Helgarpósturinn - 17.10.1994, Síða 26
26
MORGUNPÓSTURINN SPORT
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1994
Rekdal skoraði jöfnunarmark
Norðmanna gegn Hollendingum á
miðvikudagskvöld og það var nóg
til þess að forráðamenn Lierse aft-
urkölluðu lánssamninginn frá
norska félaginu, en leikmaðurinn
hefur verið samningsbundinn Li-
erse í íjögur ár. Eric Gerets, þjálf-
ari Lierse og fyrrum leikmaður
Belga, krafðist þess að fá leikmann-
inn og eftir því fór stjórnin. ■
Með hvaða
liði heldur
þú í hand-
boltanum?
ndartaki
Þeir hafa fengið nóg af lífinu í skugga erkiíjendanna og nú hyggur
lið Internazionale á hefndir. Liðinu var spáð sigri í ítölsku deildinni
á síðustu leiktíð en olli miklum vonbrigðum. Hvað gerir liðið í ár?
„Mér hefur verið mikið strítt á
þessu," segir hún. "Það er líka
mjög óalgengt í kvennaboltan-
um að rauð spjöld séu gefin. Til
dæmis fékk engin stelpa rautt
spjald á nýliðnu Islandsmóti.“
þýðir þetta ekki bara að þú sért
frekar grófur leikmaður?
„Nei, það held ég ekki. Ég get
verið föst fyrir en gróf er ég ekki.
Þessi brottrekstur var hins vegar
umdeilanlegur að mínu mati,
fyrri áminningin var rétt en
seinni ekki, að mínu mati.
Hins vegar gerði þetta ekkert
annað en að þjappa stelpunum
saman og þær ldáruðu leikinn
með sóma og mér hefur líklega
liðið verst sjálfri uppi í stúku.“
Auður dvelur nú í Danmörku
og leikur þar knattspyrnu með í.
deildarliðinu Fortuna Hjörring.
„Þetta kom nú eiginlega til fyrir
tilviljun,“ útskýrir hún. „Ég fór
út tií Danmerkur í sumar á stórt
fótboltamót sem þjálfari litlu
stelpnanna. Félagið heldur mót-
ið og ég fékk að æfa mig með því
á meðan á mótinu stóð. Þeim
hefúr litist vel á mig og buðu
mér að koma aftur og klára
tímabilið. Ég þakkaði auðvitað
gott boð og hélt utan í septemb-
er en hef komið heim vegna
landsleiksins og æfinga síðan
þá.“
Og hvernig er „atvinnumennsk-
an“?
„Þetta er alveg rosalega gam-
an. Félagið er eitt það sterkasta i
landinu og miklu sterkara en fé-
lögin heima. Æfíngarnar eru
svipaðar og hjá landsliðinu,
kannski erfiðari. Ég verð hér
fram í nóvember og kem síðan
heim. Síðan verður bara að
koma í ljós hvort ég fer aftur út
næsta vor.“ Bih
Allir þekkja dæmin um dagfarsprúðu mennina sem umbreytast gjörsamlega þegar út í keppni er komið.
Sómadrengir verða þá á svipstundu að óalandi og óferjandi óargadýrum sem allt gera til að valda andstæð-
ingnum leiðindum. Þetta getur komið fyrir besta fólk. Þetta bara gerist. Til dæmis þegar frábær framherji
eins og Mark Hughes gerir þrennu í einum og sama leiknum. Það fer ekkert í taugarnar á honum. Eðlilega
ekki. En aumingja Carlton Palmer sem átti að dekka Hughes er í uppnámi, hann hefur allt á hornum sér, og
þá lætur hann ýmislegt flakka í hita leiksins...
Höllin fyrir fleiri áhorfendur
Framkvæmdir eru nú hafnar við austurenda Laugardalshallarinnar í því
augnamiði að koma fleiri áhorfendum fyrir vegna heimsmeistara-
keppninnar í handbolta á næsta ári. Stutt er í keppnina og því ekki ráð
nema í tíma sé tekið hjá borgaryfirvöldum og forystu íþróttahreyfingar-
innar.
Snorri Sturluson útvarpsmað-
ur „Ég er gegnheill
KA-maður enda al-
inn upp fyrir norð-
an frá tíu ára aldri.
Ég er Akureyringur
og norðanmaður í
húð og hár og hef
alltaf verið mjög
hlýtt til KA-manna. Reyndar skipti
ég einu sinni yfir í Þór og var þar í
þrjá daga. Það voru þrír undar-
legustu dagar ævi minnar."
Illugi Jökulsson, fyrrverandi
pistlahöfundur á
Rás 2 „Ég fylgist
nú frekar lítið með
íþróttum almennt.
Þó gerði ég það
örlítið sem strákur
og hélt með FH
þegar Geir Hall-
steinsson var upp á sitt betsa. Ég
held því að ef mér væru settir ein-
hverjir afarkostir myndi ég velja
FH. Ég fylgist með íþróttum aðal-
lega úr fjarlægð. Það er ekki
hægt annað, svo mikið pláss fá
þær í fjölmiðlum."
Ólafur B. “afruglari" Ólafsson,
rafeindavirki „Ég
held með Haukum
af því að þeir eru
bestir. Ég er úr
Garðabæ og er ný-
lega farinn að
fylgjast með gengi
minna manna. Nú
fer ég oft á Haukaleiki og finnst
þeir góðir. Ég vona að þeim gangi
vel, líst mjög vel á nýja mark-
manninn en þori ekki að spá þeim
titli í ár.“
Thor Vilhjálmsson, rithöfundur
„Mín íþróttaiðkun
hefur verið afar til-
viljanakennd í
gegnum tíðina. Ég
stunda júdó, var
sem drengur í 5.
flokki á kantinum
hjá KR og reyndi
fyrir mér í þrístökki hjá Armanni.
Þar brenndist ég reyndar og hætti
eftir það. í raun má segja að ég
haldi ekki með neinu liði. Ég
sveiflast meira eftir umfjölluninni
hverju sinni.“
Rósa Guðbjartsdóttir, frétta-
maður „Ég held
með Haukum. Ég
er búin að fara á
nokkra leiki með
þeim og eitt af því
fyrsta sem mér var
kennt var að segja
„Áfram Haukar“,
enda uppalin í Hauka-mafíu. Ég
bý í næsta húsi við íþróttahúsið
við Strandgötu og heyri því lætin
samfara leikjum inn á gafl.“
Norski landsliðsmaðurinn Kjetil
Rekdal er snúinn aftur til belgíska
iiðsins Lierse eftir að hafa verið í
láni hjá norska liðinu Molde síðan í
sumar.
Nicola Berti Ótrúlega tilfinninganæmur leikmaður sem Inter getur ekki verið án.
limov. Sá fyrrnefndi er þekktur fyr-
ir sín þrumuskot og lék ágætlega á
síðasta tímabili þegar hann skoraði
6 mörk í 25 leikjum. Shalimov
komst í hóp dýrustu leikmanna
heims þegar Foggia seldi hann til
Inter fyrir 750 milljónir sumarið
1992. Hann hefur þó ekki náð að
standa sig sem skyldi og virðist al-
veg dottinn út úr myndinni. Á
hægri kantinum spilar Pierluigi
Orlandini sem var keyptur frá Atal-
anta í sumar og hefur staðið sig
mjög vel það sem af er. Hann þykir
í hópi þeirra efhOegustu í boltanum
og hefur mikla tækni en þykir held-
ur þungur.
Sóknin
Sóknarleikur Inter brást illilega á
síðasta ári. Þetta var talið sterkasti
hluti liðsins fýrir tímabilið en ann-
að kom á daginn. Hollendingurinn
Dennis Bergkamp og Ruben
Sosa frá Uruguay náðu engan veg-
inn saman og uppskeran var effir
því. Þó er talið að þeir verði notaðir
saman áfram nú ásamt Darko
Pancev frá Makedóníu, sem leikur
með þeim í fremstu víglínu. Sosa er
fljótur og lipur leikmaður sem get-
ur skotið snöggt og fast að marki af
ólíklegustu stöðum. Hann er vanur
að skora glæsileg mörk en á það til
að klúðra ótrúlegustu færum.
Pancev var mikill markahrókur
með Rauðu Stjörnunni frá Belgrad
áður en Inter keypti hann fýrir
tveimur árum. Hann hefur mjög
lítið fengið að spila með liðinu eftir
slæma byrjun en virðist núna vera í
náðinni á nýjan leik.
Komnir:
Mirko Conte frá Venezia, Gi-
anluca Festa frá Roma, Darko
Pancev ffá Leipzig, Pierluigi Orland-
ini ffá Atalanta, Giovanni Bia frá Na-
poli, Andrea Seno ffá Foggia, Arturo
Di Napoli ffá Acireale, Luca Mond-
ini ffá F.Andria, Barollo frá Lecce,
Marco Delvecchio ffá Udinese, Gi-
anluca Pagliuca ffá Sampdoria, og
Mirko Taccola ffá Lucchese.
Farnir:
Salvatore Schillaci til Jubilo,
Massimo Marazzina til Foggia, Fa-
bio Di Sauro og Alessandro Cont-
icchio til Gualdo, Oliva og Alessan-
dro Rossi til Sora, Walter Zenga og
Riccardo Ferri til Sampdoria, Dani-
ele Corona og Gianni Testa til Fas-
ano, Beniamino Abate til F.Andria,
og Mirko Taccola til Palermo.
Saga inter
1908: Stofnað sem Internazionale
Football Club Milano.
1909-10: Italskir meistarar í fýrsta
sinn.
1928-29: Nafninu breytt í Am-
brosiana-Inter.
1938-39: Italskir bikarmeistarar í
fyrsta sinn.
1945-46: Nafninu breytt aftur í
Internazionale.
1963-64: Evrópu- og heimsmeist-
arar félagsliða.
1980-81: Sigurvegarar í Mundia-
lito-bikarnum.
1989- 90: Meistarar meistaranna á
Italíu í fyrsta sinn.
1990- 91: Sigurvegar í UEFA-bik-
arnum í fýrsta sinn. ■
Knattspyrna
Kjetil
Rekdal aftur
til Lierse
Fyrir síðasta tímabil borgaði Int-
er 2,5 milljarða fyrir nýja leikmenn
og var liðinu spáð meistaratitii.
Þegar upp var staðið hafnaði liðið í
13. sæti en bjargaði andlitinu með
því að vinna UEFA-bikarinn. Nú í
sumar fór Inter hægar í sakirnar en
keypti þó landsliðsmarkvörðinn
Gianluca Pagliuca frá Sampdoria
og létu gömlu kempuna Walter
Zenga upp í kaupverðið. Marka-
hrókurinn Darka Pancev er kom-
inn í liðið aftur og farinn að skora á
ný og liðið er því líklegt til afreka í
vetur en Dennis Bergkamp og
Ruben Sosa áttu erfitt með að
skora á síðasta tímabili. Inter hefur
ávallt verið í fremstu röð og eftir að
núverandi deildarskipulag var
komið á hefur það aldrei fallið nið-
ur um deild. Félagið hefur alls unn-
ið 13 meistaratitla á Italíu, þrisvar
sinnum orðið bikarmeistari, tvisvar
sinnum Evrópumeistari og tvisvar
sinnum unnið UEFA- bikarinn.
Forseti félagsins, Ernesto Pelle-
grini, hefur lagt mikla fjármuni í
félagið síðan hann tók við stjórn-
inni 1984. Hann hefur verið ósáttur
við árangur flestra þjálfara liðsins
til þessa og hikar ekki við að láta þá
fjúka.
Þjáifarinn
Ottavio Bianchi var fenginn til
að taka við liðinu í sumar eftir ófar-
ir síðasta tímabils. Bianchi er gam-
alreyndur þjálfari sem stjórnaði
Napoli þegar þeir urðu meistarar
1987. Hann tók síðan við liði Roma
en var óvinsæll á meðal leikmanna
og snéri aftur til Napoli sem fram-
kvæmdastjóri. Hann var efstur á
óskalista eigenda Inter í sumar og
tekur við af Marini sem hefúr stýrt
liðinu undanfarna mánuði. Bianchi
er með eins árs samning við Inter.
Vörnin
I markinu stendur hinn stóri og
stæðilegi landsliðsmaður, Gi-
anluca Pagliuca, sem Inter keypti
frá Sampdoria í sumar. Hann tekur
við af Walter Zenga sem hefur stað-
ið í marki liðsins meira og minna
síðasta áratug. Þótti mörgum löngu
tímabært að breyta til og varla er
hægt að fá betri markvörð á Italíu
en Pagliuca. Hann er eini landsliðs-
maðurinn í vörn liðsins en þar eru
þó margir snjallir leikmenn. Sá sem
skemmtilegast verður að fylgjast
með er fríherjinn Giovanni Bia
sem lék mjög vel í öftustu vörn hjá
Napoli á síðasta tímabili og var far-
inn að banka hraustlega á lands-
liðsdyrnar fyrir lokakeppni HM.
Bakverðir liðsins eru sókndjarfir og
léttleikandi og ættu að setja
skemmtilegan svip á liðið. Hægra
megin verður það sennilega hinn
tvítugi Mirko Conte sem verður í
byrjunarliðinu en hann spilaði með
Venezia í fyrra og var almennt tal-
inn besti bakvörður B-deildarinn-
ar. Vinstra megin leikur Davide
Fontolan sem hóf ferilinn sem
framherji en eftir að hafa fengið fá
tækifæri þar undanfarin ár var
hann síðan færður í stöðu vinstri
bakvarðar á síðasta tímabili og
blómstraði. Hann var jafnan besti
maður liðsins og komst í ítalska
landsliðshópinn. 1 miðri vörninni
berjast tvö hörkutól um stöðu í lið-
inu. Gamli landsliðsmaðurinn Gu-
iseppe Bergomi er orðinn þrítug-
ur og farinn að láta á sjá. Hann
þykir einn sá allra harðasti í boltan-
um, gefur aldrei eftir og andstæð-
ingarnir bera þess oft merki lengi á
eftir að hafa lent í honum í leik.
Miðjan
Eins og undanfarin ár er það
Nicola Berti sem verður í aðal-
hlutverki á miðjunni. Hann vekur
ávallt mikla eftirtekt og látbragð
hans á leikvelli gengur oft út í öfgar.
Það var talin ein aðalorsök slæms
gengis félagsins á síðasta tímabili að
hann gat lítið leikið vegna meiðsla.
Liðbönd í hægra hné slitnuðu í leik
í september og hann gat ekki leikið
aftur fýrr en undir lok tímabilsins.
Inter á tvo erlenda miðjumenn sem
ekki er talið að fái mörg tækifæri í
vetur en það eru Hollendingurinn
Wim Jonk og Rússinn Igor Sha-
Intemazionale,
AC Milan
Auður
Skúladóttir
Er mikið
stríttá
spjaldinu
Auður Skúladóttir hefur leikið
vel með Stjörnunni og íslenska
landsliðinu í sumar. 1 útileikn-
um við Hollendinga á dögunum
varð hún fýrst íslenskra knatt-
spyrnukvenna til að hljóta rauða
spjaldið í landsleik. Auður segir
að þetta atvik hafi verið leiðin-
legt og fyrir vikið hafi hún fengið
mörg skot á sig.