Helgarpósturinn - 17.10.1994, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN MENNING
23
★ ★ ★ ★ ★ FRÁBÆRT
★ ★ ★ ★ ÁGÆTT
★ ★ ★ GOTT
★ ★ LALA
★ SLÆMT
0 VONT
© HÆTTULEGT
HÁTlDARTÖNLEIKAR I HÁSKÓLAHlÓI
★ ★★★
„Bráðefnileg söngkona, Guðrún
María Finnbogadóttir, hefur nú
stigiðfram á sjónarsviðið. Á hún eft-
ir að skáka sjálfum „King of the
World“?“
vini sínum má lesa að í upphafi leit
hann á konu sína sem elskulegan
krakka. Það viðhorf virðist þó hafa
breyst eftir því sem árin liðu.
Freudisti á borð við Dagnýju
Kristjánsdóttur hefði farið á kost-
um í túlkunum á þessum þríhyrn-
ingssamskiptum og skapað sér reiði
og óvild afkomenda. Það má lesa
milli línanna hjá Silju. Hún vill
engan særa og engan móðga, full-
yrðir fæst en gefur hárfínt í skyn.
Hún heldur jafnvægi í mjög erfíðri
stöðu.
Silja lendir í enn einum jafnvæg-
isleiknum þegar kemur að viðskipt-
um Kristins E. Andréssonar og
Guðmundar. Kristinn reyndist
Guðmundi í flestu vel en það voru
þó tímar þar sem viðskiptin voru
skáldinu ekki í hag. Silja potar í
Kristin í einni setningu og kyssir á
bágtið í þeirri næstu. Sú meðhöndl-
un er í fullu samræmi við þá stefnu
sem Silja hefur tekið við samningu
bókarinnar; að komast sem næst
sannleikanum án þess að meiða.
Mér virðist allir þeir sem við sögu
koma mega una nokkuð sáttir við
sitt, enda mun þessi bók varla valda
deilum.
Skáldskapur Guðmundar Böðv-
arssonar fær vitaskuld veglegt rými
í bók Silju. Úttekt Silju á skáldskap
Guðmundar er mjög vönduð. Hér
er einnig að finna áður óbirt ljóð
sem aðdáendum skáldsins mun
þykja fengur að.
Bókin mun varla fjölga verulega
aðdáendahóp Guðmundar en þeir
sem unna skáldskap hans mega
mjög vel við una.
Kolbrún Berþórsdóttir
■ Vel unnin, læsileg en varfærin
ævisaga Guðmundar Böðvars-
sonar. Persóna skáldsins verður
ekki athyglisverð, konurnar i lifi
hans verða öllu forvitnilegri.
Skáldskapurinn fær góða með-
höndlun. Áhugi á bókinni mun
likast til einskorðast við aðdá-
endur skáldsins.
Söngstjarnan og
Búkolla
HátIðartónleikar í HÁSKÓLABIÓI,
SlÐASTLIÐIÐ FIMMTUDAGSKVÖLD,
AFHENDING TóNVAKANS, TÓNLIST-
ARVERÐLAUNA RíKISÚTVARPSINS 1994
Islendingar eiga fjölmargar söng-
stjörnur. í heimi sígildrar tónlistar
Lœsileg en varfœrin
Silja Adalsteinsdóttir
SkAldið sem sólin kyssti
Ævisaga
Guðmundar Bödvarssonar
Hörpuútgáfan 1994
452 bls.
Þótt fslendingar státi sig af því að
vera mikil bókaþjóð þá býr þjóðin
við heldur fátæklegan kost þegar
kemur að framfærilegum ævisög-
um merkra skálda og rithöfunda.
Þessa haustdaga er þjóðin þó einni
ævisögunni ríkari því Hörpuútgáf-
an hefur sent frá sér ævisögu Guð-
mundar Böðvarssonar eftir Silju
Aðalsteinsdóttur.
Guðmundur Böðvarsson var hið
geðþekka skáld sem færði okkur
ljóð eins og Kyssti mig sól, Rauða
steininn og Fylgd. Hann var bóndi
sem unni landi sínu og þjóðrækni
og pólitísk afstaða settu mark á
skáldskap hans. Það var ekki til lýta.
í pólitískum skáldskap hlunkaðist
Guðmundur aldrei niður á banalít-
etplanið eins og Jóhannesi úr
Kötlum varð stundum á.
Maðurinn sjálfur virðist hafa
verið hógvær og dagfarsprúður
maður sem lifði stilltu og hvers-
dagslegu lífi. Þetta var líf sem er
ekki efni í hádramatíska sögu, en
þar finnst þó sitthvað forvitnilegt.
Guðmundur missti móður sína
ungur. Sú kona sem snemma varð
trúnaðarvinkona hans og virðist að
nokkru hafa tekið að sér að ala
hann upp sem skáld og mann var
Ragnheiður Magnúsdóttir frá
Gilsbakka, sem var sjö árum eldri
en Guðmundur. Silja birtir í bók
sinni nokkur bréf Guðmundar til
Ragnheiðar. Þau bréf birta afar
geðþekka mynd af ungum, einlæg-
um og góðgjörnum einstaklingi. En
svo er eins og mynd skáldsins
dofni. Hann hættir að gefa færi á
sér. Við lesum úr bréfunum hvern-
ig ungmenni hann var en verðum
litlu nær um það hvers konar mað-
ur hann varð.
Samband Guðmundar og Ragn-
hildar er athyglisverðasti þátturinn
í æviferli og þroska skáldsins og
milli þeirra virðist hafa ríkt meiri
kærleikur og traust en finnst í flest-
um hjónaböndum. Silju er nokkur
vandi á höndum þegar kemur að
því að túlka samband þeirra því
bæði voru í hjónabandi með öðr-
um aðilum. Guðmundur var giftur
konu sem var sjö árurn yngri en
hann og úr bréfi sem hann skrifar
Gerður Leifsdóttir,
Hreinn Friðfinnsson,
Ingileif Thorlacius, NIels Haf-
stein og Haraldur NIelsson.
Nýlistasafnið 15. - 30. OKT.
•kk
„öll verkin í Nýlistasafhinu eru
virðingarverð, en einungis verk
Hreins Friðfinnssonar erfyllilega
trúverðugt; æ öruggari og persónu-
legri aðferðafræði hans verður vart
lengur á móti mcelt. “
Silja Aðalsteinsdóttir
Skáldið sem sólin kyssti
★★★
„Vel unnin, læsilegen varfærin œvi-
saga Guðmundar Böðvarssonar.
Persóna skáldsins verður ekki at-
hyglisverð, konurnar í lífi hans verða
öllu forvitnilegri. Skáldskapurinn
fær góða meðhöndlun. Áhugi á bók-
inni mun líkast til einskorðast við
aðdáendur skáldsins. “
Gríman
The Mask
Laugarásbíói
★★★
„EfThe Mask er ekkifyrir tíu ára
menn, sem geta staðið af sér tveggja
tíma rifrildi um hvort sé skemmti-
legra fréttir eða teiknimyndir, þá
veit ég ekki fyrir hverja hún er. “
Fæddir morðingjar
Natural Born Killers
Sambíóin
■kk
„Það eina góða við Natural Born
Killers er myndatakan, klippingin og
hvernigþetta tvennt býr til and-
rúmsloft sem fær mann til að halda
að íþremur sætaröðum fyrir aftan
mann sitji hálfgeggjaður maður sem
stjórni myndinni með fjarstýringu.“
Megas „Ég veit ekki hvað hægt er að gera við mann eftir að búið er að flá hann, því ekki er hægt að éta hann.
Megas hatar iöföídina; Hann er búinn að siga fjöldamorðingjdn
um Axlar-Birni og syni hans, nauðgaranum Sveini Skotta,
á spíttfríkað lýðveldið. Fljótlega kemur út bók eftir meistammi
þar sem alburðarásinni er lýst í smáatriðum en hér gefur naþti
Lofti^Atla Eiríkssyni nasasjón af þessum nútíma andlitum t)igfi
Giovanni sem dregnir eru upp úr drullupolli íslandssögjfflBffl.v
Makleg málagjöld Megasar
„Það heita svo margar bækur
glæsilegum nöfnunt en innihaldið
er eins og verið sé að skrapa kjötið
af nöguðu hundsbeini," segir Meg-
as um íslenskar bókmenntir þegar
við hittumst á heimili hans til að
spjalla um um bók hans „Björn og
Sveinn, makleg málagjöld," sem
verið er að prófarkalesa þesa dag-
ana, en hún kemur út á næstu vik-
um hjá Máli og menningu. „Mér
fannst bókin mín vera það mikil að
efni að einfalt nafn væri við
hæfi,“bætir hann við. Björn og
Sveinn hafa verið í gerjun síðastlið-
in fimm ár en fyrirmynd bókarinn-
ar sækir Megas í óperuna Don Gio-
vanni eftir Mozart. „Axlar-Björn
og Sveinn Skotti eru samanlagt
Don Giovanni,“ að sögn hans. "Eg
skrifaði beinagrindina úti í Tælandi
en það félst einfaldlega í því að taka
Don Giovanni og staðfæra hann
upp á nýtt með því að steypa saman
Leporello og Don Giovanni og
kljúfa þá aftur í sundur. Don Gio-
vanni var morðingi og nauðgari, en
Leporello var svona skrípó. Ég
steypti þeim saman, skrípóið hvarf
að mestu og útkoman var annars
vegar morðingi og hins vegar
nauðgari."
Borgaralegir snyrti-
mennsku-glæpir
Feðgarnir Axlar-Björn og Sveinn
Skotti bjuggu undir Axlarhyrnu á
Snæfellsnesi á 16. öld en Björn var,
að því er talið er, mesti íjöldamorð-
ingi íslandssögunnar og hafði 18
mannslíf á samviskunni þegar hann
var líflátinn árið 1596. Sveinn var
hins vegar nauðgari sem hlaut
sömu örlög um það bil 50 árum
síðar og nú hefur Megas endurvak-
ið þá og sleppt þeim lausum í
Reykjavík nútímans.
„Þeir félagar eru náttúrlega ekki í
þessum borgaralegu snyrti-
hefur enginn þeirra náð eins langt
erlendis og Kristján Jóhannsson,
sem varð fýrir aðkasti öfundsjúkra
ungmenna í Kringlunni fyrir
skemmstu. Aðrir söngvarar hafa
sem betur fer ekki þurft að lenda í
öðrum eins raunum, enda ekki
notið sömu hylli í útlöndum og
hann. En nú er stigin fram á sjónar-
sviðið ung og bráðefnileg söngkona
sem á ef til vill ekki eftir að gefa
Kristjáni neitt eftir. Þetta er Guð-
rún María Finnbogadóttir, og
vona ég að sami lýður og púaði á
Kristján eigi ekki eftir að gera slíkt
hið sama við hana þegar fram líða
stundir.
Guðrún María söng nokkrar ar-
íur á hátíðartónleikum með Sin-
fóníuhljómsveit Islands - sem Ant-
hony Hose stjórnaði - í Háskóla-
bíói síðastliðið fimmtudagskvöld.
Tilefnið var verðlaunaafhending,
því Guðrún María sigraði í tónlist-
arkeppni Ríkisútvarpsins, sem var
haldin þriðja árið í röð núna í sum-
ar. Er hér bráðefnileg listakona á
ferðinni svo ekki sé meira sagt.
Hún virðist hafa allt sem þarf til
að verða prímadonna á heimsmæli-
kvarða; hún hefur kraftmikla, tæra
rödd og geislandi framkomu. Enn-
þá bíður hennar auðvitað ströng
þjálfun og mikið nám; röddin er til
dæmis ekki fullmótuð á neðri svið-
inu þó öll háu c-in hafi verið mjög
áhrifarík á tónleikunum. En við því
er heldur ekki að búast, því Guðrún
María. er ekki nema tuttugu og
fimm ára gömul, sem er mjög ung-
ur aldur í sönggeiranum.
Tónleikarnir á fimmtudags-
kvöldið lofuðu samt góðu um
framhaldið, og vill undirritaður hér
með óska henni til hamingju með
þennan glæsta árangur.
Á sömu tónleikum voru einnig
veitt sérstök heiðursverðlaun fyrir
vel unnin störf, og var það Þorkell
Sigurbjörnsson tónskáld sem
hreppti hnossið. Við það tækifæri
voru flutt þrjú verk hans, svonefnd
Hljómsveitartröll, Víravirki og Día-
fónía. Segja má að Þorkell eigi verð-
launin skilið, enda hafa um tvö
hundruð tónverk, þar á meðal "Bú-
kolla" og "Apaspil", runnið úr fjað-
urpenna hans í gegnum tíðina.
Stundum er tónlist hans þó dálítið
einhæf, því það er eins og hann
notist ekki við margar hugmyndir í
hverju verki.
Sumum kann að finnast það
leiðinlegt, og sú virtist vera raunin á
tónleikunum. Lófaklappið var
dræmt, og það var eins og áheyr-
endur hefðu ekki áhuga á að hlusta
á neitt annað en nýju söngstjörn-
una.
Enda ljómaði hún skært þarna
um kvöldið.
Jónas Sen
■ Bráðefnileg söngkona, Guð-
rún María Finnbogadóttir, hefur
nú stigið fram á sjónarsviðið. Á
hún eftir að skáka sjálfum King
of the World?
Hjarta, heili, - og sál
Gerður Leifsdóttir,
Hreinn Friðfinnsson,
Ingileif Thorlacius, NIels Haf-
STEIN OG HARALDUR NlELSSON.
NyLISTASAFNIÐ 15. - 30. OKT.
Um þessar mundir virðist það
ekki einungis að verða viðtekin
hefð hjá Listasafni Reykjavíkur að
Kjarvalsstöðum að dreifa lista-
mönnum til sýninga eins og hráviði
í mismunandi afkima hússins,
þessarar sömu tilhneigingar verður
einnig vart í Listastofnun Hafnar-