Helgarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 9
Sigurgeir Sigurðsson. Barnsmóðir hans sakaði hann um að hafa misnotað dóttur þeirra
kynferðislega. Þrátt fyrir að hafa sjálfur farið fram á að lögreglan rannsakaði málið var
það ekki gert og honum tókst aldrei að hreinsa sig fullkomlega af ásökununum.
Falskar ásakanir
Hótel Blönduós
hefur gengið í
gegnum eig-
endaskipti og nú á
að stækka það um
helming. Það eru
hjónin Óskar HÚN-
FJÖRÐ, bakari með
meiru á Blönduósi,
og Brynja Ingiberts-
DÓTTIR sem keyptu
um mánaðamótin 60
prósent hótelsins af
ÁSRÚNU ÓLAFSDÓTT-
UR, fyrrum hótel-
stjóra. Nú tekur hót-
elið 30 manns í gist-
ingu en þau ætla að
auka þann fjölda um
helming til þess að
stíla inn á funda- og
ráðstefnumarkaðinn
sem mikið er í tísku.
Það var gert með
ágætum árangri í
Varmahlíð og í síð-
ustu viku sögðum
við frá fjögurra hæða
viðbyggingu við Hót-
eí Borgarnes sem
PÉTUR Geirsson er að
reisa nú í sumar.
Þessi hótel hafa ver-
ið hálftóm en á að
bjarga með stækk-
un...
barnavernda
1 kjölfar láts Sigurgeirs Sigurðs-
sonar, sem ekinn var niður á reið-
hjóli sínu í Flatahrauni í Hafnar-
firði 12. maí síðastliðinn, hefur
umræða um falskar ásakanir um
kynferðislega misnotkun í barna-
verndarmálum aukist verulega.
Júlíus Norðdahl, sonur Katrínar
Gerðar Júlíusdóttur, barnsmóður
Sigurgeirs, hefur gengist við að
hafa ekið á hann en Sigurgeir og
Katrín höfðu átt i umgengnis-
deilu um árabil. Sakaði Katrín
Sigurgeir um að hafa misnotað
dóttur þeirra kynferðislega en
hann neitaði staðfastlega þeim
ásökunum. Fór Sigurgeir fram á
að RLR rannsakaði málið en lög-
reglan féll frá rannsókninni eftir
að hafa sett sig í samband við fé-
lagsmálayfirvöld í Hafnarfirði
sem sögðu að um „jaðarmál“
væri að ræða. Samkvæmt upp-
lýsingum PÓSTSINS hefur ásök-
unum um kynferðislega misnotk-
un í barnaverndarmálum fjölgað
á undanförnum árum en mörg
þeirra mála koma aldrei til af-
skipta RLR. Erlendis hefur þró-
unin verið sú sama og skemmst
Pétur Gunnlaugsson, for-
maður Fjölskylduverndar.
„Yfirvöld virðast ekki
skeyta um að rannsaka
þessi alvarlegu mál með
fullnægjandi hætti eins og
þeim ber að gera sam-
kvæmt lögum heldur nota
áburð um kynferðislega
misnotkun til að takmarka
umgengni eins og dæmin
sanna."
er að minnast þegar
Farrow sakaði Woody Allen
um að misnota barnunga fóst-
urdóttur þeirra kynferðislega.
PÓSTURINN talaði við Pétur
Gunnlaugsson, formann félags-
ins Fjölskylduvernar, og innti
hann eftir hvort hann hafi orðið
var við falskar ásakanir um kyn-
ferðislega misnotkun í barna-
verndarmálum.
„Ég verð var við að það er far-
ið að nota svona fólskubrögð til
að styrkja stöðu þess aðila sem
hefur forsjá viðkomandi bams
með höndum,“ segir hann. „Yf-
irvöld virðast ekki skeyta um
að rannsaka þessi alvarlegu
mál með fullnægjandi hætti
eins og þeim ber að gera sam-
kvæmt lögum heldur nota
áburð um kynferðislega mis-
notkun til að takmarka um-
gengni eins og dæmin sanna.
Eg hef orðið var við þessi
vinnubrögð og ég get tekið sem
dæmi um einn skjólstæðing
Fjölskylduvemdar sem tapaði
forræðismáli fyrir Hæstarétti.
Rétturinn komst að þeirri nið-
Mia
u r -
stöðu að viðkomandi
maður ætti að hafa eðiilega um-
gengni enda ljöldi vitna um að
bamið hans var mjög hænt að
honum. Bamsmóðirin sagði aft-
ur á móti að bamið færi nakið
með honum upp í rúm og gaf í
skyn að einhver afbriðgðileg-
heit væm á ferðinni. Málið
hafði verið til umfjöllunar ámm
saman hjá félagsmálayfírvöld-
um og dómstólum, þá allt í einu
datt henni í hug að halda þessu
fram. Fyrst átti að hrekja um-
gengniskröfuna á grundvelli
ásakana um ofbeldi en þegar
það gekk ekki var gripið til þess
ráðs að bera kynferðislega mis-
notkun upp á þennan mann.
Þetta er bara eitt af þeim dæm-
um sem ég þekki til og hér er
stórt Vandamál á ferðinni. Það
sem gerir hins vegar umfjöllun-
ina um þessi mál erflða er að
það er ekki til nein statístik um
Spumingin er hvort að
þetta hafi verið dulið á ámm
áður eða hvort það sé nýtilkom-
ið fyrirbæri að menn séu ásak-
aðir um kynferðislega misnotk-
un í forræðisdeilum og yfirvöld
gera ekkert til að kanna með
óyggjandi hætti að viðkomandi
áburður eigi við rök að styðj-
ast.“
Pétur vill að það komi skýrt
fram að Fjölskylduvemd leggi
rika áherslu að öll mál þar sem
einhver gmnur sé um kynferð-
islega misnotkun séu að ræða
séu rannsökuð ofan í kjölinn.
„Það sem er kannski hættu-
iegast við þetta er að á meðan
að ásökunum er beitt með þess-
um hætti er ekki tekið á raun-
veralegum og alvarlegum mál-
um er varða kynferðislega mis-
notkun,“ segir hann.
um kynferðislega
misnotkun í
Heildarkærum til RLR vegna kynferðisafbrota hefur fjölgað um þriðjung. Kærum vegna nauðgana hefur fjölgað um
nærri helming og kærum vegna samræðis við börn hefur fjórfaldast. Ásakanir um kynferðislega misnotkun notaðar í
forræðisdeilum og árlega berast 300-400 slík mál til Stígamóta.
nökfi
váxið
hefur
Mest aukning í alvarlegustu brotunum
Hin síðustu ár hefur umræða
um kynferðisafbrot stöðugt farið
vaxandi og ekkert lát er á fjölgun
kæra í þessum málaflokki. Það
kemur berlega í ljós í fjölda kæra
sem berast árlega til Rannsókn-
arlögreglu ríkisins en heildar-
fjöldi kærðra kynferðismála hef-
ur aukist um þriðjung á fjögurra
ára tímabili, 1990 til 1993. Mest
er aukningin í alvarlegri brotum
og þannig fjölgar nauðgunarkær-
um um helming og kærum vegna
samræðis við börn 14 ára og
yngri hefur fjórfaldast. Skráðar
kærur vegna kynferðislegrar mis-
neytingar fjórfaldast á tímabilinu
en fjölgun í öðrum brotum er
minni. Það skal tekið fram að árs-
skýrsla RLR fyrir síðasta ár er
ekki enn tilbúin og því engar tölu-
legar upplýsingar fyrir það ár.
Viðmælendur blaðsins voru
samdóma um að aukin umræða
um þessi mál hefði skilað sér í
því að fleiri kærur bærust. Fólk
væri að vakna til umhugsunar
um þetta vandamál sem leiddi til
þess að fólk væri óhræddara við
að koma með siík mál í dagsljós-
ið. Svarta hliðin á þessari um-
ræðu er hins vegar að svo virðist
sem farið sé að nota falskar ásak-
anir til þess að koma höggi á ná-
ungann, ekki síst í forræðisdeil-
um, eins og Pétur Gunnlaugsson,
Fjöldi kynferðis-
afbrotamála alls
100
80
60
40
20
'90 '91 '92 '93 |
formaður Fjölskylduverndar,
bendir á.
FÆR 300-400 JCYIM-
FERÐISBROT ARUEGA
Áshildur Bragadóttir hjá Stíga-
mótum, samtökum kvenna gegn
kynferðislegu ofbeldi, segir að allt
frá stofnun samtakanna 1990 hafi
á bilinu 300-400 fórnarlömb kyn-
ferðislegs ofbeldis leitað árlega til
Stígamóta. Hún segir augljóst að
aukin umræða um þessi mál hafi
auðveldað einstaklingum sem
hafa orðið fyrir kynferðislegu of-
beldi að leita sér hjálpar og kæra.
Kærur til RLR
Nauðganir
Kærur til RLR
Mök við 14 ára
og yngri
„Samt sem áður eru alltof fá mál
kærð eða aðeins brotabrot af
heildarfjöldanum. Þeir einstak-
lingar eru miklu fleiri sem gera
ekkert í sínum málum. Sumir
leggja aldrei út í þetta og aðrir
kæra kannski ekki eða leita sér
hjálpar fyrr en mörgum árum eftir
að atburðirnir hafa átt sér stað.“
Áshildur segir að tilkoma neyð-
armóttökunnar á Borgarspítalan-
um auðveldi fórnarlömbum
nauðgana að kæra ofbeldismenn-
ina. A neyðarmóttökunni starfar
sérþjálfað starfsfólk sem aðstoð-
ar fórnarlömbin við að koma mál-
um sínum áfram í kerfinu.
HELMIMGI FLEIRI
lUAUDGAMAKÆRUR
Heildarfjöldi mála hjá RLR sem
skráð eru sem sifskapar- og skír-
lífsbrot hefur aukist til muna hin
síðari ár. Árið 1990 voru þau 72 en
ári síðar voru þau orðin 88. Þeim
fækkaði lítillega, eða niður í 82, en
fóru upp í 94 árið 1993.
Aukningin hefur mest verið í al-
varlegustu brotunum eða nauðg-
unum og mökum við börn, 14 ára
og yngri. Skráðar nauðgunarkær-
ur voru 15 árið 1990 og 17 næstu
tvö árin. Algjör sprenging verður
svo árið 1993 en þá eru skráðar
nauðgunarkærur 25 og því um ná-
lægt tvöföldun að ræða.
Tilraunum til nauðgana hefur
heldur fækkað í skrám RLR. Þann-
ig voru nauðgunartilraunir skráð-
ar sex árið 1990. Ári síðar voru
þær þrjár, þá fjórar og aftur þrjár
árið 1993.
FJÓRFÖLDUM VEGRIA
SAMRÆÐIS VK> BORM
Mesta aukningin er hins vegar í
kærum vegna samræðis við börn
14 ára og yngri. Á fyrstu tveimur
árum þessa tímabils eru aðeins
þrjú skráð tilvik en árið 1992 eru
þau sjö og ári síðar eru kærurnar
komnar í 14. Hér er því um fjór-
földun að ræða á fjórum árum.
Kærum vegna kynferðislegra
misneytingar hefur fjölgað úr
tveimur í átta en tilraunum til kyn-
ferðislegrar misneytingar hefur á
sama tíma fækkað úr níu í eina.
Blygðunarsemisbrotum hefur
fjölgað mikið á tímabilinu. Þau
voru skráð 26 árið 1990 en 47 ári
síðar, árið 1992 voru þau 30 og 35
árið 1993. Undir klám eru flokkuð
fjögur tilvik árið 1990, eitt ári síð-
ar, og svo ekkert, en þrjú árið
1993. Öðrum skírlífisbrotum hef-
ur einnig fjölgað, eða úr sjö í fjór-
tán, eða um helming. ■