Alþýðublaðið - 24.04.1968, Side 5
Reykjavík, 22. apríl 1968.
Ágæti gautaborgari.
ÉG HLÝT að þakka þér ein-
arðan pistil um skólamálin, en
býst við, að sitt sýnist hverjum
um þann málflutning. Yið því
er ekkert að segja. íslendingum
telst skylt að hafa skoðanir, rök-
ræða og deila. Þá er þess helzt
von, að okkur detti eitthvað í
hug. Samt skaltu ekki láta þér
bregða, þó að sálarjafnvægi ein-
hverra kunningja okkar raskist
af þessu tilefni. Skoðanir geía
eins verið of og van.
Ung stúlka komst svo að orði
í „menningarbyltingunni” á
dögunum, að skólarnir ættu að
gera nemendur sína að lifandi
fólki en ekki páfagaukum. Að
mínum dómi sagði hún ejnmitt
það, sem fullorðna fólkið ætti
að hugsa. Ég gagnrýni ekki skól-
ana og fræðslumálin í líkingu við
þig, en mér er ljóst, að við
hljótum að ástunda frjálslyndi
og víðsýni í þeim efnum. Og mig
undrar engan veginn, að ungri
stúlku þyki ill tilhugsun að
verða páfagaukur í þröngu búri.
Slíkt mun ömurlegt hlutskipti.
Skólum hættir til þess að ger-
ast íhaldssamar stofnanir. Þess
vegna ber að leggja kapp á' að
ræða og gagnrýna íslenzk
fræðslumál. „Menningarbylting-
in” líktist í fljótu bragði upp-
þoti, en bar prýðilegan órang-
ur. Skólaæskunni gafst kostur
þess að láta í Ijós skoðanir og
málum eins og sumir halda.
óskir, og hlutaðeigendur munu
kanna þær xig íhuga og kannski
látji sér að kenlningu verða.
Ekkert er sjálfsagðara í frjálsu
menningarríki.
□ □ .
Ég ætla, að íslenzku fræðslu-
lögin séu í sæmilegu gildi.
Framkvæmd þeirra skiptir hins
vegar öllu máli. Mér er ekki í nöp
við landsprófið fremur en þér.
Það hefur margt til síns ágætis
og tryggir æsku landsins dýr-
mætt jafnrétti. En þarf ekki að
samræma stúdentsprófin á svip-
aðan hátt? Mig grunar, að þess
væri nokkur þörf.
Þrennt hygg ég lakast í svip-
inn um íslenzk fræðslumál:
Unglingar hér verða stúdentar
of gamlir, tungumálanám hefst
of seint í barnaskólum og er
ekki skipulagt sem skyldi á öðr-
um fræðslustigum. Og nú skal
ég gera langa sögu stutta.
Ég ræddi þessi mál við ungan
menntaskólanema eigi alls fyrir
löngu. Hann er gófaður og á-
hugasamur myndarpiltur, hug-
kvæmur og frjálslyndur, en eng-
inn angurgapi í málflutningi eða
framkomu. Hann sannfærði mig
um eftirfarandi:
Nám í dönsku og ensku ætti
að hefjast strax í fyrstú bekkj-
um barnaskólanna.
Skyldugreinar tungumála-
náms í menntaskólum ættu að
vera danska og enska auk ís-
lenzkunnar, en að auki valfag,
sem hver nemandi ákveði.
Deildum menntaskólanna skal
ekki skipt eins og nú tíðkast, en
nemendum gefast kostur þess að
velja tilskilinn fjölda náms-
greina, sem þeim eru geðþekk-
astar og hugstæðastar. Ber þyí
að fjölga námsgreinum að mun,
en fækka ef til vill þeim, sem
skylt er að nema.
Við þetta vinnst minnsta
kosti, að íslenzkir unglingar
gætu lært þrjú erlend tungumál
til hlítar og þyrftu ekki að eín-
hæfast helzt til mikið í mennta-
skólanámi. Oft fer saman til
dæmis, að frábær stærðfræð-
ingur sé og málagarpur, en góður
sögumaður jafnframt ágætur
náttúrufræðingur. Hvers vegna
þá að einskorða deildir mennta-
skóla annars vegar við stærð-
fræðifög og hins vegar við
stærðfræðifög og hins vegar við
tungumál og ætla svo að bæta
þriðju við í nátíúrufræði?
Loks þarf að gera hlut há-
skólans mun meiri og greina
þar skýrt milli kennslu og vís-
inda. Það kostar víst ærið fé,
en í þeim efnum má aldrei
spara. □ □
□ □
Af þessu leiðir að fjölga ber
námsgreinum, veita fleiri aðil-
um kennsluréttindi og koma
þjóðfélagi nútímans á framfæri
í skólum landsins. Þá fæst jöfn-
um höndum sérþekking og al-
menn menntun, og nemendur
gerast lifandi fólk, en ekki páfa-
gaukar.
Löggjöf mun alls ekki einhlít
til farsællar þróunar í fræðslu-
Framkvæmdin ræður auðvitað
úrslitum, skípuiag hennar, til-
raunir og heildarstefna. Og svo
anza ég því ekki, að yfirstjórn
fræðslumálanna sé eitthvert
ofurmannlegt þrekvirki. Hún
þætti víst auðveld með grann-
þjóðunum, sem fram úr skara
um nám og me/’htir.
Ég lýk þessu spjalli um
fræðslumálin með því að ræða
kennslubókaútgáfuna. Hún er í
ólestri að kalla, þegar skyldu-
náminu sleppir. Þar er þörf
framtaks og skipulags. Ágætar
kennslubækur verða ekki til í
stopulum tómstundum eða með
vélrænum hraða. Slíkt starf
krefst góðra launa og annarra
mannsæmandi vinnuskilyrða, ef
það á að fullnægja viðunanleg-
um kröfum.
Varla myndi af veita, að ís-
lenzka fræðslumálastjórnin hefði
á launum ár hvert tíu eða jafn-
vel tuttugu snjalla menn að
semja kennslubækur og önnur
rit þcim skyld. Eitthvað má úr
bæta með þýðingum, en þær
kpsta líka ííma og fyrirhöfn.
Enn munu þess dæmi, að notazt
sé við erlendar kennslubækur í
íslenzkum skólum, en mála-
kunnátta nemenda allt of bág-
borin, og þá er ekki að búast við
miklum árangri.
□ □
Sjónvarpiö reynist íslending-
um vel, en vitaskuld er drjúgur
munur á því, sem bezt tekst og
lakast. Viðburður var að H e i m -
e y i n g u m Strindbergs og
G e s t a b o ð i T. S. Eliots fyrir
og um páska. Claes Gill lék svo
hlutverk sitt í Gestaboði,
að seint gleymist. Fæ ég ekki
betur séð en sjónvarpið rjúfi þá
andlegu einangrun, sem háir ís-
lendingum öðru fremur, þrátt
fyrir allar siglingarnar út og
suður.
Þá hefur sjónvarpið og flutt
nýtt leikrií eftir Jökul Jakobs-
son, Romm handa R ó s a -
1 i n d , og von kvað á fram-
haldsleikriti í hljóðvarpinu út
af S ö g u m Rannveigar
eftir Einar H. Kvaran.
Heimir Áskelsson kenniy
ensku í sjónvarpinu, og Guð-
mundur Arnlaugsson hefur kynnt
nýja stærðfræði. Sýnist óum-
deilanlegt, að sjónvarpið muni
mjög fræða og mennta þjóðing.
Væri við hæfi, að það íaki upp ís-
lenzkukennslu, þar sem hún ey
og verður grundvöllur alls
tungumál'anáms. Svo bíða áreið-
anlega margir kennslu í landg-
fræði og náttúrufræði, en tjl
hennar er sjónvarpið kjörið.
Illa spái ég fyrir þeim, sem
voru sjónvarpinu andvígastir.
Ætli þeir hreppi ekki svipaðap
dóm sögunnar og andstæðingav
símans á morgni aldarinnar?
Hitt er annað mál, að auðveR
er að misnota sjonvarpið. Svp
mun og hæpið að sjónvarpa sex
daga vikunnar. Hendir enn, að
íslendingar kunni sér lítt hóf
og spiili þannig tækifærum, en
raunar mun víða pottur brotinn
í þeim efnum.
Mál og menning hefur gefið
út P a n í nýrri og snoturri út-
gáfu. Indælt er að rifja upp
kunningsskap við þá bók og
meistara Hamsun. Helgafell gaf
út á dögunum heildarsafn af Ijóð-
um Jónasar Svafár eða hvað á
að kalla skáldskap hans. Skemmt-
un er að svo listrænni vitleysu,
enda athyglisvert, að enginn
missir framar stjórn á skaps-
munum sínum hennar vegna.
Sú bók er strák mínum hollur
lestur.
Láttu þér líða vel og hittumst
senn heilir.
H e 1 g i.
9.-18. AGUST 1968
t
Einn veigamesti þáttur sýn-
ingarinnar verður búfjársýn-
ingin. Þar er ákveðið að efna
til samkeppnissýningar á bú-
fé og veita há verðlaun fyrir
beztu gripina, hærri en nokkru
sinni áður hafa verið veitt á
búfjársýningum hér á landi.
Hér á eftir verður í fáum
orðum sagt frá tilhögun bú-
fjársýningarinnar til leiðbein
ingar fyrir þá, sem vilja sýna
gripi:
Hross:
Heimilt er að sýna kynbóta
hross og gæðinga af öllu land-
inu. Stóðhestar verða sýndir í
þremur aldursflokkum,. þ.e.
4—5 vetra, 6—8 vetra og 9
vetra og eldri.
í öllum flokkúm þeirra
verða verðlaunin:
1. verðlaun 20.000,00 kr.
2. — 10,000,00 kr.
3. - 6.000,00 kr.
4- - 5.000,00 kr.
5. - 4.000,00 kr.
6. - 3.000,00 kr.
Aukaverðlaun fær bezti stóð
hesturinn, kr. 30.000,00, þannig
að sá hestur fær samtals
50.000,00 kr.
Gert er ráð fyrir að taka á
móti 18 stóðhestum til sýning
ar. Kynbótahryssur verða
sýndar í þremur aldursflokk-
um, 4ra og 5 vetra, 6—8 vetra
og 9 vetra og eldri.
í öllum flokkum verða verð-
launin:
1. verðlaun
2. —
3. —
4. —
5. —
6. -
10.000.00 kr.
7.5000,00 kr.
5.000,00 kr.
4.000,00 kr.
3.000,00 kr.
2.000,00 kr.
Aukaverðlaun fær bezta
hryssan, 10.000,00 kr.
Sýndir verða tólf gæðingar
í tveimur flokkum: klárhest-
ar og vekringar-
í báðum flokkum verða verð
launin:
1. verðlaun
2. -
3. —
4. -
5. —
6- -
8.000,00 kr,
6.000,00 kr.
5.000,00 kr-
4.000,00 kr.
3.000,00 kr.
2.000,00 kr.
Aukaverðlaun fyrir bezta
hestinn verða kr. 7.000,00 kr.
Eigendur hrossanna annast
og kosta flutning þeirra til og
frá sýningunni og greiði þátt-
tökugjald fyrir stóðhest kr.
3.000,00, en fyrir hryssur og
gæðinga kr. 2.000,00.
Beiðni um þátttöku í sýn-
íngunni sendist Búnaðarfélagi
íslands fyrir 15- maí n.k.
Nautgrípir:
Af svæðinu frá varnargirð-
ingu í Hvalfirði að Markar-
fljóti, er ráðgert að velja í sam
ráði við stjórnir nautgripa-
ræktarfélaganna nautgripi til
sýningar. Sýnd verða fjögur
úrvals kynbótanaut og vænt-
anlega tvö þeirra með
þremur dætrum hvort. Betri
hópurinn fær 35.000,00 kr. verð
laun. Af yngri nautunum fær
betra nautið 5.000,00 kr. verð
laun.
Sýndar verða 12 úrvals kýr
í tveimur flokkum, eldri og
yngri kýr- Það verða sömu
verðlaun í báðum flokkum:
1. verðlaun
2. —
3. -
4. -
5. og 6. —
10.000,00 kr.
8.000,00 kr.
7.000,00 kr-
6.000,00 kr.
5.000,00 kr.
Ein aukaverðlaun verða veitt,
fyrir beztu kúna, kr. 15 000,00.
Sú nýbreytni verður tekin
upp nú, að unglingar sýna
kálfa, sem þeir hafa alið upp
og gert taumvana- Þessir kálf
ar verða tólf og sá unglingur-
inn, sem sýnir fallegasta og
• bezt hirta kálfinn, fær k .
10.000,00 en allir unglingarnir
fá peningaverðlaun.
Til viðbótar því, sem nefnt
hefur verið, verða þarna sýnd
Framhali 9. síðu.
24. apríl 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5