Alþýðublaðið - 24.04.1968, Síða 4

Alþýðublaðið - 24.04.1968, Síða 4
HEYRT& SÉÐ Ai Bishop á plötu með íslenzkn hljómsveit ★ í erlendu blaði lesum við að hinn kunni bassasöngvari A1 Bishop, sem lengi skemmti gestum hér á Borg inni, hafi mýlega sungið inn á plötu lögin „More“ og „I ám“. Undirleik annast, segir blaðið, íslenzka hljómsveitin Faxar. Plötunni er hælt á hvert reipi, og ennfremur er sagt að iengi hafi verið beð- ið eftir því að A1 Bishop gerðj verulega góða hluti — og nú virðist það n'æstum því hafa tekizt því blaðið segir að platan sé vissulega útlát- anna virði. ★ hún; heitir PETULA CLARK og er brezk. Nýlega var hún á ferð í Banda- ríkjunum þar sem hún lék aðalhlutverk ið í myndinni „Finians Rainbow" ásamt Fred Astaire og Tommy Steele. Hún tók einnig þátt í nokkrum sjónvárpsþáttum, m. a. Ed Sullivan og Dean Martin. í fyrra komst hún á toppinn með hinu vin- sæla lagi „This is my song“ og næstum eins góðar undirtektir hlaut lagið „Dont sleep in the subvvay". Nokkrar aðrar plötur hlutu ekki eins góða dóma og kennir Petula því einkum um, að músíkin hafi verið komin á undan, en rödd hennar skeytt við á eftir. Petula segir að nauðsynlegt sé að syngja með hljómsveit því það hafi gefið henni aukna innlifun. Næst á dagskránni er söngleikurinn „Goodby Mr. Chips“ þar sem hún leikur á móji Peter O’Toole. ' • Rithöfundurinn Christine Keeler Christine Keeler, stúlkan sem árið 1963 hafði næstum orðið brezku ríkisstjórninni að falli, cr nú aftur komin fram í sviðsljósið. Nú er hún önnum kafin við að rita minn ingar sínar, og verða þær vænt anlega gefnar út síðar á þessu ári- Hun er nú langtum varkár- ari en hún var þegar hún seldi sunnudagsblaðinu News Of The World sögu sína og kom með því Profumo hneykslinu af stað. Christine Keeler seg- ir: — Fólk mun leita árangurs laust að ákveðnum nöfnum sem það þekkir. Ég ætla að segja frá sjálfri mér sem ungri stúlku sem kemur til Lundúna og hvernig það er að bera þekkl nafn. Christine Keeler er 26 ára og er nýlega skilin við mann sinn, James Levermore, verk- fræðing. Þau gengu í hjóna- band árið 1965 og eiga 20 mán aða gamlan son, Jimmie. ÞAÐ VAR ALLT ÚR PAPPÍR! R! DGESTONE NORÐURLÖNDIN ÞRJÚ SÝNDU í MONTREAL! Ringo og Lilla. ekki að neita. Hugsið ykkur þann munað að geta farið í búð og keypt brúðarkjól' úr pappír. Þetta gerði hún Lillián Moser frá Stokkhólmi á dögunum (sjá myndina að ofan), og er sagt að hún hafi brotið blað í gift ingarkjólatízkunni með þessu uppátæki sínu. Nú, ekki nóg með það, og haldi blómasalar niðri í sér andanum —• blómin voru líka úr pappír, bæði brúð arvöndurinn og blómin í kirkj unni. Brúðguminn ætlaði að klæðast á sama hátt og pantaði sér herraföt úr pappír frá Bandaríkjunum, en þau komu ekki nógu tímanlega og varð hann að láta sér nægja að klæð ast venjulegum fötuni við bessa hátíðlegu athöfn. □ Leikkonan brezka Vanessa Redgrave sýnir okkur bér svo- lítið sem Elísabet Bretlands- drottning gaf henni fyrir nokk uð, er hún útnefndi hana „Commander of the Most Ex_ cellent Order of the British Empire". Hvers vegna Vanessa fékk nafnbótina fylgir ekki sög unni. íslenzku blöðunum er oft legið á hálsi fyrir ónákvæm- an og villandi fréttaburð. En það eru fleiri undir sömu sök seldir. 17- apríl sl. birtir BT áberandi frétt um að Norður- löndin þrjú, sem þátt hafi tek ið í heimssýningunni í Montre al, hafi ákveðið að gefa Montre al sýningarskálann. Það er langt um liðið frá því þessi gjöf var afhent — í ágúst eða september sl., og því undar- legt að skýra frá þessu sem miklum tíðindum nú í apríl. En látum það nú vera. Blaða- maðurinn fræðir lesendur sína Framhald á 9. síðu. I........ ★ MARGT HEFUR verið gert til að létta okkur lífið, því er Efnilegasti píanóleikarinn □ Þessi ungi piltur heitir Terence Judd og hann var nýlega kjör- inn bezti brezki píanóleikarinn í „ungliitgaflokki". Hann er að- eins 10 ára og hefur meiri áhuga á að verða brunavörður en píanóleikari. En mamma hans er ekki alveg á því að láta það eftir drengnum — og innst inni er Terence litli alveg sáttur við að halda áfram á tónlistarbrautinni því að séu brunaverðirnir undanskildir þá eru uppáhaldskarlarnir hans þeir Scarlatti, Schum ann og Bela Bartok. □ Ringo Starr kom nýlega fram í sjónvarpsþætti í Bretlandi og í þetta skipti var hann ekki með félögum sínum, Bítlunum. En hann þurfti þó ekki að kvarta yfir að hann.. væri ekki í góðum félagsskap, því að á hnjám lians sat engin önnur en söngkonan Cilla Black. í þetta skipti lék Ringo ekki á tromm ur og Cilla söng ekki því að Ringo lék búktalara sem talar við dúkkuna sína, sem er engin önnur en hún Cilla Black. 4 24. apríl 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.