Helgarpósturinn - 14.03.1996, Síða 4
FIMMTUDAGUR14. MARS1996
Eftir aö hafa sagt upp samningum viö nokkra leikara og lagt til aö gerður yrði
starfslokasamningur viö aðra var Viðar Eggertsson umsvifalaust rekinn úr starfi
leikhússtjóra Borgarleikhússins. í viötali viö Sæmund Guövinsson segir Viöar aö
ekki megi hrófla viö sumum leikurum.
y
Ákveðinn hópur
leikara ósnertanlegur
Það virðist ákveðinn hópur
leikara vera ósnertanlegur.
Þó er hvergi að finna stafkrók
fyrir slíku. Það hefur verið
spurst fyrir um það á leikhús-
ráðsfundi hvort til væri bókun,
samkomulag eða eitthvað sem
segir að einhverjir leikarar séu
á öðrum samningum en aðrir.
Það fyrirfinnst ekkert slíkt,“
sagði Viðar Eggertsson í viðtali
við Helgarpóstinn. Viðar segir
ennfremur að venslatengsl séu
svo mikil í Leikfélagi Reykjavík-
ur að varla sé hægt að ræða
málefni einstakra starfsmanna
á fundum leikhúsráðs.
Meirihluti leikhúsráðs Leikfé-
lags Reykjavíkur sagði Viðari
Eggertssyni fyrirvaralaust upp
störfum á þriðjudaginn. Þeir
sem stóðu að brottrekstrinum
voru leikararnir Sigurður
Karlsson, Þorsteinn Gunnars-
son og Kristján Franklín Magn-
ús. Fulltrúi Reykjavíkurborgar í
ráðinu, Ömólfur Thorsson,
greiddi atkvæði gegn uppsögn-
inni. Hann segist ekki sjá nein
efnisleg rök fyrir þessari
ákvörðun meirihlutans. Kjartan
Ragnarsson hefur sagt af sér
sem formaður Leikfélagsins.
Viðar hafði lagt til að samning-
um við nokkra leikara yrði sagt
upp og aðrir ráðnir í þeirra
stað. Leikhúsráð féllst á þær til-
lögur. Viðar lagði jafnframt til
að gerður yrði starfslokasamn-
ingur við nokkra leikara sem
hafa verið á föstum samningi í
meira en fimmtán ár, en enginn
þeirra vildi þiggja slíkan samn-
ing. Það var svo í kjölfar tveggja
félagsfunda í Leikfélaginu að
meirihluti leikhúsráðs ákvað að
reka leikhússtjórann.
Viðar Eggertsson telur að
hann hafi verið svikinn. Helgar-
pósturinn spurði Viðar hverjir
hefðu svikið hann í þessu máli.
„Það er fyrst og fremst Leikfé-
lag Reykjavíkur, sem stendur
ekki við þá samþykkt sem gerð
var milli borgarinnar og Leikfé-
lagsins um það hvernig ætti að
haga málum varðandi leikhús-
stjórann. Það er til skýrsla sem
nefnist „Málefni Borgarleik-
húss“. Þar er sérstaklega skor-
að á Leikfélagið að breyta lög-
um sínum þannig að leikhús-
stjóri sé ekki valinn í vinsælda-
kosningum á félagsfundi heldur
geri leikhúsráð starfssamning
við hann. I lögum
Leikfélagsins segir
að leikhússtjóri sé
æðsti yfirmaður
allra starfsmanna
þess og eins og
segir orðrétt í
samkomulagi
borgarinnar og fé-
lagsins ...“ætti að
sem best
leikhús-
og sjálf-
og veita
víðtækt
til þeirra
sem
nauð-
styrkja
stöðu
stjóra
stæði
honum
umboð
breytinga
hann telur
„Þegar störf mín fara að snerta einstakar persónur í Leikfélaginu þá
bregst félagið mér.“
synlegar til að efla leiklistar-
starfsemina og rekstur Borgar-
leikhússins". Með þetta í vega-
nesti fer ég síðan að starfa.“
Og hvenœr kemur í Ijðs að þú
fœrð ekki að starfa samkvæmt
þessu umboði?
„Það er ekkert leyndarmál að
það hefur verið mikil og nei-
kvæð umræða um leiklistar-
starfsemi í Borgarleikhúsinu
síðustu misseri og ljóst að það
yrði að gera einhverjar breyt-
ingar og snúa dæminu við. En
þegar til kastanna kemur og
störf mín fara að snerta einstak-
ar persónur í Leikfélaginu fer
félagið að bregðast. Það leik-
húsráð sem réð mig hverfur
raunar af vettvangi af ýmsum
ástæðum. Því er það mjög fljót-
lega eftir að ég er tekinn til
starfa að ég sit uppi með annað
leikhúsráð en kaus mig.“
Sastu þá bara fyrir framan
reiða leikara hússins ístað raun-
verulegs leikhúsráðs?
„Samsetning leikhúsráðs er
þannig að meirihluti þess er
skipaður stjórnarmönnum
Leikfélagsins og leikhúsráðið
því fyrst og fremst samtök
þeirra sem hafa hagsmuna að
gæta í leikhúsinu. Venslatengsl
eru það mikil að það er varla
hægt að ræða málefni einstakra
starfsmanna á fundum leikhús-
ráðs. Ég legg upp með það
prinsipp eftir að ég hóf störf,
sem ég fæ bókað í leikhúsráði,
að ég hafi frjálsar hendur um
svigrúm til að losa samninga
við starfsmenn og gera starfs-
lokasamninga við aðra. Þetta
var ekki bundið nöfnum, til
þess að losa þessa einstaklinga
í leikhúsráði undan því að taka
ákvörðun í málefnum sem væru
lituð af tengslum þeirra við við-
komandi einstaklinga. Þetta er
ákveðið prinsipp sem ég vinn
eftir. En um leið og þessar til-
lögur mínar eru komnar til
framkvæmda þá eru komin
nöfn, andlit og kennitölur á
þessar aðgerðir. Þá fer fólk að
rísa upp vegna hagsmuna-
tengsla."
/ þessu máli verður mörgum
hugsað til þeirra átaka sem urðu
á sínum tíma þegar Stefán Bald-
ursson var ráðinn þjóðleikhús-
stjóri og sagði upp samningum
við nokkra starfsmenn?
„Þar stóð leikhúsráð Þjóð-
leikhússins með honum allan
tímann en það er öðruvísi sam-
sett en í Borgarleikhúsinu. Leik-
félag Reykjavíkur var áhuga-
mannafélag sem hefur breyst í
atvinnumannafélag í áranna
rás, en eðli þess er samt hið
sama og áður fyrr. Leikararnir
sitja nú í stóru leikhúsi sem
borgin hefur byggt og veitir
þeim 140 milljónir króna til
rekstrarins af almannafé. Það
er ekki hægt að nota þetta fé til
að halda leikurum föngnum á
samningum sem eru í gildi ef
hæfileikar þeirra nýtast ekki.“
En menn hljóta að hafa geng-
ið að þvívfsu að þú myndirgera
breytingar og einhver manna-
skipti yrðu í Borgarleikhúsinu?
„Já, það lá í augum uppi alveg
frá byrjun."
Eftir þessu að dœma er hins
vegar ekki sama hvaða einstak-
lingum þú segir upp störfum. Eru
sumir ósnertanlegir?
„Það virðist ákveðinn hópur
leikara vera ósnertanlegur. Þó
er hvergi að finna stafkrók fyrir
slíku. Spurst var fyrir um það á
leikhúsráðsfundi hvort til væri
bókun, samkomulag eða eitt-
hvað sem segir að einhverjir
leikarar séu á öðrum samning-
um en aðrir. Það fyrirfinnst ekk-
ert slíkt. Allir leikararnir eru á
árssamningi sem er uppsegjan-
legur með sex mánaða fyrir-
vara. Samningarnir gilda frá 1.
september og ef á að segja
þeim upp þarf því að gera það
fyrir 1. mars og að því verki
gekk ég. Tilgangurinn er fyrst
og fremst að skapa gott leikhús
og ég lít svo á að sá hópur sem
er í leikhúsinu sé þannig sam-
settur að maður hnjóti fyrirsjá-
anlega í verkefnavali. Hér er
ekki endilega verið að meta list-
ræna hæfileika fólks fyrst og
fremst, heldur hvort hæfileikar
þess nýtist í svo og svo mörg
verkefni, en þeim ekki haldið
föngnum þar sem hæfileikar
þeirra nýtast ekki.“
Hefðir þú kannski ekki verið
rekinn efþú hefðirsagt einhverj-
um öðrum upp störfum en þess-
um ákveðnu einstaklingum?
„Ég hlýt að velta því fyrir
mér. Ég gerði líka tillögur um
starfslokasamning við nokkra
leikara sem hafa verið á föstum
samningi í meira en fimmtán ár,
en greinilega gátu ekki allir un-
að við það.“
Sárnar þér ekki að fá engar
opinberar stuðningsyfirlýsingar
frá einhverjum afleikurum húss-
ins eða öðrum innan veggja
þess, til dæmis frá Kjartani
Ragnarssyni, sem studdi mjög
ráðningu þína?
„Ég hef fengið mjög góðan
stuðning frá hluta þess fólks
sem þarna starfar og ennfrem-
ur frá öðru fólki í leikhúsheim-
inum sem fylgist með því sem
er að gerast. Það má segja
Kjártani til afsökunar að hann
var ráðinn til starfa í Svíþjóð á
þessum tíma fyrir löngu. Aðrir
úr leikhúsráði, sem réð mig,
þurftu að hverfa þaðan vegna
mjög krefjandi verka á sviðinu.
Það má segja að það hafi verið
óheppilegt undir þessum kring-
umstæðum þegar sá leikhús-
stjóri, sem það réð, er að hefja
störf," sagði Viðar Eggertsson,
en hann er nú að kanna réttar-
stöðu sína í þessu máli.
Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra aö Sigurður Hróarsson
verði endurráöinn leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. Sam-
kvæmt heimildum Helgarpóstsins mun hann ekki hafa hug á
því, en hann vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið í viðtali
við Eirík Bergmann Einarsson.
„Starfsemin í uppnámi“
Eftir að Viðari Eggertssyni
var sagt upp störfum sem
leikhússtjóra Leikfélags Reykja-
víkur hafa menn velt vöngum
yfir hver yrði eftirmaður hans
og hefur nafn Sigurðar Hróars-
sonar heyrst í því sambandi.
Sigurður, sem gegnt hefur
stöðu leikhússtjóra Leikfélags-
ins, sagði upp störfum á síðasta
ári í kjölfar neikvæðrar um-
ræðu um störf hans. Hann hef-
ur þó starfað áfram sem leik-
hússtjóri meðan Viðar Eggerts-
son var að komast inn í starfið.
Helgarpósturinn sló á þráðinn til
Sigurðar og spurði hvort hann
myndi halda áfram sem leik-
hússtjóri og jafnvel taka við af
Viðari?
„Ég er leikhússtjóri Leikfélags
Reykjavíkur, þannig að ég þarf
ekki að taka við af neinum. Við-
ar Eggertsson átti að taka við af
mér fyrsta september næst-
komandi, þegar ráðningartíma-
bili mínu lýkur, og á því hefur
ekki orðið nein breyting. Ég
verð hér þar til ráðningartíman-
um lýkur. Samkvæmt lögum
Leikfélags Reykjavíkur hef ég,
sem fráfarandi leikhússtjóri,
einvörðungu umsjón með því
leikári sem nú stendur yfir.
Hins vegar á verðandi leikhús-
stjóri að hafa umsjón með kom-
andi leikári, en nú er enginn til
að sinna því verkefni og ég er
ekkert inni í þeim málum.
Stjórn leikfélagsins hefur verið
á þrotlausum fundum síðustu
daga til að ræða þessi mál og
um leið og ljóst varð hvert
stefndi hafði stjórnin óformlegt
samband við mig um starf leik-
hússtjóra og framtíðarstörf mín
við leikhúsið. Ég hef einnig,
óformlega, látið stjórnina vita
hver afstaða mín er, en ég get
ekki upplýst hver hún er á
þessu stigi málsins."
Sigurður Hróarsson var ófá-
anlegur til að greina blaða-
manni frá því hvort hann hefði
hug á endurráðningu sem leik-
Sigurður: Ekki áfram.
hússtjóri Leikfélags Reykjavík-
ur, en samkvæmt áreiðanlegum
heimildum Helgarpóstsins mun
svo ekki vera og er búist við að
Sigurður láti stjórn leikfélags-
ins vita um það á fundi leikhús-
ráðs í dag. Sigurður var á leið-
inni til Bandaríkjanna á leiklist-
arþing, en stjórn Leikfélags
Reykjavíkur dró til baka leyfið
sem það hafði veitt honum til
fararinnar, enda slæmt að
missa báða leikhússtjórana úr
húsi sama daginn. Helgarpóstur-
inn spurði Sigurð hvort hann
teldi uppsögn Viðars eðlilega í
ljósi aðstæðna?
„Ég hef kosið — og mun
halda fast við það — að neita
að gerast dómari í málefnum
annarra leikhússtjóra en mín.“
Aðspurður hvort hann teldi að
Viðar hefði verið svikinn með
uppsögninni sagði Sigurður:
„Ég hef ekki setið þá fundi sem
hafa snúist um málefni næsta
leikárs og ekki verið inni í þeim
málum sem gengið hafa á milli
stjórnarinnar og Viðars undan-
farið. Ég lít hins vegar svo á að
stjórninni sjálfri beri að meta
hvort segja eigi leikhússtjóra
upp störfum eða ekki.“
Sagt hefur verið að rót
vandamála Leikfélags
Reykjavíkur sé óvarleg fjár-
málastjórn í þinni stjórnar-
tíð?
„Leikfélag Reykjavíkur er
sjálfseignarfélag og félagsfund-
ur er æðsta vald í málefnum fé-
lagsins, sem svo ræður sér
stjórn sem aftur ræður leikhús-
stjóra. Hið aldargamla félag hef-
ur áratugum saman notið opin-
berrar fjárveitingar frá Reykja-
víkurborg og ég held að engin
leið sé að halda öðru fram en
leikfélagið hafi farið ákaflega
vel með þetta fé, sem þó er
naumt skammtað. Menn hafa
ekki verið að skrifa hér upp á
neina óútfyllta víxla. Hins vegar
skal ég alveg viðurkenna að ég
setti mér nokkur stór og metn-
aðarfull markmið, sem segja
má að hafi ekki gengið upp fjár-
hagslega, og í kjölfar þess sagði
ég upp störfum."
Starfsandinn slæmur
undanfarnar vikur
Hvernig líður leikhúsmönn-
um nú á aldarafmœlinu með
öll þessi mál á bakinu?
„Mönnum líður illa. Starfs-
andinn í húsinu hefur undan-
farnar vikur verið mjög slæm-
ur. Ég reyni ekki að draga fjöð-
ur yfir það. Við höfum unnið
undir afskaplega erfiðum að-
stæðum eftir að öll þessi upp-
sagnarmál komu upp og starf-
semi Leikfélags Reykjavíkur er í
uppnámi. Stjórnar leikfélagsins
bíða, að mínu mati, tröllaukin
vandamál við að koma öllu
heim og saman, en félagið, sem
nú er að verða aldargamalt, hef-
ur gengið í gegnum margar krís-
ur á langri ævi. Ég efast ekki um
að menn klóri sig fram úr þessu
eins og öðru. Þrátt fyrir að
verkefnin séu gríðarlega erfið
fyrir næsta leikhússtjóra þá er
þetta samt spennandi og verð-
ugt verkefni og ég vorkenni
ekki þeim sem tekur við.