Alþýðublaðið - 02.01.1970, Page 12

Alþýðublaðið - 02.01.1970, Page 12
12 Alþýðublaðið 2. jamúaT 1970 Með fiskimönnum Framhald úr opnu. þarna veiddist svo misjafn að stærð og gerð að ekki var um annað' að ræða en niiða við að hann þvældi sig fastan í netin, þá korp varla til greina að miða möskvastærð við einhverja sér- staka tegund fisks, þess vegna var aðalatriði málsins að fella netin duglega. — Hvar settist þú að? — Ég vann aðallega í Vera val, hafði þar bækistöð hvað vinnuna snerti, en ég átti heima í Rajkot, fór bara heim um helgar og á hátíð’^pi og tyllidöj um. í>ar að auki átti ég öft er- indi til Rajkot, aðalskrifstofa fiskideildarinnar var þar, og alltaf þurfti maður að vera að biðja .um eitthvað og kvarta. — Iívernig bát fékkstu fyrst? — Það gekk nú hálf-böksu- lega. Nokkrum árum áður höfðu Ameríkumenn veitt Indlandi einhverja fjárhagsaðstoð, og fyrir það íé höfðu verið keypt- ir bártar, margir bátar, 36—48 feta, smíðaðir í Japan og hing að og þangað. Þetta hafði þessi ameríska fjárhagshjálp látið ind versku stjórnina hafa, en stjórn in dreifði svo bátunum útum veiðistöðvai' landsins, þar á með ál til Saurasthra. Eg fékk einn af þessum 36 feta bátum til af- nota. Gallinn var bara sá að þeir voru nær óbrúklegir til þeirra hluta sem ég vildi nota þá, stýrishúsið fremst, vinnu- þlássið aftan til, léleg sjóskip, en þarna er ekki að tala um nein veður svo það gerði ekk- ert til. Verst var að þeir voru ■ óhentugir til vfnnu. Ég var að gutla með einn þeirra í nokkra mánuði. Þá hafði alríkisstjórn- in látið smíða nokkra 32 feta báta, ég held tuttugu. Þeir voru af tveimur mismunandi gerðum og áttu að vera sams konar og þær bátategundir sem fyrir voru og alltaf höfðu vefið notaðar, samt öllu sem hægt var snúið til nútíma vinnuhátta og tækni. Raunar hafði það alveg mistek izt. Enn fremur höfðu Svíar gef ið nokkrar Seffle-vélar til Ind- lands, 15 — 25 ha. vélar, semí- dísil, sennilega rusl sem þeir áttu óhægt með að selja. Þessar vélar höfðu verið settar í bát- ana sem stiórnin lét smíða og svo átti að sélja fiskimönnum fleyturnar. En þeir bara vildu ekki sjá þær, voru alls óvanir svona stórum bátum og vissu heldur ekki hvað vél var. Þetta voru líka heldur sneyðilegir bát ar, engin yfirbygging, ekki einu sinni kassi yfir vélina. Þeir höfðu verið smíðaðir tveimur árum áður en ég kom og lágu einsog hráviði í svaðinu al- gerlega ónotaðir. — Gaztu komið þessum bót- um í gagn? — IVÍeðan ég var með amer- ísku bátana var ég stundum að hugsa um þessa skrokka sem lágu þarna í sandinum. Þeir voru í verunni ekkert afleitar fleytur þótt þeir litu út eins og - fjandinn sjálfur af því ekkert haíði verið hirt um þá í lang- an tíma. Það flögraði að mér að taka einn af þessum bátum, láta setja á hann dekk og stýr- ishús og koma einhvérju skips- lagi á hann. En þessi endurbót bekk heldur ógreiðlega, ég þurfti að fá leyfi stjórnarinnar í Delhi fyrir áð gera þetta; það tók langan tíma, jafnvel mán- uði. En einn góðan veðurdag var mér innvirðulega tilkynnt að leyfið væri komið frá stjórn- . inni. Þá ætlaði ég að fara að láta hamast í þessu, en það mátti ég ekki, bara leyfið var komið, fjárveitingin var hins- vegar ókomin, og mér var sagt að það mundi taka eins langan tíma að fá hana. — Einsog stjórnarvöldin væru að gera þér stórgreiða. — Já, nákvæmlega, því á end anum fór það svo að ég tók einn bátinn sem þarna lá, lét breyta honum einsog >ég vildi og taldi þörf á, og borgaði sjálfur brúsann. — Fékkstu það kannski aldrei aftur? — O-jú, ég félck þetta end- urgreitt, en það tók tíma. En ég fór strax á veiðar með þenn an bát og gekk lygilega vel. — Hvers konar veiðafæri not- aðirðu? — Bara net, stundum var ég með botnnet, stundum net sem maður lét reka með eftir því á hvaða tíma var veitt. Þegar maður lét reka með net voru þau höfð alveg í yfirborðinu. Þau voru nokkuð djúp, náðu að kalla til botns þegar við vorum á grunnu vatni, 10 — 12 föðmum. — Var mikið fiskað á svona grunnu vatni? — Já, indversku fiskimennirn ir voru yfirleitt ekki á dýpra en tvítugu. — Hve langt frá landi? — Afar misjafnt, oft átta til tíu mílur. — Og alltaf sjóveður? — Alltaf fínt sjóveður, eigin lega logn, nema í monsúnin- um auðvitað, þá var svólítið ókyrrt. Að vísu er veðrið ekki slæmt, ausandi rigning og stund um hvasst. En þá brimar við sandinn. Flest fiskimannaþorp- in hafa enga höfn, bara sand- inn, kannski einhverja bryggju, en ékkert sem hlífir fyrir brimi. Það er eiginlega eina ástæðan fyrir því að ekki er fiskað í monsúninum. Annars kemur stundum stormur, en það eru fáir dagar sem mundu falla úr af þeim sökum. — Varstu lengi með þennan bát? — Ég var þarna á annað ár með þennan bát og aðra. — Og gekk vel? — Já, prýðilega. — Hvað gerðu karlarnir, tóku þeir upp þessi nýju vinnubrögð? — Já, ég lét alls smíða yfir þrjátíu bá'ta, fiskimennirnir tóku að vísu ekki við þeim þá, þeir voru reknir af fiskideildinni. En nú er þetta gerbreytt. En þeir tóku strax upp að nota nælon- net þegar þeir sáu að þau net voru bæði miklu fisknari og sterkari. Einnig byrjuðu nokkr- ir að fella netin meira, en ekki var það algengt. Seinna frétti ég að þótt þeir tækju ekki við þessum bátum sem ég lét smíða yfir þá tóku þeir að gera stærri báta með hliðsjón af gerð þeirra og útbúnaði. Mér skilst að þeir hafi f.arið mest eftir þeim bát- um sem ég tók fyrst, ég kallaði hann Shrimati sem þýðir frú,. annar hét svo Rohini og sá. þriðji Tarúni, allt hávirðulegir frúartitlar. Shrimati var seinna stímuð niður, var á veiðum þarna fyrir utan, og ég held það hafi verið farþegaskip frá Kara- chi á leið til Bombay sem olli óhappinu. Einn maður fórst. —- Hvaða fisk fékkstu þarna? — Margar tegundir, en miðin útaf Veraval eru einkum fræg fyrir þann fisk sem kallast pom- fret. — Er nokkur hæfa í því að pomfret sé bezti matfiskur sem veiðist í heimshöfunum eða er það kannski bara austurlenzk þjóðsagá? — Hræddur er ég um það. Annars er hann alveg prýði- legur til átu, með allra bezta fiski sem maður fær. Þama var á súmum tímúm' feikímikill afli en þetta eru líka ein allra þeztu fiskimið við Indland fyrir þenn- an fisk. ' — Hvérnig var Höfnin í Vera- val? — Þar var hafnargarður. Það. var líka hafnarnefna í Porbánd- ar, þar sem Gándhi fæddist fyrir 100 árum, en þessar hafn- ir lokuðust' strax og monsún- inn byrjaði, það braut fyrir öilú hafnarmynninu. Til þessáð gera. þarna mönsúnhöfn hefði þurft að dýþká innsiglinguha, en þáð hefur ekki enn komizt i verk. þótt mikið fé hafi verið Íagt í höfniná í Veraval. — Ög líkaði þér vel þarna? - — Já, það vár að mörgu leyti skemmtiiega að vera í Vera- val. Veiðarnar gengu vél. Við komum alltaf að á morgnana, nokkuð sne'mma, fórum að. kvöldinu þegar við vorum með reknetin, létum reka yfir nótt- ina, samt aldrei lengur en svo sem tvo tíma "í éinú. Ýmsar .á- stæður lágu til þess: stórir fisk- ar sneru kannski netin utan- um sigýhákártár og annar slík- ur ófögnuður, sneru kannski nokkra faðma utánum sig og lokuðu nefunum á löngum kafla. Við þurftum að vera á verði gegn öllú" þess háttar, taka net- in upp og leggja þau út aftur. Svo komum við venjulega að um kl. 8 á morgnana, og þá var fiskurinn fluttur uppá markað- inn í borginni, maður’ frá fiski- deildinni bauð hann upp. Mér þótti gaman að sjá hvernig þetta fór fram. Fiskurinn var settur í körfur og svo báru kon- ur körfurnar á höfðinu uppá markaðstorgið, svona tíu mín- útna gang frá höfninni. Á torg inu var heldur subbulegt, ó- þefur mikill og milljónir af flug um. — Var þessi fiskur seldur beint til neytenda? — Já, mikið, en við bryggj- una voru stórar fiskgeymslur sem fiskkaupmenn áttu.^ Þeir keyptu góðfiskinn og settu hann í ís sem þeir keyptu eða fram- leiddu sjálfir og sendu hann svo með bátum til Bombay. Þeir keyptu mest pomfretínn, bæði svartan og hvítan, og svo sjer- fisk, þann fijjk sem England- ingar kalla spænskan makríl. — Lærðirðu eitthvað í mál- ípú? . — Maður lærði nókkur orð. í gujarathi, gat varlá hjá því' f.orið þótt ég sé búinn að gleyma hverju orði nú. Ég kunni að telja anzi hátt, nú og nokkur orð lærði ég sem líklega hafa’ ekki verið þau fallegustu í mál- inu. Eitt orð sem ég lærði að segja en auðvitað elcki að skrifa •var „múggildi“. Ég hafði oft heyrt þetta og þótti þetta snið- ugt orð — þú þekkir hvernig einstök orð sem maður greinir geta setzt að manni þótt mað- ur : \ ’> alls ekki tunguna. Mér var sagt að það þýddi: „settu þetta niður.“ Svo var það held ég daginn eftir að ég lærði þetia orð að ég sá kerlingu með gríðarstóra byrði á höfðinu rétt á undan mér á götunni, og ég segi í einhvej u meiningarleysi: „Múggildi“. En kerlingin bregð- ur ákjótt og slengir af sér byrð- inni niður á götuna.“ — Segðu mér nú hvernig er að búa þarna. Konan þín kom í júní fyrsta árið sem þú varst hjá FAO. *— Já, þá settumst við að í Rajkot. Við vorum svo heppinn að ifá gott húsnæði. Þarna var Nýsjálendingur. Hann var land búnaðarsérfræðingur hjá FAO. Hann hafði stórí hús á leigu, en ,það v.ar óþarflega dýrt fyrir hann ein.an, þannig að hann lét ok.kur húsið eftir, vissi að þótt við værum ekki í neinum vandræðum þá væru góð hús elcki.á hverju strái. Sjálfur flutti hann í annað húsnæði. Þetta var ágætt hús jafnvel á okk- ar "mælikvarða, rafmagn og vatn og önnur þægindi, — Kom öll fjölskyldan? — Nei, konan kom með þrjá krakkana. elzta dóttirin varð eftir heima, kom ekki til okk- ar fyrren ári seinna. — Ög hvernig geðjaðist kon- unni og börnunum að þessu nýja lífi? — Þeim féll það vel. Olckur þótti verst að þarna var enginn skóli, en börnin öll á skóalaldri, nema yngsti strákurinn sem þá var fimm eða sex ára. En við fengum indverska konu til að kenna þeim ensku, það var það eina sem þau gátu lært þafna, og allan tímann sem ég hef ver- ið á þessu flakki erlendis hef- ur verið erfiðast að fá góðá skóla fyrir krakkana, ekki sízt þegar maður flækist svona mik ið milli staða. — Hvernig fórstu á milli frá Rajkot niður til Veraval? — Á buss, þarna voru sæmi- lea&—bussar. En svo keypti ég mp:. hilhevvlu gamlan Stude- b.^er sem einhver maharaja hatði átt, geysilegt ferlíki, Stude bak^Landcruiser. Eftir það fór ég á-bflnum á milli. Kannski ég segi þér frá smá- atviki sem kom fyrir einu sinni á leiðinni frá Rajkot til Vera- val. Vegurinn var ágætur, mal- bikaður vegur alla leið. Svo kom ég auga á litla brú framundan, 1 ’ 1 en þarna sást hvergi nokkurt lifandi kvikindi, vegurinn þráð- beinn, svo ég sá enga ástæðu til að draga úr ferðinni. En rétt þegar ,ég var að skjr^ ::t yfir brúna kemur páfugl ,og ætlar að hlaupa yfir veginn. Það var ekkert vit í að nema staðar, alls ekki’ hægt, svo hann skall fram- an á bílnum og steindrapst. Pá- fugl er stór fugl og það sá á bílnum -eftir höggið. Mér datt í hug að hirða fuglinn og éta hann. Þess vegna dró ég__ úr ferðinni og nam staðar og b.akk aði svo að fuglinum. En þá v.ar allt orðið fullt af fólki, ég veit ekki hvaðan það kom, það spratt upp undan hverjum steini. — Já, það er alltaf svo hér á Indlandi, þótt ekki sjáist nokk ur maður þá er allt orðið fullt af fólki ef einhver nemur stað- ar, alveg eins þótt sé í svo- kölluðum óbyggðum. — En þetta er heilagur fugl, maður, svo ég lagði ekki í að hirða steikina, heldur ók hið bráðasta á brott. Þeir eru ann- ars þónokkuð merkilegir þessir páfuglar, það er fullt af þeim þarna í Saurasthra. í — Eru skógar þarna? — Ekki aldeilis, allt þurrt og skrælnað, hálfgerð eyðimörk, en á stöku stað auðvitað þorp. En þegar maður kom i þorpiij var þar allt morandi af páfugli, uppá kofunum og í kringum þá, þeir voru eins og hænsni, samt alveg villtur fugl. Það er gam- an að sjá þegar karlfuglinn er að dansa fyrir kerlinguna. Hún er alveg skrautlaus, en h.ann með .þessar flottu stélfjaðrir. Hann breiðir út stálið og tvístíg ur fyrir framan kerlinguna og getur látið fjaðrirnar titra svo frá honum berst undarlegt skrjáfhljóð. — Hvað áttuð þið lengi heima í Rajkot? — Á annað ár. Eftir það fór ég á flæking. Meðan ég var í Rajkot voru ríkin Gujarat og Maharasthra sameinuð, og þá kom mitt starf undir fiskiveiði- stjórnina í Bombay og farið vnr að senda mig útaf örkinni á ýmsa staði. Þá tók ég bátinn Shrimati og fór með hann til Ratnagiri á vesturströndinni 120 — 30 mílur suðuraf Bombay, var þar mánaðartíma, og starf- aði eftir það hingað og þang.að. Þessi fjögur ár sem við vorum á Indlandi í fyrra skiptið átt- um við heima í Rajkot, Bom- bay og Ratnagiri, fluttum frá Rajkot til Bombay og vorum svo stuttan tíma í Ratnagiri áð- ur en við fórum frá Indlandi. En ég vann á miklu fleiri stöð- um. Fyrir utan Veraval, Bom- bay og Ratnagiri v.ar ég um tíma í Versóva sem er stórt fiski þorp rétt norðan við Bombay, síðan var ég sendur í nokkra mánuði aust-r í Orissa, ég held á vegum alríkisstjórnarinnar, jsað var meðan ég var í Bom- bay, og þar að auki var ég send- ur til að setja á stofn fiski- Framhald á bls. 15.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.