Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 6

Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 6
6 FlMIVmiDAGUR 14. MARS1996 Áfengisneysla er stór hluti af því félagslífi sem fylgir íþróttum, eins og Guðbjartur Finnbjörnsson komst að þegar hann skoðaði málið fyrir Helgarpóstinn. Bakkus vínkonungur er sem sé óspart tilbeðinn innan íþróttahreyfingarinnar og áfengi notað til að lyfta liðsandanum og ná mannskapnum saman. Samkvæmt rannsóknum er lítill munur á áfengis- drykkju þeirra sem stunda íþróttir og þeirra sem ekki gera það. Áfengisneysla ferjafnframt nokkuð eftir íþróttagreinum; þekkist þannig varla hjá frjálsíþróttamönnum og sundmönnum en er áberandi í boltagreinunum: Spennan er í algleym- ingi. Örfáar sekúnd- ur eru til leiksloka og staðan jöfn. Bíðið nú við, hvað gerist? Þeir dæma vítakast. Þetta var nú furðulegur dómur. Víta- kast á síðustu sekúndu leiksins. Þetta er ótrúlegt. Hann skýtur og... hann skorar. Fögnuðurinn er gífurlegur hjá sigurliðinu og vonbrigðin leyna sér ekki hjá þeim sem töpuðu. Eftir leik er skundað á næstu krá. Sigurliðið til að halda upp á sigurinn og tapliðið til að drekkja sorgum sínum í áfengi. Að sögn kunnugra virð- ist sem áfengisneysla sé allmikill hlutiafþvífé- lagslífí sem fylgir íþrótt- um. Bakkus konungur er sem sé óspart tilbeðinn innan íþróttahreyfíngar- innar og áfengi notað til að lyfta liðsandanum og ná mannskapnum saman. Samkvæmt rannsóknum sem Þórólfur Þórlindsson prófessor gerði á gildi íþrótta fyrir íslensk ung- menni kemur í ljós að lítill munur er á áfengisdrykkju þeirra sem stunda íþróttir og þeirra sem ekki gera það. Að sögn Þórólfs virð- ist áfengisdrykkja fara svolítið eftir íþróttagrein- um. Sem dæmi þá þekkist áfengisneysla vart hjá fijálsíþróttamönnum, sundmönnum og hlaupur- um. Boltagreinamar virð- ast hafa sérstöðu hvað varðar áfengisneyslu og virðist sem boltamenn neyti meira áfengis en aðr- ir íþróttamenn. „Ég tel að það þyrfti að leggja meiri áherslu á að íslenskir íþróttamenn neyti ekki áfengis, í fyrsta lagi til þess að þeir nái betri árangri og í öðm lagi sam- ræmist áfengisneysla ekki hugsjónum íþróttanna,“ segir Þórólfur. Þjóðsögnin um að þeir sem stunda íþróttir verði síður alkóhólistar virðist ekki eiga við rök að styðj- ast. Að sögn Þóraríns Tyrf- ingssonar, yfírlæknis á Vogi, koma þó nokkrir sem hafa verið í íþróttum í áfengismeðferð hjá SÁÁ. „Það kemur að vísu ekki oft fyrir að menn sem em á toppnum fari í meðferð, en margir koma eftir að keppnisferlinum er lokið,“ segir Þórarinn. „Svo virð- ist sem íþróttimar veiti þessu fólki ákveðið aðhald en þegar hætt er að keppa er eins og eitthvað losni úr læðingi og sjúkdómur- inn nær yfirhöndinni." Engin ofuráhersla virðist lögð á það innan íþrótta- hreyfíngarinnar að koma því á framfæri að áfengis- drykkja og íþróttaiðkun fari illa saman. Flestir sem rætt var við vom sammála um að íþróttahreyfingin þyrfti að taka sig á hvað varðar hugarfar gagnvart áfengisneyslu íþrótta- manna. Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Sjónvarpsstjarnan Hermann Gunnarsson var landsliösmaöur I íþróttum á sínum yngri árum, þegar lífiö snerist svo til eingöngu um íþróttir, áfengi og skemmtanir. Áfengið kom honum fljótlega I vandræði: „Menn kepptust um að bjóða mér í glas“ Sjónvarpsstjarnan Hermann Gunnarsson var algert íþróttafrík á sínum yngri árum. Hann spilaði með meist- araflokki í fót- bolta, hand- bolta, körfu- bolta og lék í landsliðum. Einnig fiktaði hann aðeins við frjálsar íþróttir og sund. Líf Hemma snerist svo til ein- göngu um íþróttir á þessum ár- um. Eða réttara sagt: íþróttir, áfengi og skemmtanir. „Ég var ekki nema sextán ára þegar ég komst í meistara- flokk. Þá var gaman að lifa. Ég var mikið með mér eldri mönn- um og reyndi að halda í við þá bæði innan vallar og utan, sem íþróttamaður og í skemmtana- lífinu, og átti ekki í miklum erf- iðleikum með það,“ segir Hemmi og brosir. „Frægðinni fylgdi líka að allir vildu vera vinir mínir og menn kepptust um að bjóða mér í gias. Á fyrstu árunum tók áfengis- neyslan ekki stóran toll. Maður hristi þetta af sér og hafði ekki miklar áhyggjur af timbur- mönnum. Ekki var tekið hart á áfengisneyslu leikmanna á þessum árum, en vínbann var algengt nokkrum dögum fyrir leik. Eg var bæði í handbolta og fótbolta þannig að ég var nánast settur í vínbann allt ár- ið. Það var í lagi á þeim tíma, því metnaðargirndin var mikil. Vissulega skemmtu menn sér eftir leiki. Héldu upp á sigra og drekktu sorgum eftir tapleiki. Svo komu tímabil þar sem maður gat skemmt sér meira en vanalega. Til dæmis þegar um meiðsl var að ræða og maður gat ekki keppt. Þá var tækifærið notað og hrist vel úr klaufunum. Það sem mér þótti hvimleiðast var allar kjaftasög- urnar sem fylgdu mér. Ég átti alltaf að vera fullur, þrátt fyrir að ég hefði aðeins litið með nefið inn á skemmtistað. Það var oft erfitt að sanna það fyrir þjálfaranum að ég hefði verið ófullur og svona sögusagnir komu mér oft í klandur." íþróttahreyfingin hjálpar aðeins þeim sem eru nógu góðir „Auðvitað heggur alkóhól- isminn inn í raðir íþrótta- manna og ég þefaði vel af skemmtanalífinu þegar kostur gafst. Þó má segja að ef ekki væri fyrir íþróttirnar hefði ég örugglega leitað mér hjálpar mun fyrr en ég gerði. Það er engin spurning um það, því ég hefði sinnt skemmtanalífinu mun betur og lagt metnað minn í að vera bestur á því sviði,“ segir Hemmi og hlær. „Ég hætti mikið til í íþróttum árið 1977 og þá fór alkóhól- boltinn fyrst að rúlla. Ég, sem hafði lifað fyrir íþróttir, hætti allt í einu að keppa. Ég vissi í fyrstu ekkert hvað ég átti að gera og hafði nægan frítíma. Þá kom ekkert annað til greina en að fylla upp í hann með skemmtanalífi. Miðstöð al- heimsins var að mínu mati inni á skemmtistöðunum. Þar þróaði ég minn alkóhólisma á methraða. Ég er sannfærður um að áfengisvandamál og alkóhól- ismi finnast meðal íþrótta- manna jafnt sem annarra í þjóðfélaginu,“ segir Hemmi. „Akveðið hlutfall af þjóðinni ræður ekki við áfengisneyslu sína og alkóhóiismi fer ekki í manngreinarálit. Hitt er svo annað mál að sá, sem vill ná árangri í íþróttum, getur ekki samræmt það áfengisdrykkju. Að minnsta kosti ekki til lengdar, það er útilokað. íþróttahreyfingin þyrfti að vinna mun meira í því að koma íþróttamönnum og þá sérstaklega unglingum í skiln- ing um að íþróttir og áfengi eiga ekki saman. Það þýðir ekkert að setja menn í bind- indi og síðan ekki söguna meir. Forvarnarstarf innan íþróttahreyfingarinnar verður líka að vera markvissara en það hingað til hefur verið. Það er ekki nóg að segja að gott sé að fara í íþróttir því þá verði maður góður og heilbrigður. Tökum sem dæmi æfingar hjá fimmta flokki. Það eru hundr- að á æfingunni og ekki nema tuttugu eða þrjátíu sem fá ein- hver tækifæri yfir sumarið. Hinir eru útundan og fá ekki að spila vegna þess að þeir eru ekki nógu góðir. Það finnst mér grimmt og þessu þarf að breyta. Það þarf að minnka alla keppni í yngri flokkunum og leggja meiri áherslu á skemmtunina og að sem flestir séu með. Hvað með alla þessa krakka sem ekki fá að vera með vegna þess að þau eru ekki nógu góð? Þau bera harm sinn í hljóði og margir Ienda jafnvel inni á braut vímuefna. Það er enginn sem kemur þessu fólki til hjálpar, síst af öllu íþróttahreyfingin. Það þarf að endurskipuleggja starf- semi íþróttafélaganna til að hægt sé að segja að heilbrigð sál í hraustum líkama! endur- spegli starf íþróttahreyfingar- innar.“ Handknattleiksstjarnan Patrekur Jóhannesson valdi þá leið eftir HM í fyrra að drekkja sorgum sínum í áfengi eftir hin mikluvonbrigöi. Rjótlega áttaði hann sig, leitaði hjálpar og er stoltur af þeirri ákvörðun: „Þjálfaraveisl- ur geta breyst í drykkjusvall“ að er oft mikið um gleði í kringum íþróttir, til dæmis þegar sigurleikjum er fagnað," segir Patrekur Jóhannesson, handknattleiksstjarna KA og landsliðsins. „Og oft er vín haft um hönd þegar verið er að halda upp á árang- urinn, nú eða syrgja tapaða leiki. Sumir kunna að meðhöndla áfengi og aðr- ir ekki. Eg var ekki í þeim hópi sem kunni að meðhöndla það. Það er mjög misjafnt eftir lið- um, en auðvitað er mikið um að menn fái sér í glas eftir leiki. Það er auðvelt að finna ástæðu til að drekka, ég tala nú ekki um ef þér þykir sopinn góður. Fólk má ekki halda að þótt maður stundi íþróttir sé það einhver stimpill á að viðkom- andi geti ekki lent í vandræð- um með áfengi. Það er mikill misskilningur. íþróttamenn geta lent í klóm Bakkusar alveg eins og aðrir. Auðvitað eru reglur sem þarf að fara eftir í íþróttunum hvað varðar áfengisneyslu. Til dæm- is er áfengisneysla venjulega ekki liðin nokkrum dögum fyrir leik. Það fer þó örugglega svo- lítið eftir þjálfurum. Við ráðum því mikið til sjálfir hér hjá KA hvernig við högum áfengis- neyslu okkar. Þjálfarinn treyst- ir því að við séum það þrosk- aðir að ekki þurfi að banna okkur svona hluti. Við eigum að ráða við þetta sjálfir. Enda erum við hálfgerðir kórdrengir hérna fyrir norðan,“ segir Pat- rekur og hlær. „En það eru líka dæmi um skipulagðar veislur hjá mörgum þjálfurum. Veislur sem eiga að fá liðsandann upp og þjappa mannskapnum sam- an. Veislur sem stundum verða að algeru drykkjusvalli." Patrekur segir að áfengis- neysla hafi haft mikil áhrif á íþróttaiðkun sína. Á því sé eng- inn vafi. HM í fyrra var til að mynda gífurleg vonbrigði fyrir hann og valdi hann þá leið að drekkja sorgum sínum í áfengi. „Leið sem var í raun kolröng og gerði ekkert annað en auka á vanlíðanina,“ segir Patrekur. „Það má spyrja sig að því, ef við hefðum orðið heimsmeist- arar, hvort ég hefði ekki gert það sama og haldið allhressi- lega upp á sigurinn með áfengi. Eftir HM má segja að ég hafi farið yfir strikið. Eg drakk einfaldlega of mikið. Þá gerði ég mér grein fyrir að ég átti við drykkjuvandamál að stríða. Ég ákvað því að gera eitthvað í málunum og skellti mér í með- ferð. Nú er ég edrú og er mjög sáttur við að hafa tekið þá ákvörðun. Þetta er allt annað líf í dag. Það besta er að mér finnst miklu skemmtilegra að fagna sigrum núna. Til dæmis þegar við urðum bikarmeistar- ar. Það var ólýsanleg tilfinning. Tilfinning sem var hrein sigur- víma og ekkert annað. Og virð- ingin sem maður nýtur eftir að hafa hætt öllu þessu veseni er margfalt meiri. Mér líður bara mun betur en nokkurn tímann áður. Ég mæli eindregið með því að þeir, sem líður illa vegna drykkju, geri eitthvað í málun- um. Það sem þarf er bara að þora. Því fylgir engin skömm að viðurkenna að maður eigi í erfiðleikum með áfengi. Því fyrr sem maður viðurkennir það því betra,“ segir Patrekur Jóhannesson að lokum. Handknattleikmaðurinn Sigurður Sveinsson segir aö stundum, þegar illa gekk hér á ár- um áður, hafi menn hist og dottið I það til að lyfta upp móralnum. Þetta finnst honum þó hafa breyst á síöari árum — til hins betra: „Það eru alltaf svartlr sauðir innan um“ * Afengi hefur ætíð fylgt fé- lagslífinu í íþróttum þótt það sé eitthvað að breytast núna,“ segir Sigurður Sveins- son, þjálfari og leikmaður handknattleiksliðs HK og fyrr- verandi leik- maður lands- liðsins. „Hér áður fyrr eftir góða sigur- leiki var gjarnan farið eitthvað út að skemmta sér og haldið upp á sigur- inn. Eins eftir tapleiki settust menn oft yfir ölkrús og fóru yfir það sem klikkaði. Stundum þegar illa gekk og til að rífa menn upp var ákveðið að hittast og detta saman í það til að lyfta upp móralnum. Eins og ég sagði áðan finnst mér þetta hafa breyst þó nokkuð á síðustu ár- um. Menn virðast vera meðvit- aðri um að íþróttir og áfengi passa ekki vel saman. Það hef- ur komið fyrir að einhverjir hafa drukkið daginn fyrir leik og komist upp með það, en svoleiðis gera menn ekki oft. Núna er það löngu búið að menn séu að skemmta sér fyr- ir leiki. Menn eru orðnir mun þroskaðri hvað þetta varðar og vita hvað áfengisdrykkja fyrir leik getur þýtt. Til að ná árangri í íþróttum er ekki hægt að vera sullandi í búsi alla daga, það er alveg klárt mál. í enda leiktímabila gerist það stundum að menn vilja losna við stress vetrarins og lyfta sér þá kannski ærlega upp. En drykkjuvandamál meðal íþróttamanna tel ég vera fá. Þó er það trúlega mis- jafnt eftir félögum og hvernig þau taka á málunum. En það eru alltaf svartir sauðir innan um, því verður ekki neitað," segir Sigurður. „Ég hef alltaf haft gaman af að fá mér í glas en ég hef aldrei verið í neinu rugli. Ég fór átján ára í at- vinnumennsku í Svíþjóð og svo seinna til Þýskalands. Þar fann maður ekki fyrir því að áfengi væri vandamál. Þýskar-

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.