Alþýðublaðið - 03.01.1970, Side 16

Alþýðublaðið - 03.01.1970, Side 16
Alþýðu blaðið 3. janúar 1970 TOÐVIÐ ÞJÓFINN Sruft«bj«llur FuUkomin Nolaði irísiundirnar iil að gera líkan af Siglufirði er af álverinu íkan Eins og kunnugt er, eru á- hugamál og tómstundastiirf manna margvísleg. Menn safna öllu mögulegu og ómögulegu, stunda alls konar íþróttir, ,iá og gera flest sem nöfnum tjáir að nefna. Á Akranesi er ungur maður, sem dundar við það í frístund- Suðurgata 16 á Akranesi. um sínum að smíða líkön, aðal- lega af liúsum. Heitir hann Karl Lilliendahl, Siglfirðingur að uppruna, en nú starfsmaður í Sementsverksmiðjunni. Þegar ég heimsótti hann milli jóla og nýjárs hafði hann nýlok ið við tvö líkön af húsum hér í bæ. Notaði ég þá tækifærið og spjallaði við hann stutta stund. — Hvenær og af hverju fórstu að smíða líkön? — Ég byrjaði eiginlega ekki á því fyrr en ég fór að vinna í Sements verksmiðj unni fyrir þrem árum, sumarið 1967. Mig vantaði eitthvað til að dunda við heima á kvöldin og i frí- stundum, svo að mér datt í hug að búa til líkan af Sementsverk smiðjunni, eða réttara sagt að reyna það. Ég lauk við það og hafði gaman af og ákvað því að 'halda þessu áfram. — Hvað var næsta verkefni? Haustið 1967 flutti ég héðan til Siglufjarðar. Fór ég þá að hugsa um eitthvað nýtt verk- efni og datt þá í hug að gera líkan af Siglufj arðarkaupstað, eins og hann lagði sig. Fékk ég lánaðar teikningair og ljósmynd ir af Siglufirði og byrjaði svo á þessu um jólin 1967. Ég var nú í fyrstu vantrúaður á, að ég lyki þessu nokkurn tíma. En með því að gera svona tvö til þrjú hús á dag taldist mér til, að ég gæti lokið því á ári. — Og hvernig gekk? — Jú, ég lauk því á átta mán uðum. — Hvað varð líkanið stórt? — Ég gerði það í mælikvarð- anum 1:1000 og varð það 90 cm breitt og 2ja m langt. —■ Manstu, hvað húsin á Siglufirði eru mörg? — Þau eru eitthvað á milli Framhald bis. 3. Karl með líkanið af húsi Prentverks Akraness. &nsa2a£Ea Póst- og símstöðvar- húsið í Flatey r ( i í i i i i Þessi mynd, sem prýði’r forsíðu 'desemb erheftis Póstmannablaðsins, er af Póst- og símstöðvarhúsinu í Flatey á Breiðafirði. Segir í blaðinu, að „þetta sé einn elzti póstafgreiðslustaður á landinu, en er að líkindum nú orðinn sá umfangs- minnsti.“ 15% hækk- un fiskverös □ Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarúvegsins ákvað á fundi sínum á gamlárskvöld almenna hækkun fiskverðs, og gildir það til maíloka eða allt árið, hafi hvorugur aðili sagt því upp fyr ir byrjun maímánaðar. Með á- kvörðuninni var fiskkaupend- um gert að greiða 9,5% hærra fiskverð en þeir greiddu, á síð- astliðnu ári, segir í fréttatilkynn ingu frá Verðlagsráði sjávarút- vegsins. Á fundi yfirnefndar í dag kom orðsending frá. rikisstjórninni þess efnis, að í sambandi við á- kvörðun fiskverðs og nýja kjara samninga milli sjómanna og út- vegsmanna hafi báðir samnings aðilar óskað þess, að lögum um ráðstafanir í sjávarútvegi nr. 79 31. des. 1968 verði breytt á þann veg, að kostnaðarhlutdeild sem kemur ekki til hlutaskipta eða aflaverðlauna, lækki úr 17% í 11%, sbr. 3. gr. fyrr- nefndra laga. í framhaldi af þessu lýsir ríldsstjórnin því yfir, að hún muni leggja frumvarp um þetta efni fyrir Aliþingi, er það kemur saman 12. þ. m. Að uppfylltum þeim skilyrð- um, sem Jram koma í yfirlýs- ingunni, mun_lágmarksvea'ð verð lagsráðs því alls hækka um 15% frá því sem var á síðast- liðnu ári. Verðákvörðunin var gerð með atkvæðum oddamanns og íull- trúa fiskseljenda. I yfirnefndinni áttu sæti: Bjarni Bragi Jónsson, odda- maður nefndarinnar, Kristján Ragnarsson fulltrúi útgerðar- manna og Tryggvi Helgason.full trúi sjómanna og Árni Bene- diktsson og Eyjólfur ísfeld Evj- ólfsson fulltrúi fiskkaupenda. Áskriftarsíminn er 14990

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.