Alþýðublaðið - 24.04.1968, Side 12
SfDAf*
Kvikmyridir
frá Finnlandi
Finnski sendikennarinn við
Háskóla íslands, Juha K. Pe-
ura, sýnir kvikmyndir frá
Finnlandi miðvikudaginn 24.
apríí kl. 20.15 í 1. kennslustofu
háskólans. Öllum er heimill að
gangur-
(Frétt frá Háskóla íslands).
LÆÐA, hvít. gul og bröndótt
liefur tapazt frá Bárugötu 5.
Finnandi hringi í síma 23263.
Auglýsing í Vísi igær-
Og svo eru þeir að, segja að
maðurinn sem týndi peningn-
um um daginn hafi verið gjald
keri stjórnmálaflokka svo ára
tugum skiptir. .
Einhver sagði mér í gær, eft
ir að hafa skoðað bjarndýrs-
ungann, að ísbirnir öskruðu
ekki heldur ís--kruðu þeir • .
Það væri ábyggilega bisniss
að láta ferma sig aftur. Hvað
skyldu annars meðaltekjur
fermingarkrakka vera orðnar
núna?
goKING
EDWARD
America’ð Largest Sel/ing C/gar
daglegi llASÍstur
Vor / lofti
f
Nú er vorið komið eftir almanakinu, hvað svo sem tíðar-
farinu kann að líða. Yfirleitt er það svo hér í þessu landi að
almanakið er miklu öruggari og betri mælikvarði á árstíma-
skipti en veðurfarið, því að ef maður færi eftir tíðinni þá gæti
maður stundum haldið á miðjum þorra að komið væri vor og
farið væri að hausta, ef ekki kominn hörkuvetur, um hásum-
arið. Almanakið er miklu stabbílla og það segir ekki að vorið
komi fyrr en með vorinu, — nema auðvitað að prentvilla
slæðist inn í almanakið, sem sjálfsagt er ekki hægt að sverja
fyrir að geti hent.
Raunar eru vorboðamir fleiri heldur en upplýsingar alman-
aksins. Einhverjir þeir öruggustu eru að með vorinu kemur
krían og þingmennimir fara heim til sín. Hvort þarna er
nokkurt samband á milli skal ósagt látið, en allir vita að krí
an er hávær fugl, sem veit hvað hún vill, og því kannski ó_
þarft að þing standi yfir þann tíma sem krían hefur hér við
dvöl.
Annars eru sumir þeirrar skoðunar að þingmennirnir ættu
að geta haft jafnlangt vinnuár og skólabörn. Þessar tvær stétt
ir taka yfirleitt til starfa á svipuðum tíma á haustin og hafa
álíka langt" jólafrí, sem er mun ríflegra en annarra stétta
þjóðfélagsins, en hins vegar er eins og þingmennimir hafi
minna úthald, þegar kemur fram á vorið. Þetta getur þó
sjálfsagt vel legið í hinu, sem sagt var hér á síðunni um
daginn, að þingmennirnir séu eins og húsdýrin og hemjist
ekki í húsi eftir að fer að vora.
Annað einkenni vorsins er að þá verða menn galvaskari
í framgöngu og einarðari í orðaskiptum en meðan vetur-
drunginn hvílir á fólki eins og mara. Þessa hafa sézt ýmis
merki að undanförnu. Menn hlaupa til og fara að karpa um
alla skapaða hluti, glugga í húsveggjum, hvað þá annað,
og auðvitað komast skólamálin líka á dagskrá, þetta eilífa um-
ræðuefni, sem menn þreytast aldrei á að tala um; menn
leggja jafnvel orku í að svara greinum, sem þeir segjast þó
sjálfir aldrei hafa lesið og ekki einu sinni þekkja neina, sem
lesi þær. Þetta er allt eins og það á að vera, og sýnir að
þrátt fyrir allt er eftir í mönnum örlítill vorhugur, sem kvikn
ar í hvert sinn sem fer að vora eftir almanakinu. Fyrir
þetta eigum við að vera þakklátir og ekki að sýta það, þótt
þessi vorhugur endist yfirleitt ekki nema ölítið fram á
sumarið og því fari fjarri að hann dugi til haustsins.
JÁRNGRÍMUR.
HEIMSMEISTARARNIR í dansi
Sýning fyrir almenning AÐEINS LAUGARDAGINN 27. í L í D Ó . Að-
göng umiðasala í Lídó, föstudaginn 26. og laugardaginn 27. apríl kl. 16-18
báða dagana. Borð tekin frá fyrir mat argesti.
Sérstakar sýningar verða fyrir nemendur DANSSKÓLA HEIÐARS ÁST-
VALDSSONAR, og geta fyrrverandi nemendur einnig fengið miða á þær í
Brautarholti 4 í dag og á morgun frá kl. 20-23.
DANSSKÓLI HEIÐARS ÁSTVALDSSONAR.