Alþýðublaðið - 24.04.1968, Síða 1

Alþýðublaðið - 24.04.1968, Síða 1
1500 börn í gaezlu Á morgnn , snmardaginn fyrsta, verðnr að venju fjár- ©flunardagur Bamavinafé- lagsins Sumargjafar, en nœr 1500 börn dveljast nú á dag- heimilum, vöggustofum og j, leikskólum, sem félaffið rekur í Reykjavík. Er þar eins og kunnugt er, jafnan Uvert rúm skipað og allmikið vantar á að þessar stofnanir &eti veitt úrlausn öllum þeim, sem þang að leita. Er Alþýðublaðið spurði Boga Sigurðsson, framkvæmd astjóra Sumargjafar hve mik- ið vanti á að dagheimilin. vöggustofurnar og leikskól- arnir geti orðið við beim 'beiðnum sem berast um vist Eramhald á bls. 10. Gunnar J. Friðriksson setur árs þing iðnrekenda. Miðvikudagur 24. apríl 1968 — 49. árg. 74. tbl. Nýjasta bamaheimilið í Reykjavík. Bandaríkjamenn auka eftirlit meö fiskverzlun Nú liggur fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings frum varp, sem gerir ráð fyrir strangri löggjöf um eftir- lit með fiskiskipum, fiskvinnslustöðvum og innflutn ingu á fiskafurðum. Við inntum Ouðmund H. Garðars son hjá S.H. nánar eftir þessu í gær og spurðum hann hvort þessi Iöggjöf gæti haft áhrif á fiskútflutn ing okkar til Bandaríkjanna. — Okkar fiskur hefur á- vallt verið fluttur út undir ströngu eftirliti- Hér er um að ræða mun víðtækari lög- gjöf en nú er, sem varðar ekki eingöngu innflutning, heldur einnig fiskiskip og fisk vinnslustöðvar. í þessu tilliti er gert ráð fyrir, að Heilbrigð is- og matvælaeftirlitið í Banda- ríkjunum gefi út reglur um útbúnað í fiskiskipum og fisk vinnslustöðvum og aðrar kröf ur um þrifnað, og jafnframt í sambandi við innfluttar fisk afurðir verði .eftirlitinu heim ilað að samþykkja vottorð frá matstofnunum í löndum, sem hafa reglur, sem eru .a. m. k. eins st.rangar og settar vferða í Bandaríkjunum. Á dögunum var lagt hér fram á Alþingi frumvarp til laga um eftiriit á mati á fiski og fiskafurðum. Við vorum beðnir um að gefa umsögn um frumvarpið. Við erum efnis- lega sammála því, að þessi lög verði sett hérna, en töldum samt réttara, vegna þess að hér er um slóra markaði að ræða, sem Bandaríkin eru, að bíða um sinn með að sam- þykkja þessi lög, þar til séð væri hvernig þessi bandarisku Framhald á bls. 10. .jmmmiiiuiiiiiiiiuiiimuiiiiituumjuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiUMMiimiMMiiHMiiiMMuiuiiiimiMMiiMiiiHití. Þrefalt blað { Alþýðublaðið verður þrefalt á morgun, sumardaginn fyrsta. Af i I efni aukablaðanna tveggja má nefna viðtal við kennara og nemend 1 | ur í Menntaskólanum við Hamrahlíð, viðtal við frú Barböru Sigurjóns { | son, skozka konu, sem lengi hefur verið búsett á íslandi, myndir { I og greinar frá Akranesi og Keflavík, grein um fýlinn og flæking. { Í hans um norðurhöf, og síðast en ekki sízt skemmtilega barnasögu { { eftir Herdísi Egilsdóttur kennara. Alls verða aukablöðin tvö 28 1 Í síður þannig að Alþýðublaðið á morgun verður alls 44 síður. Formaöur Félags íslenzkra iðnrekenda segir: STOÐNUN OG SAMDRÁTTURIIÐNADI Arsþing iðnrekenda 1968 var sett að Hótel Sögu í Reykjavík í gær. Formaður Félags íslenzkra iðn- rekenda, Gunnar J. Friðriksson setti þingið með ræðu þar sem hann fjallaði um stöðu iðnaðarins sem atvinnugreinar. í ræðu hans kom fram að á síðast- liðnu ári hefði orðið um stöðnun og samdrátt í iðnað arframleiðslu að ræða, og væru það veruleg um- skipti frá árinu áður, en 1966 hefði verið áætlað að iðnaðarframleiðslan hefði aukizt um 4%. Þessi niðurstaða byggist á lauslegri athugun, sem Félag íslenzkra iðnrekenda lét gera um síðustu áramót, og er þá ekki talinn með fiskiðnaður, mjólkuriðnaður, byggingariðn- aður og mannvirkjagerð. í ræðu sinn skýrði Gunnar einnig frá því, að Efnahags- stofnunnin væri nú að ganga frá skýrslum um þróun ís- lenzkrar iðnaðarframleiðslu, annarrar en í fiskiðn aði og byggingariðnaði fyr- ir árin 1960— 1966. Kæmi þar fram að á þessu tímabili hefði magn iðnaðarframleiðsl- unnar vaxið um 31% eða að meðaltali um 4,6% á ári, en nokkuð hefði þessi aukning verið misjöfn í einstökum greinum iðnaðar og sums stað ar jafnvel átt sér stað veruleg ur samdráttur. Vinnuafl í iðn aði hefur hins vegar aukizt minna en framleiðslan eða um 17% alls á þessu tímabili en það svarar til 2,7% meffaltals- aukningar á ári. Fjölgún fólks á starfsaldri hefur hins vegar á sama tíma numið 1,9% á ári. Framleiðslumagn á hvern slarfandi mann óx um 12% á þesu tímabili, og hefur því framleiðni í iðnaðinum aukizt að meðaltali, um 1,9% á ári- Á þessu sama tímabili var meðal aukning þjóðarframleiðsíunn- ar 5,2% á ári, og hefur iðn aðurinn því haldið vel til jafns við þá meðaltalsaukningu, sagði Gunnar í ræðunni. Framhald > 10. sífiu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.