Alþýðublaðið - 20.12.1969, Qupperneq 9
Alþýðúblaðið 20. desembér • 1960 9
Umsjón: Björn og Hilmar
allt þetta umstang?
— Ákaflega lítið, segir Kalli
Sighvats — það starir dálítið á
okkur, finnst við vera furðufugl
ar.
—Sumir eru hissa á því að við
skulum standa uppi, segir Gunn
ar Þórðarson.
— Hvaða aðilar hafa lagt
bann á ykkur?
— Tónabær og til bráðabirgða
Glaumbær. Skólar vilja okkur
ekki, nema þá æðri skólarnir,
enda fyndist okkur skrítið ef
fólk í æðri skólum vildi ekki fá
okkur út af þessu, segir Kalli.
— Okkur finnst yfirvöldin
ekki með hreinan skjöld í þessu
máli, segir Jökull. — Ef einhver
ræðst á kvenmahn, eða brýzt
óvenjulega vörn, sem heppnað-
ist ótrúlega vel.
Spilari, sem er með þrjú há-
spil í lit, eins og til dæmis
KDG eða KG10 spilar í vörn
venjulega einu þeirra, en stund
um er betra að spila litlu spili
frá þeim — eins og dæminu
hér á eftir.
S Á5
H KG97
T DG972
L G9
S KDG63 S 82
H 652 H Á83
T 85 T 1063
L K42 L D8765
S 10974
H D104
T ÁK4
L Á103
Suður spilaði Acol-kerfið
enska og þar sem hann var ut-
an hættu í spilinu opnaði hann
á einu grandi. Vestur sagði pass
og Norður tvö lauf — Stayman
sagnreglan, sem er ósk um há
liti opnarans, og allt keppnis-
fólk kannast við. Suður sagði
þá tvo spaða, en lokasögn Norð
urs var þrjú grönd.
Vestur, sem átti. að spila út,
vissi nú ,að Suður átti að
minnsta kosti fjóra spaða og
hann spilaði spaða sexinu út
í þeirri von, að Austur ætti
tíuna aðra eða jafnvel ásinn
annan í spaða.
Suður sá strax að létt var að
vinna spilið ef spaðarnir skipt-
ust 4—3 hjá vörninni — en
hættan í spilinu felst í, að fimm
spaðar séu á þeirra hendinni,
sem hefur hjarta ásinn. Nú
reiknaði Suður ails ekki með
því, að Vestur spilaði út litlum
spaða frá KDG, og þess vegna
spilaði hann ásnum frá blind-
um — sjálfsögð spilamennska
í nær öllum tilfellum. Þetta
gerði hann auðvitað til að festa
(blokkera) litinn — og það
heppnaðist ef Austur á t. d.
háspil annað i spaða og í því
tilfelli verður Austur að taka
ákvörðun á þessu stigi spilsins
hvort hann á að kasta háspil-
inu í ásinn — og gefa þá Suðri
aðra fyrirstöðu ef hann á 109
í spaða.
En eins og spilin liggja átti
Austur ekki í neinum erfið-
leikum. Þegar hann komst inn
á hjarta ásinn gat hann spilað
spaða og Vestur átti fjóra spaða
eftir og hnekkti því spilinu. Ef
maður finnur þessa vörn gegn
sæmilegum spilurum er maður
alveg viss um að hnekkja spil-
inu, er þetta hefði ekki þýtt
neitt gegn henni gömlu frænku
okkar — hún hefði unnið spilið
á stundinni. En látum þetta
nægja. — Gleðilega hátíð!
inn í verzlun og stelur og skemm
ir fyrir tugi þúsunda, þá er ekki
sjens að fá nöfnin birt — það
virðist ekki vera siður á íslandi
að flekka mannorð manna, heið
arlegra sem óheiðarlegra, vegna
framtíðarinnar. Sama ætti að
gilda um okkur. Þegar við hætt
um að spila og þurfum að kom-
ast í fasta vinnu, kynnum við
að verða stimplaðir sem eitur-
lyfjaneytendur. Það er ekkert
réttlæti í þessu, og engan höfum
við skaðað með þessu fikti.
Þetta neyðir okkur kannski til
að fara til útlanda ...
— Ég hef engar áhyggjur,
Skýtur Rúnar inn í, — þið getið
sagt öllum að ég drekki þrjá
lítra af hassís á dag. Flestir hafa
hvort sem er ekki hugmynd um
að hassís er bara reykt, en ekki
drukkið, tekið inn sem pillur eða
sprautað í æð. Þeir sem gapa
mest um þetta vita minnst.
— Vel á minnzt, Rúnar, koma
eiturlyf eitthvað við sögu þegar
þú dansar magadans?
— Magadansinn er orðinn
gamalt fyrirbæri, en það er svo
stutt síðan að ég prófaði þetta
hjá ameríkananum . ..
— Ætlið þið að komast aftur
út, Gunnar Jökull?
— Við erum með samning í
höndunum við þá sem við lék-
um fyrir út í New York, en okk
ur vantar atvinnuleyfi, en það
er erfitt að fá það nema í svo
stuttan tíma til hljómleika og
það er til lítils fyrir okkur, því
að við erum alveg óþekkt nafn
þar.
— Haldið þið að þetta eitur-
lyfjatal komi niður á sölunni á
nýju plötunni?
— Við erum búnir að vanda
okkur mikið við þessa plötu, og
ef-fólk er svo vitlaust að taka
nokkur tóbakskorn fram yfir
góða músík, þá það um það.
Annars hef ég enga trú á, að það
geri slíkt, segir Kalli.
— Tja, margir foreldrar
hætta kannski við að kaupa plöt
una fyrir krakkana. Um þetta
er erfitt að segja.
— Var ykkur ekki boðið að
koma til Danmerkur aftur?
— Jú, til þriggja mánaða, en
það er allt óvíst ennþá. Það er
maður að nafni Björn Björnsson,
sem var í Savannatríóinu, sem
er að athuga þetta fyrir okkur.
Hann hefur verið okkur mjög
hjálplegur og gert mikið fyrir
okkur.
— Við vorum elt meðan \dð
vorum úti, segir Kalli, — við urð
um vör við að það var fylgzt
með hverri hreyfingu okkar, og
það er reyndar gert ennþá.
— Pósturinn okkar er opnað
ur, segir Shady, — Kalli fékk til
dæmis pakka frá Englandi um
daginn og hann hafði verið rif-
inn áður en hann fékk hann í
hendur.
— Það var leigubílstjóri sem
hringdi í lögregluna um daginn,
segir Gunnar Þórðarson, — og
sagði að Erlingur og fólkið í bíln
um hjá honum væri allt í dópi
og Erlingur var tekinn alsak-
laus. Lögreglan kemur mjög mis
jafnlega fram við okkur, virðist
persónubundið hvernig þeir
koma fram.
Á leiðinni út segir Kalli: —
Einu sinni drakk ég, en nú hef
ég minnkað það mikið. Nú hugs
ar fólk: úr því hann drekkur
ekki áfengi þá hlýtur hann að
vera í dópinu. Maðurinn hlýt-
ur að vera undir einhverjum á-
hrifum. Svona lætur fólk. —
ANITRA
SILFURBELTIÐ
Þetta er bók, sem mun vafalaust
vekja athygli allra þeirra mörgu,
sem hafa áhuga á sálarrannsókn-
um. Frægur, enskur miðill segir hér
frá reynslu sinni og miðilssambandi
við mann þann, sem kallaði sig
Scott. Gituna um það, hver væri
Scott, reyndist ekki erfitt að ráða.
Hann var T. E. Lawrence offursti,
sem kunnari er okkur undir nafninu
Arabíu-Lawrence.
EISIL STEINMETZ
TILRÆÐI 06
PÓLITÍSK MORÐ
JÓLABÆKUR
ÍSAFOLDAR
TILRJBBI og
PÓLITÍSIÍ
MORÐ
Þegar Pat Glendon, yngri, kom frá frumskógum' Kaliforníu og beint
inn í hnefaleikahringin.n; var hann alls óvitandi um þá klæki og spill-
ingu, sem þar ríkir. Honum tókst að ná marki sínu og varð heims-
meistari í hnefaleikum, en honum lærðist líka að sjá fánýti og til-
gangsleysi íþróttarinnar, þar sem1 hnefaréttur hins sterka ræður.
Þetta er spennandi bók frá upphafi tfl enda, eins og allar hinar
Jack London bækurnar fimmtán að tölu.