Alþýðublaðið - 02.01.1970, Síða 14
14 Alþýð'ublaðið 2. janúar 1970
Fred Hoyie:! Smáauglýsingar
ANDRÖMEDA
1.
mii:
4:1'fit
Judy sat við hliS prófessorsins í aftursæti bifreið-
arinnar, þar sem þau óku upp aS Bouldershaw Fell-
Hún skimaði eftirvæntingarfull út um gluggarra, en
hún kom ekki auga á radíóstjarnsjána fyrr en þau
,voru komin upp á hæðarbrúnina.
Þá birtist hún þeiirr skyndiiega: þrjár risavaxnar
súlur, sem teygðust til himins og sveigðust saman
efst uppi og mynduðu eins konar þríarma gotneskan
boga. Milli súlnanna mátti sjá gríðarstóra stein-
steypta skál, á stærð við íþróttavöll, sem grafin
hafði verið niður í jörðina. Yfir henni hékk miklu
minni málmskál á hvoifi niður úr boganum og frá
henni langt loftnet til jarðar. Það var ekki fyrr en
'bifreiðin hafði staðnæmzt hjá súlunum, að Judy
gerði sér grein fyrir því hve stór stjarnsjáin var. Hún
var gerólík öllu öðru, sem hún hafði áður augum
íitið.
En þrátt fyrir framandi útlit þessa mannvirkis var
ekkert ógnvekjandi við það, ekkert, sem olli stúlk-
unni geig. Ekkert, sem gat bent til þeirra kynlegu
og skelfilegu atburða, sem’ í vændum voru.
Þegar þau höfðu stigið út úr bifreiðinni, stað-
næmdust þau nokkra stund og störðu upp eftir hin-
um þremur, risavöxnu súlum á málmspegilinn, sem
glampaði hátt yfir höfðum þeirra, og upp í fölblá-
an himininn. Umhverfis þau stóðu fáeinar, lágreistar
byggingar og minni loftnetskerfi, umkringd gadda-
vírsgirðingu. Ekkert hljóð heyrðist nema hvískur
vindsins á súlunum, og þau gátu næstum því skynjað
hið steinsteypta og málmklædda eyra, sem lagði
hlustir við hljóðum himingeimsins.
Þá benti prófessor Reinhart í átt til aðalbygg-
ingarinnar.
— Þarna er stjórnherbergið, sagði hann.
Hann var snyrtilegur maður á sextugsaldri, og
þægilegur í viðmóti, minnti svolítið á heimilislækni.
Hann brosti við Judy, þegar þau gengu upp tröppurn
ar og inn í stjórnarbygginguna. í anddyrinu var vegg
sími og drykkjarbrunnur. Til hliðar tvær litlar dyr og
andspænis innganginum aðrar dyr.. Handan þeirra
mátti greina lágvært suð. Þegar prófessorinn opn-
aði. dyrnar, hækkaðið suðið.
í dyrunum mættu þau hreingerningam'anni í brún
um samfestíngi. Hann horfðist í augu við Judy sem
snöggvast, en þegar hún opnaði munninn, eins og
hún ætlaði að segja eitthvað, leit hann undan.
^ — Gott kvöld, Harríes, sagði prófessorinn.
Þau voru nú komin inn í stjórnherbergið, hjarta
Irlustunarstöðvarinnar. í'hirrum enda þess voru nokkr
ir ungir menn að vinna við stórt málmborð, sem þak I
ið var hnöppum ,ljósum og tökkum. Annar hliðar-1
veggurinn var alþakinn Ijósmyndum af stjörnum og (
stjörnuþyrpingum, en hinn var glerskilrúm, og hand I
an þess mátti sjá fleiri unga menn fást við stjórn-1
tæki í innra herbergi. |
— Hér fer vígsluhátíðin fram, sagði prófessor
Reinhart.
— Og hvar á ráðherrann að brjóta kampavíns-
flöskuna, eða hvað það nú er, sem hann gerir? |
spurði Judy. i
— Við borðið. Hann þrýstir á hnapp í stjórnborð- |
inu og setur stjarnsjána af stað. |
—Er hún ekki þegar í notkun?
— Nei, ekki ennþá. Við erum bara að ganga úr ■
skugga um, að allt sé í lagi. I
Judy stóð í dyragættinni og lét augun hvarfia um
herbergið. Hún var glæsileg kona með vakandi og
skarplegt svipmót, ákveðin í fasi. Hún hélt á papp-
írsbunka undir handleggnum og nú blaðaði hún í j
honum, eins og hún byggist við að fá þar skýringu .
á því, sem fyrir augun bar.
1— Þetta er stærsta radíóstajrnsjá, sem til er. <
Prófessorinn leit brosandi í kringum sig. — Og I
það er unnt að stjórna henni. Með litla speglinum
er hægt að breyta um stefnu, og þannig getum við
bókstaflega elt hljóðmerki um himingeim'inn.
— Mér hefur skilizt af þessu hérna, — Judy |
drap fingri á pappírsbunkann, — að til séu aðrar i
radíóstjarnsjár, sem starfa á svipaðan hátt.
— Það er rétt, en þær eru ekki eins næmar, '
— Er það af því, að þessi er stærri?
— Ekki algerlega. Það stafar einnig af því, að
við höfum næmari móttökutæki. Þau eru þarna fyrir.
innan.
Hann benti inn í innra herbergið handan glerskil-1
rúmsins. I
— Sjáið þér til, hið eina, sem1 heyrist utan úr
geimnivm — frá útvarpssólum til dæmis, — eru
mjög dauf hljóðmerki. Og þau eru blönduð alls kyns
hljóðum úr gjjfuhvolfinu....
— Þér eigið við, að hér sé hægt að nema hljóð,
sem heyrast hvergi annars staðar?
— Við vönúm' það. Til þess 'er leikurinn gerður.
En spyrjið mig ekki, hvernig á því stendur. Það eru
tveir menn, sem hafa komið því til leiðar. Hann leit
hæversklega til jarðar. — Tveir ungir vísindamenn.
Þeir heita Fleming og Bridger.
TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA
LátiS fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki húseigna
yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. —
Sími 410 5 5
V OLKS WAGENEIGENDUR!
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huri.ir — Vélarlok — Geymslu
lok á Vcfkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar,
Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988.
PIPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum,
frárennslis- og vatnslögnum.
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
Sími 18 717
PIPULAGNIR.
Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns-
leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og
kalda krana. Geri við WC kassa. — Sími 17041.
HILMAR J. H. LÚTHERSSON,
pipulagningameistari.
Jarðýtur - Iraktorsgröfur
Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur
cg bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar-
innar.
Heimasímar 83882 33982.
iarðvinnslan sf.
Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080.
Hafur og Bensín
ALLAN SÓLARHRINGINN .
VEITINGASKÁLINN, Geilhálsi