Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 4
Stjórn Borgarleikhússins bryddar upp á forvitnilegum nýjungum í starfsemi sinni.
Magnús Geir Þórðarson, verk-
efnastjóri Borgarleikhússins,
segir þessar nýjungar felast í
því að glæða leikhúsið auknu
lífi og vera þar með enn fjöl-
breyttari listadagskrá en áður
hefur sést í ísienskum leikhús-
um. Samstarf mun verða við
nokkra leikhópa um
leiksýningar. Magnús Geir seg-
ir þessar nýjungar ekki síst
snúa að æsku landsins.
„Á undanförnumn árum hef-
ur mikið verið rætt um nauð-
syn þess að ala upp nýja kyn-
slóð leikhúsgesta, en það hef-
ur skort á að markvisst hafi
verið unnið að framtíðarstefnu
í þeim málum,“ segir hann.
„Við viljum eiga þátt í að móta
þessa stefnu í samvinnu við
skóiana, og ætlum að bjóða öll-
um börnum í Reykjavík á aldr-
inum níu til tíu ára í heimsókn í
leikhúsið þar sem þau munu
verja einum degi með leikurum
hússins. Farið verður með þau
í leiksmiðju þar sem þau vinna
með leikurum. Tilgangurinn er
að kynna börnum leiklist, sögu
hennar og Borgarleikhúsið
sjálft Þetta er framtíðarverk-
efni sem við leggjum mikla
áherslu á að verði í tengslum
við námsefni barnanna. Stefnt
er að því að heimsókn í leikhús
verði fastur þáttur í menntun
allra grunnskólabarna í
Reykjavík. Við teljum að með
þessu sé verið að ala upp nýja
leikhúsgesti sem skili sér í leik-
húsin seinna meir.“
Borgarleikhúsið ætlar einnig
að sinna eldri börnum af mikl-
um krafti og eru ýmsar hug-
myndir þar í vinnslu, þannig
að æska landsins ætti að geta
hlakkað til.
IViyniDUSTAR- OG
TONUSTARVEISLA
Magnús Geir segir stjórn
Borgarleikhússins ætla að vera
með ýmsa aðra listastarfsemi,
en þá sem snertir leiklist. Tón-
leikar verða á stóra sviði leik-
félagsins í hverri viku og þá á
þriðjudögum. Þessi dagskrá
hefst í október. Mikil fjöl-
Magnús Geir Þórðarson.
breytni verður í verkefnavali
og metnaður vitanlega settur í
öndvegi. „Þarna ætlum við að
fá til liðs við okkur tónlistar-
menn og hópa sem skort hefur
húsnæði," segir Magnús Geir
og tekur fram að verði muni
mjög stillt í hóf.
„Þá leggjum við áherslu á að
glæða forsalinn hér í leikhús-
inu auknu lífi. Myndlistarsýn-
ingar eru fyrirhugaðar í for-
salnum og verður skipt um
myndir reglulega. Auk þess
verður lifandi tónlist í mun
meira mæli en áður í forsaln-
um, bæði fyrir sýningar og í
hléi.“
HÖFUNDASMIÐJA
Ekki er allt búið enn því í
húsinu verður starfandi smiðja
þar sem leikritahöfundar fá
tækifæri til að vinna verk sín.
Síðastliðið vor var haldið í
Borgarleikhúsinu, í samvinnu
við Endurmenntunardeild Há-
skóla íslands, sex vikna nám-
skeið fyrir skáld sem áhuga
hafa á að skrifa fyrir leikhús.
Hlín Agnarsdóttir hafði umsjón
með þeim námskeiðum.
Magnús Geir segir að nú í
vetur sé ætlunin að halda þes-
ari vinnu áfram, einhver þess-
ara verka verði leiklesin og
fremur líklegt að einhver þeirra
eigi eftir að rata upp á svið.
Með þessu hyggst leikhúsið
stuðla að framgangi íslenskrar
leikritunar.
Magnús segir að enn sé verið
að vinna að metnaðarfullri dag-
skrá þar sem leikarar muni
gera ákveðnum höfundum skil
og fara með þær sýningar út tii
eldri borgara í Reykjavík sem
oft eiga erfitt um vik að ferðast.
Magnús Geir segir fjölmarg-
ar aðrar hugmyndir í vinnslu
en ekki sé rétt að skýra frá
þeim að svo komnu máli.
ÍSLEIUSKT LEIKÁR
Nú er búið að ganga frá verk-
efnaskrá Borgarleikhússins
fyrir næsta vetur, og þó Sigurð-
ur Hróarsson leikshússtjóri vildi
ekki upplýsa um þau öll nefndi
hann nokkur nöfn og þau iofa
vissulega góðu.
„Það er ljóst að við verðum
með að minnsta kosti fimm ný
verk á stóra sviðinu næsta vet-
ur. Auk þess verða tekin upp
tvö frá fyrra leikári, Við borg-
um ekki og rokkóperan Sú-
perstar sem tilheyrir raunar
þessu leikári,“ segir Sigurður.
„Á litla sviðinu verðum við
ekki með nema eina sýningu á
okkar vegum, en sviðið fyllum
við síðan af lífi með öðrum
hætti. En verkefnið á okkar veg-
um á litla sviðinu er rússneskt
leikrit sem heitir Hvað dreymdi
þig Valentína? og er eftir konu
sem heitir Ljudmila Raz-
umovskaja og við þekkjum
kannski fyrst og fremst sem
höfund Kæru Jelenu. Verkið er í
þýðingu Árna Bergmanns og leik-
stjóri er Hlín Agnarsdóttir sem
ráðin hefur verið á fastan leik-
samning sem leikstjóri. Þrjú
hlutverk eru í þessu verki og
þau eru í höndum Guðrúnar Ás-
mundsdóttur, Sigrúnar Eddu
Björnsdóttur og Ástu Arnardóttur.
Með þessu verki höldum við
upp á fjörutíu ára leikafmæli
Guðrúnar Ásmundsdóttur.
Þetta er að mínu mati mjög vel
skrifað verk, átakaríkt, tilfinn-
ingaríkt og dramatískt.
Það sem er kannski magnað-
ast við þetta leikrit, er að þótt
það gerist í Rússlandi á okkar
tímum þá á umræðan og allt til-
finningaróf verksins mjög vel
við okkur hér. Verkið hefur í sér
þann klassíska þráð að vera
hvorki bundið stað né stund.“
Frumsýning verður væntanlega
um miðjan september.
LlniA, ÁGÚST GUÐ-
Sigurður Hróarsson.
MuniDSSoni og
EIIUAR KARASOIU
„Fyrsta nýja frumsýning
haustsins verður á stóra svið-
inu. Þar er um að ræða hið sí-
gilda barna- og fjölskylduverk,
Línu langsokk. Lína á fimmtíu
ára afmæli á þessu ári og við
heiðrum hana með því að
frumsýna hana 10. september.
Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir
og Margrét Vilhjálmsdóttir leik-
ur Línu. Um Línu þarf ekki að
hafa mörg orð. Það þekkja
hana allir og við væntum þess
að henni verði tekið af jafn-
miklum fögnuði og áður.
í byrjun október verður
frumsýnt nýtt rómantískt gam-
anleikrit með söngvum eftir
Ágúst Guðmundsson. Ágúst á
þar allan texta og bæði ljóð og
lög og mun jafnframt leikstýra
verkinu. Þetta er söngva- og
gleðispil þar sem fyrst og
fremst er fjallað með léttum og
ævintýralegum hætti um kynin
og kynhlutverkin. Þar koma
ást og framhjáhald nokkuð við
sögu svo og óvænt ferðalög
milli skrokka. Margrét Vil-
hjálmsdóttir og Felix Bergsson
fara þar með aðalhlutverkin.
Næsta vetur verður hér sýnt
leikrit eftir Einar Kárason og
Kjartan Ragnarsson, sem heitir
íslenska mafían. Þeir félagar
hafa unnið þetta leikrit úr bók-
um Einars, Heimskra manna
ráðum og Kvikasilfri, og Kjart-
an leikstýrir.
Önnur verkefni vil ég ekki
uppiýsa nákvæmlega, en leik-
árið verður í heild mjög ís-
lenskt."