Helgarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 5
Markaðstovg sælkeranna Kolaportið hefur löngum verið frægt fyrir mikið úrval matvæla og sumt fæst ekki annars staðar. Úr- valið hefúr aukist mikið eftir að Kolaportið flutti í Tollhúsið enda aðstaða til sölu matvæla allt önnur og öll viðkvæm matvæli eru seld í sérsal. Pálmi Karlsson trónir þar fyrir miðju með ferskan fisk undir nafninu „Fiskbúðin okkar“. Þar leggur hann m.a. áherslu á ýmsa „furðufiska“ en gómsætir sjávar- réttir og glæný ýsuflök eiga þar þó einnig sinn stall. Þá má ekki gleyma því að Pálmi reynir jafnan að hafa hvalkjöt á boðstólunum en slíkt kunna margir vel að meta. Bergur Hallgrímsson frá Fáskrúðs- firði ér frægur fyrir það að aka 1500 km hverja viku til að selja síldarrétti sína í Kolaportinu. Hann byrjáði á þessu 1990 og hef- ur ekki misst úr eina helgi. Eítt sinn hann var nýlagður af stað með síldarfarm, ók hann útaf veg- inum. Bíllinn var talinn ónýtur en Bergur slapp ómeiddur. Þá var ekki um annað að ræða en fá ann- að ökutæki og Bergur var mættur á réttum tíma í Kolaportið daginn eftir, þrátt fyrir óhappið. Bergur er alltaf að þróa nýja síldarrétti sem flestir slá í gegn en hann býður einnig upp á fjölbreytt annað sjáv- arsælgæti. HÁKARL OG HVERA- BRAUÐ Meðal annarra seljenda má nefna Hildibrand frá Bjarnarhöfn sem býður upp á úrvals hákarl og sömuleiðis Kristinn Einarsson sem einnig á fastan kúnnahóp fyrir há- karlinn sinn. Hverabrauð- ið frá Húsinu á sléttunni í Hveragerði er mjög vin- sælt, nokkrir aðilar selja kartöflur sem þeir rækta sjálfir og Magnea á offast til ábrysti og ódýra kjúk- linga ásamt úrvali áf græn- meti og ávöxtum. Skarp- héðinn Össurarson seiur m.a. alla veganna verkaðan lax og silung. Af öðrum vörutegundum má néfna harðfisk, sælgæti, frystar sjávarafurðir, kjöt og kök- KARII GARÐI Þegar DV spurði nokkra þjóðkunna Islendinga um minnisstæðústu atburði' ársins 1992 var enginn 'efi í svari Kára Þorgrímssoriár bónda í Garði:,„Fyrsti dag- urinn sem ég seldi kjötið mitt í Kolaportinu.“ Annarri eins sprengju hefur sjaldan verið varp- að eins og þegar Kári í Garði fór að selja lambakjötið sitt beint og milliliðalaust tii neytenda í Kola- portinu í október 1992. Fyrsta daginn seldust 100 skrokkar á þremur tímum. Almenningur streymdi í Kolaportið til að kaupa kjötið og hylla þennan bónda sem hafði hafið privat sjálfstæðisbar- ■feki Á matvælamarkaði Kolaportsins standa frmleiðendurnir sjálfir á bak við vöruna. áttu. Fjölmiðlar voru undirlagðir frásögnum af þessum tímamóta- viðburði og flest dagblaðanna skrifuð leiðara um málið. KAFLASKIPTI I MATVÆLASOLU Jens Ingólfsson framkvæmdastjóri Kolaportsins er á því að þarna hafi orðið kaflaskipti í matvælasölu í Kolaportinu. „Seljendum matvæla fjölgaði mikið og við fórum að heyra af nýjum viðhorfum við- skiptavina. Þessu má lýsa með orðum þekkts athafnamanns sem ég hitti í Kolaportinu: „Ég kem í Kolaportið til að kaupa vönduð matvæli því þar standa framleið- endurnir sjálfir á bakvið vöruna sína“. Með öðrum orðum má segja að þarna fari saman lágt vöruverð og meiri gæði. Ef Magnea selur þér vondar kartöflur í dag, þá fengi hún aldeilis að heyra það næst.“ Og kaupendurnir koma úr öllum þrepum þjóðfélagsins og af öllum landshornum. Meðal fastakúnna má nefna ráðherra sem hefur sér- stakt dálæti á síldinni frá Bergi og ekki síður á kókosbollunum hjá Sirrý, þekktan hæstaréttarlögmað- ur sem er sem eyðilagður maður ef Magnea hefur ekki komið með ábrysti þann daginn og svo mætti lengi telja. Við rekum þjónustustarfsemi sem byggir á tilvist viðskiptavina - rabbað við Stefán Haraldsson framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs Mörgum þykir að áherslubreytingar hafi orðið í rekstri Bílastæðasjóðs eftir að þú tókst við framkvæmda- stjórn haustið 1993. Er þetta rétt? „Já, það er nokkuð til í þessu. Þegar ég tók við þessari stöðu var hún ný, búin til um leið og sjóðurinn var færður til innan borgarkerfisins á fyrri hluta árs 1993. Yfirstjórnin var með þessu færð nær hinni daglegu starfsemi, bæði starfsfólki og við- skiptavinum, og ég hef reynt að vinna útfrá þeirri hugsun að við rek- um þjónustustarfsemi sem byggir á tilvist viðskiptavina.“ Hvernig er nýting bílahúsanna núna, eru þau kannski óþörf? „1 augnablikinu erum við með um það bil 900 mánaðarkorthafa í við- skiptum, og samanborið við heild- arfjölda stæða í húsum sem er um 1.100 vil ég alls ekki kvarta. Reyndar er hvergi biðlisti núna nema í Vest- urgötu 7, sem er ákaflega vel nýtt, en við sjáum stöðuga aukningu í öllum húsunum þó hægt fari á köflum. Sérstaklega er ánægjulegt að fylgjast með stöðugt vaxandi skamnitíma- notkun, og munum við beita okkur nokkuð á því sviði á næstunni með nokkrum athyglisverðum nýjung- um. Eftir því sem ég kynnist rekstr- inum betur sannfærist ég meira um að full þörf er fyrir öll bílastæðin sem hafa verið byggð í miðborginni, þó ef til vill hafi til þessa ekki verið gætt samræmis milli framkvæmda- hraða, tekjumyndunar og markaðs- stöðu húsanna gagnvart öðrum bílastæðum á svæðinu." Hvaða forsendur voru fyrir hœkk- anirá bílastœðagjöldum að undan- fömu? „Breytingarnar sem verið er að gera á rekstri bílastæðanna í miðborginni varða fyrst og fremst forgangsröðun langtíma- og skammtímastæða. Stæði, sem áður voru sérlega ódýr fyrir langtímanotendur færast milli gjaldsvæða til að skapa greiðari að- gang fyrir viðskiptavini, og ekki er að efa að þeim mun fjölga í kjölfar- ið. Hækkun tímagjalds á þessum stæðum er því ekki ætlað að snerta starfsfólk í miðborginni, heldur för- um við fram á að það styðji viðleitni okkar með því að leggja örlítið fjær en vanalega. Hækkun tímagjalds á Tjarnargötustæði (Alþingisreit) er gerð til samræmingar við miðastæð- in á gjaldsvæði 1 og jafnframt er henni ætlað að draga úr effirspurn með því að beina umferð á minna nýtt stæði í næsta nágrenni: Ráð- húskjallara, Tjarnarbakka og Tún- götu. Með þessu er reynt að fækka þeim tilfellum sem stæðið fyllist og umferðarhnútar myndast í grennd- inni. Um minni afslátt af auka- stöðugjaldi sem greitt er innan þriggja daga er það að segja að gjald- ið með afslætti hefur verið óbreytt að upphæð 300 krónur frá 1988, en þá nam afslátturinn 40% af álögðu gjaldi. Hlutfallið er hið sama nú, um 40% af 850 króna gjaldi, þannig að innan þriggja daga greiða menn að- eins 500 krónur. Þetta er í meira samræmi við kostnaðinn við þessa handvirku, persónulegu þjónustu, og jafnframt standa vonir til þess að fleiri kynni sér nú alla þá kosti aðra sem Bílastæðasjóður býður upp á.“ Vceri ekki eðlilegt að bílahúsin teld- ust eðlilegt framhald gatnakerfisins og vceru þar af leiðandi byggðar fyrir almennt skattfé? „Þessu sjónarmiði er stundum hald- ið á lofti þegar deilt er um mínútur og tíkalla hér og þar. Ég virði rétt fólks til að hafa þessa skoðun, en mitt álit er að hið gagnstæða sé á all- an hátt eðlilegra, að bílastæðin séu í raun á ábyrgð og kostnað bíleig- enda, notendanna, en ekki skatt- greiðenda sem jafnvel aldrei nota viðkomandi aðstöðu. Aðstæður í miðborginni krefjast atvinnu- mennsku í bílastæðamálum, og Reykjavíkurborg gekk fram fyrir skjöldu og gerði það sem gera þurfti til að svæðið gæti staðið undir nafni. Með skynsamlegri verðlagningu og markaðsstarfsemi er mögulegt að afskrifa eignirnar á eðlilegum tíma, 20-40 árum, og greiða niður lánin á löngum tíma, án þess að hrekja við- skiptavinina burtu. Það sýnir sig að allur þorri fólks skilur eðli starfsem- innar og lætur verðlagningu bíla- stæðaþjónustu ekki hafa úrslitaáhrif á val viðskiptasvæðis.“ Nú skrifuðu 8.000 manns undir mótmceli gegn hcekkunum bíla- stceðgjalda. Telur þú ekki að svo víðtcek mótmceli lýsi vilja borgar- búa gegn þessum hcekkunum? „Ég virði álit borgaranna mikils f mínum störfum, en til að raunveru- legur vilji manna komi í ljós þurfa að liggja fýrir réttar upplýsingar. Þar skortir líklega nokkuð á í þessu til- felli, hin neikvæða umræða gegn breytingunum gekk út á að verið væri að hækka öll bílastæðagjöld verulega. Þetta var auðvitað fjarri því að vera rétt, meiningin var að taka örlítið fastar í tauminn til að stýra notkun bílastæðanna af meiri nákvæmni, auka nýtingu afsíðis stöðu- og miðamæla og skapa meira rými „við dyrnar“ fyrir þá sem mest þurfa að flýta sér. I öllum tilfellum hefði fólki staðið til boða stæði „á gamla verðinu11, bara segjum 50 metrum fjær. Reyndar var tekið mikið tillit til óska hagsmunaaðila og borgarbúa í því að fallið var frá þeirri fýrirætlun að stytta hámarks- tíma á stöðumælum á gjaldsvæði 1 úr 60 í 30 mínútur fyrir 50 krónur.“ Seljendur á markaðstorgi Kola- portsins í Tollhúsinu hafa mótmcelt gjaldtöku á laugardögum, óttast að draga muni úraðsókn, ogþannigsé unnið gegn yfirlýstri stefnu borgar- yfirvalda í málefnum miðborgar- innar. Hvað finnstþér um þetta? „Ég skil tilfmningar fólks að þessu leyti, en meginatriði málsins er að með gjaldskyldunni er viðskiptavin- urinn settur í fýrsta sæti og honum útvegað vel .staðsett skammtíma- stæði, einmitt það sem harin þarfn- ast. 1 tilfelli markaðstorgsins gerist það að gestunum munu nú standa til boða öll bílastæðin sunnan Geirs- götunnar, á þrjá vegu umhverfis Tollhúsið, meðan starfsfólk verslana í grenndinni og auðvitað seljend- urnir í Kolaportinu, munu leggja bílum sínum á Miðbakkastæðið, við Ingólfsgarð, í Kolaportinu við Kalk- ofnsveg, bílahúsinu Vesturgötu 7 nú eða í ókeypis bílastæði sem fmnast enn í nágrenninu. Umferðaröryggi eykst með minni umferð gangandi vegfarenda yfir Geirsgötuna, og ^ reynt verður að tryggja aðkomuleið- ir vegna vöruflutninga og neyðar- þjónustu slökkvi- og sjúkrabíla að og frá Tollhúsinu og Hafnarhúsinu. Að lokum er rétt að benda á að hluti breytinganna er að opna bílahúsin á laugardögum, og stæðunum í næsta nágrenni markaðarins fjölgar því um nærri 280 í einu vetfangi með opnun Kolaportsins við Kalkofns- veg og Vesturgötu 7.“ Eftirlit stöðuvarða Bílastceðasjóðs hófst um siðustu helgi með þvi að þeir dreifðu rósum og upplýsinga- efni varðandi gjaldskyldu á laugar- dögum. Verðurframhald á þessu? „Það er ómögulegt að segja, nú höf- um við skipulagt okkur þannig að stöðuverðir Bílastæðasjóðs verða framvegis á ferð á laugardögum, og alveg til klukkan 18 mánudaga til föstudaga. Óhjákvæmilegt er að finna fólkinu verkefni, og þegar frá líður verða þau svipuð og á öðrum tímum, það er eftirlit með bifreiða- stöðum og álagning stöðvunar- brotagjalda, en líklega verður þó um einhverja sérstaka útfærslu að ræða næstu daga.“ Spurningin Hvað er svona gott við Gevalia kaffi? Sparibolli frúarinnar: Ilmanin er svo hárfín. GEVALIA - það er kaffið! Plastbolii íslenskukennarans: Pað fer svo vel í málinu. Kanna Keimurinn Bolli skíðamannsins: Það rennur svo vel niður. Bolli fýlupokans: Það er svo mátulega súrt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.