Alþýðublaðið - 29.06.1970, Side 14

Alþýðublaðið - 29.06.1970, Side 14
14 Mánudagur 29. júní 1970 Rósamund Marshall: k FLÓTTA Svo var það dag no'kkurrt, að ég varð fyrir miklu áfalli. Giacomo kallaði mig á simr fund og tjáði mér, að hann yrði að fara. En við getum ékki án þín verið, faðir. Mi'tt starf verður þj ónöstairf, meðan ég fæ andalnn dregið, systir Caríta. En ég er kallað- ur til an'nars starfs en þess, sem hér er unnið. — Hvað anrtað startf og göf- ugra getur beðið þín en sinna sjúkum og munaðarlausum? — Hann virtist kveinka sér undan að segja mér eins og var. Systir Carita. Mi'g lang- ar ekki til þess að ýfa upp gömul sár. — Ég hef aðeins verið særð einu sári, faðir Giaeomo. — Missir Andrea er lífs míns mesta áfall. Héðan af get ég fyrir engu áfalli orðið. Þér er óhætt. Burtför mín er tengd And- rea de Sanctis. — Hvernig má það vera? — Munkurinn hailaði sér á- áfram og hvíslaði í eyra mér: Maður nokkur, sem ég treysti vel, hefur tjáð mér, að guð- hrædd kona muni hafa borgið einu eintaki hinraar heilögu riitningar úr logum eldsins. Hún sást grípa eitthvað úr kestinum á torginu. Ég verð að fana og leita uppi þessa konu, þennian engil í þj ónustu hins almáttuga. Til Florens? Veiztu ekki, að mikið fé hefur verið sett til höfuðs þér? Hugi'i’ mianna taka brátt að stillaSt í Florens, ”systir Car- íta. Auk þess hef ég traust á Lorenzo erkiihertoga. Hann er sagður frj álslyndur maður, — hann er lærður maður. Hann er sagður safna helgum mun- um. Honum ætla ég að fá ein- takið, ef ég finn það. Sá timi hlýtur að koma, að bannið við prentun hinnar heilögu ritn- ingar verður afnumið. Vegir guðs eru órannsakanlegir. — Hans timi er máske ekki enn þá komirrn. Það vottaði fyrir sama öfga JfcOngn'a tt’úarofsanum í svip Giacomo munks og svo oft áð- ur í gamla daga. Útbreiðsla guðs orðs var köllun hans og lífsstarf. Ekki að undra þótt hann hefði getað kveikt trú- arbálið í saklausri og við- kvæmri sál Andrea heitins. Sjálf var ég hrærð. Og þó fék'k ég mig einhvern veginn ekki til þess að mæla af vör- um mér þau orð, sem orðið hefðu honum til meiri gleði en nokkuð annað. Ég hefði getað saigt: Ég er þessi guð- hrædda kona, en ég þreif ekki bókina í greipum eldsins. En syndsamieg eigingirni bamnaði méa- að afhjúpa þá staðreynd, að hinn helgi dómur, það ein- asta, sem ég átti til minn- ingai’ pm Andrea de Sanctis, væri í minni vörzlu. Giacomo munkur bjóst til ferðar. Hann ætlaði að leggja upp til Florense morguninn eftir í dögun. Hann lagðist snemma til hvíldar. En hann steig aldrei á fæturna fram- ar. Hann lét kalla mig til sin snemma um morguninn. — Láttu bróður Angelo flytja mig héðan, systir Oaríta. Ég hef tekið veikina. Ég lét flytja hann á af- ojikiinn stað. í þ'a(j á lang:( daga og þrjár nætur hjúkraði ég honum sjálf. Það smá dró af honum. Þegar ég þóttist sjá, að hann átti ekki langt eftiij, khaup ég niður vilð hlið hanis. Faðir Giacomo: Heyrirðu til mín? Ég hef bókina. Andrea sendi mér eitt eintak af henni. Hún er hjá mér. Á öruggum stað. — Engin skal taka hana frá mér. Hann opnaði augun hægt. Sollnar varir hans bærðust. Lof sé guði — hvíslaði hann. Svo tók hann andvörpin. Dauði Giacomos leysti síð- ustu jarðneSku tengslin, sem bundu mig við hinn elskaða Andrea. Verði þinn vilji, gat ég nú sagt af heilum huga. Af innilegri sannfæringu á- kvað ég að helga krafta mína framvegis því göfuga starfi, sem ég hafði þegar háfið: að lina þjárdngar mannanria. Systurnar tólf, trésmiður- inn og munkurinn Angelo fylgdu föður Giacomo til grafar í Campo Santo. An- gelo kastaði rekunum. Pestarfaraldurinn var í há marki. Eins og óasi í þessari eyði- mörk grafar og dauða, kvala og þjáninga, var sjúkrahús- ið systranna við Piazza Vic- toría. Þar var mörgum hundr uðum barna og fullorðinna bjargað frá bráðum dauða. Almannarómurinn fór að segja; Það er heilög mainn- vera í Palazzo Nenni. Mæð- ur komu með böm sín til okkar frá heimilum, þar sem veikin herjaði. Heilaga Carita — báðu þær með grát stafi í kverkunum. Bjargið börnunum okkar. Almenn- ingsálitið var orðið svo sterkt, að þær héldu hér gerast kraftaverk. Sumar konurnar lögðu börn sín á marmara- gólfið og sögðu: Snertu þau, heilaga Cai’íta, og veikin mun ekki gera þeim mein. Ég vann á móti þessari ti*ú fólksins. Ég lækna ekki. Ég lækna ekki. Eg er ékki dýr- lingur, sagði ég við þær. — Börnin deyja síður hér en heima hjá sér, vegna þess að við höldum þeim hreinum og gefum þeim góðan og heil næman mat. Vissulega er guð í verki með okkur, en heilagar erum við ekki. En mæðumar létu ekki af trú sinni. Á morgnana lágu gjafir á hallartröppunum. Matur, föt og peningar. Stundum blóm. Og á tröppurnar var s'krifað krítarstöfum: Guð blessi hina heilögu Caritu. Étg skatlf. (Faðiír Angelo. Þetta fólk di-ýgh’ synd. Ég er ekki. heilög. Tökum ekki vonima frá þeim, sagði faðir Angelo. — Það á nógu lítið eftir samt. Fólk hópaðist saman fyrir utan höllina og kallaði: — Heilaga Carita. Lofaðu okk- ur að sjá þig. Blessa okk- ur. Ég reyndi að koma vitinu fyrir fólldð. Talaði til þess af ást ög meðaumkun. Farið heim. Biðjið. — Breytið líf- erni ykkai’. Iðrizt synda ykk- ar. Beynið að lifa betra lífi. Það skulum við öll gera. Við systumar hérna, trésmiður- inn Beppo og meira að segja faðir Angelo erum öll synd- ugar manrieskjur eiris og þið. Beinið huganum heldur til hans, sem gefur líf ög sviptir lífi. Varpið frá ykk- ur óttanum. Reynið að trúa. Elskið. Biðjið. Að lokum kom þar, þrátt fyrir állt, að veikin var kom- in í rénun. Fólk sneri aftur til borgarinnar. Iðriaðarmenn tóku til starfa, bændur tóku að flykkj ast að með mat- vörur ti'l að selja. Strætin voru hreinsuð. Kirkjumar LAUGARDALSVÖLLUR í dag, mánudiaginn 29. júfií kl. 20.30 leik'a: VÍKINGUR—VALUR Mótanefndin BILASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. MÓTORSTILLINGAR HJÚLÁSTILLINGAR LJÓSASTILLIW5AR Simi Látið stilla i tíma. Æ * n n Fljót og örugg þjónusi'a. 1 1. 5"i U U

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.