Alþýðublaðið - 28.07.1970, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 28.07.1970, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 28. júlí 1970 MOA MARTINSSON: mnm 9. <tFTf$T undir brúna mjakaðist ég sem sagt, þumlung fyrir þumlung, og það leið ekki á löngu, þar til ég fann 25-eyring. Eg varð ekki hið minnsta hissa, þegat' ég fann hann. Mér fannst það svo ósköp eðhlegt. Það vant- aði nú bara, að láta sér detta þetta snillibragð í hug og græða svo ekkert á því. Ég var eins og í leiðslu all- an daginn. í einu vetfangi hafði veröldin fengið á sig allt annan blæ. Tilveran var öðruvísi núna, þegar maður þurfti að taka ákvarðanir á eigin spýtur; þegar maður gat farið eigin leiðir og þurfti ekki að standa öðrum reikn- ingsskap gerða sinna. Það var sem sagt hreinn ógerningur að verða sér úti um kandís. En viðvörunarrödd hvislaði því þegar í stað að mér, að nú ætti ég að fara strax inn í bæinn, kaupa lyftiduft fyrh' fimm aura og bollur fyrir af- ganginn. Maður fékk margar bollur í þá daga fyrir tuttugu aura; fínar bollur með kanel og sykri. Ég þrammaði af stað heim á leið, án þess að brjóta neitt heilann um það, hvað ég ætti að segja mömmu; hverja skýringu ég ætti að gefa henni á þeirrj staðreynd, að ég hefði fengið þetta lyftiduft og marg- ar bollur að auki fyrir fimm- eyringinn hennar. Það var orðið áliðið dags, og nú mundi ég eftir því, að mamma hafði ætlað að nota lyftiduftið í kökui' með eftirmiðdagskaff- inu hans pabba. Og hann, sem var svo ógn fljótur að redð- ast, ef kaffið hans kom ekki alltaf á réttum tíma. Ég hljóp við fót það sem eftir var leiðarinnar. Mamma var ævareið. Hún hwfði orðið að hætta við að baka honum brauð. Þess í stað hafði hún bakað nokkr- ar pönnukökur, og var nú á leiðinni með kaffið handa stjúpa mínum út á engjarnar. Hún greip stóran hrísvönd sem alltaf var henni nærtæk- ur og kom ógnandi á móti mér. Hór dugði ekkert minna en hrísvöndurinn, því hrísvönd hafði hann borið á hana hann faðir hennar, þegar hún sjálif var ung, og hrísvöndimnn hafði það verið, sem flestu öðru fremur gerði hana að mannj með mönnum. Kannski hefði telpuanginn ekki fengið að kenna nógu vel á vend- inum, og þá skyldi hann heldur ekki verða sparaður í þetta skiptið. í fyrsta lagi hafði ég verið í btutu að minnsta kosti fimm sinnum lengri tíma en nauðsynlegt var, og svo kom ég neðan frá bænum, enda þótt mér hefði verið stranglega bannað að fara þangað; bara til kaup- mannsins, sem lánaði land- búnaðarverkamönnunum, átti ég að fara, en náttúrlega hafði ég svikið það, eins og ailt annað. Er ég nú ekki búin að líða nóg, til þess að sleppa við hýðingu? kveinaði ég. Ó, nei, hýðingu skaitu fá, ságði mamma ævareið. Henni kom ekki til hugar að spyrja hvað hefði komið fyrir mig. Eg otaði að henni pokan- um með bollunum og lyfti- duftinu. Hvar hefurðu verið, barn? Nú var betra að hafa á redðum höndum nógu trúlega sögu og lygin rann líka upp úr mér viðstöðulaust. Ég ságð- ist hafa orðið á vegi hans vit- lausa Óskars (sveitarbj álifans, sem var að vísu öllum hættu- laus og fékk að ganga laus). Hann var að elta mig, sagði ég, og ég þorði ekki að halda áfram eftir götunni til kaup- mannsins, sem þú sagðir mér að fara til. Og ég fór að hlaupa Og hlaupa, ég var svo hrædd, og ég týndi fimmeyr- ingnum. Og þá fór ég að gráta og grét svo hátt og mikið, að einhver maður aumkaðist yfir miig og gaf mér tuttugu og fimm aura. Og svo hljóp ég stytztu leið inn í bæinn og keypti lyfti- duft, og svo datt mér í hug, að þú myndir ekki geta bakað úr því eins fljótt og þú ætl- aðir, og þess vegna keypti ég bollur fyrir afganginn. — Mamma trúði hverju orði, og hún gerðj engar athugasemd- ir. Hún var góð í sér hún mamma mín og henni fannst það ökkert skrýtið að göfug- lyndur vegfarandi gefi sorg- mæddri, lítilli stúlku pening í staðinn fyrir þann, sem hún hefur týnt. Og svo var ann- að, sem ekki ölli minnu um hvað hún vair flját að fyrir- gefa mér:Það kom bókstaf- lega vatn fram í munninn á henni mömmu minn, þegar hún heyrðj nefndar boilur með kanel og sykri. Bollur með kanel og sykri voru nefnilega hlutir, sem ekki fór mikið fyrir á okkar borðum í þá daga, enda leyfðu vikur tekjurnar, heilar átta krón- ur, ef enginn dagur féll úr, ekki neitt óhóf í mat eða drykk, alira sízt meðan dann- aða fólkið úr fjölskyldunni enn hafði fyrir sið að eta frá okkur allt það bezta á sunnu- dögunum. Hún fálmaðj ofan í pokann, kom upp með bollu og sporðrenndi henni á ótxú- lega skömmum tíma. Svo fókk hún mér körfuna með kaffinu hans pabba, bætti í hana þremur bollum en gleymdi að taka pönnúkök- urnar frá. Hún rétti mér líka eina bolluna og svo þrömm- uðum við af stað sitt í hvora áttina, hún heim á leið og ég til pabba míns. Eg var í sjöunda himni, í sátt við mömmu mína og allt í stak- asta lagi. Og þegar pabbi minn sá hvað ég fékk með baffinu, — bæði bollur og pönnukökur, enda þótt í miðri viku væri, þá komst hann þegar í stað í allra þezta skap. Heilsaðu mömmu og þakk- aðu henni fyrir mig, teilpa mín, sagði hann. Þetta hafði hann aldrei sagt við mig fyrri. — Já, svona endaði sá dag- ur, og á eftir honum komu aðrir dagar, hverjir öðrum líkir og flestir leiðinlegir. í langan • tíma bai' aldrei Forkastanlegt er flest á storð En eldri gerð húsgagna og húsmuna eru gulli betri. Úrvalið er hjá okkur. Það erum við, sem staðgreiðum munina. Svo megum við ekki gleyma að við getum skaffað beztu fáanlegu gardínuuppsetningar sem til eru á markaðinum í dag. Við kaupum og seljum allskonar eldri gerð- ir húsgagna og húsmuna, þó þau þarfnist viðgerðar við. Aðeins hringja, þá komum við strax — pen- ingarnir á borðið. FORNVERZLUN og GARDÍNUBRAUTIR Laugavegi 133 — Sími 20745. Vörumóttaka bakdyrameginri. Volkswageneigendur Höfum fyrMiggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlök —Geymislulok á Volkswagen í all- flestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvapa fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. HVAÐ ER RUST-BAN? 2 Rust-Ban er ryðvarnarefni fyrir bíla, sem reynzt hefur mjög vel við ólíkustu aðstæður. Efni þetta hefur geysilega viðloðunarhœfni er mjög höggþölið og mótstaða þess gegn vatni og salti er frábær. RYÐVARNARSTÖÐIN HF. Ármúla 20 — Sími 81630. BILASKODUN & STILLING Skúlagötu 32. MOTORSTILLINGAR HJÖLASTILLINGAB LJÚSASTILLINÍAR Látiö stilla í tima. Fljót og örugg þjónusVa. 13-100

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.