Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 2
2 Aljþýðufolaðið 13. desember 1969
BARNAGAMAN:
Umsjón: Rannveig Guðmundsdóttir
Viðar Jónsson 5 ára sendi okkur imyndina af [Skyr*
gámi vera lað gæða sér á uppáhaldsmatnum sínum,
skyrinu.
Okkar á milli sagt:
Halló krakkar!
Þefta er síðasta barnasíðan fyr
ir jól, sem kemur á laugardögum.
í sérstöku JÓLABLAÐI Alþýffu-
blaðsins verður BarnasíSan hins
vegar með matgs konar efni fyr-
ir ykkur að glíma við yfir hátíð-
ina eins og þrautir, gátur o.fl.
Strax eftir áramótin byrjar
Barnasíðan svo aftur á laugar
dögum, eins og hún er vön.
Ég ætla að biðja ykkur að teikna
mynd, þar sem þið sýnið gam'a
árið víkja fyrir nýja árinu. Þið
megið túlka þetta alveg eins og
þið viljið, t.d. teikna gamfa árið
sem gamlan mann og nýja áfið
sem lítið barn, þið ráðið því alveg
sjálf, en um að gera látið hug-
myndaflugið ráða.
Sendið myndina til Barnasíðunn
ar fyrir áramótin og bezta myndin
verður birt, þegar við hittumst aft
ur á iiýja árinu.
Ykkar
Rannveig.
. Þeir krakkar, sem e|ru 10 ára og yngri og eru fædd
í nóvember eða desember, eru beðin að fylla út eyðu-
blaðið fyrir íneðan og senda það til Barnasíðunaar,
merkt „Afmælisbörn.4*
Þið skuluð strika yfir þann mánuð, sem ekki á yið.
... nóvember/desember.
Ég varð ,... .
Nafn ......
Heimili . . . .
Sími .......
ara
KROSSGATA NR. 2.
Dregið var eitt nafn imeð rétta lausn á ikrossgát-
unni og lupp'kom Erla ,Kjristjánsdóttir, 11 ára, Mela-
braut 43, Seltjarnarnesi.
Skrýllurnar
í þessari viku eru skrýtlurnar frá Jóhanni Ingólfs-
syni, Grensásvegi 58. Þetta ,eru síðustú skrýtlurna'r
úr Skrýtlukeppninni, en þau, sem tóku þátt í henni,
þau Unnur Ingadóttir í Borgarnesi, Helga og Guð-
mundur, Kópavogsbraut 102, og svo hann Jóhann
fá að sjálfsögðu viðurkenningu fyrir þátttökuna. Þið
megið eiga von á jsmáscndingu frá Barnasíðunni.
1.
E iskur lávarður, sem vair nýkominn til Bandaríkj-
anna var að tala við skáta og sagði: „Viktoría jBreta-
drettning sló einu sinni / á öxlina á afa mínum og
gerði hann þar /með að lávarði.“ Þá sagði skátinn:
„Það er nú ekki mikið, því að Rauðvængur Indjána-
höfðingi isló einu sinni 1 í böfuðið á lafa mínum ög
Ei'kibiskupinn af Kantaraborg, Dr. Michael Ramsey, varð nýlega 65 ára, og af því tilefni var hann festur a
léreft af málaranum Guy Rodden. Og hér sjáum við biskup, máiarann og málverkið.
2. .
„Hafðu þig hægan, góði,“ sagði ,annar slagsmálahund
urina við hinn. „Annars skal ég kýla þig svo, að þú
fjúkir aftur á hak út úr þjóðskránni.“
»
3. . ■
Móðir fór tmeð litla dóttur sína upp í sveit. Telpan
hljóp um allar trissuir í gleði sinni yfir ,að vera komin
á gras. Á einum ptað sá hún hrúgu af gömlum mjólk-
urdósum. Þegar hún kom aftur til mömmu sinnar,
sagði hún: „Mamma, veiztu hvað, ég fann belju-
hreiður.“ , - f : j
4' . . J ^ ;
„Að þú skulir geta litið framan í mig!“ hfrópaði |hún
reið.
„Uss, maður venst öllum fjandanum."
5.
Rithöfundurinn: — Þriggja ára sonur minn náði í
handritið að Isíðsutu sögu minn og reif það í
tætlur.
Útgefandinn: — Ilvað, er hann o’rðinn læs? ; (