Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 5
 LEIKLIST IFIMMT-UJÐWGUiR^g Jónas R. Jónsson í hlutverki Pílatusar. Leikfélag Reykjavíkur setti Jesú Krist Súperstjörnu á svið í Austurbæjarbíói árið 1973 í leikstjórn Péturs Einarssonar og voru margir þekktustu popp- söngvarar þess tíma í hlutverk- um. Pálmi Gunnarsson söng hlutverk Júdasar, Guðmundur Benediktsson var Jesús, Shady Owens María Magdalena og Jónas R. Jónasson Pontíus Pílat- SKRÍTIIU GUDFRÆÐI OG lUÚTÍMA ÞRILLER us. Vigdís Finnbogadóttir, þáver- andi leikstjóri Leikfélags Reykjavíkur, skrifaði inngangs- orð i leikskrá þar sem hún sagði meðal annars: „Okkur langaði til að fá ungt fólk i leik- húsið, fá það til að sjá hvernig saga getur orðið eins spenn- andi á leiksviði og í bíó...“ Vigdís endaði grein sína með rökstuðningi fyrir því af hverju verkið ætti að heilla: „Þetta er saga, sem við eig- um öll saman, höfum öll lesið eða heyrt og hugsað meira eða minna um, — og það hlýtur alltaf að vera eftirsóknarvert að sjá sögu, sem allir kunna, í nýrri mynd.“ Vigdísi og öðrum aðstand- endum sýningarinnar varð að ósk sinni, unga fólkið flykktist í ieikhúsið. Höfundarnir Lloyd Webber og Rice voru viðstaddir frum- sýninguna hér á landi, „ungir og sprækir drengir sem báru ekki með sér vott af yfirlæti," eins og Pétur Einarsson segir. Þegar Webber og Rice komu hér til lands höfðu þeir séð Sigurbjörn Einarsson, fyrrum biskup, sá sýningu Leikfélags- ins á sínum tíma. Um tónlist- ina í óperunni segir hann: „- Þessi tónlist er á köflum áhrifamikil og óneitanlega töluvert áfeng, enda söng hún sig inn í sína kynslóð.“ Sigurbjörn lætur ekki jafn vel af guðfræði verksins: „Guðfræðin í verkinu er náttúrlega skrítin og ekki mik- iis virði. Höfundarnir telja sig ekki ábyrga fyrir neinu nema eigin hugdettum. Þeir smíða þetta upp úr sér, nota nöfn úr heimildum og skapa n ú t í m a þriller. Ég geri ráð fyr- ir að margt I þessu verki komi þann- ig við menn að höfund- arnir hefðu v e r i ð dæmdir til dauða væru þeir múslimar. En mér finnst að kirkjan eigi að sýna skáldskap eins og Hr. Sigurbjörn Einarsson þessum umburðarlyndi. í fyrsta lagi er svo afskaplega margt á döfinni í skáldskap að ekki tjóar að eltast við það allt saman. í öðru lagi er Krist- ur svo sterkur að honum er óhætt þótt að honum sé veist á margan hátt. Við sem trúum á hann, treystum honum, lút- um honum og tilbiðjum og höfum þegið allt af honum, vitum líka að við bregðumst honum í það ríkum mæli að við megum vara okkur á því að fordæma aðra.“ Frá æfingu. Karl Sighvatsson, Harald G. Haralds, Shady Owens, Jónas R. Jónsson, Pétur Einarsson og fleiri. margar uppfærslur af þessu verki sínu víða um heim. Har- ald G. Haraldsson, Heródus sýningarinnar, segir að þeir fé- lagar hafi greinilega verið mjög hrifnir af uppfærslunni. Pétur Einarsson minnist þess að höf- undarnir hefðu sagt að af þeim uppfærslum sem þeir hefðu séð þá væri þessi „the most serious“, eins og þeir orðuðu það. Harald G. Haralds í hlutverki Heródesar. TYQIDUR, SPOJ-UBUTUR OG AHÆTTU- ATRIÐI PALMA GuniniARssoiu- AR Tónlistarflutningur í sýningunni var all flókinn. Popphljóm- sveit sá um tónlistar- flutning, en einnig var notast við sinfóníu- hljómsveit á segul- bandsupptöku. Hálf- tíma fyrir eina sýning- una uppgötvaðist að einn bútur af segul- bandsupptökunni var týndur. Meðan and- dyrið fylltist af fólki hófu aðstandendur sýningarinnar dauða- leit að spólubútnum og fundu hann loks eftir mjög erfiðan hálf- tíma. Jón Arsæll (t.v.) í hlutverki postula. Pálmi Gunnarsson lék Júdas og bar að hengja sig eins og kunnugt er. Innan klæða var hann í sérstöku öryggisbelti og þegar kom að hengingunni átti hann að næla öryggiskrók aft- an í beltið og þannig átti að hífa hann frá sviðsgólfinu og upp að þaki. Ef hann næði ekki að ganga frá króknum yrði að hífa hann upp á hálsinum, og þá átti snaran að halda honum, en ekki kyrkja hann. Kvíði að- standenda sneri einmitt að því atriði, því hættan á því að Pálmi myndi hengjast var vissulega fyrir hendi. „Mér hefði þótt miður ef svo hefði orðið,“ segir Pétur Ein- arsson, „því Pálmi vinur minn var okkur mikils virði.“ Guðmundur Benediktsson í hlutverki Krists. „EIIU$ OG AD GAMGA inini i FORTioiniA" Jón Ársæll Þórdarson, sál- fræðingur og fréttamaður, lék postula í uppfærslu Leikfélags- ins árið 1973. Þegar náðist í hann vildi svo skemmtiiega til að hann var að koma úr Borg- arleikhúsinu þar sem hann sem fréttamaður fyrir Stöð 2 fylgdist með æfingu. „Þetta var eins og að ganga inn í fortíðina og heilsa göml- um vinum og kunningjum,“ sagði Jón Ársæll og var afar ánægður með það sem hann sá. „Þetta fólk er að vinna það SEIUIOR OG JUnilOR Guðmundur Benediktsson, söngvari í hljómsveitinnni Mánum, söng hlutverk Jesúm. Hann minnist þess tuttugu og tveimur árum síð- ar. „Það var skemmtilegt að taka þátt í þessari sýningu, en jafnframt erfitt. Það sem var erfiðast var söngurinn í Getsemanía-garðinum, en það var síðasta lagið fyrir hlé. Eftir hlé hófst píslargang- an og þá voru það aðrir sem höfðu að mestu leyti orðið og mér var fleygt á milli staða meðan ég var hæddur og nið- urlægður. Auðvitað hefur það fylgt mér að hafa tekið þátt í þess- ari sýningu og sérstaklega núna þegar sonur minn syng- ur hlutverk Jesúm í Borgar- leikhúsinu, enda erum við feðgarnir þessa dagana óspart kallaðir senior og juni- or. Það að hann skuli nú leika þetta hlutverk er algjör tilvilj- un. Þegar hann fæddist var ég atvinnumúsíkant og ákvað að etja honum ekki út í þann bransa. En ég ákvað líka að ef hann vildi sjálfur vasast í þessu ætlaði ég ekki að standa í vegi hans heldur hjálpa honum ef hann leitaði til mín. Og svo fór að áhugi hans þróaðist í þessa átt.“ í Reykjavík sneri fólk sér við á götu til að horfa á leikarann sem lék Krist. vel að við getum greinilega öll verið stolt af.“ Jón Ársæll segist hafa fengið hlutverk í sýningunni fyrir tii- viljun. Hann ók vini sínum í prufu og þegar aðstandendur sýningarinnar sáu hinn skeggj- aða og hárprúða Jón Ársæl drógu þeir hann að orgeli, réttu honum handrit og sögðu honum að syngja. Hann hlýddi og tryggði sér þar með hlut- verk í söngleiknum. „Ég var í kórnum og var þess heiðurs aðnjótandi að vera kallaður postuli," segir Jón Ár- sæll og þegar hann var spurð- ur hvort hann hefði ímyndað sér hvaða postula hann væri að leika sagðist hann innst inni hafa gælt við þá hugmynd að hann væri Tómas, sá postul- anna sem er fulltrúi þeirra sem eiga erfitt með að trúa nema að þeir sjái eða geti snert. Uoyd Webber og Rioe Bretarnir Andrew Lloyd Web- ber og Tim Rice voru rúmlega tvítugir þegar þeir sendu frá sér rokkóperuna Jesus Christ Superstar. Þetta var annað verk þeirra félaga og þar túlk- uðu þeir píslarsögu Krists á nýstárlegan hátt, að því er mörgum fannst og finnst kannski enn. Áhugi þeirra félaga beindist mjög að sambandi Jesúm og Júdasar, en í óper- unni er Júdasi lýst sem vonsviknum hugsjónamanni sem skilur ekki þær mótsagnir sem hon- um þykir vera að finna í hegðun Jesúm. Verkið kom fyrst út á tveimur hljóm- plötum en höfund- arnir bjuggu því síðan leik- gerð sem sló rækilega í gegn. Vinunum var um leið tryggð heimsfrægð og fylgdu verk- inu eftir með söngleiknum Evítu. Eftir það slettist illa upp á vinskapinn, þeir félagar héldu í sitt hvora átt og mun lítil hlýja ríkja þeirra á milli. Andrew Lloyd Webber hélt áfram að heilla heimsbyggðina með verkum á borð við Cats, Phantom of the Opera og nú síðast Sunset Boulevard, og ekki virðist fráleit sú skoðun Páls Óskars Hjálmtýssonar sem segist telja að „á þessari öld eða næstu mun enginn ná því að verða jafn ríkjandi kóngur á Broadway og Andrew Lloyd Web- ber því hann er sá maður sem skilur söngleikinn sem list- form manna best.“ Fyrrum félagi Lloyd Webber, Tim Rice þarf ekki að kvarta yfir verkefnaskorti, en hann hreppti Óskarinn á þessu ári fyrir söngtexta sína við Disney-teiknimyndina Li- on King. Andrew Lloyd Webber Tim Rice

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.