Helgarpósturinn - 08.06.1995, Side 14

Helgarpósturinn - 08.06.1995, Side 14
14 FIM MTu D aGu R8TTJ u N n995 ég búin að fatta hvað það ersem ég sé við karl- menn. Það er augnaráðið. Allt í einu opnast hurð og það fyrsta sem maður tekur eftir er augnaráðið. ! Og þig langar að taka hann með þér heim og grill'ann og ét'ann. _____| Veistu hvenær ég elska minn mest? Þegar ég kem heim, sérstaklega þegar ég var útivinnandi og ólétt, ógeðs- leg og allt það... Viö hverju má búast þegar fimm konur hittast og sötra saman rauðvín heila kvöldstund? iú, áður en fyrsta flaskan er svo mikið sem hálfnuð eru samræðurnar farnar að snúast um „nytsama sakleysingja" (karlmenn) og stöðu konunnar; svo komu börnin, síðan eiginmennirnir, svo framhjáhöld að ógleymdum fyrrverandi kærustum. ÁSLAUG SNORRADÓTTIR útlitshönnuður, á leið í tómatarækt, HELGA KRISTÍN ElNARSDÓTTIR, blaðamaður og bókmenntafræðingur innan stórra gæsalappa, NANNA GUÐBERGSDÓTTIR, fyrirsæta sem drekkur ekki, og Rut BERGSTEINSDÓTTIR, stefnulaus húsmóðir í Vesturbænum, hittu Guðrúnu Kristjánsdóttur og létu vaða í kjallara Kaffi Reykjavíkur. Urrað var á alla þá karlmenn sem reyndu að leggja við hlustir. Kolómögulegir karlmenn urðu fyrsta umræðuefnið. karlmönnumí Hvaða má hafa af Helga: Þegar ég var í Rússlandi fyrir nokkrum árum bjó ég hjá konu sem átti kolómögulegan eig- inmann. Þótt að hann væri níu ár- um yngri en hún og algjör gaur var hún alveg örugg með hann. Ástæðan var sú að hún var bara mamma hans; gaf honum að borða og braut saman skyrturnar hans. Hún hugsaði bara með sér: Hvaða annarri konu ætti hann svosem að gagnast, hver held- ijrðu að vilji svona mann? Aslaug: En hafði hún ánægju af honum? HelGA: Nei, reyndar enga. Rut: Þegar ég dvaldist um nokk- urt skeið í Ghana fyrir nokkrum árum komst ég að því að ef eigin- menn veittu eiginkonum sínum enga ánægju, til dæmis með því að gefa þeim gjafir reglulega, þótt ekki væru nema pottar eða gervi- háisfestar, voru þeir umsvifalaust úr leik. I Ghana er nokkuð álgengt að konur sofi hjá fleiri en einum í einu. Þetta þótti svo eðliíegt að maður hafði á tilfinningunni að svona ætti þetta að vera, að nátt- úran fengi að ráða... HELGA: Eg hef einmitt heyrt að þetta tíðkist í einhverjum samfé- lögum, það er að segja að ef kona er gift manni sem gagnast henni ekki má hún fá heimsókn frá öðr- um. Kom þetta ekki annars fram í Human Animal um daginn, þætti Qesmond Morris? ÁSLAUG: Þetta finnst mér mjög já- kvætt. KJtRLMENN SEM FELAGSSKAPUR ÁSLAUG: (varpar fyrstu sprengj- unni) Annars sé ég engan mun á körlum og konum, annan en þann að mér finnst þeir ögra mér í starfi. Af því að þeir hafa hærri laun en ég fyrir sömu vinnu. Ef allt væri eins og það ætti að vera væri enginn munur á kynjunum. HELGA: Fyrir mér eru karlmenn fyrst og fremst félagsskapur. For- vitnilegt viðfangsefni. Þeir eru ein- hvers konar mótvægi við mig; það er kynferðislega, að sjálfsögðu. Nanna: (færist öll í aukana) Ekki vildi ég eyða lífinu ein! Og ekki heldur eingöngu í félagsskap kvenna. Karlmenn eru yndislegir og hafa oft reynst mér betri vinir en kvenfólk. Mér finnst betra að leita til karlmanna þegar mér líður illa. Við vitum að það er oft rosal- ega mikil samkeppni á milli kven- fóiks. Þó að við viljum það ekki. Við ætlum okkur ekki að keppa við bestu vinkonu okkar en samt fær maður oft ekki skilning þeirra.“ HelGA: Ég hef heyrt dæmi þetta frá mjög fallegri konu sem talar eins og þú; um stöðuga sam- keppni kvenna á milli. Nanna: En þetta gerist líka þar sem tvær konur sem teljast ekki fallegar eiga í hlut. Konur er alltaf í stöðugri samkeppni sín á milli. Reyndar held ég að það væri óeðlilegt ef svo væri ekki. ÁSLAUG: Ég er ekki sammála þessu. Nanna: Það er samt alltaf sam- keppni á milli kvenna um athygli karlmanna. Það sést best á sjcemmtistöðunum. ÁSLAUG: Þá hljóta þær báðar að vera á veiðum. NaNNA: Það þarf ekkert að vera. Maður lendir aldrei í því að keppa um athygli einhverrar konu þegar ipaður fer út með karlmanni. ÁSLAUG: Ég heillast bara af mann- eskjum, því skiptir það engu máli þegar ég fer út að skemmta mér hvort ég hitti karl eða konu. Að þessu leyti er ég algjörlega kyn- laus. Nanna: Auðvitað er góður félags- skapur númer eitt, en maður teng- ist konum öðruvísi tílfinninga- böndum. Þú hlýtur að sjá það. Rut: Ég er ekki sömu skoðunar og Nanna. Hvað mig varðar hef ég of- salega mikið álit á kvenfólki sem vinum, en ég get ekki neitað því að karímenn hafa lagt til spenn- una í lífi manns. Allam minn trún- að og traust hef ég með góðum ár- angri getað lagt á herðar kvenna alla mína tíð. Kannski hef ég verið mjög heppin með vinkonur? Ég átti ekki auðvelt með að vingast við karlmenn fyrr en eftir að ég hætti að eltast við þá. Maður þjáðist kannski alltaf áður af þess- ari kynferðislegu spennu í sam- skiptum við þá. HELGA: í samskiptum við konur er maður laus við kynferðislega áreitni og treystir þeim því betur. Ég hef hins vegar átt frábæra vini af gagnstæða kyninu. Rut: Það eimdi enn eftir af þess- um frjálsa ástarkomplex þegar mín lqmslóð var að vaxa úr grasi (er 38 ára). Það má vera að þess vegna hafi alltaf verið svo mikil spenna í kringum allt sem heitir karlmenn. Svo er ég að auki úr Kvennaskólanum, sem gerði karl- menn vafalaust enn meira spenn- andi. KARLMENN OG GERVIFRELSI HELGA: Maður hefur komist að því eftir að hafa dvalist erlendis hvað samt allt er miklu meira líbó hér en annars staðar: Hvað konur leyfa sér miklu meira í kynferðis- málum en kynsystur þeirra er- Ipndis. Áslaug: Ef við horfum til jafnrétt- is kynjanna finnst samt frekar mikið gervifrelsi á íslandi. Saman- borið við Svía eru íslendingar mjög stutt á veg komnir. í Svíþjóð er jafnréttið komið svo langt á veg að það er hætt að skipta máli hvort foreldrið er heima eftir fæð- ingu barns. Þeir eru löngu hættir að pæla í þessum kven/karl-hug- tökum. En það er ekki nema ör- stutt síðan Davíð Oddsson stakk upp á því að senda KONUR inn á heimilið. Hér er ennþá þetta við- horf að konan sé uppalandinn, af hverju bauð Davíð ekki öðru for- eldrinu að vera heima? HELGA: Bara ef við eigum að vera praktískar þá gegna náttúrlega konur færri lykilhlutverkum í þjóðfélaginu. Þannig að ef það ætti að senda karlmenn frekar en konur heim myndi myndast miklu meiri kaos. Það myndi bókstaf- lpga allt hrynja. ÁSLAUG: Það má vel vera, en við breytum aldrei neinu ef við við- höldum þessu normi, sérstaklega ekki ef það kemur frá æðstu emb- ættismönnum þjóðarinnar. Rut: Þetta hefur með sjálfsöryggi karlmannsins að gera: Þegar það losnar staða í fyrirtæki spyr karl- maðurinn sig ekki fyrst hvort hann ráði við starfið heldur tekur hann bara sénsinn. HELGA: Mér finnst karlmenn oft haga sér eins og þetta sé þeirra erfðaréttur, eins og þeir eigi nátt- úrlegan rétt til alls í kringum sig. Það er eiginlega alveg sama hvar mann ber niður. Rut: Karlmenn velta hlutunum einhvern veginn öðruvísi fyrir sér. Við þurfum hins vegar alltaf að velta fyrir okkur hvort við séum hæfar. Við viljum kunna sundtök- in áður en við köstum okkur út í djúpu laugina. HELGA: Aðstæðurnar eru ein- hvern veginn þannig að við konur erum alltaf bankandi á útidyrnar og spyrjandi um hvort við megum vera með. Við hugsum alls ekki eins og þeir; að við séum af nátt- úrulegum ástæðum með og höf- um þannig eitthvert tilkall til hlut- anna. KARLMENN OG DOÐINN Rut: Sjónarmið mitt til lífsins hef; ur breyst þó nokkuð í seinni tíð. í fyrsta sinn á ævinni þrái ég að fá að vera í friði til þess að ala upp mín börn sjálf. Ég upplifði það nefnilega að vera ein með elsta barnið mitt sem er búið að vera mestallt sitt líf á barnaheimili frá níu til sex. Nú vil ég fá að gera þetta sjálf í friði. Þetta setur að sama skapi strik í spurninguna qm einhvern starfsframa. ÁSLAUG: En hugsið ykkur þröng- sýnina! Allir þessir karlmenn fatta ekki hugmyndina um hvað það er í raun yndislegt að vera heima með börnunum sínum, þótt ekki sé nema hálfan daginn. Ég er viss um að ef þeir gerðu sér grein fyrir því myndu þeir ekki hika við að drífa sig inn á heimilin. Nanna: Já, að hugsa sér að fatta ekki að geta tekið breik í lífinu og þurfa alltaf að vera á sömu braut- inni sem fyrirvinnur. Helga: Það er kannski einmitt það sem marga þessara frústrer- uðu karlmennn vantar í lífinu; að taka sér breik. En við komum allt- af að þessu praktíska: Það er bara miklu dýrara að senda þá heim. Konur hafa ekki nema 75 prósent af launum karlmanna, eða þaðan af minna. Það er bara leiðinda- staðreynd og launin eru lykilat- riði. ABYRGÐARLAUSIR KARLMENN ÁSLAUG: Það er annars einkenn- andi í dag hvað ungir karlmenn eru orðnir ábyrgðarlausari. Sú staðreynd að það hafa aldrei ver- ið fleiri ungir gjaldþrota karl- menn, sýnir bara hvað þeir eru lít- ið hugsandi. HELGA: Mér finnst einmitt komin upp svona kynslóð af karlmönn- um sem eru að bíða eftir að kynn- ast konum sem eiga íbúð og bíl. NANNA: Ég hef oft heyrt þetta. ÁSLAUG: Þeir kalla þessar konur konfektkassa. HELGA: Þetta er einmitt eitt af því sem fylgt hefur meira sjálfstæði kvenna. Þarna sjá karlmenn gullið tækifæri til þess að standa ekki aína pligt. ÁSLAUG: Þetta eru ekkert annað en karlmenn í hjólastólum. HELGA: Þeir flakka á milli kvenna^ með tannburstann og p< sinn...(innsk. blm: þeir epj'f’dag- legu tali kallaðir plastpdKamenn sbr. texta Megasaj Það er margt sem getur heillað mann, það getur ver- ið röddin, augun, fas- ið, hnakkasvipurinn, en það eru aldrei föt- in eða bílarnir. Það er bara akkúrat þetta stykki af kjöti sem heillar og maður hef- ur ekki hugmynd um afhverju. KARLMENN OG BORN Nanna: Þegar umræðan fór af stað um að hækka barnsmeðlögin upp úr einhverjum skitnum tíu- þúsundkalli fannst mér öll um- ræðan snúast um að vorkenna karlmönnum. Hvernig er hægt að vorkenna karlmönnum sem ákveða það sjálfir að eignast börn? Og jafnvel þótt þeir geri það ekki, hvernig er hægt að vor- kenna þeim að borga þessa lásí upphæð á mánuði? Rut: Svo er kona sem lætur frá sér barn við skilnað, sérstaklega ef um eitt barn er að ræða, enn lit- in hornauga. HelGA: Fólk telur það eitthvað ónáttúrulegt út af MÓÐUREÐL- INU. Nanna: Mér finnst einmitt svo fal- legt að sjá karlmenn með lítil börn. Það er yndisleg sjón, kannski af því hún er svo sjald- gæf. Síðast í gær (fyrir nokkrum dögum) var ég stödd fyrir utan Stúdíó Ágústu og Hrafns og sá þar hvar bráðhuggulegur, flott klædd- ur maður var að koma úr líkams- ræktinni með burðarrúm. Hann var greinilega að æfa líkamsrækt rpeð barnið sitt með sér. Áslaug: Sjáið þið hvað þetta er sorglegt. Þú tókst eftir þessari sýn bara af því þetta var karlmaður. NANNA: Vissulega er þetta sjald- gæft en þetta er alls ekki sorglegt. Eg held að karlmenn vilji gefa börnunum sínum meiri tíma en þeir gera, en þeir geta það bara ekki. Gætuð þið eignast barnj látið það strax frá ykkur < takkfyrir og verið þiðsaéT? Nei, þið getið það ekkijj«5oureðlisins yegna. ÁSLAUG: VjíÞfígum samt ekki að dæma kofíu sem vill hafa líf sitt svoierois. Aldrei gæti ég látið frá mín börn! En ef við erum að að það sé munur á því að kona og maður geti látið frá sér börn erum við um leið að játa það að karlmenn séu tilfinningaskert- ir. Rut: Maður skilur ekki hvernig karlmenn geta skilið við börnin sín og stofnað svo nýja fjölskyldu og tekið að sér börn sem ekki eru hans eigin, eins og ekkert sé. Nanna: Ég get að minnsta kosti ekki skilið hvernig karlmenn geta bara hætt sísvona að hafa sam- band við börnin sín. Þetta er ein- hver brenglun í karlmönnum. Þess vegna er ég viss um að kon- ur tengjast börnunum sínum meira en karlmenn. Rut: Ef dæmið yrði sett svoleiðis upp fyrir mig að ég þyrfti að velja á milli minna barna og einhvers manns, ég myndi ekki hugsa mig tvisvar um... KARLMENN STJORNAEN ENGU Nanna: Kærastinn minn átti barn áður en við kynntumst. Hann til- kynnti mér það strax á öðru stefnumótinu og ég verð bara að viðurkenna að ég varð miklu spenntari fyrir honum fyrir vikið. Hann er líka rosa pabbi. Ég hefði aldrei sætt mig við hann sem manneskju hefði hann ekki sinnt barninu sínu! Samt hefur það ein- hvern veginn verið þannig að samband hans við barnið héfur aukist eftir að við kynntumst. Rut: Mér finnst einmitt oft að þegar þessir menn kynnast kon- um að þær hafi áhrif á að þeir fari qð hafa samband við börnin sín. ÁSLAUG: Konan stjórnar enda öllu; hún ákveður allt, hvenær á að fara í sund, klukkan hvað á að borða, hvenær á að sækja krakk- ann í leikskólann og svo framveg- is. HELGA: Ég hef oft verið að reyna að setja mig í spor karlmanns sem einhverja eina helgi svaf hjá ein- hverjum kvenmanni. Síðan hringir þessi sama kona á dyrabjöllunni og segist eiga með honum barn. Þetta er kannski manneskja sem þig iangar ekki að kynnast. Og

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.