Alþýðublaðið - 18.08.1970, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 18.08.1970, Blaðsíða 12
V Alhýðu Maáð 18. ágúst RUST-BAN, RYÐVÖRN RYÐVARNARSTÖÐIN H.F. 4rmúla 20 — Sími 81630. Bíleigendur í mál vlð bifreiðaumboð í Reykjavík! 2 OG 3 ÁRA GAMLIR BÍLAR KOLRYDGADIR □ Að undanförnu hefur horið 'á því á einu hifreiða" verkstæðanna hér í borginni, að komið er með bif- reiðir af vissri tegu,nd, sem hafa vörið alvarlega skemmdar af ryði. Þegar eigendur keyptu þessar bif- reiðir hjá umboðinu horguðu þeir jafnframt fyrir ryð- vöm, sem fylgdi, en nú er komið í ljós, að annað hvort hafa 'bílarnir aldrei verið ryðvarðir eða ryð* vörnin hefur verið svo illa gerð, að hún hefur ekki komið að neinu gaglni. i Héi' er um að ræða bifreiðir af árgerð 1967 og 1968, en ef ryð vörn er í lagi á hún að endast í minnsla kosti 10 ár. Hyggjast eigendur þessara bifreiða senda neytendasamtökunum greinar- gerð um málið og leita réttar síns í þessu efni. Blaðamaður blaðsins fór á við komandi verkstæði og inni á verkslæðinu voru 4—5 bifreiðir af þessari tegund í ryðbætingu. Þarna voru t. d. bifreiðir, þar sem ryð var komlð í gegnum gólfið, sætisfestingamar komnar niður úr gólfinu vegna ryðs við sílsana. Annar bíll var svó illa farinn, að komin voru göt á hlið hans. Eigandi verkstæðisins sagði blaðinu í gær, að ef bílarnir hafi verið ryðvarðir í upphafi, væri verkið svo illa af hendi leyst, að það kæmi ekki að neinu gagni. Engin göt hafi verið bor- uð í bita bílanna, en það væri einmitt það, sem ryðvörnin byggðist á. Sagði eigandinn, að betra hefði verið í upphafi að láta ógert að ryðverja bílana svona illa, en að bíleigendurnir keyrðu um i þeirri góðu trú, að bifreiðir þeirra væru ryðvarðar. Sagði hann, að það væri mikið atriði fyrir bifreiðaeigendur að fá leiðréttingu í þessu efni. „Við höfum fengið mörg tilfelli kol- ryðgaðra bíla af þessari gerð og þetta er að koma upp í þriggja og fjögurra ára gömlum bílum. Annars eru bifreiðir, sem koma til íslands þokkalega ryðvarðar nema þessi tegund“. — Gelraunin hefsf aflur í dag: ÞAU HAFA UNNIÐ MALLORKAFERÐ - hver vinnur fimmtu ferðina! □ í dag hefst ffrnmti hluti verðlaunagetraunar Alþýðu- blaðsins, en sá hluti verður í sama formi og fyrsti lilutinn. Birtar verða myndir af þekkt- um mönnu.m, innlendum eða er- lendum. og er rétta svarið mcð- ai fjöffurra svara, sem gefin verða upp liverju sinni. Getraun in verður í 18 lilutum, en síðan verður veittur hálfs mánaðar skilafrestur eins og áður. 1-átitaka hefur verið mikjl í þeí,m fjórum hlutum getraunar- innar, sem þegar hafa farið fram, en verðlaunin eru hálfs mánaðar ferð til Mallorca i veg um ferðaskrifstofunnar Sunnu. Hér til hliðar birtast myndir af þeim fiórum sem þegar hafa hlotið verðlaunin. Á efstu .mynd inni er Ásdís Runólfsdóttir að taka við verðlaununum, en hún vann í fyrsta Ihlutanum. Á næstu mynd er Zophanías Bjamason, sem sigraði í öðrum hluta, á þriðju myndinni Ivamilla óor- steinsdóttir. sem sigraði í þriðja hluta. en neðst er Guölaug E. Úlfarsdóttir, se.m sigraði í fjórða hlutanum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.