Alþýðublaðið - 20.12.1969, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðið 20. desember 1969
Ný saga um
Tom Swifi
FORTÍÐARVÉLIN nefnist ný
bók um uppfinningamanninn
unga, Tom Svvift, en það er
bókaútgáfan Snæfell í Hafnar-
firði, sem gefur bókina út. Þýð-
andi er Skúli Jensson, en sagan
er eftir Victor Appleton. Þessi
nýja saga um Tom Swift er 167
bls. að stærð, sett í Ingólfs-
prenti, en prentuð í Prentverki
Þorkels Jóhannessonar.
GIGI
GIGI nefnist saga eftir frönsku
skáldkonuna Colette, sem bóka
útgáfan Snæfell gefur út í ís-
lenzkri þýðingu Unnar Eiríks-
dóttur, en kvikmynd sem gerð
var eftir þessari sögu hlaut alls
9 Oskarsverðlaun. Er bókin
prýdd myndum úr kvikmynd-
inni, en hún er 84 bls. að stærð,
sett í Prentsmiðju Guðm. Jó-
hannssonar, en prentuð í Prent
verki Þorkels Jóhannessonar.
Ulvarpsleikril
SÍÐASTA SUMARIÐ nefnist
útvarpsleikrit eftir Líney Jó-
hannesdóttur, sem ísafold hefur
gefin út. Barbara Árnason hef-
ur gert teikning'ar í bókina, en
hún er 33 bls. að stærð.
Ný saga eftir
JackLondon
HNEFALEIKARINN nefnist
sextánda bókin í ritsafni Jacks
Londons, sem ísafoldarprent-
smiðja gefur út. Þessi saga er
136 bls. að stærð, prentuð í fsa
foldarprentsmiðju, en þýðingu
hefur gert Stefán Jónsson náms
stjóri, sem nú er nýlátinn.
Norsk skáldsaga
SILFURBELTIÐ nefnist skáld-
saga eftir norsku skáldkonuna
Anitru, sem ísafoldarprent-
smiðja gefur út í þýðingu Stef-
áns Jónssonar námsstjói'a. Saga
þessi gerist um síðustu aldamót
í byggðum Heiðmarkar í Noregi.
Bókin er 234 bls. að stærð, prent
uð í ísafoldarprentsmiðju.
Frumsamin
barnasaga
ANGALANGUR nefnist barna-
saga eftir Ingu Birnu Jónsdótt-
ur, sem ísafoldarprentsmiðja
gefur út, en bókin er ríkulega
myndskreytt af Silju Aðalsteins
dóttur. Sagan er 24 bls. að
stærð.
um árið 1897. Haraldur Hann-
esson hefur annazt útgáfuna og
ritar hann grein um höfundinn.
Bókin er Ijósprentuð í prent-
smiðjunni Odda. Félagsmanna-
verð er kr. 350, en bókhlöðu-
verð kr. 537,50.
að árið 1921 sem fylgirit Ár-
bókar Háskóla íslands. Er þetta
ein af merkari ritgerðum dr.
Guðmundar. Verð bókarinnar
til félagsmanna er kr. 275, en
út úr búð er verðið kr. 344. —■
LAND OG ÞJÓÐ eftir dr. Guð-
mund Finnbogason hefur nú
komið út í annarri útgáfu á
vegum Þjóðvinafélagsins, en
upphaflega var þetta rit prent-
BARÓNSFRÚ ORCZY
Höfundur Heiðabrúffarinnar, er öllum lesendum aff góðu kunn.
Hún skrifaSi margar bækur, sem allar náðu míkilli útbreiðslu
í heimafandi hennar.
Á íslandi hafa margar sögur Orczy verið þýddar, og má
meðal annars nefna:
RAUÐA AKURLILJAN,
EIÐURINN,
ÉG VIL HEFNA,
og margar fleiri sögur, sem of langt yrði upp að telja.
HEIDABRÚ8URIN gerist í smáþorpi, þar sem Elsa og Andor
unnast hugás'tum. Þau hafa ákveðið að giftast, en áður
en af hjónavígslunni verður er Andor kallaður í herþjónustu.
Andor á að vera þrjú ár í herþjónustunni, og lofar Elsa að
bíða eftir honum.
Heiliandi og spennandi ástarsaga.
Verð 330.00 án söluskatts.
BÓKAÚTGÁFAN VÖRÐUFELL
Ný bók um
Mola lilla
MOLI LITLI eftir Ragnar Lár
er enn komin á kreik, en Leift-
ur hefur gefið út nýja sögu um
Mola með teikningum og texta
eftir Ragnar. Þessi nýja bók um
Mola er 32 bls. að stærð.
Mannabúrið eftir
Desmond Morris
þýtl á íslenzku
MANNABÚRIÐ (The Human
Zoo) eftir Desmond Morris er
nú komin út í íslenzkri þýðingu
Hersteins Pálssonar, en ísafold
arprentsmiðja gefur bókina út.
Þessi bók gengur mjög í sömu
átt og fyrri bók höfundar, Nakti
apinn, sem kom út á íslénzku í
fyrra, og hefur bókin vakið
mikla athygli og umtal erlendis
á þessu hausti.. Mannabúrið er
247 bls. að stærð, pýentuð í
ísafoldarprentsmiðju.
Ný skáldsaga effir
Grefu Sigfúsdóffur
f SKUGGA JARÐAR nefnist
skáldsaga eftir Gretu Sigfús-
dóttur, sem bókaforlagið Skarð
gefur út. Þetta er framtíðarsaga,
sem gerist eftir aldarfjórðung,
sögusviðið er höfuðborgin og
álverksmiðjan í Straumsvík,
þai’ gerast helztu atburðir sög-
unnar, fjárglæfrar, valdabar-
átta og forsetamorð. Þetta er
önnur skáldsaga Gretu, en hin
fyrri, Bak við byrgða glugga,
vakti mikla athygli og var val
in sem framlag íslands til skáld
sagnasamkeppni Norðurlanda-
ráðs 1968. — í skugga jarðar
er 184 bls. að stærð, prentuð í
Prenthúsi Hafsteins Guðmunds
sonar. —
bækur
★ Á SÖGUSLÓÐUM nefnist
ný myndabók, sem Bókaútgáfa
Menningarsjóðs hefur gefið út.
Eru þar í íslandsmyndir Coll-
ingwoods, en hann ferðaðist hér
íírval úr verkum
léra Helga Svelns-
sonar
HELGI SVETNSSON —
PRESTURINN OG SKÁLDIÐ
nefnist ný bók, sem inniheldur
úrvol úr verkum séra Helga
Sveinssonar, er síðast var prest
ur í Hveragerði. Skiptist bók-
in i tvo hluta, nefnist annar
Presturinn, en hinn Skáldið.
Biskup íslands, herra Sigur-
björn Einarsson ritar inngangs-
orð að bókinni, en hún er gefin
út af ættingjum séra Helga í
litlu upplagi. Setberg hefur
prentað bókina.
GriSasfaSur
Faulkners
GRIÐASTAHUR nefnist skáld
saga eftir bandaríska rithöfund
inn William Faulkner, sem Mál
og menning hefur gefið út í ís-
lenzkri þýðingu Guðrúnar Helga
dóttur, en í eftirmála ritar Sverr
ir Hóimarsson um bókina og
höfundinn. Griðastaður er 291
bls. að stærð, prentsmiðjan Hól-
ar hefur prentað bókina.
Heimildarsaga
ÖLDURÓT nefnist ný ,">aga eft-
ir Þorbjöigu Árnadóttur, en ísa
foldarprentsmiðja gefur bókina
út. Segir á kápu bókarinnar að
þessi saga teljist til heimilda-
sagna, styðjíst við við sanna at-
burði og gerist á sömu slóðum
og Sveitin okkar eftir sama höf
und. Öldurót er 141 bls. að
stærð, prentuð í ísafoldarprent
smiðju.
LJÓÐMÆLI GRÍMS THOMS-
ENS hafa nú komið út í nýrri
útg'áfu hjá Máli og menningu.
S’gu’-ðui Nordal hefur séð um
útgáfun-'., og ritar hann inn-
gangsorð um skáldið. Bókin er
478 bls. að stærð, prentuð í Hól
um.
\