Alþýðublaðið - 03.01.1970, Side 6

Alþýðublaðið - 03.01.1970, Side 6
6 Alþýðublaðið 3. janúar 1970 Breytingar á stjórnarráðinu i J 1 I Emil verður félagsmálaráðherra en Eggerl heilbrigðis- og trygg ingarmá laráðher ra. □ Nú um áramótin tóku gildi ný lög um Stjómarráð ís- lands og á gamlársdag var get'- in út reglugerð á gmndvelli þessara laga. Jafnframt var gefin út ný auglýsing um skipt- ingu starfa milli ráðherra, og er þar sú breyting helzt, að Emil Jónsson utanríkisráðherra verður nú jafnframt félagsmála ráðherra, en Eggert G. Þor- steinsson tekur við nýju ráðu- neyti, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti. Samkvæmt nýju lögunum eru ráðuneytin alls 13, og fer hver ráðherra nú með tvö ráðuneyti, nema forsætisráðherra, sem Stjórnar aðeins einu. Skipting starfa milli ráðherranna er nú þessi: 1. Bjarni Benediktsson fer með forsætisráðuneytið. 2. 2. Eggert G. Þorsteinsson fer iheð sjávarútvegsmála- ráðuneytið og heilbri'gðis- og trygffingarmálaráðuneytið. 3. Emil Jónsson fer með utan- ríkisráðuneytið og félags- málaráðuneytið. 4. Gylfi Þ. Gísiason fer með menntamálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið. 5. Ingólfur Jónsson fer með landbúnaðarráðuneytið og •samgönguráðuneytdð. 6. Jóhann Hafstein fer mað dóms- og kirkjumálaráðu- neytið og iðnaðarráðuneytið. 7. Magnús Jónsson fer með fjármálaráðuneytið og Hag- stofu íslands. Sú nýbreytni er einnig í hin- um nýju lögum, að hvert ráðu- neyti skal nú leggja óskipt til eins og sama ráðherra, og fær- ast við þetta nokkrir mála- flokkar milli einstakra ráð- herra. Hér fer á eftir skrá reglu gerðarinnar um það, hvaða mál heyra hverju ráðuneyti til; F orsaetisráðuney ti: 1. Stjórnskipan lýðveldisins og stjórnarfar almennt. 2. Embætti forseta íslands og embættisbústað. 3. Rikisráð íslands. 4. Alþingi. 5. Skipun ráðherra og lausn. 6. Skiptingu starfa milli ráð- herra og ráðuneyta. 7. Ríkisstjórn og Stjómarráð íslands í heild, þar á með- al ráðstöfun skrifstofuhúsa og gestahúsa ríkisstjómar- innar. 8. Fána íslands og ríkisskjald- armerki. 9. Hina íslenzku fálkaorðu O'g önnur heiðursmerki. 10. Þingvelli og Þingvalla- þjóðgarð. 11. Embætti húsameástara rík- isins. 12. Embætti blaðafulltrúa rík- isstjómarinnar. 13. Efnahagsstofnun og verk- efni hennar, sbr. II. kafla laga nr. 66, 1966. Emil Jónsson. Dóms- og kirkjumálaráðu- neyti; 1. Lögsagnarumdæmi,' dóma- skipan, dómstóla, aðra en Félagsdóm, réttarfar og málflutningsmenn. 2. Meðferð ákæruvalds, er það ber undir dómsmála- ráðherra að lögum, og eft- irlit með framkvæmd á- kæruvalds annars. 3. Framkvæmd refsingar, fangahús og vinnuhæli, reynslu lausn refsifanga, náðuri og upp- gjöf sakar, uppreisn æm, fanga hjálp og framsal sakamanna. 4. Lögreglu og löggæzlu. 5. Bifreiðaeftirlit og umferð. 6. Gæzlu Lndhelgi og fiski- miða, sjómælingar og sjókorta- gerð. 7. Eftirlit með innflutningi, skotvopna, skotfæra og sprengja. 8. Framkvæmd áfengislög- gjafar, sem eigi ber undir ann- að ráðuneyti. 9. Skipströnd og vogrek. 10. Eftirlit með útlendingum. 11. Öryggisgæzlu á vinnustöð um og Öryggiseftirlit ríkisins. 12. Vegabréf, önnur en diplo matisk vegabréf. 13. Sifjarétt, erfðarétt, per- sónurétt, yfirfjárráð og eignar- réttindi. 14. Eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sbr. lög nr. 19 6. apríl 1966. 15. Ríkisborgararétt. 16. Prentfrelsi og prentrétt. 17. Mannréttindi. 18. Kjör forseta Islands, kosningar til Alþingis, þjóðar- atkvæði og aðrar almannakosn- ingar, sem eigi ber undir annað ráðuneyti. 19. Útgáfu Stjórnartíðinda, lagasafns og Lögbirtingablaðs. 20. Staðfestingu á skipulags- skrám sjóða og stofnana, eins og tíðkazt hefur. 21. Happdrætti, veðmálastarí semi, hlutaveltur, getraunir og almennar fjársafnanir. 22. Mælitæki og vogaráhöld. 23. Niðurjöfnunarmenn sjó- tjóns, fasteignasölu, dómtúlka og skjalaþýðendur. 24. Almannavarnir. 25. Kirkjumál og safnaða, þar á meðal embætti biskups og skipan prestakalla. 26. Grafreiti og útfarastofnan ir, þar á meðal bálstofur. I Félagsmálaráðuney ti: A. Stjóm sveitarfélaga og sýslna, þar á meðal: 1. Sveitarstjórnarkosningar og sýslunefnda, mörk sveitar- félaga, tekjustofna sveitarfé- laga, Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga, Lánasjóð sveitarfélaga, að stoð við landakaup sveitarfé- laga og Bjargráðasjóð Islands. 2. Framfærslur og sveitfesti. 3. Brunavamir og Brunamála Stofnun ríkisins. 4. Skipulag, ekipulagsstjórn ríkisins og embætti skipulags- stjóra. 5. Samband íslenzkra sveitar félaga. B. íbúðarhúsnæði, þar á meðal: 1. Húsnæðismálastofnun rík- isins, framkvæmdanefndir bygg ingaáætlana, byggingasjóðs rík isins, lán húsnæðismálastjómar, vísitölulán veðdeildar Lands- banka íslands, launaskatt, og sparnað til íbúðabygginga i þéttbýli. Byggingasjóð aldraðs fólks og útrýmingu heilsuspill- andi húsnæðis. 2. Verkamannabústaði, bygg ingangsjóð og byggingafélög verkamanna og byggingasam- vinnufélög. 3. Byggingu leiguíbúða á veg um sveitarfélaga, Öryrkja- bandalags íslands og elliheim- ila, 4. Sambýli í fjölbýlishúsum. C. Vinnu, þar á meðal: 1. Stéttarfélög launþega og atvinnurekenda, kjararannsókn ir, vinnudeilur, sáttasemjara og sáttastörf í vinnudeilum og Fé lagsdóm. 2. Skráning atvinnulausra, yinnumiðlun, atvinnujöfnun, hagræðing á vinnumarkaði, At- vinnujöfnunarsjóð og atvinnu- bætur. 3. Endurhæfingu læknisfræði lega og starfslega, vegna skertr ar starfshæfni, endurhæfingar- stöðvar, styrktarsjóði vangef- inna, fatlaðra og blindra svo og erfðafjársjóð. 4. Orlof, heimilishjáilp og or- lofssjóð húsmæðra. 5. Atvinnuleyfi útlendinga. Fjármálaráðuney ti: I. Hið almenna ráðuneyti. 1. Fjármál rikisins, að því leyti sem þau em ekki fengin Eggert G. Þorsteinsson. öðmm aðiljum. 2. Eignir ríkisins, þar á með- al verðbréf og hlutabréf, svo og fyrirsvar þeirra vegna, með al annars að því er tekur til stjórnar fyrirtœkja í eigu rík- isins að öllu leyti eða nokkm, nema lagt sé til annars ráðuneyt is. 3. Framkvæmdasj óð rikisins og Jöfnunarsjóð ríkisins. 4. Skatta og tolla, tollgæzlu og tollvömgeymslur. 5. Rekstur verzlunar á veg- um ríkissjóðs, þar á meðal Áfengis- og tóbaksverzlun rík- isins og Innkaupastofnun ríki3- ins. 6. Ríkislán og hvers konar lántökur ríkisstofnana, er A- hluti ríkisreiknings tekur lil, sbr. nög nr. 22/1966. 7. Ríkisskuldabréf og ríkis- ábyrgðir. 8. Launamál starfsmanna rík isins, þar á meðal eftirlaun rík- isstarfsmanna og ekkna þeirra. 9. Réttindi ríkisstarfsmanna og skyldur. 10. Lífeyrissjóði. 11. Fasteignaski'áning og fasteignamat. 12. Ríkisféhirzlu og ríkisbók hald. 13. Eftirlit með innheimtu- mönnum ríkissjóðs. 14. Endurskoðendur og fram kvæmd bókhaldslaga. n. Ríkisendurskoðun. 1. Endurskoðun reiknings- skila embætta, rikisstofnana og sjóða í vörzlu ríkisins. 2. Umsjón og eftirlit með end urskoðun á reikningsskilum rík isstofnana, er endurskoðendur þeirra em skipaðir eða kosni.r samkvæmt sérstökum lögum. 3. Eftirlit með opinberum sjóðum samkvæmt lögum nr. 20/1964. 4. Eftirlit með rekstri ríkis- stofnana lögum samkvæmt, sbr. II. kafla laga nr. 61/1931 og 82. gr. laga nr. 52/1966. III. Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun. 1. Undirbúning og samning fjárlaga. 2. Greiðslur umfram fjár- lagaheimildir. 3. Framkvæmda- og fjáröfl- unaráætlanir ríkisins. 4. Húsaleigu- og bifreiðamál ríkisins. 5. Almennar umbætur í rík- isrekstri. i Hagstofa íslands; 1. Almenna tilhögun og fram kvæmd opinberrar hagskýrslu gerðar. 2. Söfnun gagna um lands- hagi, úrvirmslu þeirra og út- gáfu hagskýrslna, sbr. lög nr. 24/1913. 3. Vísitölu- og verðlagsupp- bótarmál. 4. Kauplagsnefnd. 5. ’Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. 6. Þjóðskrá og almannaskrán ing, fyrirtækjaskráning og hlið stæð verkefni. 7. Skýrslur og úrskurði í þágu opinberra aðilja, svo sem verið hefur. 8. Álitsgerðir og útreikninga til undirbúnings efnabagsráð- stöfunum eftir nánari ákvörð- un ráðherra. 9. Aimenna upplýsingaþjón- ustu, svo sem tíðkazt hefur. Heilbrigðis- og tryggingar- málaráðuneyti: 1. Almenn heilbrigðismál, heilsugæzlu og heilsuvernd. 2. Læknaskipan. 3. Embætti landlæknis og Læknaráð íslands. 4. Sjúkrahús og heilsuhæli. 5. Hjúkrunar- og elliheimili. 6. Lyf og lyfsala. 7. Eiturefni og hættuleg efni. 8. Áfengisvarnir og bindind- isstarfsemi. 9. Hvers konar tryggingar og vátryggingarstarfsemi. 10. Tryggingasto-fnun ríkisins. Iðnaðarr áðuney ti: 1. Iðju, iðnað og iðnþróun, Iðnþróunarráð, Iðnaðarmála- stofnun íslands, Rannsóknar- stofnun iðnaðarins og Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar ins. 2. Orku, orkuvirkjun, orku- virki, Orkustofnun eg Orkusjóð sbr.o rkulög nr. 58/IS37, iög nr. 59/1965 um Landsvirkjun og lög nr. 60/1965 um Laxár- virkjun. 3. Námur og námarekstur. 4. Niðursuðu og niðurlagn- amh. á bls. 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.