Alþýðublaðið - 02.01.1970, Blaðsíða 2
2 Alþýðublaðið 2. janúar 1970
I
f Gðtu
Gvendur
NEPXÚNUS skrifar á þessa
lund; „Götu-Gvendur sæll. Það
hefur oft veriö sagt um okkur
íslendinga, — a.m.k. segjum
við það um okkur sjálfir, að
við séum mikil fiskveiðiþjóð og
vitum allra þjóða bezt um
■ejávarútveg og fiskveiði. Það
•*ná vera að svo sé um þá sem
atvinnu sína hafa af sjósókn, en
•megin þorri þjóðarinnar þekk*
*«r Jítið sem ekkert til fiskveiða,
— varla að fólk almennt kunni
eö greina á milli algengustu
•tiytjafiska við strendur lands-
ins. Mér er það.mæta vel kunn-
«ugt sakir starfs míns, að stórir
Itiópar unglinga á gagnfræða-
skólaaldri þekkja í rauninui
ekki mun á þorski og ýsu. Svo
er a.m.k. um unglinga hér á
höfuðborgarsvæðinu, hvernig
sem þekkingu ungmenna er
fháttað í þessum efnum úti um
land í sjávarþorpum, þar sem
tengsl íbúanna við útgerð og
fiskveiðar eru mun sterkari en
hér syðra.
t ,
ÞESS VEGNA minnist ég á
þetta við þig, Gvendur minn,
að fyrir nokkrum vikum las ég
í Alþýðublaðinu viðtal við for-
stöðumann sædýrasafnsins í
Hafnarfirði. Þetta viðtal varð
• til þess að ég fékk áhuga á
skoða þetta safn og brá mér
1 Fjörðinn ásamt fjölskyldunni
úm eina helgi í haust. Vissu-
lega er sædýrasafn þeirra
’Hafnfirðinganna enn hvorki
orðið mikið að vöxtum né
glæsilegt, enda takmörkuð fjár-
ráð þeirra, sem að safninu
standa. Þó verð ég að segja að
mér kom mjög á óvart hversu
mikið úrval sædýra var þar að
sjá og dvaldist mér lengi við
það að athuga safnið og hafði
mjög gaman .af. Sama máli
gegnir um fjölskyldu mína og
er ég ákveðinn í því, að heim-
sækja safn þetta aftur fyrr en
seinna, því þar er ýmisiegt sem
‘fróðl'egt og jskemmtilegt má'
sjá.
VIÐ HEIMSÓKN þessa datt'
mér í hug, og hef raunar oft
hugleitt síðan, hvernig á þvi
standi, að við íslendingar, |
þessi mikla fiskveiðiþjóð, skuli
ekki löngu vera búin að koma
upp fullkomnu fiskisafni til
skemmtunar og fræðslu fyrir
þjóðina. Slík söfn eiga miklu
hlutverki að gegna varðandi
fiskifræði og fiskirannsóknir
erlendis og euk þess að vera
siíkar vísindastofnanir þá eru
þau mjög hagnýtt til almennr-
ar fræðslustarfsemi.
HÉR Á ÍSLANDI munu vera
hvað ákjósanlegusf skilyrði til
stofnunár myndarlegs fiskisafns
og myndu margar stórþjóðirnar
öfunda okkur af þeim hreina
sjó, sem við höfum til slíkra
nota og nálægð okkar við ein
auðugustu fiskimið í heimi. IVIér
finnst það ekki með öllu vansa-
lávist, áð. við skuiumekki', haf
haft sinnu á því að hagnýta
okkur þessi ágætu skilyrði
myndarlega því okkur er inn-
an handar að reisa hér á ís-
Iandi gott fiskasafn, okkur
Bjálfum og öðrum til skemmt-
unar og fróðleiks. Hér væri um
að ræða kjörið verkefni fyrir
hið opinbera, — ríki eða sveit-
arfélög, því enda þótt einstak-
lingar, bæði í Hafnarfirði og í
Vestmannaeyjurn, hafi unnið
lofsvert starf að þessum mál-
um þá er uppbygging * slíks
safns varla á annarra færi en
hins opinbera. Hefur opinberu l
fé áreiðanlega verið varið till
hiuta, sem minna eru verðir en I
þetta, — eða hvað finnst þér, |
Gvendur minn?— Neptúnus.“
ÉG TEK ÚNDIR orð Nep- |
túnusar pg vænti þess að fleiri i
láti I sér heyra um þetta merki- j
lega mál. En hér er annað bréf j
sem ég vil koma að í dag. Það^
er frá ekli og hljóðar svo; 1
„HVER BER það tjón sem
verður á bifreiðum er þær .
lenda ofan í holu í malbiki? — j
Allir sem ekið hafa um mal- j
bikaðar götur hafa eflaust veitt
því athygli, að oft myndast hol- |
ur í malbikið, þ. e. maibikið
molnar niður hér og þar, og
þessar holur verða oft djúpar
með skörpum brúnum. Það sem |
gerir þessar holur hættulegri en
holur í venjulegum malarvegi 1
er að þær eru strjálar og erfitt i
•að vara sig á þeim, sérstaklega j
í myrkri. — Þess eru mörg
dæmi að meiri eða minni skað-
ar hafa hlotizt er bílar skella
í holurnar án þess að ökumað-
urinn geti við nokkuð ráðið.
Bæði getur verið um að ræða
skemmdir á hjólabúnaði og
dekkjunum sjálfum en viðgerð-
ir og endurnýjun á hvoru
tveggja er geysi dýr.
SPURNINGIN ER semsagt
sú, hvort þeir aðilar sem rjá
um viðhald gatna séu algjör-
lega óábyrgir gagnvart skaða
sem Skemmdir í götunum or- 1
saka og bíleigendur verði þar j
iaf leiðandi að greiða allan j
skaðann. — Ekill.“ — Götu- j
Gvendur.
I
I
I
I
ir£
ekki að fara ýkjalangt til þess, að annað sé uppi á teningnum. Það sýnir þcssi
mynd, sem nýlega var tekin skammt frá Nice í Suður- Friíkklanidi. Þar hcfur
verið hlýtt í veðri, jaínvel þótt Norður-Frakkar hafi fengið að kynnast bæði
frosti og snjó.
VEUUM ÍSLENZKT-
ISLENZKAN IDNAÐ
Smurt brauJ
Snittur
Brauðtertur
BRAUÐHUSIP
SNACK BAR
Laugavegi 126
Sfmi 24631.
Gamli maðurinn á myndini cr orðinn 71 árs, og
hann hefur starfað mest alla ævina í brezkri kola-
námu. Þegar hann hætti loks störfum nýlega fyrir
aldurs sakir, leið honum engan veginn vel, honum
fannst eitthvað vanta í tilveruna. Þá tók hann sig
til og skrifaði brezku námustjórninni og hún varð
við beiðninni. Hann fékk að gjöf hestinn, sem hann
hafði unnið með síðustu tíu árin niðri í námugöng-
unum, og nú leiðist gamla manninum ekki lengur
að vera cfan jarðar. Á myndinni sést hann kenna
12 ára sonardóttur sinni að sitja hest. ■