Alþýðublaðið - 28.07.1970, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.07.1970, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 28. júlí 1970 11 LAUS STAÐA ,Staða vélgæzlumanna við Grímsárvirkjun í Suður-Múlasýslu er laus til umsóknar. Umsækjendúr hafi rafvirkjapróf með fram- haldsmenntun eða vélstjórapróf með raf- magnsdeil'd Laim samkvæmt hinu almenna launakerfi ríkisins. Staðan veitist frá 1. nóvember 1970. Umsófcnir ásamt upplýsinigum um aldur, menntun og fyrri störf stendist starfsmanna- deild fyrir 18. ágúst n.k. Rafmaghsveitur ríkisins Laugavegi 116 — Reykjavík Smíðakennarafélag íslands og Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur gangast fyrir kennaranámskeiðum dagana 31. ágúst til 6. september. Kennt verður: fríhendisteikning, leirvinna, leðurvinna, homavinna, trésmíði og ,smelti ' Hverjum kennara gefst kostur á þátttöku í þrem greinum. NámSkeiðsgjald verður 800,00 kr. (Þátttaka tdkynnist sem allra fyrst til Rræðsluskrifstofu Reykjavíkur í síma 21430. RITARI ÓSKAST Staða læknaritara í Landspítala er laus til umsóknar. Góð vélritunarkunnátta nauðsyn- leg. Umsóíknir mteð upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf, sendist til skrifstofu ríkisspít- alanna, Kíapparstíg 26, strax eða fyrir 5. ágúst. Reykjavík, 27. júlí 1970 Skrifstofa ríkisspítalanna KJÖTBÚÐIN Laugavegi 32 Nýtt hvalkjöt kr. 60.00 pr. kg. Rúllupylsur, ódýrar kr.125.00 pr. kg. Nýreykt folaldahangikjöt kr. 95.00 pr. kg. KJÖTBÚÐIN Laugavegi 32 CHIANG CHING-KUO - reiðubúinn ti! að taka við af föður sínum sem einræðisherra Formósu □ Porseti og einræðis’ierra' Fórmósu Chiang Kai-sjek heíur látið gera miklar ■breytingar á æðstu stöðunum innan hers For- mósu. Sonur hans og arftaki Chiang Cliing-kuo íær full völd yfir 600.Ö00 mönnum. sem er allur varnarmátíur landsins. Chiang Kai-sjek er nú orðmn 82 ára gamall. Ef hann félli frá myndi núverandi varaforseti og forsætisráðherra C. K. Yen verða Sjálfkrafa forseti. Sonur einræðisherrans Ching-kuo eða „Litli Chiang“, einS og hann er kallaður vrði einnig sjálfkrafa forsætisráffherra. Og einníg mvndi hann sjálfkrafa taka við stöðu föður síns sem formaður Kuomitang flokksins, ,þar sem hann heldur mikilvægri stöðu. Það var í ágúst í fyrra, að Kai-sjek gerði breytingar á síjórninni, sem gerðu soninn að varaforsætisráðherra. 1965 var hann gerður varnarmálaráð- herra. — og persónulegur erfingi föður sins. — Þetta gerffist eftir að Ching-kuo á 10 undanfarandi árum hafði tryggt sér valdaaffstöðu. Hann hafði lengi haft stjórn æskulýðssveit- anna, sem telja 200.000 manns á hendi, auk þess sem hann hef- ur v^rið yfirmaður Víetnam her . deildar, sem telur 100.000 manns. En mikilvægust var staða hans sem skipuleggjandi fulltrúa Kuomintang flokksins í þjóðern- ishreyfingu Formósu. Með þessu hernaðarlega öryggiskerfi gat hann rekið ieynilega lögréglu- starfsemi, sem gerði hann að þeim manni, sem fólk hræddist mest á eyjunni. Andstæðingar Ching-kuos hafa haldið því fram, að það sé enginn munur á þeim aðferð- um. sem hann notar og þe.im að ferðum sem kommúnistar voru þekktir fyrir. Það geíur verið eitthvað til í því og það hefur sína skýringu. Ohiang Ching- kuo, sem fæddist 1909, var að- eins 16 ára gamall, þegar Chiang Kai-sjek sendi hann til Moskvu til að læra meira um bylíingar- aðferðir. Og strákurinn hefur auðsjaanlega iært vel. Þegar Kai-sjek tveimur árum síðar barðist gegn kommúnistum tók Ching-kuo afstöðu gegn föður sínum, sem hann kallaði anti- kommúnista og svikara og leit á sjálfan sig sem kommúnista út í æsar. I SovélTÍkjunum hlaut hann margs konar menntun, ekki bara pólitíska heldur vann hann við alls konar störf. En honum kom ekki saman við herrana í Moskvu og. var ósakaður fyrir trotskíisb'skar kenndir og var vísað til Síberu. Þar kvnntist hann og varð ástfanginn af rúss- neskri stúlku, sem einnig hafði verið rekin iil Síberíu. Þau gift- ust. 1937 varð sambandið milli Chiang Kai-sjeks og Moskvu betra og efíir 12 ár í Sovétríkj- unum gat Ching-kuo haldið aft- ur til Kína með konu sinni og börnum, sem hann er ennþó gift ur á Formósu. En dvölin í Sovét ríkjunum hafði haft slík áhrif á hann, að Chiang Kai-sjek taldi nauðsynlegt að evða tveimur árum í að byggja upp hjá hon- um kínverskan þankagang. Eftir umskólunina varð hann dýggur samstarfsmaður föðui’ins. í stuttan tíma eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar hann var æðsti maður í Shanghai beitti hann mikilli hörku við svartamarkaðsbraskara og svindlara. Bæði Evrópumenn og Kínverjar, sem minnast þessa tímabils halda því fram, að hann hafi aðeins beint hörkunni gegn smásvindilarum um leið og stórgróðamenn og bankar gát-u flUt allt fé sitt. í trygga geymslu undir vernd hans. Þegar þjóðernissinnar urðu að hörfa til Formósu, varð Ching- kuo forystumaður um að losna við og koma í veg fyrir komm- únistísk áhrif. Og í nafni anti- kommúnismans hefur hann hald ið áfram að beita leiðurri, sem koma manni til að halda, að stjórnin á Formósú sé kommún- istsk. Þannig hefur hann skipu- lagt æskulýðshreyfinguna eftir beztu kommúnistísku fvrirmvnd með kjörnum, og fundum, þar sem fram fer sjálfsrýni, og dvöl á eyju, þar sem hugsanagangur æskunnar er iagfærðux’. Ef dæma skal eftir þeirri reynslu, sem maður hefur af Ching-kuó verður tæpast um að ræða lýðræðislegt stjórnarfar, sem hann hefur lofað að innleiða í Kína einhvern tíma í fram- tíðinni. Hann lifir n’efnilega í þeirri trú, að einhvern tfma komi að því, að hann snúi aftur til meginlandsins. .. ■ Ching-kuo býr ekki yfir -hin- um einsíöku töfrum, sem hafa verið mjög dýrmætir föður hr.r.9- og margir álíta, að hann muni eiga ■ í erfiðleikum með stjórna Formósu með þá von i huga að geta endurheimt Kína, eins og föður hans hefur tekizt í 20 ár. Staða hans mun einkemt ast meira af erfiðleikum en möguleikum. Menn óttasi hann, hann er hataður, en eng- inn vanmeíur það vald. sem hann hefur, vald, sem byggist á hans eigin persónuleika. Hann er á engan hátt einhver ,.pabbadrengur“ og enginn heff ur nokkurn tíma heýrt hanft segja ,,faðir minn vill“. Spurn- ingin er aftur á móti hvað „Litli Chiang“ vill og hvað hann gerir, þegar að því kemur, að hana fær algjör völd. Það kemur til með að hafa mikla þýðingu i Austurlöndum fjær. Gunnar Haraldsen. Auglýsinga- siminn er 1 49 06

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.