Alþýðublaðið - 14.04.1970, Qupperneq 6
6 iÞriðjtídag'ur 14. apríl 1970
Þingmenn skoða laxaeldistjarnirnar í Kollafirði. (Ljósm. V.S.)
Útgjöld við
Laxaeldisstöðina
40,6 milljónir
□ Stiórn Laxeldisstöðvar ríkis
ins í Kollafirði bauð á laugar-
dag alþingismönnum að koma
í Laxeldisstöðina til þess að
ske'a útbúnað þar ag kynna sér
starfsemi hennar. Laxeldisstöð.
in hefur, sem kunnugt er, lagt
aðal áherz'u á uppeldi laxa-
seiða í göngustaerð og eru nú
í stöðinni um 150 þúsund seiði,
se,m hafa náð þeirri stærð. Hef
ur framleiðsla gönguseiða far-
ið ört vaxandi nú síðustu árin.
Auk þess hefur stöðin alið upp
urriða og bleikju og eru nú í
stöðinni m. a. um 140 þúsund
bleikjuseiði, sem eru að byrja
að taka fóður.
Bvrjað var að reisa eldisstöð-
ina árið 1961, og var hún þá
miðuð við aðstæður eins og þær
\ oru þá. Skyldi aðaláherzla lögð
á framleiðslu gönguseiða af
iaxi, en íil þess tíma höfðu laxa
‘seiði verið alin sum.arlangt og
þeim s'ðan sleppt í árnar. Ráð-
gert var, að ihin nýja eldisstöð
skyldí ala seiðin í göneustærð,
og það mvndi taka tvö lil þrjú
ár. Var það því nýjung að ala
seiðín áfram vfir veturinn, en
ívið það sköpuðust miklir erfið-
leikar, þar sem reyní var að ala
r seiðin sem mest utan dyra, eins
, og algengast var þá erlendis.
í áætlun um kosínað við að
reisa eldisstöð í Kollafirði ■ frá
' 1. júlí 1961 var gert ráð fyrir
að reisa eldisstöð með útiað-
stöðu til fiskeldis, eins og áður
‘segir, og hagnýta hús, sem voru
á jörðinni Kollafirði. Áætlað
var að kom.a upp eldisaðstöðu
fyrir 7.8 milljónir króna, en af
þeirri upphæð var áætlað að
kaup aðstöðu fyrir stöðina
myndi kosta um þrjár milljónir
króna. Náði þessi áæílun til ár-
anna 1961—1964. Þegar reynsla
var fengin fyrir því að útieldi
hæfði ekki fyrir íslenzkar að-
stæður, var nauðsynlegt að
kcma uop aðstöðu til fiskeldis
innanhúss fyrir smáseiði að
vetrarlagi, og var 1965 gerð ný
fjárhagsáæUun fyrir árin 1966
—1970. að upphæð 35,6 millj.
kr. Var í þeirri upphæð áætlað
að greiða því sem næst upp
skuldir stöðvarinnar og skyldi
tæplega þriðjungur þeirrar upp
hæðar fara til nýbygginga.
I hinni nýju áætlun var gert
ráð fyrir að reisa nýtt eldishús,
460 melra langa vatnsleiðslu og
íbúðarhús. Nýtt eldiahús hefur
verið reist og vatnsleiðsla svo
sem kunnugt er, en íbúðarhúsi
hefur ekki enn verið komið
uop vegna þess, að fjárveiting'
iil þes.s hefur verið skorin nið-
ur. A síðasta áratug hafa, sem
kunnugt er, orðið örar breyfing
ar á verðlagi til hækkunar og
hefur það leiít af sér, að kostn-
aður hefur orðið meiri heldur
en áætlanir gerðu ráð fyrir.
ÚTGJÖLD
40,6 MILLJÓNIR
1
Til ársloka 1968 hafa utgjöld
við Laxeldisstöðina í Kollafirði
verið 40.6 milljónir króna.
Byggingarkostnaður nemur um
18 milljónum króna og er þar
með talið kaup á jörðinni Kolla
firði . og rekstrarkostnaður
nemur tæplega 12 milljónum
króna. í upphafi var ætlunin að
reisa stöðina fyrir lánsfé og var
það gert framan af. Vextir og af
borganir hafa numið nær 8
roilljónum króna og annar kostn
aður hefur verið nálægt 3 millj-
ónum króna. Ríkissjóður hefur
lagt fram tæplega 26 milljónir
króna, skuldir stöðvarinnar eru
um 12 milljónir króna og bein-
ar tekjur háfa numið um 3 millj
ónum króná til ársloka 1968.
FRAMLEIÐSLAN
Laxeldisstöðin hefur framleitt
síðustu þfjú árin 448 þúsund
seiði, þar af 236 'þúsund göngu
seiði af laxi, 157 þúsund sumar-
abn laxaseiði, 55 þúsund bleikju
seiði af ýmsum stærðum og um
V-i tonn af bleikju til matar.
Auk þess hefur verið selt frá
slöðinni laxa'hrogn, bleikju- og
sjóbirtingshrogn.
TILRAUNIR
í Laxeldisstöðinni hafa farið
fram tilraunir og rannsóknar-
síarfsemi. Tilraunir hafa m. a.
verið gerðar með gildi fiskfóð-
urs með það fyrir augum að geta
framleitt fyrsta flokks fiskfóður
hér a landi. Standa. slíkar til-
raunir nú yfir í stöðinni í sam-
vinnu við Rannsóknarsíofnun
fiskiðnaðarins, og sér dr. Jónas
Bjarnason, efnafræðingur, um
samsetningu fóðurblandna, sem
reyndar eru við þessar tilraun-
ir.
MERKINGAR
Veiðimálastofnunin hefur síð-
uslu fjögur árin merkt nær 22
‘þúsund gongusei,ði af laxi í stöð
inni, sem sleppt hefur verið í
tjarnir hennar og þau síðan
gengið í sjó. Er það m. a. liður
í alþjóðlegri samvinnu laxveiði
landanna. Hefur það verið gert
til þess að afla upplýsinga um
ferðir laxins um höfin og hér
við land svo og að fá vitneskju
um, hve margir laxar að hundr-
aðshluía til, miðað við tölu
slepptra gönguseiða, skila sér
aftur. Hafa komið fram ýmsar
athyglisverðar niðurstöður af
þeim merkingum. Eitt merkt
laxaseiði kom fram við Vest-
ur-Grænland sem tveggja sumra
lax í sjó og annar við Færeyj-
ar. Laxjnn virðist flakka meira
í aðrar ár en heimaá sína hér
á landi, heldur en almennt hef-
ur verið gert ráð fyrir.
ENDURHEIMTUR
Þá hefur verið sleppt ómerkt-
um gönguseiðum í tjarnir við
fjöruborðið í Kollafirði. Og hafa
þau gengið til sjávar á árunum
1963—1968. Einstök ár hefur
verið sleppt frá 300 og upp í
18000 ómerktum gönguseiðum að
vori t'il ihvert ár, en á árunum
1965—1968 var sleppt frá
11300 til 120*00 gönguseiðum
hvert vor og á árunum 1967 og
1968 var meira en helmingur
□ Svo sem kunnugt er hafa
bændur og aðrir íbúar þeirra 6
sveitarfélaga í Suður-Þingeyjar
sýslu, sem hagsmuna eiga að
gæta, vegna væníanlegs tjóns
af fyrirhugaðri fullvirkjun Lax
ár og fyrirhuguðum vatnaflutn
ingum frá Skjálfandafljótssvæð
inu, mótmælt virkjunaráform-
um á margvíslegan hátt:
Hafa mótmæli þessi komið
fram frá eftirtöldum aðilum í
héraði:
1. Ollum sýslunefndarmönnum
á sýslufundi.
2. Öllu fulltrúaráði búnaðar-
sambandsins (á aðalfundi
þess).
3. 25 hlutaðeigandi sveitar-
stjórnarmönnum af 28.
þeirra merktur. Endurheimtur
hafa frá 1966—1969 verið frá
203 laxar upp í 704'laxa á ári.
Alls hefur á þessum árum ver-
ið sleppt 52800 gönguseiðum
og þar af nær 22 þúsund merkt-
um eins og fyrr segir, eða 42
af hundraði og af þessum. seið-
um hafa 1780 laxar skilað sér
aftur í Kollafjarðarstöðina enn
sem komið er eða 3.4 af hundr-
aði. Nú skilar sér aftur nálægt
einn merktur lax á móti þremur
ómerktum, þannig að nefnt
hundraðshlutfall æíti að vera
töluvert hærra heldur en hér
er nefnt, ef öll gönguseiðin
hefðu verið ómerkt. Ber að hafa
þetta í huga, þegar endurheimt-
ur á laxi í Kollafjarðarstöðina
eru skoðaðar.
Þá er einnig .mikilvægt að
.gera-sér grein fyrir, að náttúr-
legar sveiflur í laxgöngum eru
töluverðar frá ári til árs, sem
einnig hlýtur að koma fram í
endurheimtum á laxi i Laxeld-
isstöðinni í Kollafirði. Slíkar
sveiflur þekkjum við ekki hér
á landi ,með tilliti til veru lax-
ins í sjónum, og eru því göngu-
seiðasleppingar í Kollafirði
mjög mikilvægar til þess að fá
vitneskju um þetta efni. Það
er allt of snemmt að draga á-
lyktanir af þeim endurheimtum,
sem þegar eru fengnar. Mun
þurfa að sleppa seiðum í eldis-
stöðinni og endurheimía þau
eftir sjávarveruna í 10—15 ár
áður en sæmilega áreiðanleg
mynd fæsí af endurheimtum
þar.
í sljórn Laxeldisstöðvarinnar
eru Guðmundur R. Oddsson, for
stjóri, Jón Sigurðsson, ráðuneyt
isstjóri, Sigsteinn Pálsson, hrepp
stjóri, Svanbjörn Frímannsson,
bankastjóri og Þór Guðjónsson,
veiðimálastjóri, sem er jafn-
framt framkvæmdastjóri stöðv-
arinnar. Stöðvarstjóri Laxeldis
stöðvarinnar er Sigurður Þórð
arson og ráðunautu stöðvarinn-
ar í fiskeldismálum er Áke Há-
konsson. Verkfræðingur stöðvar
innar er Guðmundur Gunnars-
son. —
4. Ollum stjórnarmönnum bún-
aðarfélaga á svæðinu.
5. Öllum bændurn í Veiðifélagi
Laxár.
6. 116 bændum, sem hagsmuna
eiga að gæta, á Skjálfanda-
fljótssvæðinu af 133, eða
87,2%.
7. 117 bændum við Laxá og
Mývatn, af 129, eða 90%.
8. 541 alþingiskjósanda af 626
sem til náðist á báðum vatna
svæðunum, eða 86,4%.
Þetta vill nefndin láta koma
fram vegna rangra fregna úr
Suður-Þingeyjarsýslu af þessu
máli.
(Frá Héraðsnefnd Þingeyinga
í Laxárvirkjunarmálinu). —
ÞINGEYINGAR MÓTMÆLA