Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 6
Þaö er líðinn aldarfjórðungur frá því Andrew Lloyd Webber og Tim Rice heilluðu heimsbyggðina með rokk- óperu sinni Jesús Kristur Súperstar. í tilefni afmælisins eru sviðssetningar af verkinu nú sýndar víða um heim. Hér á landi verður söngleikurinn frumsýndur í Borgarleikhúsinu 14. júlí. „Meginforsendan fyrir því að hægt er að ráðast í þetta verk er að hafa söngraddir sem hægt er að treysta. Að því leyt- inu til er verkið skrifað eins og hver önnur ópera,“ segir Páll Baldvinsson, leikstjóri Súperst- ar í Borgarleikhúsinu. „Hvert einasta hlutverk er skrifað fyrir ákveðið raddsvið og það er nánast ómögulegt að breyta því nema endurupp- skrifa allt verkið. Webber notar klassíska menntun sína til þess að skrifa verk sem er meira en venjulegur söngleikur, inn í það blandast mun fleiri teg- undir af tónlist. Að því leyti unnu þeir félagar ákveðið bylt- ingarstarf á söngleikjaforminu. Söngleikir höfðu alveg fram- undir 1970 verið yfirráðasvæði fólks sem var fætt fyrir stríð og það er ekki fyrr en þessi kyn- slóð manna kemur fram sem samin eru söngverk fyrir þær kynslóðir sem fæddar voru eft- ir stríð og aldar upp við allt aðra tónlistarhefð. Sá tími sem þessu verki hef- ur verið valinn í sviðsetningu er tíminn frá því að þessir at- burðir gerðust til okkar daga. Sumt í henni er með mjög sí- gildum svip og vísar beint til hins forna sögutíma meðan annað gæti allt eins verið að gerast á Balkanskaganum í dag. Eg held að hver sá sem reyn- ir að túlka píslarsöguna hvar sem hann er staddur reyni að gera það út frá forsendum sem hann telur vera algildar. Hann kemst ekki hjá því. Þess vegna er þessi saga eilíf af því að hún á erindi og hefur boðskap að færa.“ •f Pétur örn Guðmundsson í hlutverki Krists í hópi lærisveina. Guðmundur Pétursson, fremsti blúsgítarleikari landsins. EIIMS OG AÐ FÁ DRAUIVa UPPFYLLTAIU „Að taka þátt í þessu verki, ég tala ekki um að fá þetta hlutverk, er eins og að fá draum uppfylltan," segir Stef- án Hilmarsson sem fer með hlutverk Júdasar. „Frá því ég man eftir mér hefur tónlist verksins verið í uppá- haldi hjá mér og verið mikið spiluð á mínu heimili, svipað og tón- list Bítlanna. Það er upprunalega uppfærsl- an sem ég hef mest dá- læti á með Murray Head og lan Gillan, og hún varð þess valdandi seinna meir að ég leit- aði uppi plötur Murray Head sem ég hef tekið miklu ástfóstri við.“ Stefán segir verkið margbúið að sanna sig og óhætt sé að telja það klassískt. Hann segist hafa haft gaman af kvikmyndaútfærslu leikstjórans Norman Jewison: „En hrifning mín er mest á upprunalegu sviðsuppsetning- unni tónlistarlega og þótt hlut- verk Júdasar hafi verið sungið þar mjög vel þá er ég alltaf Murray-maður. Og kannski varð ég fyrir örlitlum von- brigðum með kvikmyndina vegna þess að mér fannst hún Tónlistarstjórn er í höndum Jóns ólafssonar' svo langt frá sviðsverkinu, en það stafaði líklega af því að ég drakk tónlistina úr þeirri upp- færslu með móðurmjólkinni, ef svo má segja." Þegar Stefán er spurður hvort hlutverk Júdasar reyni á hann sem söngvara segir hann: „Það er erfitt, nokkuð um öskur og miklar tilfinningar en um leið mjög skemmtilegt. Ég þarf að gæða persónuna mannlegum breyskleika og vona að það takist, með að- stoð leikstjóra. Persónan Júd- as er breysk, allt að því buguð og harmi siegin á köflum. Það er ekki mikil gleði í þessum ka- rakter, enda óhætt að segja að hann hafi verið ógæfumaður af guðs náð.“ EKKI AUDVELT AÐ GAIUGA I ÞETTA HLUTVERK Pétur Örn Guðmundsson syng- ur hlutverk þekktustu persónu mannkynssögunnar, Jesú Krists, en faðir hans, Guðmund- ur Benediktsson, lék einmitt T

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.