Alþýðublaðið - 05.05.1970, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.05.1970, Blaðsíða 11
I Þriðjudagur 5. m'aí 1970 11 Ég er ófríÖ 4 Framhald af bls. 12. skipun um að koma aftur eftir \ 4ra mánuði. Sumar konur hafa grennzt , úm 50 kg. Ég átti aðeins að íéttast um 10, en það var það | versta sem ég hef gengið í gegn . um. Aldrei hafði ég ímyndað mér, að matur væri svona þýð- ingarmikill. Mig dreymdi um mat á næturnar, en samt tókst mér að halda mig að tilsettu ‘ fæði og eftir 4 mánuði hafði ég ! létzt um 12 kg. Nú var aðeíns að gæta vel að öllu sem ofan í mig færi næstu árin. Læknirinn sagði að ég mætti einstaka sinn- ' um taka lífinu — eða matnum • ;— létt, og gera undantekning- i ar, en alltaf borða matinn án : fitu og alls ekki sleppa máltíð. Það að borða kjöí án kartaflna ' næstu árin, var mér ábærileg til hugsun og það tók mig mánuði • að sannfærast um ,það að manni líður betur að vera örlítið svang ur, en of saddur. Nú gat ég auðveldlega kom- izt í kjóla nr. 38—40 og ég fór • á stúfána að kaupa ný föt — ■ mikið af nýjum fötum, skóm og veskjum. Svo hitti ég Alain. Þó ég hefði oft farið út með karlmönnunum á skrifstofunni var ég reynslúlaus í ástamálum. Ég fann að ég gerði þá feimna og óörugga, ég var köld ög f jar- . ræn og vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér í návist þeirr^| Það var öðruvísi með Alain. Eg hitti hann í boði hjá nokkr- um kunningjum mínum. Hann stóð við glugga með glas í hendi, talaði ekki við neinn og leiddist augsýnilega. Hann virtist drekka stíft, en mér fannst hann fallegasti mað- ur sem ég ihafði séð. Það tókst svo til að við tók- um tal saman, og höfðum nægi- legt umræðuefni þar til boð- inu lauk um miðnættið. Ég fór 'heim sannfærð um að nú væri ég ásifangin í fyrsta skipti. Tveim. dögum seinna hringdi hann til mín á skrifstof una og bauð mér út að borða. Þrem mánúðum síðaf hófum við . búskap í íbúð minni — án þess að giftast. Næstu vikurnar voru eins og ljúfur draumur. Alain elskaði mig. A'lain vildi vera hjá mér og hafði valið mig úr hópi fjölda annarra kvenna. Hvernig var þetta mögulegt. Hann var fallegur, ég var það hins vegar ekki. Ef hann hafði nú ekki horft nógu vel á mig, ef hann allt í einu vaknaði nú og fjmdist ég vera öðruvísi en hann gat sætt sig við. En þegar við vorum saman efaðist ég ekki um að honum þætti vænt um mig. Stundum stríddi Alain mér á tilh'aldinu í mér. Hann átti bágt með að venjast eggjahvítumask anum mínum og ég fékk að heyra ýmislegt í sambandi við þann tíma sem fór í snyrtinguna. Þá varð ég hálf reið og við töluðumst lítið við næstu tím- ana. Alain vissi nákvæmlega hvern ig ég átti að klæðast og í hverju ég átti ekki að vera. En eftir að Alain flutti til mín gat ég ékki keypt eins mikið af fötum og áður. Hann vann nefnilega ekki — eða að minnsta kosti mjög lítið. Fyrst sagði hann að þar sem ihann ætti fyrirtæki með öðrum, þyrfti hann ekki að vinna sjálfur, þar sem fyrri hluta ársins kæmu inn miklir peningar og gerðu honm kleift að taka það rólega síðari hlut- ann. Hann hafði þar af leiðandi miklu meiri frítíma en ég, og svo kom það í minn hlut að greiða allar fastar greiðslur, Kka matinn. Þegar ég fór á fætur eld- snemma á morgnana til að þvo skyrturnar hans, úður en ég færi að vinna — til að: spara ■þvottakoátnaðinn — hugsaði ég sem svo að þetta gæti ekki geng úð svona lengi.. Við höfðum aldrei • talað um hjónaband og ég vissi sannar- lega ekki hvort að ég hafði nokkurn úhuga lengur á að gift* ast honum. Ég fór að horast niður, verða slæm á taugum og það endaði með að læknirinn minn ráð- lagði mér að taka mér frí í nokkrar vikur. Ég fór heim til foreldra minna, en Alain varð eftir í íbúðinni. Auðviíað sakn- aði ég hans— en minna en ég hafði haldið. Ég gerði upp reikningana við sjálfa mig og Alain eftir fríið. Hann tók þvf þunglega og vildi nú allt í einu giftast mér. En ég hafði tekið mína ákvörðun. Ef ég hefði haldið áfram, án þess að ástin væri með í spil- inu frá minni hendi, þá var það vegna þess að ég hefði verið hrædd um að ég fyndi engan annan mann — að ég væri enn þá hrædd um að vera einmana. Nú var ég ekki hrædd meira og ég er viss um að einhvern tíma kemur sá rétti ....... ' SMURT BRAUÐ Sntttur — ðl— Bos OpiB trí M. 9. Lokaff kl. 23.15. fantiS tímanlega I veizlur. BRAUÐSTOFAN — M J ÓLKURB ARINN Laugavegi 162. sími 16012. íslenzk vinna ESJU kex ODÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝ RT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT C G Kí SÖ H I a c Sð H I a ö Sö H I O- ö Kj- 5Ö Skófafnaður Kaflmannaskór, 490 kr. parið. Kvenskór frá 70 kr. parið. Barnaskór fjölbreytt úrval. Inniskór kvenna og barna í fjölbreyttu úrvali. Komið og kynnizt hinu ótrúlega lága verði, sem við höfum upp á að bjóða. iparið peningana í dýrtíðinni og verzliö ódýrt. RÝMINGARSALAN, Laugavegi 48. tó þH Q O i H yH Q O H Q O I H eí Q O ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝ RT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT STEYPTAR GÖTUR ERU BETRI Bæjarstjórinn á Aikranesi br. Björgvin Sæ- mundsson, verkfræðingur upplýsir, að við- h'aHdskostnaður á steyptu götumim á Akra- nesi haifi al‘l!s engintn verið frá árinu Í960, er fyrst voru steyptar götur þar og allt til þes’sa dags. Hann telur að engar líkur séu á að eyða 'þurfi fé til viðhaldB á götunum næstu árín. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS' Akranesi i Forstöbukonustaða Foi'stöðukonustaðan við bamaheimilið Lauf- ásborg er lau's til umisóknar. Staðan veiti'st frá 1. ágúst n.k. Nánar eftir salmkomu'lagi. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar, Fomhaga 8, fyrir 20. maí n.k. Stjórn Sumargjafar. Nú er rétti tíminn til að kílæóa gömlu hús- gögnin. Hef úrval af góðum áklæðum m. a. pluss slétt og munstrað. Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS Bergstaðastræti 2 — Sími 16807.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.