Helgarpósturinn - 25.05.1995, Page 4
'FIMMTUBWGUJR^gSl
3000
FERMETRA
TÓNLEIKA-
HÖLL í
HJARTA
BORGAR-
INNAR
Þegar borgarstjórn
beitti sér fyrir
flutningi Kolaportsins í
Tollhúsið var
hugmyndin að í þessu
stóra og glæsilega
húsnæði gæti þrifist
margvísleg starfsemi
sem flesta daga
vikunnar.
Kolaportið vill eiga
samstarf við aðila um alls
konar afnot af húsnæðinu
og má til dæmis geta þess
að þar er ákjósanleg
aðstaða fyrir tónleika,
Ríkissjónvarpið hefur
notað það sem
upptökusal, haldnar hafa
verið tískusýningar og
húsnæðið hefur verið leigt
út fyrir aðra fjölbreytta
starfsemi eins og
vörusýningar, körfubolta,
maraþondans, hjólabretti,
borðtennis og fleira.
Hægt er að fá afnot af
öllu húsnæðinu eða hluta
þess, því auðvelt er að
stúka það niður í minni
einingar. Áhugasömum
aðilum er bent á að hafa
samband við skrifstofu
Kolaportsins í síma 562
5030.
Frá sýningunni
„Sunnlenskt - Já takk
fylgt í kjölfarið. Má þar t.d. nefna
sjávarútvegssýningar, landshlutasýn-
ingar og margar fleiri. „Kaupstefna
Kolaportsins hafa yfir að ráða starfs-
liði sem hefur sérþekkingu og mikla
reynslu á þessu sviði. Slíkt tryggir
vönduð vinnubrögð og gott skipulag
í allri framkvæmd. I lok hverrar sýn-
ingar alltaf gert gæðamat hjá þátttak-
endum og það notað til að efla enn
frekar gæði í skipulagi og fram-
kvæmd.“
lUYIR MARKHOPAR OG
FERSKLEIKI I KYI\IN-
INGARMALUM
Kolaportid
aðakamkomustaður
boraarinnar
Þó Kolaportið sé auðvitað fyrst og
fremst markaðstorg þar sem gestir fá
meira fyrir krónurnar, virðist stað-
urinn einnig þjóna mikilvægu fé-
lagslegu hlutverki í borginni. Góð
vinkona Kolaportsins, vel við aidur,
hefur t.d. komið í heimsókn hverja
einustu helgi frá byrjun, „að einni
helgi undanskilinni þegar ég lá í
lungnabólgu“ eins og hún orðaði
það þar sem hún sat í kaffistofunni
mitt í góðum hópi Breiðfirðinga.
Einn starfsmanna Kolaportsins var
að reka erindi þess í opinberri stofn-
un þegar kona á besta aldri sem var
að afgreiða hann sagði: „Guði sé lof
fýrir Kolaportið. Fyrir nokkrum ár-
um var mamma, sem nú er 92 ára,
alltaf fárveik og sífellt á sjúkrahúsum
eða í læknisheimsóknum. Nú skipt-
ist fjölskyldan á að fara með henni í
Kolaportið um helgar og hún fer
varla til læknis lengur." Það má því
kannski segja að Kolaportið sé einn-
ig hálfgerð heilbrigðisstofnun.
I Kolaportinu má oft sjá heilu ættar-
mótin og algengt er að fólk hitti þar
gamla vini og kunningja sem það
hefur jafnvel ekki séð áratugum
saman. „Ég hitti alltaf einhvern sem
ég þekki, fólk úr borginni eða utan af
landi,“ segir Ingólfur Viktorsson.
„Þetta er einn aðalsamkomustaður
borgarinnar um helgar. Ég kem hér
mjög oft og finnst Kolaportið mikil
upplyfting í borgarlifinu."
Ónefnd hjón tóku undir með Ing-
ólfi. „Við komum hér oft til að skoða
mannlífið. Það er svo skemmtilegt
að hér hittum við fólk sem við ann-
ars mundum aldrei hitta. Það er eins
og það hafi vantað rétta vettvanginn
fyrir slíkt.“
LIFLEGASTI VETT-
VANGUR MANN-
LEGRA SAMSKIPTA
Ólafur Gíslason skrifaði skemmti-
lega grein í Nýtt Helgarblað í janúar
1992 undir fyrirsögninni „Ó tímar, ó
hallir“ en þar sem hann sagði m.a.
„Tökum til dæmis Seðlabankahúsið,
eina fyrstu byggingu í anda postmó-
dernismans á höfitðborgarsvæðinu.
Undir þessari byggingu inni í Arnar-
hólnum sjálfum var byggt eitt fyrsta
mannvirki borgarinnar sem er svo
postmódernískt að það sést ekki of-
anjarðar. Enda ætlað fyrir bíla. Núna
gengur þetta mannvirki undir nafn-
inu Kolaportið og það er orðið að
einum vinsælasta samkomustað
fólksins í borginni. Um hverja helgi
flykkjast þúsundir borgarbúa í þetta
neðanjarðarhús til þess að sýna sig
og sjá aðra og spá í viðskiptin. Kola-
portið er orðið að einhverjum lífleg-
asta vettvangi mannlegra samskipta
á höíúðborgarsvæðinu og það þarf
ekki nema að horfa í andlitið á fólk-
inu þar til að sjá, að hér er allt á
hreinu. Hér gengur enginn um með
opinn munn. Rétt eins og fyrir til-
viljun, og sannanlega án þess að
arkitektinn eða patrónar hans hafi
haft það í huga. Þessi saga sannar
það eitt að arkitektarnir eru ekki ein-
ir um að skapa borgarumhverfið.“
BKJRAÐIR VID
INNGANGINN
Bílageymslan í Arnarhól, þar sem
Kolaportið var til húsa fyrstu fimm
árin, var orðin of lítil fýrir sívaxandi
fjölda gesta og algengt var að biðrað-
ir mynduðust við innganginn á
álagstímum. Jens Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Kolaportsins, segir að
það hafi komið sér á óvart hversu vel
menn tóku fjöldatakmörkunum og
hafði jafnvel lúmskt gaman af að
standa í biðröðinni.
Notaiegt að setjast niður og fá sér kaffisopa.
Á þessum tíma var algengt að um
20.000 gestir kæmu í Kolaportið um
helgi, og samkvæmt skoðanakönn-
unum sem ÍM Gallup gerði í árslok
1992 kom í ljós að 83% borgarbúa
höfðu komið í Kolaportið og 73%
allrar þjóðarinnar. Þegar spurt var
um viðhorf fólks til Kolaportsins í
1200 manna úrtaki voru 84% já-
kvæðir, 11% hlutlausir og aðeins 5%
neikvæðir.
í þremur könnunum sem ÍM Gallup
hefúr gert fýrir Kolaportið, hefur
komið í ljós að gestirnir eru nánast
þverskurður þjóðfélagsins, en ungt
fólk og konur virðast heimsækja
markaðstorgið oftar en aðrir. Um
10% þjóðarinnar hefur prófað að
selja í Kolaportinu.
30.000 GESTIR A
HELGI
Effir að Kolaportið flutti í Tollhúsið
fyrir ári síðan hefur gestafjöldi ekki
verið talinn enda óhægt um vik því
fjórir inngangar eru á nýja staðnum.
Kunnugum ber þó saman að fjöldi
gesta hefúr aukist verulega og talið
er að allt að 30.000 gestir komi um
hverja markaðshelgi.
Nýja húsnæðið er mun stærra en
gamla bílageymslan og er um 3000
fermetrar að stærð. Nefna má að
fjöldi sölubása er um 200 á nýja
staðnum á móti 130 á þeim gamla.
AM að 40.000 gestir koma
á íförusýnmgar í Kobportmu
GLÆStlLEG ADSTADA
TIL VORUSYNINGA
„Með tilkomu þessa nýja og rúm-
góða 3000 fm markaðshúss Kola-
portsins er komin einstök aðstaða til
að halda vörusýningar hvort sem er
einar sér eða samhliða markaðstorg-
inu um helgar,“ segir Guðmundur G.
Kristinsson, markaðsstjóri Kola-
portsins. Hægt er að hafa sýningar-
svæðið hrátt og einfalt eða með hefð-
bundnu sýningarsniði, teppum á
gólfi og hvítum sýningarveggjum,
sérinngangi og afmarkað frá mark-
aðstorginu. Húsnæðið hentar hvort
sem er stærri eða minni aðilum til
sýningarhalds, og má negfna sem
dæmi annars vegar litla sýningu
norsku bátsmiðjunnar Viksund sem
nýlega var haldin í hliðarsal Kola-
portsins, en þeir seldu hvorki meira
né minna en ; fimm báta sem hver
kostaði um 10 milljónir króna. Og
svo má hins vegar nefna sýninguna
„Börnin og framtíðin“ sem lands-
samtökin Heimili og skóli stóðu að í
febrúar á um 600 fermetra svæði og
þótti takast mjög vel. Sýningar og
kaupstefnur í Kolaportinu geta því
verið mismunandi að stærð og um-
fangi, allt frá því að taka um 100 fm
pláss upp í að vera á um 1500 fm sýn-
ingarsvæði."
ÞEKKING OG REYNSLA
SEM SKILAR ARANGRI
Það þótti mörgum að ráðist væri á
garðinn þar sem hann var hæstur
þegar Kolaportið skipulagði fyrstu
sýninguna á gamla staðnum, en það
var tölvusýning þar sem flest af
stærstu töivufyrirtækjum landsins
sýndu vörur sínar með góðum ár-
angri, en síðan hafa fjöldi sýninga,
-1 'íin’tór. i uenni is Jíisig í(vjí ihlijj
Guðmundur segir að sífellt sé verið
að skoða nýjar leiðir til að halda
ferskleika í kynningu og framsetn-
ingu á vörusýningum. „Það er mjög
hagkvæmt að vera með sýningar
samhliða markaðstorgi Kolaportsins
því að samgangur við markaðstorgið
tryggir mikla aðsókn eða allt að
40.000 gesti á hverja sýningu. Með
þessu fýrirkomulagi er einnig verið
að höfða til nýrra markhópa sem
ekki kæmu annars á tiltekna sýningu.
Við leggjum einnig mikið upp úr allri
kynningu og hún er yfirleitt unnin í
samstarfi við stærri fjölmiðlafyrir-
tæki. Markmiðiðið er að hver einstök
sýning hafi sína sérstöðu og veki
áhuga þeirra markhópa sem verið er
að höfða til hverju sinni.
Við viljum hvetja félagasamtök og
aðra áhugasama aðila sem vilja efna
til sýninga að hafa samband við okk-
ur og kynna sér þá möguleika sem
við höfum upp á að bjóða."