Helgarpósturinn - 14.03.1996, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 14.03.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR14. MARS1396 \ Eftir viku verður frumsýnd lokamyndin frá „íslenska kvikmyndasumrinu" 1995. Þetta er kvikmynd Ásdísar Thoroddsen, Draumadísir, sem hún segir í samtali við Guðrúnu Kristjánsdóttur afar ólíka og vandaðri en sína fyrstu mynd, Inguló í grænum sjó. „Hefði átt að vera dýrari“ Onnur fullburða mynd Ásdís- ar Thoroddsen verður frumsýnd 21. mars í Stjörnu- bíói. Myndin fjallar um tvær tví- tugar vinkonur sem takast á við drauma sína í viðsjárverðu um- hverfi íslensks hversdagslífs og nútímalegra viðskiptahátta. Það liggur beinast við að spyrja hvort nýju myndinni svipi eitt- tjvað til Ingulóar, þar sem að minnsta kosti komu við sögu viðsjárverðir skreiðarviðskipta- hættir? „Þótt ekki væri fylgt neinni formúlu er Ingaló nokkuð klass- ísk í uppbyggingu. í Draumadís- um er farin allt önnur leið, yfir- bragðið allt annað, umhverfið allt öðruvísi og líka kvikmynda- stíllinn. Við Halldór Gunnars- son, kvikmyndatökumaður Draumadísa, töluðum mikið saman og unnum mikla for- vinnu áður en við hófumst handa. Við ákváðum að hafa myndatökuna töluvert fágaða og mikil áhersla var lögð á að hafa allt tæknilegt útlit pott- þétt. í Inguló var á hinn bóginn lögð áhersla á að fanga augna- blikið. Á henni var eiginlega meiri heimildamyndarbragur.“ Áttu við að Draumadísir hafi listrœnni umgjörð? „Ég vil eiginlega ekki nota orðið listrænt í þessu samhengi því ég vil ekki halda því fram að Ingaló hafi verið ólistræn. Inga- ló var vissulega hrá á meðan Draumadísir eru nákvæmari í lýsingu og vinnslu. Þær eru bara ólíkar." Þessar draumadísir, eru það þessar tvítugu Reykjavík- urstúlkur? „Jú, en þarna koma líka fleiri konur fyrir sem kalla má draumadísir. Svo má líka hugsa nafn myndarinnar út frá þeim punkti að þar koma bæði fyrir karlmenn og konur sem eiga sér drauma.“ Nú ertu með allsendis óþekktar leikkonur í aðal- hlutverkum, er það ekki viss áhœtta? „Jú, auðvitað er það alltaf áhætta, en ég var ekki svikin af þeim. Stöllurnar stóðu sig vel. Ástæðan fyrir þvf að ég leitaði til þeirra er sú að ég hef þá trú að erfitt sé að vera með miklu eldra fólk í rullum á kvikmynda- tjaldinu en það á að vera. Það er ákveðinn ungæðisháttur í hegðun og andliti sem ég þurfti á að halda til að myndin missti ekki trúverðugleika." Áttu við að kvikmyndin af- hjúpi? „Já, það er mín skoðun, en ég veit ekki hvort þeir í leikarafé- laginu eru mér sammála.“ Svo ertu þarna með hinn klassíska Baltasar Kormák? „Já, hann er orðinn klassísk- ur, en þess má geta að ég var að leita að manni sem passaði inn í hlutverkið — ekki að orðspori Baltasars — enda held ég að það sé þannig á íslandi að myndir seljist ekki út á leikar- ana. Sú hefð sem ég held að sé til dæmis í London, þar sem áhorfendur fara í leikhús til að eltast við vissa leikara, hefur ekki borist hingað til lands.“ Þarna eru fleiri frœgir, eins og Bergþóra Aradðttir (8 ára, Tár úr steini) og Magnús Ólafsson, sem virðast orðin ómissandi í íslenskum kvik- myndum! „Þegar ég sá fyrst mynd af Bergþóru hafði ég ekki hug- mynd um að hún hefði alla þessa leikreynslu og ég verð að segja að hún er afskaplega full- orðinsleg í vinnuaðferðum; hún hefur bæði mikið úthald, mik- inn viljastyrk af barni að vera og mikla ögun, sem er sjálfsagt komið til af því að hún er í ball- ett.“ Þjóðverjar virðast fjár- magna myndina til jafns við íslendinga. „Já, myndin er auk Kvik- myndasjóðs íslands og íslensku kvikmyndasamsteypunnar styrkt af Kvikmyndasjóði Berl- ínar og sjónvarpsrásunum ZDF, sem er önnur opinbera sjón- varpsrásin í Þýskalandi, og ARTE, sem er frönsk/þýsk menningarrás, og með eigin áhættufé einnig. Með þessum styrkjum má segja að sjón- varpsstöðvarnar hafi forkeypt myndina.11 Af hverju eru Þjóðverjar þér svo hliðhollir? „Þeir tóku þátt í að fjármagna Inguló á sínum tíma og voru það ánægðir með myndina — sögðu hana það besta í flokki verka ungra. leikstjóra það árið — að í verðlaunaskyni buðu þeir mér pening í annað verk, sem í fyrstu var myndarleg summa en svo saxaðist eitt- hvað á hana vegna niðurskurð- ar. Það þýðir samt ekki að ég sé ekki þakklát fyrir það sem ég fékk.“ Ég hef heyrt þvt fleygt að myndin kosti ekki nema um 60 milljónir, sem er ekki há summa fyrir kvikmynd í fullri lengd? „Myndin hefði samkvæmt umfangi átt að vera dýrari, en þar sem kostnaði var haldið niðri á alla kanta varð hún ekki dýrari en þetta. Það finnst mér reyndar svolítið sorglegt, því mér er ekki að skapi að fram- leiða mynd sem er ódýrari en hún ætti að vera. Það bitnar alltaf á einhverjum. Ég held samt að það sjáist ekki á mynd- inni að hún hafi verið þetta ódýr.“ Kvíðirðu frumsýningunni? „Þegar Ingaló var frumsýnd hafði ég ekki vit á að vera taugaveikluð. Síðar fékk ég ým- ist skítkast eða lof fyrir þá mynd, þannig að ég er orðin sjóuð.“ Er þetta mynd fyrir alla? „Nei, markhópurinn er ekki „allir“. Ég var að sjá myndina upp á nýtt og eftir það held ég að Draumadísir séu frekar full- orðinsmynd eða fyrir ungt full- orðið fólk, komið á kosninga- aldur og upp úr. Efnistökin eru öðruvísi. Svo mikið er víst að þetta er ekki ameríkaníseruð formúlumynd. Það bregður fyr- ir smásérvitringshætti, jafnvel dyntum í myndinni. Svoleiðis er alltaf áhætta að láta eftir sér, því það er ekki víst að dyntirnir falli öllum í geð, en sumir hafa örugglega gaman af þeim. Myndin er ekki endilega fyrir þá sem fara að sjá það sem þeir búast við. Engu að síður hefur hún á sér mjög raunsæislegt yf- irbragð." Stórviöburöurerframundan í íslensku tónlistarlífi þegar ein þekktasta danshljómsveit heims heldur útgáfutónleika í Höllinni á laugardagskvöld. Meöal þeirra sem hita upp er Gus Gus-flokkurinn, sem samkvæmt heimildum HP er nýkominn frá London í boöi þarlends útgáfurisa. Fjöldi njósnara fylgist með Búist er við miklu fjöri í Laug- ardalshöll á laugardags- kvöldið þegar ein þekktasta danshljómsveit heims, Pro- digy, stígur á svið. Áður en til þess kemur fá nokkrar íslensk- ar hljómsveitir tækifæri til að sýna sig erlendum blaðamönn- um, meðal annars frá tímaritun- um Face og ID og fjölmörgum LHrósið... ... fær aö þessu sinni Benedikt Davíðs- son, forseti ASÍ, fyrir að drífa í því aö láta Listasafn Alþýöusambandsins kauþa Ásmundarsal viö Freyjugötu. Þar með er Ijóst aö þau fárán- legu áform R-listans að gera Ásmundarsal aö barnaheimili eru úr sög- unni og húsiö veröur áfram nýtt í þágu listar og menningar. Aö vísu báru R-listamenn því viö aö þótt Ásmundar- sal yröl breytt í barna- heimili færi áfram fram listsköþun f húsinu þar sem börnin yröu látin mála og teikna. Þetta fannst listunnendum hins vegar léttvæg rök og Benedikt f ASf er greinilega sömu skoöunar. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari var mikill lista- maöur og alþýöumaöur og sjálfsagt aö halda minningu hans á loft svo sem unnt er. Svo má auövitaö hrósa forseta ASf f leiöinni fyrir aö færa forseta fslands 80 trjáplöntur aö gjöf f tilefni af áttatíu ára afmæli Alþýöusambandsins. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti ætti aö ná því aö gróöursetja þessar plöntur áöur en hún lætur af embætti ef vel vorar. Þaö er viö hæfi aö ASÍ noti afmælisdaginn til góö- verka og ekki hægt aö segja annaö en vel hafi tekist til. Vonandi veröur Ás- mundarsalur aö einhverju leyti notaður til aö sýna sum þeirra listaverka sem eru f eigu Listasafns ASÍ en eru höfö í geymsl- um vegna þlássleysis. Þótt baráttan um brauöiö veröi hér eftir sem hingaö til aö- almál Alþýöusambandsins þá gera menn þar á bæ sér grein fyrir því aö maðurinn lifir ekki á brauöi einu saman... „hæfileikaveiðurum“ eða njósn- urum, sem ætla að fjölmenna á tónleikana í Höllinni, bæði til fylgjast með Prodigy og að auki ætlar þorri þeirra að sjá hvað Gus Gus-flokkurinn hefur upp á að bjóða. Samkvæmt heimild- um HP er flokkurinn nýkominn frá London í boði sama útgáfu- fyrirtækis og hefur með mál Prodigy að gera. Aðstoðarmenn Prodigy koma hingað til lands síðdegis á föstudag en á laugardag lenda sjálfir hljómsveitarmeðlimirnir í Keflavík. Að sögn Júlíusar Kemp, eins aðstandenda Kisa sem flytur Prodigy inn, gengur miðasalan vel og eru miðarnir bókstaflega rifnir út, mest af fólki á aldrin- um 18 til 24 ára. En hverju er hann sjálfur spenntastur fyrir þetta kvöld? „Ég hlakka mikið til að sjá Botnleðju spila í 100 þúsund vatta hljóðkerfi, stærsta hljóð- kerfi sem sett hefur verið upp á íslandi. Botnleðja er nefnilega frábært band.“ Prodigy-menn hafa, ekki síð- ur en David Bowie, sínar sér- þarfir. Þannig hafa þeir félag- arnir þegar lagt fram óskalista um það sem þeir vilja hafa bak- sviðs á meðan á tónleikunum stendur. Hér er sýnishorn: • Osta-, rækju- og kjúklinga- samlokur • Full skál af ávöxtum • Evian-vatn, 24 flöskur • 24 flöskur af orkudrykkjum • Fjórir kassar af bjór (ekki undir 4,5 prósentum) • Ein flaska af eðalrauðvíni • Sex lítrar af ískaldri mjólk • Fjórar fötur af ís • Einn pakki Kellogg’s Crunchy Nut-kornflögur, sex diskar, skeiðar og sykur • Sex lítrar af nýkreistum appelsínusafa • 24 kókdósir • Margar tegundir af súkkulaði • Kassi af kartöfluflögum af ýmsum gerðum • Ein plastfata Nýlegt bandarískt leikhúsverk, Standing on My Knees eftir John Olive, verður innan skamms frumsýnt í Loftkastalanum. Bjami Haukur Þórsson, annar aðalleikaranna, stendurfyrir innflutningi þessum, en sýningin fékk góðar viðtökur þegar þau sýndu hana í New York: Geðklofi og Bjami Haukur: „Ég hef verið lengi erlendis og lang- aði til að koma heim og sýna ísiendingum hvað í mér býr.“ Mynd: Jim Smart. Hinn hálfþrítugi Bjarni Haukur Þórsson stendur þessa dagana fyrir því að flytja heilt Ieikhús frá New York til Reykjavíkur. Hann var á árum áður nokkuð þekktur útvarps- maður á Stjörnunni — byrjaði þar afar ungur að árum — og Bylgjunni, en kúplaði sig svo út úr sviðsljósinu um stundar- sakir. Bjarni Haukur lærði leik- list í New York og hefur einnig starfað þar upp á síðkastið sem leikari. Flutningur á leik- verki heimsálfa milli er mjög kostnaðarsamur, en með að- stoð fyrirtækja og sjóða hefur fengist svigrúm til að sýna Standing on My Knees eftir John Olive þrisvar í Loftkast- alanum. Frumsýnt verður 27. mars. Helgarpósturinn sló á þráðinn til Bjarna Hauks og spurði fyrst út í verkið: „Verkið fjallar um stúlku að nafni Catherine, sem er ljóð- skáld og geðklofi. í verkinu er hún nýkomin út af spítala og er að takast á við lífið og tilver- una að nýju. í partíi nokkru hittir hún verðbréfasala, sem ég leik. Hann er svona streit bissnessgæi og alger and- stæða við hana; þau eru eins og svart og hvítt og koma hvort úr sínum heiminum. Hann úr heimi hraða og við- skipta en hún úr listamanna- umhverfi þar sem hún lifir í ljóðunum sínum. Leikritið fjall- ar síðan um samband þeirra og breytingar sem verða á lífi þeirra í kjölfar hins nýja ástar- sambands. Aðrar persónur í leikritinu eru vinkona hennar og sálfræðingur.“ Hvernig kemur það til að þið flytjið verkið til íslands? „Það eru í raun tvær ástæð- ur fyrir því. Önnur er sú að ég hef verið lengi erlendis og langaði til að koma heim og sýna íslendingum hvað í mér býr. Hin er sú að þeir hjá Flug- félaginu Lofti sáu upptöku af sýningunni og vildu fá hana hingað heim. Það hefur verið meiriháttar undirbún- ingsvinna að fá þetta leik- hús til íslands en er þó að takast." Ætlarðu þér að starfa hér á landi í framtíðinni eða halda áfram ytra? „Ég ætla að halda öllum möguleikum opnum og það fer bara eftir þeim verkefnum sem mér bjóðast hvar ég starfa. Það er ýmislegt í bígerð hér heima og einnig í Bandaríkjun- um þannig að við sjáum bara til.“ - EBE Fyrirlestrarööin „Er vit í visind- um?" hefur staöiö yfir síöustu fimm laugardaga og hefur aösókn verið þaö mikil aö flytja varö fyrir- iestrana í sal 2 í Háskólabíói. Þarna hefur veriö tekist á við nokkrar grundvallarspurningar um eöli og takmörk vísinda. Lögð hefur verið áhersla á aö erindin séu aögengi- leg, enda eru þau ætiuð aimenningi og aögangur ókeypis. Á laugardag- inn lýkur Þorsteinn Gylfason pró- fessor fyrirlestrarööinni. Aö erindi hans loknu veröa pallborösumræö- ur meö öllum fyrirlesurum... Músíktilraunir 1996 heflast í Tónabæ ! kvöld þar sem gestahljómsveit veröur Botnleðjan, sigurvegari Músíktilrauna 1995. Músíktilraunir eru opnar öllum upp- rennandi hljómsveitum hvaöanæva af landinu og nú þegar hafa um 35 hljómsveitir skráö sig í keppnina... Leikhópurinn Bandamenn frum- sýnir Amlóðasögu í Borgarleik- húsinu næstkomandi laugardags- kvöld. Leikurinn, sem Sveinn Ein- arsson leikstjóri og leikhópurinn hafa útbúiö I sameinlngu, var frum- fluttur á Helsingjaeyri í Danmörku sunnudaginn 3. mars og var fyrsta sýningin í röö sýnlnga tengdum Hamlet-þemanu sem nefnist Ham- let-sumar. Einnig voru haldnar þrjár sýningar I Kaupmannahöfn í Café- leikhúsinu þar I borg. Áöur hefur leikflokkurinn sýnt fyrri sýningu sína, Bandamannasögu, sem til varö 1992, í sjö löndum. I þessari sýningu heldur leikhópurinn áfram aö þróa leikaöferöir sem hann tamdi sér I Bandamannasögu og sækir sem fyrr efni f gamlar heim- ildir og nýjar tjáningaraöferðir leik- hússins. Hér er ekki um Hamjet- sýningu að ræða; hetjan er fjögur hundruð árum eldri en persóna Shakespeares og á sér rætur meö- al annars í íslenskum heimildum. í samtali viö Helgarpóstinn sagöi Sveinn aö sagan hlypi til f tíma og rúmi. „Þessi hetja okkar er kannski uppi í dag og kannski fyrir þúsund árum og hún kemur fram í fjölmörg- um fslenskum heimildum. Amlóöi þýöir svona heldur lítill dugnaöar- maður og jafnvel fífl. Kjaminn í verk- inu er sá aö þaö er framiö valdarán og prinsinn er ekki óhultur um Iff sitt og gerir sér því upp fíflsku." Bandamenn eru átta talsins, auk Sveins þau Guðni Franzson. Þór- unn Magnea Magnúsdóttir, Ragn- hciður Elfa Amardóttir, Borgar Garðarsson, Jakob Þór Einarson, Felix Bergsson og Stefán Sturla Siguijónsson... Lei&rétting: Felix hætti sjálfur Felix Bergsson, leikari og æsku- goö, haföi samband viö Helgar- póstinn og vildi koma á framfæri leiðréttingu á því ranghermi, aö honum heföi verið sagt upp af Viðari Eggertssyni leikhússtjóra líkt og svo mörgum öörum leikurum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en svo mátti skilja af baksíöufrétt HP í síö- ustu viku. Hiö rétta i málinu er aö Sigurður Hróarsson, fráfarandi leikhússtjóri, réö Felix á sínum tíma til Borgarleikhússins meö þeim for- merkjum aö um eins árs starf væri aö ræða. Þegar sá tími var aö lok- um kominn sagöi Felix sjálfur samn- ingi sínum lausum, enda frá upp- hafi ætlaö eftir þaö aö hverfa á aör- ar slóöir. Felix er vinsamlegast beö- inn velviröingar á þessu ranghermi blaðsins og afsökunar á leiöindum sem skrifin kunna að hafa valdið honum. - Rítstj.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.