Helgarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 7
 Fl Ivl M'Tla 0WG UJ R Kompudagar á langri UppstigningardacL föstudag, laugardag og sunnudag. Allir markaðsdagar eru kompudagar í Kolaportinu, en öðru hverju efnir Kolaportsfólk til sérstakra kompu- daga og er þá gefinn stór afsláttur á básaleigu þeirra sem selja notaða muni. Að þessu sinni er helgin óvenju löng fjórir dagar frá uppstign- ingardegi á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Verð sölubása verður aðeins 1200 krónur á fimmtudag og föstudag og 1800 krónur á laugardag og sunnu- dag. Föstudagurinn verður reyndar sérstaklega tiieinkaður Vesturbæing- um og er liður í margvíslegum hátíð- arhöldum við höfnina í sambandi við Sögu- og menningarhátíð í gamla Vesturbænum, sem borgaryfirvöid standa fyrir. VAIUTAR ALLTAF KOMPUDOT „Kompudótið er alltaf vinsælt og við fáum aldrei nóg af slíkum seljendum til okkar,“ segir Guðmundur G. Kristinsson hjá Kolaportinu. „Með þessum fjórum kompudögum um helgina erum við að hvetja fólk til að hreinsa til hjá sér og gera sér pening úr gömlu dóti. Það finnst flestum gaman þegar fóik lætur verða af þessu, ekki síst börnum og ungling- um, og ánægjulegt að sjá fólk jafnvel fá tugþúsundir króna fyrir dót sem annars hefði kannski lent á haugun- EIIUS MAIUIUS DRASL ER.ANIUARS MAIUIUS FJARSIODUR Einn af bestu gestunr Kolaportsins er Magni í Frímerkjabúðinni. Hann mætir gjarnan snemma á morgnana, heilsar upp á fasta seljendur og aðra kunningja, en kompudótið á hug hans allan og hann segist oft finna skemmtilega muni í Kolaportinu. Magni segir að núorðið átti margir sig á því að verðmæti geti legið í „gömlu drasli“, en þó lendi því mið- ur allt of mikið á haugunum. Hann á það til að leiðbeina nýjum seljendum um verðlagningu og þá gjarnan ef honum finnst verðlagningin alltof lág. VERÐIÐ HÆKKAÐI OG LÆKKAÐI Fríða Björnsdóttir blaðamaður skrif- aði skemmtilega grein sem birtist í Vikunni 1993, þar sem hún lýsti reynslu sinni af kompusölu í Kola- portinu. Þar segir hún m.a.: „... Þetta voru engir peningar en nú hafði sölufíknin náð tökum á okkur mæðgum og verðið skipti ekki lengur máli, svo lengi sem hlutirnir seldust. Við virtum fyrir okkur viðskiptavin- ina og verðið hækkaði og lækkaði eftir því hverjir spurðu.... Ég kom undurfallegum postulínskisum og öðru álíka fyrir frernst á söluborðinu og sá strax að þar náði glingrið aug- um yngstu gestanna. Áður en varði voru allar postulínskisurnar horfnar og í staðinn komnir seðlar í veskið mitt Tilganginum var náð, þótt ef til vill væri réttara að þegja yfir þessari „óprúttnu" sölumennsku.“ ÞAU KUNNA AÐ PRUTTA Gefum Fríðu aftur orðið þar sem hún segir frá Rússunum og öðrum útlendum viðskiptavinum: „Munur- inn á þeim og okkur Islendingunum er sá að þeir vita til hvers staðir eins og Kolaportið eru. Þar á að prútta og það gera þeir svo sannarlega, á með- Oli í Kaffi Sælu Ólafur Ásgrímsson tók við veitinga- rekstrinunr í Kolaportinu þegar markaðstorgið flutti í Tollhúsið fyrir ári síðan. „Eg sá auglýsingu frá Kola- portinu í Mogganum einn sunnu- daginn þar sem veitingasalan var auglýst laus til umsóknar og ákvað að slá til,“ segir ÓIi. „Fyrstu helgina ætl- uðum við að vera tvö í rólegheitum að selja kaffi og gos, og smyrja brauð fyrir gesti eftir hendinni. Nema hvað að við urðum að kalla út aukalið strax fyrsta morguninn, vorum sex í afgreiðslu og höfðum ekki undan.“ UR MALNINGAVINN- UNNI I VEITINGA- REKSTUR Óii hafði verið í málningavinnu í sjö ár og langaði að breyta til. „Nú á veit- ingareksturinn hug minn allan og mig langar helst að vera í þessu alla daga. Ég hef verið að þróa veitinga- söluna stöðugt og bjóða upp á sífellt fjölbreyttara úrval veitinga. Fljótlega byrjaði ég með fylltar franskar pönnukökur, nýlega fór ég svo að bjóða samlokur og franskar, og það nýjasta er djúpsteiktur fiskur með frönskum. Og svo passa ég mig á að hafa verðið í lágmarki.“ RETTA KAFFIÐ Helstu byrjunarörðuleikarnir hjá Óla var að finna rétta kaffið fyrir kúnn- ana sína. „Ég var búinn að prófa margar tegundir en var aldrei nógu ánægður fyrr en ég leitaði til Gevalia. Óli í Kaffi Sælu á fullri ferð. Þeir sendu mér í hvellinum hörku- konu, Kristínu Birnu, sem kenndi mér ekki bara að búa til gott kaffi heldur bókstaflega umbylti öllu hjá mér. Nema hvað að kaffisalan marg- faldaðist hjá mér eftir að ég fór að nota Gevalia, og eins gott hvað Hlöð- ver þjónustustjóri er lipur og greið- vikinn því ég þurfti oft að leita til hans um helgar og á nóttu sem degi hefur hann reddað mér um meiri birgðir af kaffinu.“ Kompudótið er alltaf vinsælt í Kolaportinu. an íslendingarnir spyrja um verð og kaupa eða kaupa ekki. Mikill fjöldi austurlenskra kvenna var í Kolaport- inu þennan dag. Konurnar kornu og spurðu um verð og undantekningar- laust buðu þær að minnsta kosti helmingi minna en það sem upp var sett. Stundum gátum við sæst á verð- ið, stundum ekki. Manninum mín- um þótti ég þó gera hvað best þegar mér tókst að selja einni.og sömu konunni tvær hvítar regnhlífar, reyndar fyrir aðeins hundrað krónur stykkið en það var ekki málið.“ Og Fríðu gekk ljómandi vel eins og seinna kom fram í greininni: „Það var komið að leikslokum á sunnu- dagssíðdegi. Hreinn hagnaður nálg- aðist þrjátíu þúsund krónur og eigin- maðurinn varð að játa sig sigraðan .“ ÞRJÁR GULLIUAR REGLUR Þegar fólk selur kompudót í Kola- portinu er gott að hafa þrjár reglur í huga, að henda engu og koma með sem fjölbreyttastan varning, að setja upp frekar hátt verð í byrjun á með- an fólk er að átta sig á verðmætinu, og síðast en ekki síst að mæta í góða skapinu og hafa gaman af. Skemmti- legast er að fjölskyldur, saumaklúbb- ar eða vinahópar taka sig saman um að selja kompudótið sitt. Þá veitir fólk hvert öðru stuðning og skemmt- ir sér enn betur. Varasamt er hins vegar að vera margir um einn sölu- bás, því reynslan hefur sýnt að salan minnkar ef margir eru saman um plássið og viðskiptavinirnir komast jafnvel ekki að. SUMARPORTIÐ í HÚSI KOL APOR TSINS Ótrúlegt úrval af vöru með allt a« 3 70% B Fsl . lætt SsSÍ&S&M: **„v i Gæðamatvæli Fiskur -1 Síld - Lax ð - Grænnu 09 ótal margt fleira. í Sumarportinu standa framleið#idurnir sjdlfir d bak vió söluborðið. Meó því að versla beint frd framleiðanda tryggirðu þér hdmarksgœði og hagstœtt verð. vöruveisla ★ ★ ★ ★ 27. maí til 5. júní "vr Evrópufrumsýning ú amerískum sófasettum Amerísku Englander rúmin ■fe Original 501 LEVI'S gallabuxur /y Nýji Jordan #45 bolurinn Einnig mikið úrval stofuskópa, stofuborða viftuljósa, lampa, Austin stytta ósamt fatnaði frá Reebok, Nike, Champion og fleirum á sannkölluðu ameríkuverði. C & ISLADISKA UTSALA Verð frá kr. 199,- Létt rokk, popp, hipp-hopp, sveitatónlist, þungarokk, klassísk, melódísk sígild, íslensk sem erlend tónlist í miklu úrvali. Fjöí[>r^^^[s^ewmtTÍe^t HJÓLHÝSI - TJALDVAGNAR SUMARBÚSTAÐAVARA ANTIKVARA - BÁTAR LEIKFÖNG - GJAFAVARA AUSTURLENSK VARA SKARTGRIPIR - MYNDBÖND FATNAÐUR - HANNYRÐAVARA SET- LAUGARí SUMAR PORTINU (Sumarportinu, sumar- markaði Kolaportsins sem opinn er alla virka daga kl. 12-18, er að finna merkilega setlaug frá Norm-x í Garðabæ. Sævar Svavarson stofnaði fyrir- tækið 1981 fyrst og fremst til að þjóna sjávar- útvegi með framleiðslu fiskikara en einnig voru þó ýmsir aðrir hlutir fram- leiddir svo sem stór fóður- síló sem steypt voru í tveimur hlutum. Einhverju sinni var Sæv- ar á rölti um athafana- svæði fyrirtækisins og kom þá auga á lok af fóð- ursilói og hugmynd sló niður í kollinn á honum. Þetta leit út eins og ein- faldur „heitur pottur" eða setlaug sem voru þá að ryðja sér til rúms hér á landi. „Mérvitanlega hafa slíkar setlaugar hvergi annars staðar verið fram- leiddar úr polythelene með hverfisteypuaðferð," segir Sævar Svavarsson. „En ég ákvað að prófa að þróa þetta og reynslan Einu setlaugar sinnar tegundar í heiminum. hefur sannast að segja verið frábær. Hefðbundn- ar setlaugar hafa verið gerðar úr akrýl með miklu dýrari framleiðsluaðferð- um. Það var því strax Ijóst að við gátum boðið betra verð og 15 ára reynsla hefur sýnt að okkar set- laugar hafa marga eigin- leika fram yfir acryl-pott- ana." Guðmundur Guð- mundsson verkfræðingur og tæknilegurfram- kvæmdastjóri hjá Norm-x segir mjög erfitt og oft á tíðum útilokað að gera við skemmda akrýl-potta. Hins vegar sé tiltölulega auðvelt að gera við Norm- x-laugarnar, því efnið í þeim hefur allt aðra eigin- leika en akrýl. Á þessum 15 árum hafa verið seldar á annað þúsund setlaugar og gerð- ar hafa verið tilraunir með útflutning til Kaliforníu sem lofað hafa góðu. Nú framleiðir Norm-x 4 mis- munandi gerðir og stærðir setlauga, og hægt er að fá þær í næstum hvaða lit sem er.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.