fiskeldisstöðv
arinnar eru nú búnir að setja
nokkurt magn af seiðum í klak-
ið, sem þeir hafa flutt hingað að
sunnan. Annars er mér að öðru
leyti ókunnugt um, hvernig
rekstur stöðvarinnar gengur.
SÆTTUM OKKUR 7
VIÐ EINA
HARMONIKU . ..
Skemmtanalífið er ákaflega
dauft. Hér er reyndar starf-
andi hjónaklúbbur og má segja
að það sé eini félagsskapurinn,
sem sé með einhverju lifsmarki
í plássinu. Hann heldur yfir-
leitt eina skemmtun fyrir gift
fólk í hverjum' mánuði yfir vet
urinn og var sú fyrsta á þessum
vetri haldin í október. Það er
að mörgu leyti afar erfitt að
halda uppi starfsemi svona lít-
illa félaga úti á landi. Það er
næstum ógerningur að fá litl-
ar og ódýrar hljómsveitir til að
spila á skemmtunum. Við,
gamla fólkið, þurfum nefni-
lega ekki stórar hljómsveitir,
við sættum okkur við eina
harmoniku og trommu eða eitt
hvað svoleiðis, —
ÍSAFJÖRÐUR—
SIGURÐUR JÓHANNSSON:
Aðeins að yta 1
á takka og slökkvi-
liðið er til taks.
Það er leiðinlegt veður í dag
(föstudag), norðanátt og hríð.
Rækjuveiðin hefur verið held
ur léleg að undanförnu. Aðeins
einstaka bátur hefur náð því
tilskilda magni, sem rækjubát-
arnir mega veiða á viku, sem
er þrjú tonn. Alls eru það 27
bátar, sem eru á rækjuveiðum
hér á svæðinu og leggja þeir
upp hér á ísafirði, í Bolungar-
vik, á Hnífsdal og á Langeyri
við Súðavík. Ég má fullyrða að
rækjan hefur að undanförnu
verið smá og heldur léleg til
vinnslu.
Nú, þess má geta, að við vor
um að taka í notkun nýtt síma
kerfi fyrir slökkviliðið. Liðinu
er skipt niður í þrjá hópa. Að-
eins með því að ýta á einn
„takka“ á slökkvistöðinni og
reyndar líka á símstöðinni má
kalla út heilan hóp — allt að
20 menn í einu. Þetta nýja
kerfi hefur verið prófað og hef
ur reynzt vel.
Undanfarið hefur verið unn
ið að því að bora eftir neyzlu-
vatni hér á ísafirði.. Um síð-
ustu helgi bilaði borinn og hef
ur því verið hlé á framkvæmd
um þessa vikuna og liggja því
enn ekki fyrir neinar niðurstöð
ur vegna þessara borana.
Dæluskipið Hákur hefur ver
ið hér að undanförnu vegna
framkvæmda við nýju sunda-
.höfnina. Nú þessa. dagana er
hann að ljúka við að dæla upp
úr henni,- Hákur. mun síðan
flytja sig inn á gamla hafnar-
svæðið og dæla þar upp. Öllu
uppfyllingarefni, sem dælt
verður upp á gamla hafnar-
svæðinu, verður dælt beint vf-
ir tangann í nýju uppfylling-
una við sundahöfnina.
SÍÐUSTU BÍLARNIR
Síðustu vöruflutningabílarn-
ir náðu hingað til ísafjarðar á
fimmtudag. Almennt er talið,
að þetta séu síðustu bílarnir,
sem koma hingað í vetur, og
heiðarnar verði ekki opnaðar
aftur, nema gerbreyti um tíðar
far, en það þykir heldur ótrú-
legt að verði. — Eftir því sem
mér- skilst voru bílarnir hart-
nær viku á leiðinni vestur og
munu tafirnar bafa stafað fyrst
og fremst af því, hve lengi þeir
þurftu að bíða við hverja heiði,
áður en þær voru opnaðar.
Töluvert er um það, að bát-
arnir sigli með afla sinn og hef-
ur það óhjákvæmilega komið
niður á vinnunni í landi. Tveir
bátar munu nú vera á leið með
aflann út, en aðrir tveir eru á
heimleið.
TÁLKNARFJÖRÐUR —
KRISTJÁN HANNESSON:
Bíðum eftir nýjum
sirandferSaskipum
Það gerist ekkert hérna í fá-
men'ninU. Við eruni mjög ó-
ánægðir með strandferðirnar
upp á síðkastið, síðan útgerð
Esjunnar og Heklunnar var
hætt. Aðeins eitt skip — Bald-
ur — er nú í flutningum. m-i-lli
Reykjavíkur og Vestfjarða-
hafna, en þetta er lítið skip mið
að við þau skip, sem áður voru
í förum á milli. Baldur kemur
hingað einu sinni í viku. Við
væntum mikils af hinum nýju
skipum Skipaútgerðar ríkis-
ins, þegar þau komast í gagn-
ið. - n
Þrír bátar eru gerðir út héð-
an. Tveir þeii'ra eru á síldveið-
um í Norðursjónum og sá þriðji
hefur verið á trolli og fiskað
fyrir Bretlandsmarkað.
EIGA EKKI AÐILD
AÐ SJÓÐNUM f
Það má segja, að hér sé al-
gert atvinnuleysi. Þegar þát-
arnir landa ekki heima, og er
þetta mjög alvarlegt fyrir land
verkafólkið, því að það á ekki
aðild að atvinnuleysistrygging-
arsjóðnum vegna smæðar
hreppsins. Annars var hér ágæt
vinna í sumar, á meðan bátarn-
ir lögðu upp heima. Þá var
afii fremur góður, einkum grá-
lúðuafTinn. En við eigum ekki
von á, að miklar breytingar
verði á atvinnuástandinu fyrr
en á netavertíðinni, kannski í
febrúar.
/
ÓLAFSVÍK —
OTTÓ ÁRNASON:
Þrjár konur fengu
gullúr
Það hefur verið ákaflega erf-
itt tíðarfar síðan þú talaðir við
mig síðast og lítið um gæftir.
Það heyrir þó til tíðinda, að
í vikunni hóf einn bátur héð-
an, Geysir, rækjuveiðar og hef
ur hann farið tvær ferðir á
rækjumiðin. Bakki s.f. vinnur
rækjuna í samráði við SÍS, sem
selur framleiðsluna.
Hinn 29. þ.m. hélt Hraðfrysti
hús Ólafsvíkur upp á 30 ára
starfsafmæli sitt með samsæti
í safnaðarheimilinu.
Guðlaugur Þorláksson, Reykja
vík, stjórnarformaður, stýrði
þessu hófi. Hraðfrystihúsið
færði þremur konum gullúr að
gjöf fyrir langa og dygga þjón
ustu. Þessar konur eru: Hólm-
fríður Iielgadóttir, sem hefur
starfað við hfaðfrystihúsið í 30
ár, Kristín Sigurgeirsdóttir og
Guðrún Sigurgeirsdóttir.
Stjórn Hraðfrystihúss Ólafs-
víkur skipa nú: Guðlaugur Þor
láksson, Reykjavík, formaður,
Richard Thors, Rvík, Sigurður
Ágústsson, Stykkishólmi, Hall-
dór Jónsson, Ólafsvík og Gunn
ar Bjarnason, sem jafnframt
er framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins.
Nú, síðan við töluðum sam-
an síðast, fyrir þremur vikum,
hafa tveir Ólafsvíkurbátar selt
áfla sinn í Bretlandi — Matt-;
hildur fyrir 4.100 pund og Guð
mundur Þórðarson fyrir um 7
þúsund sterlingspund.
i
BORGARNES —
DANÍEL ODDSSON:
Gamadöð og ný
pökkun á rjéma
og mjéik
Fjárslátrun er nýlokið hér f
Borgarnesi og var 78.093 fjár
slátrað. Reiknað er með, að með
alfallþunginn sé eitthvað minni
en í fyrra. — í haust starfafS
um 160 manns í sláturhúsinw,
— Hingað hafa komið í haust
fjögur flutningaskip og tekið
um 600 tonn af dilkakjöti og
auk þess allan innmat hjá slát-
urhúsinu og flutt á erlendan
markað.
Áætlað er að garnastöðin hér
taki til starfa um næstu ára-
mót og mun hún veita 8—18
manns atvinnu. Einnig hefuB
verið ákveðið, að mjólkursam-
lagið hefji pökkun á rjóma og
mjólk í fernur nú í þessum
mánuði. Hingað til hefur mjólk
in verið flutt héðan í tankbíl-
Framhald á bls. 11.
Sljórnarirumvarp í Alþingi:
TRYGGINGAR GREIÐi
LÆKNINGAR ERLENDIS
Reyfcjavík — HEH
□ Ríkisstjórnin leggur tll í
frumvarpi, sem hún hefur nú
lagt fyrir alþingi, að sú þarfa
breyting verði gerð á lögun-
um um almannatryggingar
að þær greiði kostnað vegna
sjúkrahúslegu og læknisþjón-
ustu, sem fsl. sjúklingar
verða að leita erlendis. Þá
er í frumvarpinu gert ráð
fyrir. að almannatryggingar
greiði ferðastyrk ítil þeirra
isilúklinga, :sem (af nauðsyn
leita læknishjálpar erlendis,
svo og til fylgdarmanna
þegar alveg sérstaklega stend
ur á. j •
í frumvarpinu segjr, að
sj úkratryggingadelld Trygg-
ingástofnunar ríkisins skuíLi
greiða þann híu'ta kostnaðar
við sjúkrahúsvist samlags-
manna, sem af brýnni nauð-
syn vistast á erlendu sjúkra-
húsi, vegna þess að ékki er
unnt að veita horaum ’nauðsyn
lega lækni'lslhjlálp í ísienziku1
sjú’kr-ahúsi, ásaimit 'læfcnis-
hjlállp og annarri þj ónustu á
sjúkraihúsiniu), seim uimframi
er hæsta dággjaild ísll'enzikra
sjúkrahúsa, eða allllan kostn- ■
aðinn, ef niðiur er falílinn rétfc
ur sjúklings á bendur sam-
lagi skv. 1. mgr. laganna. Róð
herra sfca-l samkvæmt frum-
varpinu skipa nefnd. sem úr-
Framhald á 9. síðtl.
J