Alþýðublaðið - 10.08.1970, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.08.1970, Blaðsíða 7
Mánudagur 10. ágúst 1970 7 Vlagnús vai’ð brosleitur og ■ði, hvort ég væri ekki þreytt Onei, -nei, maður er nokkuð gur á sér að vaða svona rja ána og það er nú kalt. ætla að stinga þessu í vasa. i“, segir Magnús svona, „þú ir sopið á- þessu þegar þú jr næstu á“. „Heldurðu að ini hlýni ei-tthvað váð þetta-“ ’ ég. Hafði nefnilega ekki |ðað áfengi, sem sagt, þótt, ’æri orðinn 25 ára. Nú fer ég eina ána og hugsaði mér að :a hlýjuna frá honum Magn- Ég' saup á og spýtti út úr •, þetta var nefnilega óbland- r spiritus. nnars áttum við Magnús nir margháttuð skápti saman. var aldrei sendill hjá honum Eólkið sendi mig til hans, en i ég við mín skyldustörf, var hægt að senda aðra, því að íilin vóru flest mannmörg. g reyndi það sem ég‘ gat til sinna óskum fólksins, því að :ið var svo gott váð mig, að átti ekki annað . skilið. Ég Si ekki getað verið svona |i póstur, 'nema því aðeins jeta fullnægt. óskum fólksins, n ég má til með að segja þér því, þegar ég koma heim 5 spíritusinn og gamli mað- m hafði m.eira vit á þessu en médikt n, sem ipóstur aldar ég. Þá sagði hann: „Nú, þetta er bar óblandaður spíritus“ og blandaði sér í bolla. Já, ég sagði honum, að- Magnús hefði gefið mér þetta á pela og ég hefði spýtt þessum óþverra út úr mér. Seinna virtist þessi ólyfjan renna ljúflega niður. — Segðu mér nú frá því, þeg- ar þú fórst norður í Arnes og frá móttökum séra Sveins Guð- mundssorjar þar. — Ég fékk nú svo margvísleg- . ar og góðar viðtökur hjá séra Sveini, að það yrði nóg til að tala um í allt kvöld, En. eitt skal ég segja þér, að þá hafðí ég 45 kr. fyrir alla ferðina inn að Stað í Hrútafirði. Svo ætlaði póst- stjórnin að láta slá ferðunum upp og fá þær boðnar ofan í 40 kr. ferðina, Þá sagði frúin í Ár- nesi, hún Ingibjörg Jónasdóttir, konan hans séra Sveins, að þetta ■ gæti ekki gengið. Það væri þá . ekkert annað að gera en ræða við póststjórnina. Henni ofbauð þessi meðferð á mér, enda var þetta bæði mikilhæf og stór kona. Það sást til .manns,- þegar maður kom á Sporðinn á leið- inni að Arnesi. — Lékstu á iúður þá? — Nei, eltki í þetta skiptið. Séra Sveinn var vanur að standa í gættinni, enda fleiri bæir í grennd. Ég blés oftast í hornið upp undir hlíðinni. Þegar ég kem að bænum, segi ég við presthjónin, því að þau voru alltaf samari: „Nú býst ég við, að það fari að fækka ferðum mín- um hingað". Það var vegna lækk unar á póstflutningargjaldinu. Svo minntist ég eitthvað á það, hvað það væri voðalegt að vera búinn að missa þessa búbjörg. Frú Ingibjörg var aðsúgsmikil manneskja, eftir því sem mér var sagt, enda vissi ég það bæði og fann, að þetta var rétt í við- kynningu minni við hana. Þá greip blessuð prestmaddaman til sinna ráða og reyndist mér ráðholl. Mér hafði alltaf verið vel við presthjónin, en eldsi varð mér síður hlýtt til þeirra eftir þetta. Þetta var nú einu sinni mín endastöð á ferðalaginu. Ég átti miðstöð á Kaldrananesi og endastöð í Ámesi. En ég var nú rétt að segja frá því sem bless- uð maddaman sagði: „Ætlarðu, séra Sveinn“, en þannig ávarp- aði hún alltaf prestinn. „að láta það vera átölulaust, að Benedikt sé látinn hætta svona þegjandi og fýrirvaralaust?" ,Ég veit ekki, hvað ég hefði átt að gera“, svaraði séra Sveinn. „Gera og gera?“ spurði maddaman. „Þú hefðir nú líkast til getað skrifað póststjórninni! Þú hefðir átt.að segja þeim til verkanna sinna þar!“ . Elcki yeit ég hvort þessara heiðurshjóna sagði þeim til synd anna. hjá póststjórninni, en vinn unni hélt ég og kaupið mitt var aldrei lækkað. Égátti þeim þalck arskuld að gjalda og reyndi eftir bezta megni að endurgjalda þeim hana, þótt ég mætti mín minna en blessuð maddaman í Árnesi. Það voru mér margir góðir á þessum árum og ég held, að það hafi sumir minnzt mín með hlýhug seinna. Þegar ég varð sjötugur fékk ég eftirfar- andi ■ kveðju í blöðunum frá Asparvíkursystkinum, sem verð ur, mér,. hugnæm minning, en kveðjan var svona: Árin þau líða, engin er bið eldist og fölnar hver hlynur tímans hljóðláta nemum ei nið nú er þú sjötugur, vinur. Við sendum þér kærastar kveðjur í dag. Kveðjur í fátæku ljóði. Hressandi gleðinnar hamingjulag hylli þig, vinurinn góði. Þú valdir þér starf, sem að heimtaði hug þín hetjulund bugaðist eigi. Þú sýndir þar festu og frábæran dug á ferð yfir torsótta vegi. Og hversu sem erfið var leiðin og löng hvort létt eða þungt var um fetin. Þín varðstaða göfug, en váleg og ströng verður til heiðurs þér metin. Fólkið þín beið með fögnuði og þrá þú færðir því gjafir og seiminn. Bréfið. Dagblöðin. Fréttir þeim frá, er farnir voru út í heiminn. Og sjúkra margra var síð.asta von að sæíst á ferð, yfir Klyfin pósturinn Benedikt Benjamínsson er bæri þeim hjálpandi lyfin. Frh. á 11. síðu. Frá Fræðslumálaskrifstofumii: ; Kennaranámskeið 1970 1. Eðlisfræði: / i j 1.1. Námskeiff ,í Reykjavík fyrir jbarnakennara 24.—29. ágúst 1.2. Námsk. í /Reykjavík fyrir jgagnfr.sk.kenn. 14.—25. sept. 1.3. Námsk. iá Leirá f. barna- pg ,gagnfr.sk.ke. 3.—7. Sept. 1.4. Námsk. á Núpi f. þarna. þg Jgagnfr.sk.ke. 4.—8. jsept. 1.5. Námsk. á Akure. f. b.- og (gagnfr.sk.ke. 9.—13. geþt. 1.6. Námsk. á Self. f. 6.- og gagnfr.sk.kenn. jM.—15. Sept. 1.7. Námsk. á iHaliormsst. f. b.- og jg.fr.sk.k. 15.—19. jsept. 2. Sfíærðfræði: / 2.1. Námsk. í Reykjavík f. Jbyrjendur J26. ágúst til1 4. sept. 2.2. Námsk. \ (Reykjavkí ff. U ára-barnak. j28. ,ág. til 4. fept. 2.3. Námsk. (í jRvík f. ^1012 jára barnak. 26. ,ág. til 4. Sept. 2.4. Námsk. .í Rvík :f. gagn.fr.sk.kennara 7. ág- til 16. sept. 3. Dönskunámskeið jí tReykjavík: , ( 3.1. Námsk. á vegum Kennaraháskól. ,í Khöfn ,17.-29. ágúst 3.2. Námsk. f. barnak. með tiiraunaverkefni /17.—22. jígúst Aðeins er iunnt aff taka inn á .námskeiff j3.2. ikennara frá skól- um sem pantaff tiafa tilraunatexta. / , ; Fræðslumálastjóri. , ! - í ! I I i I ! I Malta súkkulaðikexið er sjálfkjörið í hópi kátra félaga. fylgir Maita jafnt á ferð sem flugi, — hvert sem er. Það leynir sér aldrei, — Malta bragðast miklu betur. Ánægjan Áskriftarsíminn er 14900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.