Helgarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 10
seai.. nvi RMMTUDAGUR14. DESEMBER1995 Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Stefán Hrafn Hagalín Ritstjómarfulltrúi: Guðrún Kristjánsdóttir Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. „Lýst er eftir stiómarandstöðu “ Ein styrkasta stoðin í ritstjórnarlegum tilverugrundvelli Helgarpóstsins gegnum tæpíega tuttugu ára — ævintýra- lega og nöfnum stráða — útgáfusögu hefur verið sú ein- arða afstaða, að sama hvað á dynur skuli menn haga skrif- um sínum á þann veg að yfirvöldum sé glögglega ljóst, að þau komist ekki upp með neinn moðreyk hvað þennan til- tekna fjölmiðil varðar. Helgarpósturinn er sumsé klárlega alltaf í stjórnarandstöðu: með fólkinu gegn kerfinu á öllum tiltækum vígstöðvum. Þetta er rauði þráðurinn. Leiðar- hnoðað. Vitinn sem lýsir okkur leið gegnum íslenska skammdegismyrkrið þarsem fáir þrífast betur en ósvífnir foringjar kerfisins. Lesendur blaðsins hringja í samræmi við þetta óspart eða koma í heimsókn og hundskamma sína menn [les: ritstjórnarfólkj fyrir meinta linku og aum- ingjaskap gagnvart ríkisstjórninni, borgarstjórninni, embættismannakerfinu og svo framvegis. Helgarpósturinn er blað sem meðal annars hefur því skýrt afmarkaða hlutverki að gegna, að veita fólkinu sem býr hér á hjara veraldar alla mögulega vernd fyrir ofríki og forræðistilhneigingum yfirvalda af hverskonar tagi. Og verndin felst vitaskuld í aðhaldi í formi gagnrýninnar og stundum afhjúpandi umfjöllunar um athafnir ráðandi herra. Undirritaður skal fyrstur manna viðurkenna að aldr- ei mun Helgarpósturinn gegna þessu hlutverki sínu eins vel og okkur öll dreymir um. Blaðið gerir þó sitt besta og reyn- ir að sigla millileið um skerjasund stjórnmála, skemmtiefn- is og almennrar menningarumfjöllunar. Það hefur og sýnt sig, að þegar blaðið hefur dirfst að fylgja yfirvöldum í einstökum málum hafa viðbrögð les- enda ævinlega verið hörð. Það liggur í hlutarins eðli, að trauðla er hægt að treysta fjölmiðli sem stærir sig af sí- virkri stjórnarandstöðu ef hann leggur svo lykkju á leið sína til að lýsa sig sammála aðgerðum Stóra bróður. Annað veifið hefur Helgarpósturinn þó verið hjartanlega sammála sitjandi herrum. En bara annað veifið. „Það skiptir megin- máli að vera sammála yfirvöldum nógu andskoti sjaldan — annars verða þeir svo góðir með sig þessir kónar og les- endurnir hætta aukþess samstundis að treysta blaðinu. Það þarf að veita ákveðið aðhald," einsog gamall hundur í blaðamennskunni skaut að undirrituðum glottandi um dag- inn. Aðhald er kjarni málsins. Vissulega væri fréttnæmt ef ríkisstjórn stæði sig með slíku láði, að aldrei þyrfti að gera athugasemdir við störf hennar og stefnu. En þessi útópíuríkisstjórn hreinlyndra einstaklinga mun aldrei komast að völdum. Enginn hefði áhuga á að kjósa slíka einstaklinga. Allir myndu telja þetta samansafn heimskingja og auðtrúa barna. Mannskepnan er breysk. Og vald hefur óneitanlega tilhneigingu til að spilla og alræðisvaid gerspillir. Þetta lögmál mun plaga ríkis- stjórnir og önnur yfirvöld til eilífðarnóns. En mikið er þetta aðhaldshlutverk króníska stjórnarand- stöðublaðsins Helgarpóstsins samt einmanalegt um þessar mundir. Ríkisstjórnin virðist til dæmis hafa drepið alla gagnrýni af sér með samansúrruðum leiðindum og hug- myndafátækt. Og menn innanborðs á stjórnarskútunni þurfa að gera sérstaklega heimskuleg og auðsjáanleg mis- tök til að tíst heyrist úr kirnum þjóðarsálarinnar. Veltum þessu með einmanaleikann aðeins fyrir okkur: Hefur núver- andi stjórnarandstaða Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Kvennalista og Þjóðvaka vakið athygli sökum skeleggrar og áhrifaríkrar andstöðu? Nei. í fyrsta lagi hefur stjórnarand- staðan ekki til þess bolmagn í atkvæðafjölda á þingi svo áhrifin á raunveruleg störf og stefnu stjórnarinnar hljóta einkum að felast í því að flækjast fyrir og tefja þingstörf. í öðru lagi eru svo skiptar skoðanir í þessari mislitu stjórn- arandstöðuhjörð, að menn eiga í megnustu erfiðleikum með að koma á jafn ofureinföldum og sjálfsögðum hlutum og sameiginlegum þingflokksfundum. Þessir fundir þykja slíkt tímamótaspursmál, að það krefst gríðarlegrar hugsun- ar og yfirlegu; leynifunda undir miðnætti á dularfullum stöðum og sjúklegrar aðgæslu svo þessi eða hinn pólitík- usinn eða flokkurinn hljóti nú ekki of mikið vægi á fyrirhug- uðum sameiginlegum fundum. Það er í öllu falli býsna skrýtið að vera fjölmiðill í stjórn- arandstöðu þegar „Lýst er eftir stjórnarandstöðu" hljómar einsog fullkomlega sjálfsögð tilkynning á undan hádegis- fréttum. Stefán Hrafn Hagalín Helgarpósturinn Vesturgötu 2 101 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Netfang: hp@centrum.is Bein númer: Ritstjórn: 5524666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 5524777, auglýsingadeild: 552-221 l,símbréf: 552-2241, dreifing: 5524999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með greiðslukorti, en kr. 900 annars. Frakkland og Evrópa Ríkisstjórn Alains Juppé í Frakklandi hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því hún tók við völdum fyrir skömmu. Svo virð- ist sem hver ákvörðunin á fætur annarri auki líkur á óvinsældum stjórnarinnar heima við og Stjórnmál Bryndís Hlöðversdóttir frönsk stjórnvöld hafa síst auk- ið hróður sinn í samfélagi þjóð- anna með óábyrgum kjarnorku- vopnatilraunum í Kyrrahafi. Hrokafull afstaða Jacques Chir- ac forseta og ríkisstjórnarinnar til tilraunanna hafa skipað Frökkum á bekk með óyndis- mönnum á sviði umhverfismála og slíkt getur vart talist þeim til framdráttar. En aðgerðir stjórn- arinnar í ríkisfjármálum hafa einnig vakið heimsathygli, ekki síst vegna hinna gífurlegu við- bragða sem þær hafa vakið. Þjóðfélagið logar nú í verkföll- um og mótmælum vegna harka- legrar árásar stjórnarinnar á velferðarkerfið og frönsk verka- lýðshreyfing hefur barið svo hressilega í borðið að gjörvöll Evrópa hríðskelfur. Ekki síst eru áhrif verkfallanna í Frakklandi eftirtektarverð fyrir þær sakir að aðild að verkalýðsfélögum er langt í frá almenn þar í landi, en innan við 10% Frakka eru félag- ar í verkalýðsfélögum. Á móti kemur að Frakkar hafa löngum kunnað að láta í sér heyra telji landsmenn á rétt sinn hallað og hefðin fyrir almennum mótmæl- um er rík. En áhrifin af verkföllunum í Frakklandi skipta ekki aðeins máli fyrir Frakka, heldur einnig fyrir önnur lönd í Evrópu, sem gætu þurft að standa frammi fyrir samskonar niðurskurði fyrr en varir. Ólgan í Frakklandi og hin harkalegu niðurskurðar- áform eru hluti af stærra vanda- máli sem nær langt út fyrir frönsk landamæri. Niðurskurð- ur í ríkisútgjöldum er nauðsyn- leg forsenda þess að Frakkar geti tekið þátt í Myntbandalagi Evrópu frá upphafi, en án þeirra verður ekkert úr áformum um slíkt. En til að svo geti orðið þurfa Frakkar að herða sultaról- „Frakkland, móðir nútímalýðrœðisins, býrnúuiðþað hlutskipti að vera tilraunadýr í prófunum á því hversu langt erhœgt að þenja hinar þjóðlegu taugar í nafni fjölþjóðasamvinnu. Hvort atburðirnir í Frakklandi bera vott um afturhvarf frá þróuninni til sameinaðrar Evrópu eða eru aðeins fœðingarhríðir hennar á tíminn eftirað leiða í Ijós, en það hriktirsvo sannarlega í stoðunum. “ ina verulega og minnka fjárlaga- hallann, sem í dag er upp á 230 milljarða franka. Onnur ríki Evr- ópu standa frammi fyrir sams- konar vandamáli, vilji þau taka þátt í Myntbandalaginu, svo sem Ítalía, Belgía og Spánn, en þessi lönd hafa óskað eftir að taka þátt í bandalaginu strax frá árinu 1999. Það er því víða sem horft er til atburðanna í Frakklandi og viðbragða þar í landi við niður- skurðinum og því er jafnvel spáð að ólgan berist út og grafi undan Evrópusamrunanum þegar fram í sækir. Bent hefur verið á að standist leiðtogar Evrópuríkja ekki þann pólitíska þrýsting sem aðgerðunum fylgir sé hætta á að áformin um Mynt- bandalag Evrópu drukkni í flóð- bylgju taugaveiklunar og þjóð- ernishyggju. Þessir spádómar eru alls ekki út í hött, því niður- rif velferðarkerfisins í nafni Myntbandalags Evrópu er lík- lega áhrifarík aðferð til að ala á þjóðernishyggju, enda von að Frakkar spyrji sig þess hversu langt þeir eigi að ganga í nafni sameinaðrar Evrópu. Eins og viðbrögðin í Frakk- landi sýna bendir allt til þess að svo harkaleg niðurskurðar- áform í nafni Evrópusamrunans séu ekki líkleg til að fjölga stuðningsmönnum hans. Slíkar yfirþjóðlegar tilskipanir um nið- urrif velferðarkerfisins hljóta að vekja efasemdir um þá þróun sem á sér stað í Evrópu, ekki síst þegar félagslegum friði er stefnt í hættu í þjóðfélaginu. Flest ríki Evrópu standa frammi fyrir því að þurfa að skera niður í ríkisútgjöldum, en miklu máli skiptir hvernig það er gert og á hve löngum tíma. Vandamál sem steðja að nútímaþjóðfélag- inu eru margskonar og er at- vinnuleysið að öðru ólöstuðu líklega stærsta áhyggjuefnið. Frakkar hafa ekki farið varhluta af því og standa nú frammi fyrir hækkandi atvinnuleysistölum, en í október mældist atvinnu- leysi vaxandi þriðja mánuðinn í röð, sem er öfugt við það sem verið hafði árið áður er tölurnar fóru frekar lækkandi. Stjórnvöld í Frakklandi, sem lofuðu fyrir kosningar að leggja höfuð- áherslu á atvinnuna, höfðu varla tekið við stjórnartaumun- um er þau loforð voru svikin og stjórnin ákvað að leggja alla áherslu á ríkisútgjöldin, enda ekki seinna vænna ef draumur- inn um Myntbandalag Evrópu á að rætast. Raunasaga Alains Juppé og fé- laga ætti að vera öðrum lær- dómur. Við, sem höfum haft uppi efasemdir um dýrð sam- einaðrar Evrópu, hljótum að fylgjast náið með þróuninni í Frakklandi og öðrum Evrópu- ríkjum, sem nú standa frammi fyrir því hvað það raunverulega kostar að taka þátt í gleðskapn- um. Frakkland, móðir nútíma- lýðræðisins, býr nú við það hlutskipti að vera tilraunadýr í prófunum á því hversu langt er hægt að þenja hinar þjóðlegu taugar í nafni fjölþjóðasam- vinnu. Hvort atburðirnir í Frakk- landi bera vott um afturhvarf frá þróuninni til sameinaðrar Evrópu eða eru aðeins fæðing- arhríðir hennar á tíminn eftir að leiða í ljós, en það hriktir svo sannarlega í stoðunum. Höfundur er þingmaður Alþýðubandalagsins Vikan í ummælum golunni ... [Benedikt Davíðs- son], þessi mæðulegi heiðurs- maður sem við sjáum í sjónvarp- inu, kvöld eftir kvöld, gæti í hæsta lagi verið for- maður hússtjórnar í blokk að kvarta yfir hávaða í stiga- gangi.“ Hrafn Jökulsson rítstjóri var á hefðbundnu glæsiflugi í Einsog gengur-pistli sínum í Alþýðublaðinu, dagsettu 7.- 10. desember. Við hinir lút- um höfði af lotningu yfir mál- snllld Hrafnsins þegar hann tekur syrpu og dansar stepp- dans á höfðum manna — og hjörtum ef ekki vill betur... „Allir vita það, flestir viður- kenna það: verkalýðshreyfingin er lémagna dínósár sem hefur ekki einu sinni þrek til að geispa „Ég er listamaður og bóhem. Ég rakst frekar illa í skólakerf- inu, skipti um skóla og var utan- skóla, sneri sólarhringnum við, las um nætur og í stað þess að lesa stærðfræði, stúderaði ég heimspeki Sartres eða las skáld- verk höfunda á borð við Camus. Ég var, held ég, mjög bráð- þroska. Ég passa mjög illa inn í öll kerfi. Eg fór að kenna mjög ungur og flæktist svolítið um landsbyggðina." Lárus Már Björnsson, kennari og skáldjöfur á Hvammstanga, lét gamminn geisa í maka- lausu DV-viðtali laugar- daginn 9. desember. Lár- us Már er maður marg- hamur og sýnir með hispurslausu tali sínu að hann lætur sig lítt varða smáborgaraleg viðhorf gagnvart persónu sinni... „ A f 1 i r i s a n s [Pósts og síma] á íslenska fjar- skiptamarkaðn- um er beitt með margvíslegum hætti til þess að „Ég heimta að ættleiðing barna til samkynhneigðra para verði lögleidd. Það er verið að bögga hamingjusöm, samkyn- hneigð pör með þessu á sama tíma og einhverjar píur eru að láta hjakka á sér helgi eftir helgi og eignast svo börn í k i p p u m , sem þær j a f n v e 1 hata. Og trúðu mér: Það er til fullt af streit foreldrum sem umgangast börnin sín eins og skít.“ Glamúrpopparinn Páll Óskar Hjálmtýsson fór á kostum í viðtali við desemberblað tíma- ritsins Mannlífs. Á öðrum stað i spjallinu mæl- ir Palli með því fyrir skápbúa af samkyn- hneigðum toga að koma útúr fylgsninu sem fyrst — sjálfur hafi hann afgreitt málið sautj- án ára og mikill iéttir hafi fylgt því... koma í veg fyrir að einkafyrir- tæki geti haslað sér völl að nokkru ráði. Og þessi risi er í eigu íslenska ríkisins. Það er brýn nauðsyn að fram fari á Al- þingi víðtækar umræður um stefnubreytingu á þessu sviði.“ Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins sunnudag- inn 10. desember hamaðist af krafti gegn ein- okunarrisanum Pósti og síma. Vonandi verður sú barátta blaðsins árangursríkarí en til dæm- is baráttan fyrír veiðileyfagjaldinu... „í framhaldi af þessu má telja algjört met hvað við erum góð með okkur. Landið kynnum við sem það hreinasta hreina, þjóð- ina sem hina vitrustu meðal vit- urra, menntuðustu meðal menntaðra, sterkustu, falleg- ustu, snyrtilegustu og menning- arlegustu. Samt sem áður höfum við ekki vit, styrk, snyrti- mennsku, menntun eða þá ábyrgðartilfinningu gagnvart landinu og jörðinni, til að bera, að við séum farin að flokka rusl eða ganga um landið eins og fólk.“ Svo borubratt skrifar Arí Harðarson, framkvæmdastjóri Menningarhand- bókarínnar, í desemberútgáfu sinni. Og aðeins neðar fer hann sjálfur að stæra sig af endurunnum pappírnum sem handbókin er prentuð á...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.