Helgarpósturinn - 14.12.1995, Side 2

Helgarpósturinn - 14.12.1995, Side 2
2 HP spyr Finnst þér að verkalýðshreyfingin œtti að grípa til svip- aðra aðgerða og í Frakklandi? Sigfús Sigurðsson atvinnurekandi: „Já, endilega." Jóhann Hjaltason Háskólanemi: „Nei.“ Sigurgeir Sigmundsson tónlistarmaður: „Mér finnst verkalýðs- forystan hafa verið fulll- in að ná fram kröfum þeirra iægst launuðu." Guðveig Eyglóardóttir afgreiðslustúlka: „Nei, mér finnst þetta algjör klikkun í Frakklandi.“ Kristín Ásta Kristinsdóttir módel: „Ég hef ekki fylgst nógu grannt með fréttum undanfarið.“ Ari Jóhannesson, starfsmaður Samein- uðu þjóðanna: „Nei, ég held við verð- um að trúa á þjóðarsátt svolítið lengur. Verka- lýðshreyfingin þarf uppstokkun áður en farið er út í slíkar að- gerðir." Nína Elísabet Sandberg leikskólakennari: „Kannski ekki alveg svo hörkulegra aðgerða.1' 2bw rtf FIMIVmiDAGUR 34. DESEMBER1995 Reiðisöngvar eins og Kríp og Ekkert munu á föstudagskvöld hljóma læf — í fyrsta sinn í meira en áratug — í flutningi pönkgoðanna EBIýjar og Gunnþórs í Q4U — en núna í forvarnarskyni Slípaðir pönkarar að heyrir til tónlistarlegra tíðinda að annað kvöld ætlar pönksveitin Q4U með Elínborgu Halldórsdóttur (Ellý) fremsta í flokki að troða upp í Lofkastalan- um. Q4U var fyrir fimmtán árum ímynd árásargirni og sýniþarfar, er hún það enn? „Nei djísus," hrópar Ellý upp yfir sig. „Þó að ég sé enn sami gamli pönkarinn í mér er ég miklu slípaðri pönkari en áður, enda orðin fimmtán árum eldri; búin að fara í meðferð og orðin margra barna móðir.“ Endurkoman á föstudag er upphaf for- varnarátaks sem Mótorsmiðjan kom á koppinn í samvinnu við meðferðarbatter- íið, Landlækni og forvarnardeild lögregl- unnar, en auk Ellýjar kemur fram kollega hennar, Gunnþór Sigurðsson bassaleikari. Þau tvö, ásamt Kormáki Geirharðssyni trommara, voru í grúppunni frá upphafi til enda; bæði í fyrri útgáfunni, sem þótti óvandaðri, og þeirri seinni, sem þótti spila meira gæðapönk þótt ekki yki það vinsæld- ir hennar. Eru menn barasta hœttir að vera reiðir? „Nei, nei... við erum enn reið, en þó kannski yfir öðrum hlutum en áður. Þú skil- ur, við „create the mood“, eins og allir góð- ir listamenn gera, en nú í þeim tilgangi að efla forvarnir. Við vorum þó ekki nein börn þegar við fórum að neyta annarra vímuefna en áfengis." Áhyggjur Ellýjar og annarra sem að tón- leikunum standa beinast með öðrum orð- um að því hversu ungt það fóik er sem hef- ur neyslu harðra efna. Það segir Ellý svo leiða af sér innbrot og fleira, því ungt fólk eigi eðlilega ekki mikla peninga. Q4U gerði ein sjötíu lög, sem væntanlega verða ekki spiluð öll í einu í Loftkastalan- um. En það kemur þó ekki endilega að sök, því Ellý tekur ekki fyrir að meira muni heyr- ast í reiðipönksveitinni í framtíðinni. Bjöm Ingi og Stöð 3 keppa við Bjama Fel Fótbolti er lífið sjálft," segja margir og víst er að ófáir hafa kæst úndanfarna daga yf- ir fjölgun beinna útsendinga frá fótbolta- leikjum í Evrópu og mesta og helsta vígið er formlega fallið: sjálf enska knattspyrnan. Sá bolti rúllar nefnilega ekki lengur í einkaeign Bjarna Fel og Amars Bjömssonar hjá RUV, eða hvað? „Neinei, nú er einkaframtakið líka komið með skemmtilegasta fótbolta í heimi og Stöð 3 sýnir þannig í framtíðinni að minnsta kosti einu sinni í viku beint frá ensku knattspyrnunni. Og margir ættu að hafa áhuga á leiknum sem við erum með á sunnudaginn, þar sem mætast stórliðin Li- verpool og Manchester United á Anfield í Liverpool,“ sagði Bjöm Ingi Hrafnsson, sem hefur yfirumsjón með enska boltanum á Stöð 3, í stuttu spjalli við Helgarpóstinn. Hann telur umskiptin í útsendingum frá Englandi stórtíðindi fyrir alla íslenska knattspyrnuáhugamenn: „Enska knatt- spyrnan er einfaldlega einstök í sinni röð og hver einasti fótboltaáhugamaður hér á landi á sér sitt uppáhaldslið; hvort sem það er QPR, Manchester United, Leeds, Li- verpool, Arsenal eða einhver annar klúbb- ur. Þarna eru flest mörkin skoruð og hrað- inn í deildinni er mun meiri en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Enda er oft talað um ensku knattspyrnuna sem knattspyrnu fyrir áhorfendur, því þeir eru jú komnir til að sjá mörk og aftur mörk.“ Stöð 3 hefur keypt réttinn til að sýna beint frá leikjum í ensku knattspyrnunni á sunnudögum og mánudögum. „Samningur- inn tekur bæði til deildar- og bikarleikja. Til að byrja með verður þó oftast um sunnu- dagsleiki að ræða. Sá möguleiki er þó ávallt fyrir hendi að sýna mánudagsleiki beint, ef um stórleiki er að ræða,“ sagði Björn Ingi. Hann kvað sunnudagsútsendingar Stöðvar 3 frá ensku knattspyrnunni ekki árás á gamlar laugardagshefðir tengdar boltanum — svo sem heimsóknir á Rauða ljónið. „Alls ekki. Þetta er einfaldlega tímanna tákn og Bjarni Fel hlýtur að taka þessu fagnandi eins og allir aðrir. Því meiri fótbolti, þeim mun betra. Þá fer fólk bara að velja það Jim Cartwright höfundur sumarverks Borgarleikhússins Leikskáldið Jim Cartwright hefur notið fá- dæma vinsælda hér á landi. Leikrit hans, Taktu lagið Lóa, hefur þannig gengið fyrir fullu húsi á 93 sýning- um í Þjóðleikhús- inu. Strœti eftir Cartwright var einnig gríðarlega vinsælt á Smíða- verkstæðinu með þá Ingvar Sigurðsson og Baltasar Kormák í aðalhlutverkum. Ofan á allt saman er síðan uppselt framyfir áramót á Bar-par á Leyni- bar Borgarleikhússins. Hittir semsagt beint í mark hjá landanum, þessi Jim Cartwright. í ljósi vinsælda mannsins og verka hans ætti það því að kæta leikhúsgesti að hann lauk nýverið við leikrit sem nefnist Stone Free og verð- ur það frumsýnt á West End í London í vor, en undirtekt- ir á forsýningum lofa góðu. Skemmst er frá því að segja að leikrit þetta var tilnefnt til virtra verðlauna Samtaka breskra leik- húsframleiðenda, TMA, sem besta nýja leik- ritið. Eins og við var að búast hefur verið samið um uppsetningu verksins hér heima í Borgarleikhúsinu. Kvisast hefur út í leik- húsheiminum að undirbúningur sé kominn á fullt og valinn maður verði í hverju rúmi. Hvað annað. Frumsýningardagur hefur ver- ið ákveðinn 12. júlí og því glögglega ljóst að þarna er komið sjálft sumarverkefni Borg- arleikhússins. besta úr og enska knattspyrnan hefur á heildina litið vinninginn." En með hvaða liði í ensku knattspyrnunni heldur svo lýsandinn sjálfur? „Tottenham Hotspur er mitt lið í deildinni og hefur verið síðan Glen Hoddle lék með þeim. Þar hafa margir stórkostlegir knattspyrnumenn spil- að, til dæmis Gary Lineker, Paul Gasco- igne, Jurgen Klinsmann — og auðvitað Guðni Bergsson,“ sagði Björn Ingi Hrafns- son, sem ætlar í vetur að reyna sig við þá bestu í sjónvarpslýsingum frá ensku knatt- spyrnunni (og reyndar þá einu): Bjarna Fel og Arnar Björns. Nýi Bond- inn drekkur bremjsa meðAma Ikvöld, fimmtudags-| kvöidið 14. mars, stát-| ar Dagsljós af skemmti-l Iegu einkaviðtali Árnal Þórarinssonar kvik-| myndaspekúlants viðl nýja James BondinnJ sjálfan Pierce Brosnan.l Viðtalið var tekið á er-l lendri grundu og munl vera í ítarlegri kantin-| _____ um. Annað við þetta viðtal er svo sem ekki ýkja merkilegt nema ef vera skyldi það uppátæki Árna að draga alíslenska brenni- vínsflösku úr pússi sínu í miðju viðtali og bjóða sjarmatröllinu að smakka. Sam- kvæmt öruggum heimildum blaðsins líkaði Brosnan vel við brennsann þótt ekki hafi fregnast af magnpöntunum. Gretturnar voru altént karimannlegar — enda maður- inn íri í húð og hár. Það var Marteinn Þóris- son sem sá um samsetningu viðtalsins... Ólgavegna fyrirhugaðs reykingabanns á Stöð 2 Samkvæmt öruggum heim- ildum HP liggja nokkrar uppsagnir í loftinu á Stöð 2 vegna fyrirhugaðs reykinga- banns sem á að taka þar gildi um áramót. Eftir því sem næst verður komist hefur Agnes Jo- hansen, umjónarmaður barna- efnis á Stöð 2 og einn reynd- asti starfsmaður fyrirtækisins, þegar lagt fram uppsagnarbréf með nokkurra síðna greinar- gerð þar sem hún gagnrýnir meðal annars „gerræðisleg vinnubrögð" stjórnarinnar í þessu máli. Þeir sem eru heit- astir á fréttastofu Stöðvar 2 vegna bannsins eru Heimir Már Pétursson, Sigursteinn Másson og Óli Tynes, sem einnig mun hafa lýst óánægju sinni í greinargerð til stjórnar fyrirtækisins. Vegna alls hitans í málinu hefur Jóhann Ingi Gunnars- son sálfræðingur verið ráðinn til að freista þess að leysa inn- anhússvandann. Ekki fögnuðu allir þeirri ráðstöfun og eftir því sem HP kemst næst mun Heimir Már hafa sagt, þegar hann heyrði af sálfræðingnum, eitthvað á þá leið að í Rúss- landi hefði fólk forðum verið sent á geðveikrahæli, núna hleyptu þeir sálfræðingi á lið- ið! Ólgan mun að miklu leyti stafa af könnun sem gerð var meðal alls starfsfólks Stöðar 2 í sumar, þar sem fram kom að um 80 prósent starfsmanna væru mótfallin banninu. Enn- fremur liggi ekkert fyrir annað en innantóm orð um að leysa eigi vanda þeirra sem reykja og ætla sér ekki að hætta, þrátt fyrir bannið. Dagskrárstjóri Stöðvar 2, Páll Baldvin Baldvinsson, vildi ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna stöðv- arinnar. Sverrir Ólafsson, mynd- höggvari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Lista- hátíðar Hafnarfjarðar. Hann og nokkrir kollegar hans úr listamannakreðs- unni hafa stofnað með sér hinn skáldlega félagsskap Dead Meat Society, sem auk þess að bera vott um frjótt hugmyndaflug er merki um smáiðnað sem er Kvennalistanum að skapi. Félagsskapurinn, sem í eru leikarar, mynd- listarmenn og bæjarritar, svo dæmi séu tekin, gefur fjöidaframleiddri kjötvinnslu langt nef og stendur að eigin vinnslu, eða reykingu úrvalskjöts að fyrirmynd Kvennafræð- arans, sem kom út á síð- ustu öld. Félag hins dauða kjöts fremur verknað sinn á hangikjöti, bjúgum og svíni í jarðhúsi í námunda við Álverið. Þessi framsýni hljómar ekki bara eins og góð kvennafræði frá síð- ustu öld heldur líka sem nútímaleg pólitík Kvenna- listans, sem boðar margt smátt fremur en eitt stórt Álver í Straumsvík.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.