Alþýðublaðið - 02.01.1970, Side 11
Alþýðu'blaðið 2. janúar 1970 11
ANTIGONA
Framhald 6. síðu.
við alit umhverfi og anda sýn-
ingarinnar og áttu sinn ósmáa
þátt í. heildaráhrifunum.
Um þýðingu Helga Hálfdan-
arssonar nægir að geta þess, að
hún er bókmennlalegt afrek sem
fyllilega jafnast á við Shake-
speare-þýðingar hans, í senn
glæsileg, fersk og þjál í munni
leikenda, og kórtextarnir eru
tærasti skáldskapur sem hér
hefur heyrzt á sviði síðan ég fór
að sækja leikhús. Væri óskandi
að hann léti ekki staðar numið,
heldur gæfi okkur fleiri af
snilldarverkum Forn-Grikkja í
skáldlegum búningi síns endur-
skapandi anda.
Mér hefur skilizt, að ýmsir
telji, að ókönnuðu máli, gríska
harmleiki fjarlæga sér og tor-
skilda. Þeirri hjátrú er auðvelt
að eyða með því að leggja leið
sína í Iðnó og kynnast einu af
snilldarverkum mannsandans í
búningi sem er öllum aðgengi-
iegur, enda sönnuðu viðtökurnar
á frumsýningunni að hún hafði
hæft beint í mark.
Sigurður A. Magnússon.
BETUR MA
Framhald bls. 13.
ir, þar sem hægt er að æfa og
keppa við svipaðar aðstæður og
gerist utanhúss og er þá sér-
staklega átt við frjálsar íþrótt-
ir, því að f>?kar er möguleiki
til að leika knattspyrnu að vetr
arlagi en frjálsar íþróttir. — Á
næstunni verður tekin\ í notk-
un æfingasalur fyrir frjáls-
íþróttafólk undir áhorfenda-
stúku Laugardalsvallar. Við er
um sannfærðir um, að með þeimj
framkvæmdum mun hefjast nýtt
framfaraskeið í frjálsíþróttum á
næstu árum, þó að umræddur
salur sé alls ekki fullnægjandi
fyrir allar^jeinar frjálsíþrótta
og ekki til keppni. En þetta er
spor í rétta átt.
Á síðasta ári eða síðasta vetri
hófst svokölluð vetrarknatt-
spyrna á íslandi. Þó að ekki séu
allir jafnsannfærðir um ágæti
slíkra æfinga er enginn vafi á
því, að hófleg iðkun knatt-
spyrnu nokkra mánuði að vetr-
arlagi er skref í rétta átt. Okk-
ar skoðun er samt sú, að áhuga
mönnum okkar sé nauðsyn á
einhverju hléi, við skulum segja
2 til 3 mánuði á ári. Verði íþrótt-
in iðkuð allt árið án hvíldar er
ávallt hætta á leiða, og hverfi
leikgleðin, sem er einn þýðing-
armesti þáttur í íþróttaiðkun á-
hugamannsins, er illa farið. —
Stefna KSÍ er rétt, en fara verð
ur að öllu með gát. „Aðgát skal
höfð í nærveru sálar“, sagði
skáldið góða og mikill sann-
leikur er fólginn í þeim orðum.
Ýmsar lítt þekktar og nýjar
íþróttagreinar eru að hasla sér
völl hérlendis og er það vel,
það eykur fjölbreytni og gefur
fleiri ungmennum tækifæri til
að iðka holla íþrótt í tómstund-
um, því að æðsta takmark
íþróttanna er að fá fjöldann
með.
Erfiðasta vandamál íþrótt-
anna eru fjármálin og um þau
er fjallað nær daglega, bæði á
fundum íþróttahreyfingarinnar
og í blöðum. Hið opinbera hef-
ur stutt íþróttahreyfinguna á
ýmsan hátt á undanförnum ár-
um, en betur má ef duga skal.
Ekk.i megum við samt gleyma
því að í mörg horn er að líta
hjá því opinbera. ÍSÍ hefur ósk-
að. eftir hærri styrkjum og á
hinu háa Alþingi hefur verið
lögð fram tillaga um aukna að-
stoð við iþróttahreyfinguna. —
Ekki er vafi á því, að einhver
lausn fæst á þessu máli, þvi að
samtökin, sem nú telja tæplega
JÓN J. JAK0B5S0N
auglýsir:
Bjóðum þjónustu okkar í:
Nýsmíði
■
■
Yfirbyggingar á jeppa,
sendibíla og fleira.
Viðgerðin
Bíiamálun:
Réttingar. ryðbætingar,
plastviðgerðir og allar
smærri viðgerðir.
TÍMAVINNA — VERÐTILBOÐ
JON J. JAKOBSSÖN.
Gelgjutanga (v/Vélsm. Keilir). - Sími 31040
Heima: Jón 82407 — Kristján 30134.
30 þúsund meðlimi, á meiri
hljómgrunn hjá þjóðinni en
nokkru sinni fyrr og réttsýn-
ir menn sjá, að þróttmikil
íþróttastarfsemi er þjóðinni
brýn nauðsyn.
Getraunastarfsemi hófst á ný
á liðnu ári og hefur vaxið hröð
um skrefum. Með tíð og tíma
má reikna með töluverðu fjár-
magni frá þessari starfsemi.
Nauðsynlegt er, að íþróttahreyf-
ingin sameinist um þessa starf-
semi og aljar íþróttagreinar
njóti góðs af ágóðanum. Við
erum þess fullvissir, að íþrótta-
hreyfingin sýnir þann þroska,
að sameinast um réttláta og
skynsamlega lausn í þessu máli.
Mörg stórátök eru framundan
á árinu 1970, sem nú er að hefj
ast, en hæst ber Íþróttahátíð
ÍSÍ, sem haldin verður í tilefni
50. íþróttaþings. Vetrarhátíðin
fer fram á Akureyri, en Sumar-
hátíðin í Reykjavík. Þýðingar-
mikið er, að þessi hátíð fari vel
fram og þjóðin sannfærist um
gildi og styrk íþróttanna í land-
inu.
Íþróttasíðan óskar íþrótta-
fólki og öllum landsmönnum far
sældar á nýja árinu.
Tvívegis
‘Framhald bls. 13.
að þjálfunin hefur verið með
eindæmum góð. Enda þótt í lið
Húsbyggj endur
Húsameistarar!
Athugið!
„Afermo"
tvöfalt einangrunar-
gler úr hinnu heims
þekkta Vestur-
þýzka gleri.
Framleiðsluábyrgð.
Leitið tilboða.
Sími 16619
Kl. 10—12 daglega.
! Fl|ó» afgreiSslo
| Sendum -sgn póstkröfU.
0UÐM ÞORSTEINSSQN
gullsmlSur
Ðankastráetr 12.,
inu hafi verið hinn 220 sm hái
Lewis Alcindor, sem nú er orð
inn atvinnumaður hjá Milwau-
'kee Bucks, hlýtur mikið að hafa
verið spunnið í liðið að öðru
leyti.
Þótt mótjerjarnir hafi sífellt
orðið að gera allt sem hugsazt
gat til að stöðva Alcindor (sem
aldrei tókst að neinu marki),
var það samt einstakúr Hæfi-
leiki Woodens til að láta hæfi-
leika hvers og eins í liðim*
njóta sín tii fullnustu, sem skaut
liðinu upp á toppinn, og hélt
því þar öil þessi ár. — gþ.
HEIMILISTÆKJAVIÐGERÐIR. Gerum við
allar tegundir heimilistækja Kitchen Aid, Ho
bart, Westinghouse, Neff. Mótorvindingar og
raflagnir. Sæikjum, sendum. Fljót og góð þjón
usta. — Rafvélaverkstæði Eyjólfs og Halldórs
Hringbraut 99, Sími 25070.
viku
mánaöargjald
Lækkuð leigugjöld
220-22
9