Alþýðublaðið - 03.09.1970, Síða 1
Kemur Kristrún um jélin?
- sjónvarpið kvikmyndar sögu Guðmundar Hagalíns
SEINNI partinn í næsta
mánuði Ibyrjar sjónvarpið á
inniatriðunum úr Kristrúnu í
Hamravík, en útiatriðin voru
tekin í sumar sem kunnugt er.
Hvort við fáum að sjá hinn
endanlega árangur um jólin
eða síðar, vilja sjónvarpsmenn
sem minnst um segja að sva
stöddu eins og skiljamlegt er,
þvi að þama er geysimikið
starf enn óunnið.
Baldvin Halldórsson hefur
gert sjónvarpshandritið eftiri
skáldsögu Guðmundar G.
Hagalín og er jafnifralmt leik-
stjóri, en leikendur eru fjórir:
Sigríður Hagalín, dóttir skálds
ins, sem leikur titilhiutverkið,
Jón Sigurbjörnsson sem leikur
hreppstjórano Jón Gunnars-
son sem lei-kur Fal og Ingunn
Jensdóttir sem leikm' Anítu.
Þeir sem spyrja hvað orðið
hafi að fimmtu persónunni,
Arkarkrumma, fá þáð svar, að
það sé aðeins fyrri huti verks-
ins sem tekinn verði til með-
ferðar. ★
Ungur Hafnf irðingur „söguleg ur" háskólaborgari:
FYRSTITÆKNI-
SKÚLANEMINN
Q „Ef ég hefði farið í mennta
skóla að afloknu landsprófi, þá
væri ég núna þúinn með einn
vetur í verkfræði, en þar á
móti kemur, að með því að fara
í símvirkjanámið, aflaði ég mér
töluverðrar verkkunnáttu, sem
mér er tjáð að komi mér til
góða síðar, þannig að þessi
námsleið mín er mér fremur til
gróða en taps.”
Þetta sagði Guðleifur Krist-
mundsson, ungur Hafnfirðing-
ur, í viðtali við Alþýðublaðið
í morgun, en harrn er fyrsti
nemandinn úr Tækniskólanum,
sem veitt er leyfi til náms við
Háskóla íslands. Er Guðleifur
jafnframt fyrsti nemandinn úr
íslenzkum skóla, sem ekki hef-
ur stúdenfspróf, og veitt er
námsleyfi við HÍ.
Leyfið er byggt á 24. grein
menntaskólalaganna frá 20.
marz 1970 ,þar sem Tækniskól-
inn er talinn á sama stigi og
Verzlunarskólinn og Kennara-
skólinn, sagði prófessor Magn*-
ús Már Lárusson, rektor í morg
un „og byggð eru á þeim skiln
ingi okkar, að opna fleiri leið-
ir að háskólanum",
Guðleifur láilk í vor raun-
greinadeildarprófi frá Tækni-
skólanum með .mjög hárri .að-
aleinkunn, 9,60, en hæst er igeif
ið 10. „Tækniskólanámið er 5
vetm', þegar farin er venjuleg
leið. Undirbúningsnám er tveir
vetur af þessum 5. í stáð þess
að byrja tækninámið eftir
þetta undirbúningsnám, sótti
ég um námsleyfi við Háskólann
sem ég fékk og hef ég nám við
verkfræðideild Háskólans nú í
september“, sagði Guðleiifur.
Guðleifur nam simvirkjun
hjá Pósti og sima að loknu
landsprófi, en símvirkjanámið
tók hann þrjú ár. Að því loknu
fór hann beint í undirbúnings-
deild Tækniskólans.
„Ég ætla í rafmagnsverk-
fræði, lágspennu, sem er S
beinu framhaldi af símvirkja-
Guðieifur Kristmunrisson, símvirkinn sem í haust fer í verkfræffideilri
aff afloknum tveimur árum í Tækniskólanum.
náminu,“ sagði Guðleifur. anum eru nú einnig umsóknar-
Guðleifur- hetfur hlotið i5 ára hæfir en „stóru styrkjunum“
námsstyrk „stóra styrkinn“, en hefur verið fjölgað, og eru 10
lögum um hann var breytt í vor núna í stað 7 áðm'. —
þannig að nemar í Tækniskól- r
Þekkt andlit hverfur af skerminum
- Ása Finnsdóffir hælf hjá sjónvarpinu
□ Hún var fyrsti sjónvarps-
þulurinn okkar, kynnti dagskrár
liðina fyrsta kvöldið sem ís-
lenzka sjónvarpið hafði útsend-
ingar. Og nú eftir fjögurra ára
starf er andlitið hennar allt í
einu horfið af skermLnum. Marg
ir munu eflaust sakna Ásu. Bn
hún er að fara til Stokkhóhns
og Vierður þar í eitt ár. Eigin-
maður hennar, Jóhannes Long,
er þegar far.inn út til náms og
verður ieftir það í filokki sér-
menntaðra heilbrigðisfulltrúa.
Og hvað ætlar Ása að gera?
„Vera honum stoð og stytt-a
auðvitað", segir hún. „Og passa
litlu dótturina sem er orðin 10
mánaða. Nei, ég ætla ekki í neitt
nám; ég hef nóg að gera án
þess“.
Hún er strax orðin svolítið ang
urvær að vera .hætt hjá sjónvarp
inu og finnst leiðinlegast að
missa samband við alla góðu vin
ina sem hún hefur eignazt þar
á þessum fjórum árum. En í stað
inn getur hún farið að hlakka
til að endur.nýja samhandið við
vinahópinn sem hún á í Svíþjóð,
því að þar hefur hún dvalizt
tvisvar, fyrst í Gautaborg þegar
hún var 17 ái'a og seinna í lýð
háskóla á Skéni. —-
Sprengjumálið: i
AÐEINS ÁTTA
YFIRHEYRÐIR
□ Yfirheyrslum vegna eyði-'
leggingarinnar á stíflunni í Mið-
hvísl í Laxá er haldið áfram í
dag og vegna anna neitaði Stein
grímur Gautur Kristjánsso.n,
skipaður setudómari í málinu, að
eiga samtöl við dagblöðin í dag
FranúiaLd á bÍ3. 3.