Alþýðublaðið - 14.04.1970, Side 1

Alþýðublaðið - 14.04.1970, Side 1
Þriðjudagur 14. apríl 1970 — 51. árg. 80. tbl. 1. maí öflugur baráttu- dagur □ Á aðalfunði Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í gær var gerð eftirfarandi samþykkt: „Fundur í iFulItrúaráði verka- lýðsfélaganna mánudaginn 13. apríl 1970 lýsir yfir þeirri ein- dregnu skoðun sinni, að brýna nauðsyn beri til að verkalýðs- hréyfingin hefji öfluga sókn í því skyni að stórbæta lífsaf- komu alls verkafólks. Það er álit fmidarins, að í þeirri sókn, sem hlýtur að'móta allan undirbúning þeirra samn ingaviðræðna, sem fram fara í vor, muni verkalýðslireyfingin þurfa á öllum styrk sínum og samtakamætti að halda. Fundurinn heitir þvi á reyk vískt verkafólk, að gera 1. maí 1970 að öflugum baráttudegi í einhuga sókn alþýðunnar til; stórbættra lífskjara. f 1. maí nefnd ráðsins voru kjörnir: Sigfús Bjamason, Jóna Guðjónsdóttir, Hilmar Guðlaugsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Benedikt Davíðs son og Tryggvi Benediktsson. APOLLO - tungilendíngu aflýst og för flýtf til jarðar Geimfaramir ekki sagðir í lífshættu □ Bilun varð í nótt á rafkerfi Apollo 13. tunglfars- ijns, sem statt var um 320 íþúsund kílómetra frá jörðu á leið til tunglsins. Einnig lekur súrefni úr farinu út í geiminn og háir það áhöfn farsins nokkuð. Hætt hefur verið við að lata farið lenda á tunglinu og ein- beita /vísindamenn sér nú að því að koma farinu til jarðar aftur. Eru þeir bjartsýnir og segja geimfarana þrjá, Lovell, Haise og Swigert ekki í lífshættu. HreyfiU tunglfarsins er ónot hæfur og verða geimfaramir að nota hreyfil tunglferjunar til að koniast á braut til jarðav aft ur. KI. 9 í morgun ræstu geim- fararnir þrír hreyfil tunglferj- unnar til að komast á braut urn hverfis tunglið, en sú braut ger. ir þeim fært að komast til jarö- ar aftur. Hreyfillinn verður ræstur aftur kl. 2 í nótt, og braut geimfarsins leiðrétt. Það var skömmu fyrir kl. 3 í nótt að geimfararnir þrír heyrðu skyndilega háan hvell. Rauð aðvörunarljós kviknuðu samstundis. Vísindamennirnir í Houston í Texas eru ekki sam- mála um hvað biluninni olli, en sumir scgja skýringuna þá, að loftsteinn liafi skollið á farinu. Skömmu síðar fór að bera á súrefnisskorti um borð í gei.m- farinu. Hitinn jókst einnig. Nú er spurningin hvort lendingin, einhver staðar á Kyrrahafi, tekst vel eða ekki. Tungífaramir þrír og merkir Apollo 13. Takið eftir að talan þrettán virðist enn hafa óheilla- mérkingu. Á rieðri mynd- inni er teikning af tungl- ferjunni. Geimfararnir unnu léttklæddir störf sín um borð en svo fór að lokum, snemma í morgun. að Lovell og Haise urðu að fara inn í tunglferjuna vegna súrefn isleysis í aðalfarinu. í ferjunni er rúm fyrir tvo mcnn, en hægt er að troða þremur mönnum þar inn, en slíkt verður ekki gert nema algjör nauðsyn krefji. Geimfararnir þrír hafa sýnt mikið hugrekki og styrk, þrátt fyrir bilunina, og einungis af og til hafa vísindamennirnir í Houston kennt taugaóstyrks í röddwm þeirra. Ef för Apollos til jarðar aft- ur verður flýtt eins og mögu- Iegt er, verður farið að lenda á Atlantshafinu. Eru vísindamenn nú að gera athugun á hvaða skip geti verið á þeim slóð- um. sem farið lendir á. en banda ríski flotinn hefur engin skip á þeim slóðum. Lending á Atl- antshafi færi fram 9 klukku- stundr.m fyrr en ef lent verð. ur á Kyrrahafi. □ Síðustu fréttir: Skömmu áður en Al- þýðublaðið fór í prentun bárust þær fregnir, að vísindamenn hefðu ákveð ið að láta Apollo 13. lenda á Kyrrahafi á föstu dag. Samkeppni □ Ftegurðarsamikeppni ís- lands fyrir ái'ið 107,0 á að farai fram í Háskólabíói næstk. sunnuda'g 19. apríl. 20 stúlkur, þair af 17 stúlkur, sem þátt tóku í fegurðai'S'amkeppni sýslnanna í fyrra sumar, og 3 stúikur úr Reylgjavík, taíkla þátt í keppmnini á surmudag. Skemmtunin í Háskólabíói verður með kabarcrttíormi og sér Pétur Guðjónsson rakari um skemmtiatriði. Kynnir á skemmtuninni verður Ámi Johnsen, blaðamaður. ! Kísill olli menguninni I |í Gvendarbrunnum □ Við vitu.m hvað olli meng- uninni í drykkjarvatninu úr Gvendarbrunnum núna fyrir helgi, og þetta hefur komið fyr- ir áður í vetur, sagði Þóroddur Th. Sígurðsson, vatnsveitustjóri, í viðtali við blaðið í morgun. Við höfum verið að vinna frá því í ’haust við að fylla upp landið í kringum brunnana og hækka þá til að koma í veg fyrir að flæði í þá í leysingum. Skilinn var eftir smá pollur við brunnana, sem átti að fylla nú fyrir helgi. Sennilega hafa þeir sem unnu við jarðvegsfyllinguna ekki sýnt nægjanlega aðgæzlu því kísilgúr gruggaðist upp úr botni holunnar og komst inn í dælustöðvarinntak nýju dælunn- iar ,9em kölHuð ier, er það síðan árið 1947 og er tengt við keríið í vesturbænum, Laugarneshverf inu, Kleppsholtinu, Rauðarár- holti og inn með Laugavegi. Kísilgúrinn verður rauð- eða brúnleitur er hann hefui; fárið í gegnum kerfið o.g geíur valdið óþægindum, t.d. seii ryðbletti í þvott, en hann er á engan hátt skaðlegur. — Unrvð er nú að því að hreinsa inntakið og ættl því kísillinn að hverfa úr vatn- inu innan skamms. —

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.